Morgunblaðið - 02.04.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.04.1975, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 71. thl. 62. árg. MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Flótti í liði Saigonstjórnar — 2/j S -Víetnams hafa fallið Saigon, 1. apríl. AP, Reuter. HERLIÐ undir forystu kommúnista tók strand- borgirnar Qui Nhon og Nha Trang í dag án þess að mæta verulegri mótspyrnu og sótti síðan lengra suður á bóginn.Þar með er aðeins þriðjungur Suður-Víetnam á valdi Saigon- stjórnarinnar og aðeins ein af fjórum stærstu borg- um landsins — Saigon. PI/INHON HATRA™ Á kortinu sjást borgírnar Qui Nhon og Nha Trang sem kommúnistar hafa náð á sitt vald eftir fall Da Nang og Hue. Nú virðist röðin komin að Cam Ranh, sem eitt sinn var mikil- væg bandarísk flugstöð, og sjálf höfuðborgin Saigon er í hættu. í Washington sagöi blaóafull- trúi Hvita hússins að bandaríska stjórnin reyndi að binda enda á striðið með samningum en til- raunir hennar hefðu verið árangurslausar til þessa. Áður sagði Philip Habib aðstoðarutan- rikisráðherra að engin tilraun iværi gerð til að binda enda á stríðið með samningum. Engin skýring var gefin á þessu mis- ræmi í yfirlýsingunum. Borgirnar sem nú eru fallnar, Qui Nhon og Nha Trang, höfðu báóar yfir 200.000 íbúa og Qui Nhon er þriðja stærsta borg landsins. Ofsahræðsla og vonleysi auðvelda sókn Noróur-Víetnama. Fréttir herma að nú sé stjórnar- herinn einnig flúinn frá tveimur héraðshöfuðborgum 160 km aust- ur af Saigon, Phan Bang og Phan Thiet, og þær borgir hafa bersýni- lega fallið án þess að hleypt væri af skoti. Öeirðir brutust út i Nha Trang þegar fulltrúar stjórnarinnar flýðu og starfsmenn banda- irisku ræðismannsskrifstofunnar brenndu skjöl sín áóur en þeir flýðu. Hundruð flóttamanna og óbreyttra borgara flykktust til flugvallarins til að komast burtu og mikil hræðsla ríkti i flug- stöðinni. Bandarískur flugstjóri rak liðhlaupa úr flugvél sinni og hleypti um borð konum og börn- um. í Saigon er sagt að fjöldi manns reyni að komast úr landi og gífur- leg eftirspurn er eftir dollurum. Framhald á bls. 35 1 SKELFING — Vonleysi og skelfing einkenna undanhald suður-vfetnamska hersins eins og myndin sýnir. Hermönnunum á myndinni var bjargað frá Da Nang áður en borgin féll. Þeir voru fluttir sjóleiðis til Cam Ranh sem nú er í hættu. simamynd ap Viljum 6 mánaða bann á ísfisk- sölu erlendra aðilja í Bretlandi — sagði James Sleder einn af forystumönnum brezku fiskimannanna í samtali við Mbl. „VIÐ munum ekki hætta að- gerðum okkar fyrr en brezka stjórnin hefur sýnt það f verki að hún ætli að verða við kröfum okkar og við gerum ráð fyrir að Myndin sýnir hvernig umhorfs var un. f höfninni f Aberdeen f gærmorg- Simamynd AP loka algerlega öllum höfnum á Bretlandseyjum eftir 1—2 daga,“ sagði James Sleder, einn af nefndarmönnum f nefnd þeirri, sem stjórnar aðgerðum brezkra fiskimanna, er Morgunblaðið hafði samband við aðalstöðvar nefndarinnar f Aberdeen f gær. Sem kunnugt er hafa aðgerðir fiskimannanna, sem hófust með lokun hafnanna f Grimsby og Inningham fyrir 10 dögum nú breiðst út um allt Bretland og eru um 50 hafnir þegar lokaðar og fleiri bætast við svo til á hverri klukkustund. Um 90% hafna í Skotlandi voru lokaðar og um 30% hafna f Englandi. Þá voru fiskimenn á N-lrlandi og f Irska lýðveldinu á fundum f gærkvöldi þar sem búist var við að ákvörðun yrði tekin um samúðarverkfall. Fiskimennirnir eru mjög her- skáir og sagði einn þeirra í sam- tali við fréttamann AP: „Við munum gera á 4 dögum það sem Hitler tókst ekki á 4 árum, að setja algert hafnbann á Bret- land.“ Við spurðum James Sleder hverjar væru helztu kröfur þeirra og hvort tilslakanir Norðmanna hefðu haft einhver áhrif? „Nei, þær hafa engin áhrif haft. Megin- krafa okkar er að fiskimálaskil- málarnir i EBE-samningi okkar verði teknir til endurskoðunar, að fiskveiðilögsagan verði færð út í 50 mílur, aó innflutningur á fryst- um fiski frá löndum utan EBE verði bannaður og að ísfisksölur erlendra togara verði bannaðar um 6 mánaða tímabil frá 1. april til 1. október. Við spurðum Sleder því næst hvort fundur hefði verið ákveóinn með fulltrúum stjórnar- innar og hann sagói að fyrsti fundurinn um málið yrði haldinn í Aberdeen í dag (miðvikudag). Sleder sagði að mikil harka væri í fiskimönnum og nú tækju 1400 af rúmum 2000 fiskibátum I Bret- landi þátt i aðgerðunum. Þátt- takan í aðgerðunum hefði verið meiri en þeir hefðu þorað að vona og ljóst væri að alger eining væri um þessi mál hjá brezkum fiski- mönnum. Aðspurður um hvort úthafstog- urum væri meinuð sigling um hafnirnar sagði Sleder að svo væri ekki, þeir fengju að sigla að vild og hefðu eðlilega fengið mun hærra verð fyrir fiskinn í dag en verið hefði. Hins vegar sagði Framhald á bls. 34 Lon Nol í útlegð Djakarta, 1. april. AP. LON Nol forseti Kambódfu kom í kvöld til eyjunnar Bali í Indónesfu þar sem hann hvflist f tfu daga áður en hann fer til Bandarfkjanna og f raunveru- Iega útlegð. Forsetinn fór frá Kambódíu til þess að auðvelda samninga- viðræður við yppreisnarmenn hreyfingarinnar Khmer Rouge og þótt hann lýsti þvi yfir við brottförina aó hann mundi snúa aftur til landsins hvenær sem þess gerðist þörf er talið óliklegt, að hann eigi þangað afturkvæmt. Frá vígstöðvunum i Kambódiu berast þær fréttir að Neak Luong, einangraður ferjubær 50 km suðaustur af Phnom Penh, geti fallið á hverri stundu. Uppreisnar- menn hafa náð helmingi bæjar- ins á sitt vald eftir harðar árás- ir tvo síðustu daga, og haróir götubardagar geisa í bænum. Fall bæjarins yrði alvarlegt áfall fyrir stjórnina og gerði sex til tiu þúsund uppreisnar- mönnum kleift að sækja að suð- urvarnarlínu höfuðborgarinn- ar. Stjórnin getur ekki sent vistir til bæjarins en þar eru nú 40.000 manns, aðallega óbreytt- ir borgarar og margir þeirra særðir. Ýmsir kambódiskir stjórn- málamenn telja að brottför Lon Nol geri stjórninni kleift að ræða við Khmer Rouge sem Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.