Morgunblaðið - 16.03.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.03.1975, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1975 Séra Karl Sigurbjörnsson: B-vítamín trúar innar 1. Biblían Franski háðfuglinn og heim- spekingurinn Voltaire, sem ef- laust var frægasti maður sinnar samtíðar, spáði fyrir u.þ.b. 200 árum, að innan skamms yrði Biblían með öllu úr sögunni, upplýsing og menntun dæmdi hana úr leik. Húsið, þar sem þessi spá var gerð, er nú aðal- stöðvar Franska Biblíufélags- ins. Nafn Voltaires er ekki lengur á hvers manns vörum, en segja má, að Biblian hafi farið sigurför um heiminn á þessari öld. Flestir ef ekki allir Islend- ingar eiga Biblíu eða a.m.k. eiga aðgang að henni. Hún er mest seld og viðförulust allra bóka. En það má e.t.v. lika segja, að hún sé rykfallnasta bókin í bókahillum flestra ís- lenzkra heimila. Það er rauna- Okkur datt í hug að bregða upp smá svipmynd úr starfi K.S.S. Félagar þess eru um 300 og kjósa þeir stjórn úr sfnum eigin hópi. legt og ómaklegt, þvi innan spjalda hennar er ótæmandi fjársjóður, sem hverju heimili og einstaklingi getur orðið til ævarandi blessunar. Hvernig væri nú að draga hana fram, dusta af henni rykið og skyggnast i hana? ORÐIÐ BIBLtA ÞVÐIR „BÆKUR“ Enda er Biblían heilt bóka- safn, sem inniheldur 66 bækur ÍCÍLÍfl Líf > I 1 alls, 39 í Gamlatestamentinu, og 27 í Nýjatestamentinu. Bækur þessar eru frá mismunandi tím- um, nær ritunartími þeirra yfir meira en 1000 ára skeið, eða álíka langan tíma og islending- ar hafa búið í þessu landi. Er yngsta rit Biblíunnar talið frá þvi um 150 e. Kr. Að efni og innihaldi til eru ritin harla fjöl- breytt, en öll hafa þau sama markmið og tilgang: Þau vitna um Guó, og um hvað hann ætl- ast fyrir með okkur menn og heiminn, sem hann hefur skapað. En Biblian er ekki bara um Guð, það eru óteljandi bæk- ur, sem ritaðar hafa verið um hann með misjöfnum árangri, en i Bibliunni talar Guð sjálfur til okkar. Við heyrum rödd Guðs i Bibliunni. Þvi er Biblían kölluð Guðs orð. Þess vegna er Biblian einstök, og gjörólík öll- um öðrum bókum á þessari jörð, hún er tæmandi heimild um allt, sem við þurfum og fáum vitað i þessu lifi um Guð og hjálp hans okkur til handa. CUÐ 'l HeÍLÖ&Vno PtWDF\ SPAmm 'l Töluðu ORen T^jTARÍ l ^ÍTUOU VTRLÍ 1 Hver talar í Biblíunni? Les: Jer. 1, 1—9. Jer. 36, 4. 2. Pét. 1, 21. 2. Tím. 3, 16. Jóh. 20,31. í Bibliunni heyrum við rödd Guðs. Jeremía spá- maður lýsir þessum leyndardómi svona: „Því næst rétti Drottinn út hönd sína og snart munn minn. Og Drottinn sagði við mig: „Sjá, ég legg orð mín þér i munn ..Jer. 1,9. Orð Biblíunnar er Guðs orð. En það fellur ekki til jarðar á gulltöflum eða kemur sem e.k. símskeyti að handan. Orð Biblíunn- ar er Guðs orð flutt af mönnum, sem höndlaðir voru af anda hans. „Þá kallaði Jeremia Barúk Neríason, og Barúk ritaði af munni Jeremía á bók- rolluna öll orð drottins, þau er hann hafði til hans talað.“ Jer. 36,4. Eðlilegt er, að menn spyrji, þegar þeir sjá skammstöfun, hvað hún tákni. Skamm- stöfunin KSS táknar Kristileg skólasamtök. Nafnið gefur þegar nokkrar upplýsingar um félagið. Það er kristilegt og er samtök skólafólks. Samtökin voru stofnuð 22. janúar 1946 af nokkrum nemendum framhaldsskóla I Reykjavík. Tilgangur félagsins er að koma fagnaðarboðskapnum um Jesúm Krist á fram- fœri við nemendur í framhaldsskólum, svo að þeir taki ákvörðun um að trúa á hann, fylgja honum. Ef til vill er rétt að taka það fram, að samtökin eru ekki sértrúarflokkur, heldur starfa þau á sama grundvelli og evangelísk-lúthersk kirkja, enda eru flestir meðlimir samtakanna í þjáðkirkjunni. Hvernig starfa Kristileg skólasamtök að markmiði sínu? Félagið heldur reglulega fundi á laugardögum yfir vetrarmánuðina. Þeir eru haldnir að Amtmannsstíg 2B í húsi KFUM og K. Fundarefni er margbreytilegt. Að sumrinu eru biblíulestrar hvern föstudag, auk þess sem farið er í ferðalög, stutt eða löng eftir atvikum. í flestum framhaldsskólunum eru biblíuleshópar, þar sem meðlimir KSS koma saman til biblíulestrar, hver í sínum skóla, einu sinni í viku. Sumir biblíuleshóparnir hafa staðið fyrir kynningu á KSS í sfnum skólum. Stór liður í starfi KSS eru kristilegu skólamótin, sem haldin eru að jafnaði tvisvar á ári, um bœnadagana í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi og að haustinu í sumarbúðum KFUK í Vindáshlíð. Sœkja þau að jafnaði 130—160 manns og komast stundum fœrri en vilja. Skólaprestur starfar á vegum KSS og KSF. Starf hans er m. a. fólgið í því að heim- sœkja framhaldsskólana. Skólapresturinn velur efni fyrir biblfuleshópana og undirbýr stjórnendur þeirra, en þeir eru einhvejir úr hópnum. Kristilegt skólablað er gefið út af KSS. Flytur það ýmiss konar efni til fróðleiks og vakningar. Mikinn hluta efnisins semja meðlimir sjálfir, en auk þess eru í blaðinu greinar eftr ýmsa menn, erlenda og innlenda. I janúar ’71 varð félagið 25 ára og var þess minnst með glæsilegum og f jölmennum fundi. K.S.S. á ferðalagi f Grundarfirði. Mikið er spilað og sungið á skóiamótum. Nýlega gekkst félagið fyrir kvöldvöku f Neskirkju, sem 200 til 300 manns sóttu. BIBLÍAN ER VEGVÍSIR Biblian er mikil bók, og virð- ist i fyrstu sýn óaðgengileg. En hún lýkst upp fyrir þeim, sem notar hana, þvi Guðs andi býr i orðinu. Þess vegna þarf ekki lærdóm til að geta notið hennar og skilið, aðeins þá trú, sem andi Guðs gefur þeim, sem bið- ur. Bæn og trú er lykillinn að Bibliunni. Biblian er ekki til sjálfrar sin vegna. Hún er vegvísir. Og veg- visir er ekki settur upp á vega- mótum til skrauts eða til að dást að, heldur til leiðbeining- ar. Hann hefur einungis þýð- ingu fyrir þann, sem treystir honum og fer eftir þvi, sem hann segir. HVAÐ ER KJARNI BIBLlUNNAR? Innihaldi Bibliunnar má skipta í tvo flokka: Lögmál og fagnaðarerindi (= guðspjall, gleðilegar fréttir). Lögmálið segir hvers Guð krefst af okk- ur. Það sjáum við í boðorðunum 10 I 2. Mósebók 20, 1—17. Framhald á bls. 45 KSS Amtmannjstlg 2 b Sími 28710 Hvað? Frá fundi f Kristilegum skólasamtökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.