Morgunblaðið - 22.04.1975, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.04.1975, Qupperneq 22
26 MORGUNBL>ÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRlL 1975 Vélvirkjar Viljum ráða vélvirkja vanan viðgerðum á þungavinnuvélum og mótorupptektum. VARÐI h.f., Húsavík, sími 96-41250. Hagfræðingur Hagfræðingur óskar eftir atvinnu. Tilboð merkt: „Hagfræðingur — 7394" sendist Morgunblaðinu fyrir 25. apríl. Tveir röskir menn óskast Viljum ráða nú þegar tvo menn til starfa í verksmiðju vorri í Mosfellssveit. Á/afoss, sími 66300. ® Notaðir bílar til sölu O G.M.C Astro árgerð 1 974 14 tonna lengd milli hjóla 5 metrar. 19 feta pallur. Góð greiðslukjör. HEKLA hf. Laugavegi 1 70—172 — Sími 21240 Kvennadeild Reykjavíkurdeildar RKÍ Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl kl. 7 stundvislega að Hótel Sögu. Venjuleg aðalfundarstörf. Kvöldverður. Þátttaka óskast tilkynnt fyrir hádegi 29. apríl í síma 28222 — 14909 — 14086 Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Selfoss 1970—1991: Samkvæmt lögum nr. 19, 1964 er hér með auglýst eftir athugasemdum við breytingu á aðalskipulagi Selfoss 1970 til 1991. Þessi breyting á aðalskipulaginu nær einungis til miðhverfis bæjarins og afliggjandi svæða. Ofangreindur aðalskipulags uppdráttur ásamt greinagerð og skýringar uppdráttum verður til sýnis í skrifstofu Selfosshrepps, Eyrarvegi 8, Selfossi á venjulegum skrifstofutíma frá 18.4. '75 til 30.5. '75. Athugasemdir skulu hafa borist skrifstofu Sel- fosshrepps eigi síðar en 1 3.6 ’75. En þeir sem eigi gera athugasemdir innan þess tíma teljast samþykkja tillöguna. Selfossi 21. apríl 1975 Sveitarsjóri Selfosshrepps. Djúpbrenndir („underglace”) Gefnir verða út m.a. 2000 tölusettir plattar í tilefni 100 ára búsetu íslendinga í Manitoba, helmingur upplagsins verður sendur vestur um haf, Verð kr: 2.500,- Plattarnir eru til sölu í verzlununni eftir því, sem þeir koma úr framleiðslu. Pantanir óskast sóttar. Sendum í póstkröfu. Gler & Postulín Hafnarstræti 1 6 — sími 24338. — Davíð Sch. Framhald af bls. 23 atvinnuvegir, sem selja afuróir sínar i beinni samkeppni við er- lenda framleiðendur hérlendis eða erlendis. Tekin verði upp ný kaupgjalds- visitala, sem breytist í samræmi við raunverulegar þjóðartekjur. 9. SKATTAR. Staðgreiðslukerfi skatta verði tekið upp. Virðisaukaskattur verði tekinn upp. Afskriftar- reglum verði breytt þannig, að fé sé fyrir hendi innan fyrirtækj- anna til endurnýjunar vélakosts að afskriftartíma loknum. 10. PENINGAR t UMFERÐ. Peningamagn í umferð aukist ekki meira ár frá ári, en sem nemur vexti þjóðarframleiðslu, nema beita þurfi aðgerðum i peningamálum til að örva framleiðsluna. LOKAORÐ Eg veit að hér er hægara um að tala en i að komast og þeir harð- snúnu hagsmunahópar, sem mestu ráða hér á íslandi, bæði innan þings og utan, geta orðið erfiðir viðureignar. Ég treysti þó á drengskap og þjóðhollustu þeirra manna, sem stjórna þess- um hagsmunahópum, þvi öllum er ljóst að svona getur þetta ekki lengur til gengið. Við verðum að komast úr þeim vitahring verðbólgu og gengis- fellinga, sem við höfum verið i undanfarin 30 ár. Við verðum að gera okkur ljóst, að ekki er hægt að halda uppi fölskum lifskjörum hér á landi með skuldasöfnun er- lendis, þvi einhverntíma kemur að skuldadögum. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að lífskjörin geta því aðeins batnað að framleiðslan aukist og allar aðgerðir í efna- hags- og kjaramálum verða að miðast við þá staðreynd. Fyrir 100 árum bjuggu aðeins 70.000 manns á lslandi, en þó fækkaði þeim verulega á árunum milli 1880 og 1890 vegna fólks- flutninga úr landi. Astæðan var sú, að vegna ein- hæfs atvinnulífs voru lífskjörin svo rýr og atvinnumöguleikarnir svo fábrotnir að fólkið kaus heldur að leita gæfunnar annars staðar. Ég vona að okkur takist að standa þannig að atvinnuupp- byggingu landsins, að þessi gamla saga endurtaki sig ekki. Til þess að svo verði verða atvinnuvegirn- ir að geta boðið börnum landsins störf við fjölbreyttan atvinnu- rekstur, sem gerir kröfur til dugnaðar og menntunar starfs- manna sinna, en getur jafnframt boðið þeim lífskjör eins og bezt gerast með öórum þjóðum. A Islandi viljum við búa og hér getur okkur liðið vel ef við berum gæfu til að vinna saraan að þeim málum, sem horfa til heilla fyrir þjóðina alla. Akranes Sjálfstæðiskvennafélagið Bára heldur fund á sjálfstæðishúsinu við Heiðarbraut þriðjudaginn 22. apríl kl. 20.30. Fundarefni: Kosning fulltrúa á landsþing sjálfstæðisflokksins. Hörður Páls- son, bæjarfulltrúi flytur ávarp. Bingó. Mætið vel og stundvislega. Stjórnin. Þór félag sjálfstæðismanna í launþegastétt í Hafnarfirði heldur fund þriðjudaginn 22. apríl kl. 20.30, i sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði. Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa á landsfund sjálf- stæðisflokksins 3.—6. mai. 2. Pétur Sigurðsson, alþingismaður ræðir um væntanlegt dvalarheimili aldraðra i Hafnarfirði. 3. Önnur mál. Nýir félagar velkomnir á fundinn. Stjórnin. HUGINN F.U.S. Garðahreppi Almennur félagsfundur verður að Lyngási 12, þriðjudaginn 22. apríl n.k. kl. 8:30 stundvíslega. Fundarefni: Gunnar Sigurgeirsson ræðir um hreppsmálin. Guðmundur Hallgrímsson ræðir um starfsemi BVGGUNG og væntanlegar lagabreytingar á næsta aðalfundi. Kosning 2ja fulltrúa á Landsfund Sjálfstæðisflokksins. Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér nýja félaga. Stjórnin. Sauðárkrókur Aðalfundur verður haldinn i Sjálfstæðisfélagi Sauðárkróks fimmtudaginn 24. apríl n.k. í Sæborg, Aðalgötu 8, Sauðár- króki. Fundurinn hefsj kl. 8.30 síðdegis. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kjör fulltrúa á landsfund. 3. Húsnæðismál, framsögumaður Friðrik J. Friðriksson, bæjarfulltrúi. Stjórnin. 4. Önnur mál. Hveragerði — Ölfus Ellert Schram. Fundur verður haldinn í Sjálfstæðisfélag- inu Ingólfi þriðjudaginn 22. apríl kl. 21.00 í Hótel Hveragerði. Dagskrá: Kosning fulltrúa á 21. landsfund Sjálf- stæðisflokksins. Ellert B. Schram, alþingismaður, ræðir um stjórnmálaviðhorfið og svarar fyrir- spurnum. Stjórnin. Týr F.U.S. Kópavogi Almennur félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 22. april kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu við Borgarholtsbraut. Fundarefni: Kjör fulltrúa á Landsfund Sjálfstæðisflokksins 11. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Fulltrúaráðsfundur Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna i Reykja- vik efnir til fundar þriðjudaginn 22. april kl. 20:30 að Hótel Sögu, Súlnasal. Dagskrá: 1. Val landsfundarfulltrúa 2. Ingólfur Jónsson, alþm. flytur ræðu. Fulltrúar eru beðnir um að mæta stund- víslega og sýna Fulltrúaráðsskirteinin við innganginn. Stjórn Fulltrúaráðsins. S.U.S. F.U.S. Baldur Er ríkisstjórnin á réttri leið? Samband ungra sjálfstæðismanna og F.U.S. Baldur efna til umræðufundar um ofangreint málefni. Fundurinn verður haldinn i Félagsheimili Seltirninga kl. 8.30 þriðjudaginn 22.4. Framsögumaður verður: Bladur Guðlaugsson. Fundurinn er öllum opinn. S.U.S. F.U.S. Baldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.