Morgunblaðið - 12.09.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.09.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1975 21 Reynir Hugason: Athugasemdir við ummæli um embætti byggingarstjóra Mikils misskilnings hefur gætt hjá ýmsum byggingariðnaðar- mönnum er hafa lesið skýrslu Rannsóknaráðs um þróun byggingastarfsemi. Hnjóta þeir gjarnan um eina setningu 1 grein 7.41 er hljóðar svo. „7£skilegt væri,*að komið yrði á fót embætti byggingarstjóra. Byggingarstjóri ætti að yfirtaka ábyrgð meistara við áritun á teikningar húsa.“ Telja sumir iðnarmenn þarna að sér höggvið, og halda að með þessu sé verið að leggja til, í 1. Iagi 5—10% aukalegan bygg- ingarkostnað og f 2. lagi að háskólamenntaðir tæknimenn séu þarna að reyna að sölsa undir sig meiri völd og nýja atvinnumögu- leika. Þetta er eins og áður segir al- varlegur misskilningur, og er því best að grein 7.4.1 birtist hér sem heild. Ábendingar 7.4.1. „Æskilegt væri, að komið yrði á fót embætti byggingar- stjóra. Byggingarstjóri ætti að yfirtaka ábyrgð meistára við árit- un á teikningar húsa. Jafnframt beri hann alla ábyrgð á snurðu- lausri framkvæmd byggingar- innar og losar byggjandann á þann hátt við margháttað ónæði og óhagræði, er hann nú hefur. Byggingarstjórinn ætti annað- hvort að vera einn meistaranna, húsateiknarinn, byggingaverk- fræðingur, byggingatæknifræð- — Norðaustur- land Framhald af bls. 19 að elta sól. Það er ofsa hiti hér stundum, en einn maður hér er snaróður, syndir og syndir í sjónum út í Hólma, og svo er hann prakkari lfka var á bát með félaga sínum úti á sjó í sól og blíðu og sagðist ætla að fá sér sundsprett til að friska sig upp. Gaurinn synti þá undir bátinn og lét sig hverfa, faldi sig undir borðstokknum hinu- megin og félagi hans varð auð- vitað skíthræddur um að gaur- inn hefði drukknað. Þannig er hann, frekar vogaður f allt, hvergi hræddur." „Er unga fólkið hérna dug- legt?“ „Það vinnur mest í frysti- húsinu — ef við fáum vinnu, þá vinna allir, það vantar alla peninga. Það er lítið um það að fólk flytjist héðan. Stákarnir fara stundum til Reykjavíkur eða eitthvað annað og sumir koma með stelpur hingað og fara að byggja, það eru margir að byrja að byggja núna en þeir ganga þó ekkert fram hjá okkur heimastelpunum úr þvi að þú spyrð að því.“ „Vinnur þú fram að skóla?" „Ég veit ekki. Kannski fer ég til Hornafjarðar um helgina. Ég á þar frændfólk og er vön að fara þangað á hverju ári. Svo langar mig að skreppa til Reykjavíkur áður en skólinn byrjar“. „Ætlar þú að læra meira eftir Eiða?“ „Ég er ekkert búin að hugsa um frekara nám, langar ekki neitt, það er bezt að sofa, deyja, nei ég er að leika mér, nei ekki neitt sérstakt. Ég ætla að eiga heima hér, verst að maður er skyldur næstum öllum strákum hér, það vill enginn Vopn- firðingur fara héðan, svo það er vel skiljanlegt að um skyldleika sé að ræða. Það er ekki hægt að eiga heima í Reykjavík, maður eyðir svo miklum peningum þar, en það er ágætt að skreppa þangað, fínt. Ég er og verð Vopnfirðingur, að sjálfsögðu. Kannski er ég að ljúga að þér, kannski fer ég, en ég er allavega búin að ákveða það að vera hér.“ ingur eða fulltrúi verktakafyrir- tækis.“ I fyrsta lagi er rétt að það komi fram að þetta eru ábendingar starfshópsins og samdóma álit um atriði, sem betur megi fara. í öðru lagi, að iðnmeistarar eru alls ekki útilokaðir, sem bygg- ingarstjórar heldur nefndir fyrstir starfsstéttanna. I þriðja lagi, að nám bygginga- tæknis við Tækniskólann miðar að því að gera mögulegt slíkt em- bætti. I fjórða lagi. Nefndarmenn eru ekki svo grunnhyggnir að þeir ætlist til að embættið bætist ofan á meistarakerfið eins og það er nú, heldur komi það 1 stað þess og gefi þar með möguleika til þess að lækka byggingarkostnað með því að þá skapist grundvöllur til þess að stýra byggingaframkvæmdum af mestri hagkvæmni fyrir hús- byggjandann. Eins og meistarakerfið er nú uppbyggt er lítil sem engin stýr- ing á því hvenær tiltekin starfs- stétt iðnaðarmanna komi inn í verkið, og frágangi þeirra á sínum verkhluta til næstu iðnstéttar er oft mjög ábótavant. (Múrarar múra yfir rafmagnsdósir hjá raf- virkjum og skilja eftir múrslettur á ofnum og f gluggakistum fyrir málara til þess að þrífa upp). Húsbyggjandanum eru ekki trýggð hagkvæmustu vinnubrögð að hverjum verkþætti vegna þess að samábyrgð meistaranna á verk- inu og gangi þess skortir. Því miður eru flestir sérfræð- inganna er sömdu skýrsluna svo uppteknir við önnur störf, eða þá að þeir eru erlendis að þeim hef- ur ekki gefist tóm til að svara ummælum og dómum um skýrsluna er komið hafa fram í fjölmiðlum. Er von til þess að á því verði ráðin bót, um eða eftir 20. september. Reynir Hugason Rannsóknaráði rfkisins. — Oft byggt Framhald á bls. 10 fyrir nokkrum dögum sömdum við um kaup á skuttogara í smíð- um í Noregi, sem á að afhenda 1. desember, og hugmyndin er að Ölafur Sigurðsson gangi upp f þau kaup. Þar sem hafnaraðstaða er hér engin, munum við gera skuttogarann út frá Keflavík og verður aflanum ekið hingað, eins og öðrum afla, sem hingað berst. Togarinn verður 299 rúmlestir að stærð og á að kosta 370—380 millj. kr. Við fórum út f þessi kaup, þar sem sýnt er, að ekki er hægt að ná góðum árangri f fisk- vinnslu nema hafa tryggt hráefni og þá frá skuttogara." „Ef við minnumst á þurrfisk- verkunina aftur. Hvað getið þið afkastað mörgum tonnum á mánuði?“ „Ef allt gengur að óskum getum við afkastað um 220 tonnum af þurrum fiski á mánuði eða 7 tonn- um á dag. Þess má einnig geta, að um þessar mundir erum við að taka f notkun þurrfiskverkunar- stöð f Hveragerði.“ „Hvers vegna i Hveragerði?" „Þar munum við nota hverahit- ann við þurrkunina f stað oliu. Verkunarstöðin í Hveragerði fer með hveraorku fyrir 20 þús. kr. á mánuði, en ef olía væri notuð, kostað hún 120 þús. kr. Þá má geta þess, að f fyrra ókum við um 100 lestum af saltfiski fram hjá Hveragerði, frá Stokkseyri, Eyrarbakka, Selfossi og jafnvel austan af fjörðum." „Hvað hefur fyrirtækið flutt út mikið af þurrfiski á þessu ári?“ „I fyrra fluttum við alls út 900 tonn af, þurrfiski, en það sem af er þessu ári er útflutningurinn orðinn 1300 lestir og sölu- verðmætið 220 millj. kr. þannig að stórt stökk hefur nú orðið.“ I spjallinu við Guðberg kom fram, að fyrirtækin, sem hann stýrir ná ásamt sonum sinum, eru þrjú talsins. Fiskverkunarstöð Guðbergs Ingólfssonar, Isstöðin hf., sem á frystihúsið, og Fjörður hf. sem mun gera út skutttogar- ann, en f því fyrirtæki á einnig Hraðfrystihús Jóns Erlingssonar f Sandgerði, um 20%. Þá spurði Mbl. Guðberg hvert væri brýnasta hagsmunamál Garðbúa. „Hér eru nú orðnar rösklega 800 fbúar og hefur fjölgað mikið sfðan 1971, enda er gott að fá lóðir, og næg atvinna. Okkar höfuðmál er að fá góðan veg, og sem betur fer er verið að vinna að því og verðum við sjálfsagt mjög ánægðir þegar að því kemur, að vegurinn verður tekinn í notk- un.“ „Hvernig er að reka fyrirtæki í Garðinum?" Gæfa fyrirtækjanna að starfsfólkið kemur úr hreppum Það er mjög gott, sérstaklega ef maður er með fjölbreytilegan at- vinnurekstur, því að þá er hægt að dreifa fólkinu milli fyrirtækj- anna, en hjá okkur vinna nú 80—110 manns eða 10% hrepps- búa. Við höfum alla tið verið sér- staklega heppnir með starfsfólk og það er gæfa fyrirtækjanna, að vinnukrafturinn er að mestu fólk úr hreppnum, þó að fólk úr Sand- gerði og Keflavík vinni hér einnig." „Hvernig hafið þið hagað upp- byggingu fyrirtækisins gegnum árin?“ Okkar sérstaða er að við eigum megnið af fyrirtækjunum „Það hefur verið byggt upp smátt og smátt, I fyrstu mjög hægt, en síðan í nokkuð stórum stökkum frá 1968, en þá byrjuð- um við allir feðgarnir í því. Við höfum reynt að taka sem minnst af lánum í opinberum sjóðum. T.d. er þurrfiskverkunin algjör- lega byggð upp án stórlána. Okkar sérstaða er að við eigum fyrirtæk- in, sem gerir það að verkum að betra er að reka þau, a.m.k. um þessar mundir, hvað sem síðar gerist. Og við höfum haft það að stefnumarki og ráðast aldrei í meira en það sem við ráðum við. Það má lia- koma fram, að ég hefði aldrei trúað því, að hið margumtalaða kerfi væri til fyrr en við fórum út í skuttogarakaup- in. Við hefðum gefizt upp, ef Matthías Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra hefði ekki hjálpað okkur.“ „Hvert er svo næsta stórverk- efni ykkar feðga?" „Að vélvæða fyrstihúsið meira,“ segir Guðbergur. _j». <). ígir* • ; - *v * .> 4 NY GLÆSILEG SNIÐ! MARG SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU! FORÐIST EFTIRLIKINGAR!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.