Morgunblaðið - 05.09.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.09.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1975 17 Ný ógnaröld á N-lrlandi? Belfast 4. september — AP. ÞRlR grímuklæddir hermdar- verkamenn ruddust inn á afskekkt sveitabýli norður af Bel- fast í gærkvöidi og skutu bónd- ann, 63 ára kaþólikka, og dóttur hans til bana, að börnum dóttur- innar ásjáandi. Lögreglan sagði að morðin hefði verið framin Edward Bishop annar aðalsamninga- maður Breta í land- helgisviðræðunum EDWARD Bishop, aðstoðar- sjávarútvegsráðherra Breta, sem verður aðalsamninga- maður brezku sendinefndar- innar í viðræðunum um land- helgismálin 11. september, ásamt Roy Hattersley, aðstoðarutanríkisráðherra, er fæddur árið 1920. Hann nam við háskólann í Bristol og út- skrifaðist sem flugvélaverk- fræðingur og var i herþjón- ustu á striðsárunum. Hann hóf afskipti af stjórnmálum fyrir aivöru er hann varð þing- maður Verkamannaflokksins fyrir Newark árið 1964. Á árunum 1970 — 74 var hann talsmaður skuggaráðuneytis- ins I landbúnaðarmálum. Bishop hefur m.a. unnið sér það til ágætis að vera stofn- andi og formaður þingnefndar um jafnrétti kynjanna. Hann er kvæntur maður og á 4 dætur. Áhugamál hans eru fornleifafræði og ættfræði. eftir að skyggja tók á Rockwood- bóndabænum, sem er á svæði sem öfgamenn úr flokki mótmælenda hafa notað sem eins konar „kirkjugarð". Þangað hafa þeir farið með Ifk fórnarlamba sinna. Morðin hækka tölu látinna sfðan átök mótmælenda og kaþólskra hófust fyrir sex árum upp f a.m.k. 1307, og a.m.k. 158 manns hafa beðið bana f ár. Er óttast að þetta sé merki um að öfgamenn úr hópi beggja deiluaðila séu f þann veg- inn að hefja blóðugt strfð til að skera úr um þróun mála á Norður-lrlandi. Níu manns hafa beðið bana á síðustu tveimur sólarhringum, og er spennan i hámarki. Morðin sem framin voru í gærkvöldi urðu í þann mund er herskáir mótmæl- endur hófu allsherjarverkfall til að mótmæla „aðgerðarleysi“ brezkra stjórnvalda gagnvart Irska-lýðveldishernum. Spáir 10% hækkun á olíuverði Kuwait 4. september AP OLlUMÁLARÁÐHERRA Kuwaits, Abdul Muttaleb El- Kazemi spáði því í dag, að 10% verðhækkun á olíu væri á næsta leiti, og hefði samkomulag Israela og Egypta fyrir milligöngu Bandaríkjanna ekki nein áhrif á. Olíuverðið verður rætt á ráð- herrafundi samtaka olíuút- flutningsríkja OPEC, sfðar í þess- um mánuði. SINAI-SAMKOMULAGIÐ — Kortið sýnir stöðu herja Israelsmanna og Egypta á Sinaiskaga eftir nýja sam- komulagið. Vfglfna tsraels- manna er merkt “1“ og Ifna Egypta “2“. Gæzlulið Samein- uðu þjóðanna verður á svæðinu milli þeirra. Á svæðunum aust- an og vestan við lfnurnar (auð- kennd með skástrikum) verður takmarkað herlið. Línan sem er einkennd “3“ er fyrrverandi vfglfna Egypta. Nýja egypzka varnarlfnan er þar sem fsra- elska varnarlínan var áður. Á svarta svæðinu við Súez-flóa verða aðeins friðargæzluher- menn SÞ og óbreyttir egypzkir borgarar. Vikurit á Spáni bannað Madrid 3. september Reuter SPÁNSKA vikuritið Triunfo sagði í dag, að bann hefði verið lagt við frekari útgáfu þess út þetta ár og að framkvæmdastjóri blaðsins hefði verið dæmdur til að greiða sem svarar sex hundruð og fimmtíu þúsund krónum í sekt. Sagði í yfirlýsingu frá ritinu, að ástæðan væri grein, sem birtist í apríl sl., þar sem fjallað var um möguleika á breytingum í lýð- ræðisátt á Spáni og bar greinin yfirskriftina: „Erum við reiðu- búin að gera breytingar?“ Triunfo var bannað í fjóra mánuði árið 1966 og á ný í-fjóra mánuði árið 1971. Bihar: 50 dánir úr kóleru Nýja -Delhi 4. sept. Reuter VITAÐ er að fimmtiu manns hafa Iátizt úr kóleru á flóðasvæðunum við Patna í fylkinu Bihar á Ind- landi. Um fimm þúsund manns liggja sjúkir af kóleru. Ástandið er hið ömurlegasta og enn eiga um sjötíu og fimm þúsund manns um sárt að binda á þessum svæð- um og eyðilegging og tjón er gifurlegt. Auk þess er skortur á drykkjarvatni og lyfjum. Jafntefli í Míianó Flóttamenn frá Tímor rændu Rauða-krossvél Mílanó 4. september — AP. LJUBOMIR Ljubojevic frá Júgóslavíu náði sér vel á strik í biðskák sinni við Ungverjann Lajos Portisch f undanúrslitum alþjóðlega skákmótsins f Mflanó f dag. Náði hann jafntefli úr mun lakari stöðu með ákveðinni tafl- mennsku. I annarri skák undan- úrslitanna f gærkvöldi varð jafn- tefli milli heimsmeistarans Ana- toly Karpovs frá Sovétrfkjunum og landa hans Tigran Petrosjans. Þessi tvö pör munu tefla fjórar skákir f undanúrslitunum alls, og eru þvf þrjár eftir. Sigur- vegararnir munu svo tefla sex skákir um efsta sætið. Canberra, Darwin 4. september AP—Reuter. VOPNAÐIR Tfmorbúar rændu neyðarflutningavél ástralska flughersins f borginni Bacau f kvöld og neyddu flugmanninn að fljúga með þá til Darwin. Menn- irnir eru taldir hafa verið um 48 talsins og margir þeirra voru vopnaðir. Vélin sem hafði verið lánuð Rauða krossinum og var merkt honum, hafði lent f mið- borg Bacau með farm af lyfjum handa fórnarlömbum borgara- styrjaldarinnar á eynni. Þegar vélin var lent þyrptust að henni tugir borgarbúa og skipuðu flug- manninum að fljúga til Darwin. Ástralskur embættismaður Sjálfsmorðið um borð í sovézku farþegaþotunni: Átti maðurinn von á óblíðum móttökum á Moskvuflugvelli? London 4. september — AP. SCOTLAND Yard hefur hætt rannsókn á voveiflegu láti sovézks siglingafræðings um borð f farþegaþotu Aeroflots f gær. Er litið á lát mannsins sem sjálfsmorð, og ætlar Scotland Yard að samþykkja þá skýringu Sovétmanna, að lát mannsins hafi borið að fyrir utan brezka lofthelgi. Heimildir á Heathrowflugvelli sögðu að þær teldu að maður- inn, Valentin Ryzov, 37 ára að aldri, sem var ekki að störfum og ferðaðist sem farþegi, hefði notað skammbyssu sem falin er um borð í vélum til notkunar gegn flugvélaræningjum. Yfir- völd í New York, þar sem Ryzov kom um borð, sögðu að ólfklegt væri að hann hefði haft byssu meðferðis, þar eð hann hefði gengið f gegnum leitarútbúnað á flugvellinum þar. Ryzov virðist hafa ferðazt á fyrsta far- rými, sem annars var tómt, og skotið sig f vinstra gagnaugað á salprninu. Aður en þotan lenti á Heath- row um hádegið í gær hafði áhöfnin beðið um að sjúkra- bifreið yrði til taks. Scotland Yard stöðvaði síðan brottför þotunnar til Moskvu til að rann- saka lát mannsins. Yfirheyrðu lögreglumenn áhöfn þotunnar og farþeganna 102, sem flestir voru bandariskir feðamann, en fékk lítil svör. Fréttamenn áttu viðtöl við hátt í 30 af farþegun- um og enginn þeirra hafði séð neitt eða heyrt neitt. Sovézka áhöfnin hefði ekki látið á neinu bera. Lögregluyfirvöld i London veltu því mikið fyrir sér hvort látið hefði orðið i brezkri loft- helgi eða ekki. Sovétmenn, sem sendu diplómata og öryggis- verði til flugvallarins frá sendi- ráðinu I London, héldu fast við það, að Ryzov hefði svipt sig lífi yfir Atlantshafi, langt utan við brezka'lofthelgi. Brezk blöð sögðu hins vegar í dag, að brezka utanríkisráðu- neytið hefði beitt þrýstingi á Iögregluna til að hún héldi ekki vélinni lengur á flugvellinum af ótta við að slíkt kynni að hafa slæm áhrif á samband Bretlands og Sovétríkjanna. Blaðið The Daily Mail hefur eftir ónefndum sérfræðingi brezku leyniþjónustunnar: „Hin einkennilega og einstaka tímasetning sjálfsmorðsins bendir til þess að þarna hafi verið um að ræða mann sem veit að innan fárra klukku- stunda muni eitthvað óhugnan- legt koma fyrir hann.“ Segir sérfræðingur þessi að allt bendi til að maðurinn hafi annað- Framhald á bls. 20 kvaðst telja að fólkið væri félagar I Lýðræðiseiningu Tímor, hægri sinnaðri frelsishreyfingu, sem flúið hefðu Bacau vegna yfirvof- andi ósigurs fyrir hreyfingu vinstri manna, Byltingarfylking- unni fyrir sjálfstæði Austur- Tímor. Þegar vélin var komin yfir Darwin tilkynnti flugmaðurinn að hann'ætti í „smávandræðum“. Tóku lögreglumenn sér þá stöðu á flugvellinum og er vélin lenti um- kringdu þeir hana. Að sögn sjónarvotta gáfust Tímorbúarnir upp mótspyrnulaust og voru þeir fluttir til lögreglustöðvar borgar- innar. Embættismaður stjórnar- innar sagði að litið yrði á fólkið sem ólöglega innflytjendur, en stjórnin myndi fhuga hvað gera skyldi við það. William Morrison, varnarmálaráðherra Ástralíu skýrði frá því að hann hefði fyrir- skipað stöðvun frekari neyðar- flutninga ástralskra flugvéla þangað til ástandið væri orðið ljósara. Hinar stríðandi hreyf- ingar á eynni yrðu að viðurkenna friðhelgi véla Rauða krossins. Skipstjórinn á flóttamanna- skipi, sem kom í dag til Darwin frá Tímor, skýrði frá því, að alí- margt fólk, sem reynt hefði að komast um borð í skipið, hefðu beðið bana í höfninni í Dili, höfuðborg eyjarinnar, er það hefði lent inn í miðri skothríð milli sjálfstæðishreyfinganna tveggja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.