Morgunblaðið - 23.08.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.08.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. AGÚST 1975 17 + Kirk Douglas tók það mjög nærri sér þegar leikarinn Jim Stacy lenti í mótorhjólaslysi árið 1973. Þess vegna var það að hann ákvað að breyta öðru aðal- hlutverkinu í nýjustu mynd- inni sinni, „Posse“. En það leið ekki á löngu þar til þeim Kirk og Stacy fór að koma illa saman. Douglas stjórnaði, framleiddi og var aðalleikarinn í myndinni. „Okkur Kirk kom mjög vel saman í fyrstu. En fljótlega fórum vió að rífast og að síðustu gátum við ekki verið sammála um nokkurn skap- aðan hlut,“ sagðí Stacy f viðtali við blaðamann „Enquirer". „Við rifumst út af öllu, jafnvel hattinum sem ég átti að vera með. Hans var svartur og minn hvftur, og minn kom betur út í myndinni. Hann vildi að ég léki hlutverk borgarstjórans, en ég vildi heldur leika ritstjórann. Að lokum féllst hann á það. Þá rifumst við um setningu þar sem ég átti að útskýra hvernig ég hefði misst handlegg og fót. Ég vildi ekki gera það. Honum fannst það nauðsynlegt og við rifumst hroðalega, en ég varð að láta undan.“ — Þetta er ekki fyrsta myndin sem þeir Douglas og Stacy leika saman f. Þeir léku t.d. saman í „Sparta- cus“ fyrir um 16 árum sfðan. „Eg vissi svo sem alveg hve harður Douglas getur verið, þegar ég tók að mér hlutverkið f „Posse“, sagði Stacy. Douglas er einn sá allra harðasti f HoIIy- wood og viðurkenndi að hann hefði verið mjög harður við Stacy. „Vissulega var ég harður og ákveðinn við Jim. Þú getur bölvað þér upp á það. Ég vildi að hann tæki á öllu sfnu og sýndi hvað í honum byggi.“ — Þó að þeim hefði komið illa saman meðan á myndatökunni stóð, þá hafa þeir jafnað það á milli sfn síðan. Stacy sagði: ,4Ivort ég sé sár út í Kirk? Langt f frá. Við virðum hvorn annan. Sfðast í gær var mér boðið f veizlu heim til hans.“ + Brezki bflaiðnaðurinn lftur Roger Moore, horn- auga. Þeir segja að hann sé óþjóðlegur, vegna þess að hann ekur um á Volvo. + Dionne Warwick, banda- ríska söngkonan sem ný- lega skýrði svo frá að hún hyggðist hætta að koma fram opinberlega og setjast í helgan stein, á ennþá við erfiðleika að etja f hjónabandinu. Dionne sótti nýlega um ski nað frá manni sínum Bill Elliott og er það í annað sinn. Fyrir um 8 árum slitu hjónin sam- vistum um tveggja mánaða skeið. + Nú ganga sögusagnir um það að Sophia Loren gangi með þriðja barn sitt og Carlo Ponti. Hún var lögð inn á sjúkrahús í Genf, en þar var hún einnig til með- ferðar er hún gekk með Carlo og Eduardo, en þeir eru nú orðnir 7 og 3ja ára. + Gina Lollobrigida, Franco þjóðhöfðingi Spán- ar, Anna prinsessa, Maria Callas og Kissinger eru meðal leiðinlegustu mann- vera f heiminum að dómi ftalsks dagblaðs, en þau skemmtilegustu eru Mario Soares, frú Sadat og Caroline af Monaco. + Dómur féll nýlega f máli blökkustúlkunnar, Joan Little. Hún var ákærð fyrir að hafa myrt fangavörðinn, Clarence Allingood. Joan var sýknuð, eins og kunnugt er og hér sjá- um við hana brosa glaðlega til blaðamanna á fundi sem hún hélt með þeim eftir sýknunina. Þakkarávarp Hjartanlega þakka ég gjafir og alla viðmótshlýjú er mér var sýnd á áttræðisafmæli mínu 16. ágúst s.l. Guð blessi ykkur öll. Ágústa Jóhannsdóttir Flókagötu 35. GEYMSLU HÓLF J Á GEVMSLUHOLFI / /I ÞREMUR STÆROUM /3* / [ NY ÞJONUSTA VIO aS / J? VIDSKIPTAVINI Í V / H NVBYGGINGUNNI , X ^ CZ. | * BANKASTÆTI 7 ^ Saiminnuhankinn PHILIPS BÍLAPERUR MARGAR GERÐIR HEILDSALA heimilistæki sf S/ETÚNI 8 — S. 24000 jazzbaiiettsKóii Haustnámskeið 1. september TÖKUM HÖNDUM SAMAN í LÍNUSTRÍÐINU. Nú þarf enginn að sitja heima. Sér timar fyrir dömur sem aldrei hafa verið áður. Sér tímar fyrir þær sem þurfa sérstaka megrun. Sættum okkur ekki við minna en fullan sigur. Sér tímar fyrir þær sem hafa verið áður. Vinsamlegast pantið tímanlega ATHUGIÐ: Vetrarnámskeiðið hefst 6. október. Kennarar: Bára Magnúsdóttir og Auður Valgeirsdóttir. Upplýsingar og innritun í síma 83730 kl. 1 —6. Jazzoaiiettsköii Gulur, rauður, grænn&blár Brauotvxn gerðuraf ^ meistarans II höndum Kráin isbúð VIÐ HLEMMTORG njpa rpxscfíöTiDgzzDr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.