Morgunblaðið - 30.07.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.07.1975, Blaðsíða 24
AUíílVSINííASÍMINN ER: 22480 AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 2R«r0MtiI>labib 170. tbl. 62. árg. MIÐVIKUDAGUR 30. JUlI 1975 á 14 km ISLAND og Sovétrfkin leika sinn fyrsta landsieik f knatt- spyrnu á Laugardaisvellinum í kvöld, og hefst leikurinn klukk- an 20. Nokkrar breytingar hef- ur þurft að gera á fslenzka landsliðinu vegna forfalla á síð- ustu stundu. Þannig voru þeir Janus Guðlaugsson og Hörður Hilmarsson, sem eru á mynd- inni til hægri, kallaðir til liðs við liðsmennina á síðustu stundu. Þeir Marteinn Geirsson og Matthfas Hallgrfmsson eru tveir reyndustu leikmenn iandsliðsins og sjást þeir hér á myndinni til vinstri. Matthías sagðist vita að Sovétmennirnir ættu einu sterkasta knatt- spyrnulandsliði heimsins á að skipa, en þrátt fyrir það væru fslenzku leikmennirnir hvergi smeykir og gætu jafnvel sigrað í Ieiknum í kvöld. Á myndinni hér fyrir neðan eru svo 14 af ieikmönnum landsliðsins, ásamt landsliðs- þjálfara og landsliðsnefndar- mönnum. Ljósm. Mbi. —áij. Sjá íþróttir bls. 10. Eldborg fékk 5501 af fallegri loðnu Reyðarfjörður ákjósanleg- asti miðstaður Austurlands Tveir staðir skera sig úr sem ákjósanlegustu miðstaðir á Aust- uriandi. Egilsstaðir og Reyðar- fjörður og hefur Reyðarfjörður vinninginn. Þetta kemur m.a. fram f nýútkominni Austurlands- áætlun, þar sem leitað er eftir staðarvali frá félagslegu sjónar- miði. En miðstaður er samkvæmt skilgreiningu þar sem setja ætti niður þjónustustarfsemi (t.d. sjúkrahús) vegna þess að minnst- ur kostnaður er við það að hver fbúi fari frá heimili sínu einu sinni á ári til þessa miðkjarna. Eða eins og það er orðað: Miðstað- ur svæðisins hefur fæsta heildar- íbúakflómetra. Útreiknaður miðstaður Austur- lands alls er Egilsstaðir með 1.174.843 íbúa-km og Reyðarfjörð- ur fylgir fast á eftir með 1.196.285 íbúa-km. I þessu tilviki er reiknað með veginum um Breiðdalsheiði, þ.e. allir íbúar, sem stytt geta.sér leið til Egilsstaða um Breiðdals- heiði eru reiknaðir þá leiðina. En nú er til þess að taka, að Breið- daisheiði er lokuð eða illfær hluta úr ári hverju. Séu ibúa-km Egils- staða reiknaðir út án Breiðdals- heiðar, þ.e. um firði, verða þeir 1.299.725 og skipa Egilsstöðum í þriðja sæti á eftir Reyðarfirði og Eskifirði. Fáskrúðsfjörður kemur hér, sem í öðrum tilvikum, i síð- asta sæti. Nú má með réttu segja, að óraunhæft sé að tala um Austur- land sem eitt svæði með einni Framhald á bls. 13. Slglufirði, 29. júll. LOÐNUVEIÐISKIPIÐ Eldborg GK kom hingað til Siglufjarðar f dag með 550 tonn af fallegri loðnu. Loðnuna fékk skipið f nótt í Reykjafjarðarál. Gunnar Hermannsson skip- Sólin gerði stuttan stanz — ÞVI MIÐUR, það er blika í vestrinu og það sem verra er, að loftvogin fer nú fallandi á Græn- landshafi, sagði Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, næstum því af- sakandi, þegar Mbl. hafði sam- band við hann í gærkvöldi og spurði hann, hvort hann teldi að þessi sólarglenna, sem gladdi íbú- ana á SV-horni landsins í gær, héldist eitthvað áfram. Páll kvað lægðardrag vera að myndast þarna á Grænlandshafi, vindur að ganga í suðvestan átt og þá stæði bjartviðrið sunnanlands sjaldnast íengi. Páll sagði þó, að á stórum hluta landsins og þá einnig á Suð- urlandi austanverðu mætti búast við fegursta veðri i dag, en á Suðvesturlandi yrði hann líklega þungbúinn. Páll minnti í þessu sambandi á þá gömlu trú, að góð- viðrið yrði sjaldnast langvarandi, þegar það kæmi svo snögglega sem i gærdag. stjóri á Eldborginni tjáði frétta- ritara Morgunblaðsins að þeir hefðu fengið loðnuna i þremur köstum. Er þetta tæplega fullfermi Eldborgar. Gunnar sagði, að geysimikið virtist vera af loðnu á þessum slóðum. Þrír bátar hafa verið þarna og fékk Sigurður Árni AK 40 tonn, en varð þá að fara til hafnar vegna bilunar. Skip sem hafa verið á leiðinni hingað norður af Hala- miðum, hafa fundið miklar lóðn- ingar á þessu svæði. — mj. Forsetinn til Kanada í dag FORSETI Islands, dr. Kristján Eldjárn, og kona hans, frú Hall- dóra Ingólfsdóttir, halda í dag með flugvél vestur til Kanada til að taka þátt í hátfðahöldum vegna 100 ára afmælis fyrstu byggðar Islendinga þar um slóðir. I fylgdarliði forsetans verða Einar Ágústsson utanríkisráðherra, Birgir Möller forsetaritari og eig- inkonur þeirra, auk Haralds Kröyer sendiherra íslands í Bandarfkjunum og Kanada, en hann er kominn á undan til Ott- awa til að taka á móti forsetanum. Forsetinn er væntanlegur heim aftur laugardaginn 9. ágúst. 15 ÁRA PILTUR DÓ ISLYSIÁ DALVÍK FIMMTÁN ára piltur, Jónas Björgvin Antonsson, Mímisvegi 7 á Dalvfk, beið bana á mánu- daginn, er hann varð fyrir vöru- bifreið á Sunnubraut þar f bæ. Slysið varð á þriðja tímanum á mánudag, er Jónas var ásamt jafnaldra sínum að vinna við hol- ræsisbrunn í götunni, en á sama tíma voru vörubifreiðar að flytja fyllingarefni i götuna. Ekki er fyllilega Ijóst Aim tildrög slyssins, þar sem ekki munu hafa orðið sjónarvottar að því, en vörubif- reiðin lenti á Jónasi, þar sem hann var við vinnu sína og mun hann hafa beðið bana samstundis. Jónas Björgvin Antonsson var sonur hjónanna Höllu Jónas- dóttur og Antons Angantýssonar afgreiðslumanns. Hann lauk sl. vor landsprófi miðskóla frá Gagn- fræðaskóla Dalvíkur. Suðurlandsvegur: Olíumöl lögð á 14 km kafla austur að Skeiðavegamótum NÚ I ár nemur fjárveiting til hraðbrautaframkvæmda samtals kr. 890 milljónum, en stærsti lið- urinn f þeirri f járhæð er þó vegna brúarsmfði yfir Borgarfjörð. Einnig fer talsverð fjárhæð til framkvæmdanna á Kðpavogshæð- inni, sem yegagerðin annast, en að öðru leyti er einkum unnið að lagningu varanlegs slitlags á Suð- urlandsvegi, milli Isafjarðar og Hnffsdals, við Blönduós, í nánd við Akureyri og á Garðskaga. A Suðurlandsvegi er verið að vinna á 14 kílómetra kafla í Fló- anum eða frá malbikaða kaflan- um á Selfossi austur um að vega- mótum Skeiðavegar. Þarna er slit- lag þegar komið á 4—5 km kafla en ráðgert að lokið verði við að leggja slitlag alla leiðina í sept- ember Auk lagfæringa og undir- byggingar við gamla veginn þarna eru smíðaðar þrjár smærri brýr, en samtals er unnið fyrir um 170 milljónir króna í þessum vegi nú í ár, að því er Sigfús örn, deildar- verkfræðingur hjá Vegagerð rík- isins tjáði Mbl. 1 Kópavogsgjánni er áformað að opna vesturbrautina sem svo er kölluð nú i næsta mánuði en þar verður unnið fyrir 115 milljónir samkvæmt áætlun. Sáralítið hef- ur verið unnið við Vesturlands- veg fram til þessa, að sögn Sigfús-1 ar, en þó hefur verið gerður nýr 1 vegur inn í Brynjudal og við Múlafjall í Hvalfirði á um 5 km kafla í mjög erfiðu landi. Þá er verið að malbika milli Isafjarðar og Hnifsdals hraðbraut, en á Norðurlandi er verið að vinna í nágrenni við Blönduós, þar sem unnið er fyrir um 75 milljónir króna að lagfæringum og undir- byggingu vegarins, en olfumalar- lögn á að hefjast næsta sumar. Sömuleiðis er verið að vinna fyrir um 80 milljónir króna að hrað- brautarframkvæmdum á 3,5 km kafla frá Glerárhverfinu og norð- ur eftir Kræklingahlíð. Um þessar mundir er verið að byrja á Garðskagaveginum, en þar á að leggja varanlegt slitlag á um 6 km kafla frá endimörkum Keflavíkurkaupstaðar að Garðin- um. Er ráðgert að leggja olíumöl á um helming vegarins núna i haust. Að sögn Sigfúsar hefur oliumöl- in yfirleitt gefizt mjög vel hér á vegum, eða eins og reiknað hafði verið með. Þó er nú svo komið, að sumsstaðar á Suðurlandsvegi er hún orðin of veik fyrir þá miklu umferð, sem þar fer um daglega, en þess eru dæmi að á sumum köflum séu það yfir 2 þúsund bflar. Oliumölin þolir hins vegar ekki meira en 1000 bíla, en Sigfús sagði raunar, að frá byrjun hefði ekki verið reiknað með olíumöl- inni á þessum vegarköflum nema til bráðabirgða, enda væri nú þeg- ar byrjað að leggja malbik ofan á þá kafla Suðurlandsvegar, þar sem umferðarþunginn væri mest- ur og næði malbikið nú að Blá- fjallaafleggjaranum fyrir ofan Lækjarbotna. Stórþjófnaður í vöruskemmu I GÆR uppgötvuðu starfsmenn f vöruskemmu Hafskips hf. við Eiðsgranda f Reykjavík, að brot- izt hafði verið inn f skemmuna, líklega um síðustu helgi. Við at- hugun kom í Ijós, að búið var að stela fjórum stereomögnurum, fimm plötuspilurum og þremur bílaútvarpstækjum. Lauslega áætlað mun verðmæti þessa varn- ings vera nálægt hálfri milljón króna. Magnararnir og plötuspilarnir eru japanskir, af Yamaha gerð., Höfðu tækin verið flutt til lands- ins fyrir nokkru. Bilaútvörpin eru af Blaupunkt gerð. Þjófnaðurinn uppgötvaðist ekki fyrr en í gær, en talið er að hann hafi verið framinn einhverntíma um síðustu helgi. Rannsóknarlögreglan hefur rannsókn málsins með höndum. Eru það tilmæli hennar, að allir þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið, hafi strax samband við hana t.d. ef einhver hefur orðið var við grunsamlegar mannaferð- ir við skemmuna um s.l. helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.