Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.02.1975, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRUAR 1975 37 Kveðja: Guðrún Finnbogadótt ir frá Fögrubrekku HINN 20. des. s.l. lést á Landa- kotsspítala Guðrún Finnboga- dóttir frá Fögrubrekku við Hrúta- fjörð, síðast til heimilis að Löngu- hlíð 19 hér í borg. Hún var fædd 8. maf 1899 á Fjarðarhorni í Hrútafirði. Foreldrar hennar voru þau Sigríður Ölafsdóttir og Finnbogi Jakobsson, þjóðkunnur járnsmiður og hestamaður. Beislisstengur og hestajárn eftir Finnboga á Fögrubrekku voru fallegustu smíðisgripir, sem ég hefi séð af þeirri gerð, en svo var allt, sem Finnbogi lagði hönd á, allt bar það skýlausan vott um hagleik og vandvirkni hans. Finn- bogi var tvigiftur, og hét fyrri kona hans Herdís Jónsdóttir Tómassonar á Kollsá, sem var afi minn. Finnbogi missti Herdlsi eftir stutta sambúð. Fyrsta barn þeirra frú Sigríðar og Finnboga hét Herdís, sem er nafn fyrri konu hans. Eftir tveggja ára dvöl á Fjarðarhorni fluttu þau frú Sig- riður og Finnbogi með dætur sinar, sem þá voru orðnar þrjár: Herdis, Guðrún og Ölafia, að Fögrubrekku, sem er næsti bær fyrir sunnn Fjarðarhorn, og þar var heimili þeirra meðan þau lifðu og stunduðu búskap. Þau hjónin frú Sigriður og Finnbogi tóku þrjár stúlkur til fósturs og ólu upp með dætrum sínum. Þessar fósturdætur voru: Margrét Stefánsdóttir, bróðurdóttur Sig- ríðar, Signý Stefánsdóttir og Guð- rún Blöndal, sem lika var náskyld Sigríði. Allar voru systurnar og fóstursysturnar friðar og myndar- legar konur. En enginn vandi var samt að segja, hver var fríðust; það var Guðrún. Hún var meira en meðalkona á hæð, iturvaxin, og fylgdi tign og virðuleiki hreyfingum hennar. Hárið var mjög ljóst, mikið og fór vel; i sólskini var það lfkast því, að gull- slæða væri yfir höfði meyjar- innar. Augun voru blá, athugul, með mildu brosi, sem gaf andlit- inu bjartan og töfrandi blæ. Persónuleiki Guðrúnar var svo mikill, að þó hún væri stödd í stórum hópi af fólki, þá sá maður hana strax. Hún vakti ávallt athygli og aðdáun. Á skemmtun- um var hún eftirsótt vegna glæsi- leika, virðulegrar og frjálslegrar framkomu við alla. Ungir menn fóru ánægðari heim, ef þeir höfðu náð að dansa við Guðrúnu á Fögrubrekku. Skapgerðin örugg og styrk, og man ég ekki til, að ég hafi séð eóa heyrt, að Guórún hafi ekki haft fulla stjórn á tilfinningum sínum í sorg eða gleði. Þessi mikla skap- ró og sálarþrek Guðrúnar mun vera arfur frá föður hennar, sem var mjög greindur og athugull maður. Allir, sem muna Finnboga Jakobsson frá Fögrubrekku, minnast prúðmennsku og hóf- látrar framkomu hans. Þessi góði arfur kom Guðrúnu vel, er fram i lífið sótti, en að þvi kem ég síðar. Fagrabrekka fannst mér fal- legasta bæjarnafnið i sveit- inni, og ekki má gleyma því, að gott var að heimsækja Finnboga og ræóa við hann, það fór alltaf vel á með okkur. Þegar Finnbogi kom inn í búðina á Borðeyri, rétti hann mér baukinn sinn yfir búðarborðið, og var ég kominn vel á veg með að læra að taka i nefið. Ég ber held- ur ekki á móti því, að gaman hefði ég af að sjá W dús. af fallegum stúlkum, og svo hefur vist verið með fleiri, því oft var gestkvæmt á Fögrubrekku. Margur hafði það erindi að fá Finnboga til að járna hesta sína, og margur leitaði til hans með unga hesta, er byrjað var að temja. Finnbogi var allra manna færastur að sjá, hvað bjó í ótömdum hestum og þekktur tamningamaður, sem allan sinn búskap átti þekkt góðhestakyn. Á Fögrubrekku var í þá daga ril- orgel, sem systurnar spiluðu á, og allar sungu þær vel. Þegar maður nálgaðist Fögrubrekku- heimilið, heyrði maður oft fagran „Svana söng á Heiði". tjuðrún og Björn Sigvaldason, frændi þeirra systra, munu hafa verið sterkustu skemmtikraftar, er þau sungu dúett. Þann 6. júli 1922 giftist Guðrún Halldóri Ólafssyni, frænda sinum frá Kolbeinsá í sömu sveit. Hall- dór var kennari frá Flensborgar- skóla og kenndi við Heydalsá- skóla í nokkra vetur, en vann við heyskap á sumrin. Halldór var greindur maður og ágætur kenn- ari, kappsfullur að hvaða starfi, sem hann gekk, og mátti vænta alls góðs frá honum. Þegar Guðrún og Halldór giftust, byrj- uðu þau búskap á Fögrubrekku sama ár, og eldri hjónin voru hjá þeim. En árið 1931 skall heims- kfeppan mikla yfir og þar með allir möguleikar til bættra lífs- kjara, og skammt var að biða næsta ólags, er fjárstofn bænda stráféll í svokallaðri mæðiveiki. Þessi stórkostlegu áföll urðu bændur að bera bótalaust, og voru því iskyggiiegar horfur hjá bændum í þeim sveitum, sem þessi vágestur herjaði. Á þessum árum hættu margir bændur búskap og leituðu til borgarinnar eða annarra staða, sem vinnu var að fá. Nú voru tvær bárurnar brotnar á Fögrubrekku-heimilinu og nú reis sú þriðja og hæsta, og brotnaði. Halldór veiktist og varð að fara á Vífilsstaðahælið og dvelja þar langdvölum. Guðrún, húsfreyja á Fögrubrekku, stóð nú Fæddur 14. febrúar 1874. Dáinn 12. maf 1936. Að nýliðnu þjóðhátiðarári 1974 fæddist drengur að Laufási við Eyjafjörð, sem þekktur varð, er ár liðu, undir nafninu „Halldór á Hvanneyri". Nú hundrað árum seinna, að liðnu öðru þjóóhátíðar- ári, munu margir vilja minnast hans, bæði sem manns og vegna þeirra djúpu áhrifa, er starf hans beint og ekki síður óbeint hefur át't i framförum landbúnaðarins og raenningar í sveitum landsins meira en helming þessarar fram- faraaldar, er liggur milli þjóð- hátiðaráranna. Halldór Vilhjálmsson gerðist skólastjóri á Hvanneyri vorið 1907 og gegndi því starfi þar til hann var allur árið 1936. Um tveggja ára skeið áður en hann gerðist skólastjóri var hann fyrst leiðbeinandi rjómabúanna á Suðurlandi og siðan ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austur- lands og kennari á Eiðum. Var hann áður búinn að ljúka námi frá Möðruvallaskóla, lýðháskóla og mjólkurskóla i Danmörku og landbúnaðarháskólanum í Kaup- mannahöfn. Þeir, er seinna kynntust honum i ævistarfi hans, fundu, að honum hafði tekist að safna sér forða af þvi besta, sem af Dönum mátti læra í þessum skólum og aðlaga það islenskum anda og staðháttum. Hann var aldrei dansklundaður, en mat Dani mikiis og virti þá. Halldór var höfðingi í sjón og raun. Ekki meira en meðalmaður á hæð, þrekinn og karlmannlegur, fríður maður. Skapmikill en þó ljúfmenni, réttsýnn og vildi hvers manns vandræði leysa. Nemend- um sinum var hann flestum vinur og ráðgjafi og gott til hans að leita í erfiðleikum. Hann var glaðsinna og hafði mikla ánægju af söng og ærslum og tuski skólapilta. Hann kenndi sjálfur söng og reyndi að efla hreysti nemenda meó líkams- rækt. Mun Hvanneyrarskóli hafa verið með fyrstu skólum, er lét nema stunda leikfimi daglega, glimu og knattspyrnu stöðugt, og fleiri íþróttir. 1 skólahúsinu var ein uppi með heimilið, ásamt dóttur sinni 14 ára og fóstursyni þeirra hjónanna, sem var þremur árum eldri. Það skýrir sig sjálft, að nú voru erfiðleikar framundan á Fögrubrekku. En enginn hafði frá því að segja, að húsfreyjan hafi látið bugast. Hún sýndi nú, að hún hafði erft sálarþrek og hugarró föður síns, og með höfð- ingsskap og hjartahlýju tók hún á móti gestum, sem að garði bar, og enginn heyrði æðru orð frá hennar vörum. Þegar Haildór kom heim af Vifilsstaðahæli og sýnt var, að hann næði ekki heilsu, sem dygði honum til að stunda búskap, þs var það ákveðið, að fjölskyldar hætti búskap og flytti til Borð- eyrar. Halldór fékk starf við bók- hald hjá Kaupfélagi Hrútfirðinga og Sigríður dóttir hans afgreiðslu- starí. A Borðeyri dvaldi fjölskyldan i þrjú ár, en þá flutti hún hingað til borgarinnar. Þegar fjölskyldan salur, kallaður forsalur, úr hon- um var gengið i skólastofur. Gólf- bitar voruþarsérstaklega styrktir til að þola átök skólapilta. Kom þá fyrir að þeir notfærðu sér „veik- leika“ skólastjóra fyrir snörpum átökum þeirra á milli, ef þeim fannst að gjarnan mætti fresta tima og hófu glímu eða áflog þegar von var á skólastjóra, ef vera kynni að hann gleymdi sér við að horfa á. Hann hafði þó göða stjórn á skólapiltum og starfsliói og var virtur vel af báðum hópun- um. Stjórn skólans og yfirstjórn um- fangsmikils búreksturs var ærið starf, en hann lét það ekki nægja, heldur kenndi líka margar um- fangsmiklar námsgreinar. Hann var skemmtilegur kennari og batt sig þá ekki alltaf við bókstafinn, en kom viða við. Erfiðleikar við kennslu bú- greinanna voru miklir, fyrir þá sök að i mörgum greinum vantaði hæfar kennslubækur. Var stuðst við erlendar bækur, aðallega danskar. Það var þó takmarkað, sem þær komu að notum við íslenska staðhætti og urðu kennarar að endursemja og frum- semja margt. Skortur var þá á að tilraunastarfsemi og önnur undir- staða væri fyrir hendi. Reyndi Halldór að bæta þar úr með því að gera ýmsar tilraunir, ekki síst i fóðurfræði og áveiturækt. Hann samdi sjálfur umfangsmikið rit um fóðurfræði, er Búnaðarfélag Islands gaf út árið 1929. Stuðlaði hann einnig að útgáfu fleiri náms- bóka. Auk þessa birtust greinar i blöðum og timaritum eftir hann um ýmsa þætti búnaðarmála. Kennslan og námsefnið i Hvanneyrarskóla var ekki einskorðað við búfræði- greinarnar. Bæði var þaó að marga nemendur skorti naubsynlega undirstöðuþekkingu og svo var það stefna Halldórs að ala upp me'nn, sem færir væru um að hafa á hendi forystu alhliða mála heima i sveitunum. Var tak- mark námsins þannig miklu víð- feðmara, heldur enn búvísinda- námið eitt. Arangur kennslunar hefur sjálfsagt verið misjafn, eins og i öllum skólum, en þó alltaf Halldór á Hvanneyri — Aldarminning kom hingað til borgarinnar giftist Sigríður dóttir þeirra Páli Axels- syni, strætisvagnastjóra og öku- kennara. Ungu hjónin mynduðu svo heimili með foreldrum og tengdaforeldrum sinum og fljót lega var heimilisfang þeirra Langahlíð 19. Þar dvöldu þau Halldór og Guðrún til dauðadags. Á þessu heimili dóttur sinnar áttu þau Halldór og Guðrún sérstakri umhyggju og alúð að mæta hjá þeim ungu hjónunum og börnum þeirra. Hjá fjölskyldunni í Löngu- hlíð 19 rikti friður og hamingja. Ég kom oft i Lönguhlíð 19 meðan Halldór lifði og get því um þetta sagt af eigin sjón og reynd. Frú Sigriður Halldórsdóttir hefur erft þá góðu og farsælu hæfileika móður sinnar aó koma fram við alla samferðamenn sína með hlý- leik og virðuleik. Bárna-börn Guðrúnar og Hall- dórs eru: Halldór, símvirki, Páll, garðyrkjumaður og Guðrún Margrét, nemi I landsprófsdeild. Hún hefur frá því hún byrjaði í skóla verið dúxinn i sinum bekk, geri ég ráð fyrir, að afi hennar hafi átt þar góðan hlut að, hann var mjög góður kennari og áreiðanlega hefur hann látið barnabörnin njóta þess. Öll eru þessi systkini vel gerð og farsæl, enda af sterkum og góðum ættum komin. Guðrún Finnbogadóttir var aldamótakona, og hika ég ekki við, að telja hana i fremstu röð af þeim árgangi, sem hún er úr. Sú styrka skapgerð og hugprýði, sem hún sýndi i öllum erfiðleikum, lýstu hetjulund. Minningin um Guðrúnu Finnbogadóttur frá Fögrubrekku mun geymast i huga samferðafólksins, sem hún alla tið var að gefa hluta af gleðinni og fegurð lifsins, sem hún sá i öllum gróðri og lifi í náttúrunnar ríki. Nú er ég rifja upp minningar liðinna ára, þá kemur þetta ljóð fram: Þeir hvftu svanir syngja f sárum ljóð sfn hlý, þó bjartar fjaórir fef)li þeir fleygir veróa á ný. Já, nú eru fjaðrasár hennar gróin eins og heiðasvananna, og er isa fer að leysa á heiðavötnun- um og ilmur heiðagróðursins berst með vestanblænum niður í dali og byggð, þá munu hvítu svanirnir hefja flugið inn til heiða og hún mun fylgjast með ferðum þeirra; því nú er hún fleyg sem þeir og getur notið þeirra djúpu þagnar og kyrr.ðar, sem ríkir inn við heiðavötnin. Allt svo bjart og broshýrt minnir mig á Guðrúnu. Allar minningar um Guðrúnu Finnbogadóttur frá Fögrubrekku eru bjartar og fagrar. Ég vil þakka þeim hjónunum Sigriði og Páli, hve vel þau bjuggu að foreldrum og tengda- foreldrum sínum. Slík umhyggja og nákvæmni er sérstök og ómetanleg. Sú langa og mikla hjúkrun, sem Halldór naut á heimili þeirra svo árum skipti, er aðeins framkvæmanleg, ef kær- leikur og fórnarlund er fyrir hendi. Ennfremur vil ég þakka þeim hjónunum fyrir þann hlý- hug og vináttu þeirra, sem ég naut hvert sinn er ég kom á heimili þeirra Lönguhlíð 19, en þangað kom ég oft meðan Halldór lifði. Ég fann það glöggt, að þar var ég velkominn. Ég vil votta þér Sigríður Halldórsdóttir og manni þínum, Páli Axelssyni, og börnum ykkar dýpstu samúð mina. Brandur Búason. verulegur. Um þriðjungur nemendanna mun hafa gert önn- ur störf að ævistarfi en beina búfræðimenntun þurfti til. Hygg ég þó að fáir þeirra hafi talið námsárunum á glæ kastað og flestir þeirra og ekki siður þeir, sem helguðu landbúnaðinum krafta sina, talið sig standa í óbættri þakkarskuld við skólann. Það sýndi sig, þegar stofnað var til minningarlundar um Halldór Vilhjálmsson. Allir er til náðust, að ég held, voru þátttakendur og létu margir með fjárframlagi fylgja hlý orð um sinn gamla skólastjóra, auk þess, sem sumir þeirra hafa sýnt hug sinn til skólans við önnur tækifæri. Ekki gaf Halldör sig mikið að opinberum málum. Hygg ég að áhrifa hans hafi samt gætt rneira er skráð er. Hann og Tryggvi Þór- hallsson voru mágar og Tryggvi um skeið prestur i Borgarfirði. Var hann mikill áhugamaður um málefni bændastéttarinnar og lík- legt að þeir mágar hafi oft um þau rætt. Vissi ég að Halldóri féllu vel i geð jarðræktarlögin frá 1924, enda skiptu þau sköpum um þró- un landbúnaðarmála. Halldór rak skólabúið á Hvann- eyri fyrir eigin reikning. Var búið með stærri búum á landinu að Framhald á bls. 38 SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég verð lostinn skelfingu, f hvert sinn sem ég er beðinn að gera eitthvað opinberlega. Hvernig get ég sigrazt á þessu? Sjálfsvitund er eölilegur hemill, og þér ættuð ekki að taka það nærri yður. Yður þykir sjálfsagt fróðlegt að vita, að allir þeir, sem tala opinberlega, verða að takast á við þessa sjáfsvitund. Þegar þér hlustið á mig tala í útvarpi, sjónvarpi eða á samkomu, hafið þér ekki hugmynd um þá glímu, sem ég verð að heyja við þennan sameiginlega óvin allra ræðu- manna. Ég hef aldrei talað, án þess að finna til óstyrks og vanmáttar. En eitt geri ég: Ég læt þetta ekki aftra mér frá því að gera skyldu mina og vegsama Krist. Ég veit, að kviði minn er að mestu á ímynduðum rökum reistur, þó að þau virðist vera raunveruleg. Ein ritningar- grein er mér sérstaklega til hjálpar: „Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir“. (Filippí- bréfió 4, 13). Það er hægt að beina augum sinum til Guðs í stað þess að hugsa sífellt um sjálfan sig, og þá lifum við það undur, að kraftur hans, ekki okkar, kemur fram í persónu okkar og skapandalíf streymir um okkur. Látið óttann ekki lama yður. Sigrið hann með því að snúa hug yðar frá yður sjálfum og til Guðs. Smám saman lýtur þessi eðlilegi ótti i lægra haldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.