Morgunblaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 32
f * ► 32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1975 | ; í [ i I t i í f í I r f f » í i [ t t [ i i t ! Ís«* '&'(kar .Wflili Norsk æfintýri P. Chr. Asbjörnsen og Moe: Smiðurinn, sem kölski þorði ekki að hýsa Jens Benedikts ison íslenzkaði maður lifir.“ og meö það fór hann heim að borða. Þegar hann var aftur kominn í smiðjuna, kom maður ríðandi og vildi fá hestinn sinn járnaðan. „Ég skal nú ekki vera lengi að því,“ sagði smiður- inn. „Ég er nýbúinn að læra ágæta aðferð til þess að járna hest fljótt og vel, sú aðferð er góð í skamm- deginu, þegar stutt er myrkranna á milli.“ Og svo fór hann að skera, og gat loksins náð öllum fótunum af hestinum, „því ekki veit ég hvað það á að þýða að vera að fikta við einn i einu,“ sagði hann. Fæturna lagði hann á eldinn, eins og hann hafði séð Drottin gjöra, setti mikið af kolum á og blés duglega með belgnum. En þá fór, eins og við var að búast, fæturnir brunnu upp, og smiðurinn varð að borga hestinn. Honum þótti það nú ekki sem skemmtileg- ast, en í sama bili kom gömul förukona framhjá, og svo hugsaði smiðurinn: — ef eitt mistekst, þá tekst annað, tók kerlinguna og lagði hana á eldinn, hún grét og baðst vægðar, en ekkert dugði, „þú skilur ekki, hvað þér er fyrir bestu, þó þú sért svona gömul, nú skaltu aftur verða ung og falleg eftir svolitla stund, og ég skal ekki taka einn eyri fyrir verkið," sagði smiðurinn. En það fór ekki betur með veslings gömlu konuna, heldur en hestfæt- urna. „O, það sakna hennar nú ekki rnargir," svaraði smiðurinn; „en þetta er skömm af kölska, hvað hann heldur illa samninginn, nú er það ekki lengur satt, sem yfir dyrunum stendur." „Ef ég gæti nú veitt þér þrjár óskir,“ sagði Drottinn. Hvers myndirðu þá óska þér?“ „Reyndu mig,“ sagði smiðurinn, „og þá færðu að vita það.“ Bók er góður förunautur Setjum sem svo, að þú ætlir að sigla einn á báti kringum jörðina og þú gætir tekið eitt eftirtalinna hluta með þér, hvern þeirra mundir þú þá velja: Stóra köku með glassúr, fallega mynd, bók, spila- stokk, pappír og liti, prjóna og garn, spiladós, munnhörpu? Líklega yrði þetta erfitt val. Ekki mundi ég þó velja kökuna. Hún yrði fljótt uppetin. Og ekki spilin. Þau gætu fokið útbyrðis. Og ekki prjónana og garnið. Það gæti blotnað. Munnhörpuna mundi ég velja fremur en spiladósina því ég gæti dundað við að semja lög sjálfur. Ekki mundi ég velja myndina, því það væri áreiðanlega skemmtilegra að horfa á sjóinn. Og ekki pappírinn og litina því pappírinn mundi fljótlega ganga til þurrðar. Ég held, að ég mundi velja bókina. Drottinn veitti honum þá þrjár óskir. „Þá óska ég fyrst og fremst, að hver sem ég bið um að klifra upp í perutréð, sem stendur hér við smiðjuvegginn, verði að sitja þar, þangað til ég bið hann sjálfur að koma niður aftur,“ sagði smiðurinn, „og í öðru lagi óska ég þess, að hver, sem ég bið að setjast hér í hægindastólinn inni í smiðjunni, verði „Þetta er ágætur stóll.“ Bara eina bók, segið þið auðvitað með vand- lætingu. Maður væri búinn að lesa hana 100 sinnum áður en kæmi að leiðarlokum og gæti þulið hana utanbókar. En það sakar ekki. Finnst þér ekki gaman að hitta vini þína þótt þú hafir hitt þá oft áður, og mömmu þína og bróður til dæmis. Samt er það fólk sem þú þekkir. Þú yfirgefur ekki heimili þitt fyrir fullt og allt bara vegna þess að þú þekkir það og veizt hvernig þar er umhorfs. Góð bók getur komið í vinar stað. Þótt þú sért búinn að hitta vin þinn hundrað sinnum, kemur hann þér ef til vill enn einu sinni á óvart, þegar þú hittir hann í hundraðasta og fyrsta sinn. Og alltaf má finna eitthvað nýtt í góðri bók, þótt þú hafir lesið hana margoft. Maðurinn er eina lífveran á jörðinni, sem getur lesið bók. Það hefur hún fram yfir allar hinar tegundirnar. Við lestur bókar kynnist þú hugar- heimi annarra. í huga þínum ferð þú að virða fyrir þér hugarheim sögupersónanna, nú, eða höfundar- ins, mynda þér skoðanir og draga ályktanir. Bókin hvetur þig til að hugsa sjálfstætt — og fátt er skemmtilegra gaman. FEROIIMAIMO fllttölmorgunkckfíinu Sennilcga séntil- maður í brezkum blöðum er skýrt frá því, sem þar í landi þykir óvenjuleg framkoma innbrotsþjófs — jafnvel að maðurinn hafi sýnt séntilmannlega framkomu við aldraða ekkju. Hann brauzt inn í íbúð hennar — öllu held- ur hús hennar — og rændi þar hverskonar silfurmunum heimilis- ins, svo og silfurskart- gripum frúarinnar. Var þetta metið á yfir 6000 sterlingspund, ísl. krón- ur ca 1675 milljónir. Nokkrum klukkustund- um eftir ránið hringdi síminn hjá ekkjunni. 1 símanum var innbrots- þjófurinn. Hann sagði konunni, að hún gæti sótt sína persónulegu silfurskartgripi, sem hann hefði stolið, í síma- klefann, sem hann talaði úr. Nú hafði konan sam- band við lögregluna í næsta bæ. Fóru leyni- lögreglumenn með kon- unni í símaklefann, sem þjófurinn hafði hringt úr, og þar var böggull með öllum silfurskart- gripum konunnar. — En hún sagði við leynilög- reglumennina: Þetta er sennilega mesti séntil- maður — því ekki er símanúmerið heima í skránni, svo har>n hefur orðið fyrst að hringja i upplýsingar símstöðvar- innar, til að fá símanúm- erið, til að láta mig vita. POLLUX Heim í mína íbúð? — Ég hélt að þú ættir íbúðina. 0ó.,.íl i yi l íl 11 ('«• u.itJ',’.' I: 01/ .! (i, éijjíö Jl;i , l j.il J)ÍJJ JÖSJl rl 1 ';f. S í. Úíl .1 XJA I í I I JlM I J IUU 1 ) > ‘ l.i I m.ií^USjí i J 'JÚU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.