Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.09.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1975 27 eftir ELINU PÁLMADÓTTUR AÐ HIKA er sama og tapa, segir málshátturinn. Og auðvitað reyn- um við að lifa í samræmi við svo margreynda speki. Þvi er um að gera að vera ekkert að tefja sig á að hugsa og leita upplýsinga bara samþykkja snarlega hvað eina eða gera um það ályktun. Þótt ekki sé rokið I neina framkvæmd — það kostar bara fyrirhöfn og maður verður sjálfur að fara að bardúsa — má alltaf skora á einhvern að gera eitthvað í málinu hið skjót- asta. Nýlegt dæmi um það hvernig bregðast má við skjótt og vel og ekki láta deigan siga, er ályktun verkalýðsforustunnar um að hætta umsvifalaust að afgreiða þýzku eftirlitsskipin með vatn og vistir í íslenzkum höfnum. Enda var henni vel tekið. Einhverjum blaðamanni í fréttaleysi virðist hafa dottið þetta I hug. Og auð- vitað er miklu drýgri frétt að hringja í verkalýðsforingja, ráðherra og sjómenn og spyrja þá hvort þeir ætli ekki eða þori ekki að gera neitt I málinu, heldur en að leita upplýs- inga um það hjá hafnaryfirvöldum hvort mikil brögð séu að þvi að þýzkir togarar fái þessa þjónustu. Þessu má vel halda áfram i marga daga, ef hugmyndaflugi er beitt til að herja á nýja viðmælendur. Og það hefur þann kost, að þeir sem sitja og hlusta á fréttir geta sagt: — Jæja, þora þeir bara ekki i Þjóðverjann! Athuga málið? Þetta eru bara hugleysingjar! Og keppi- nautarnir í hneykslisblöðunum sjá að ekki gengur að láta „skúbba" sig á svo góðu hneyksli, eins og sagt er á fagmáli. Gott hneyksli selur blaðið. Hvað eiga þá forustu- menn stórra hópa að gera, þar sem þeir sitja kring um stjórnar- borðið á fundi? Að fara að leita sér upplýsinga um hvernig ástandið er í málinu, tefur bara og sýnir ekkert nema linku. Ekki geta af- komendur víkinganna legið undir því að vera vændir um aðgerðar- leysi. Bara reka af sér slyðruorðið og samþykkja nógu harðorða á- skorun — og varpa boltanum af sér á yfirvöld, ríkisstjórn, þing- menn eða einhverja, sem hefð- bundið taka við slikum sending- um. En þeir góðu menn eru bara ekki einir um það í voru landi að sýna þvilfk snarheit og hugrekki. Næstum öll félög, allirfundir, gott ef ekki allir þjóðfélagsþegnar sýna iðulega af sér slikt snarræði. Þeir sem sitja heima, geta þó alltaf hnusað og tekið undir og hneyksl- ast. Hver vill tefja ákvarðanatöku með þvi að fara að athuga sinn 1 gang, spyrja sjálfan sig og aðra, og liggja svo undir því að eitthvert hik sé á manni. Ég verð að gera þá játningu að fyrir nokkrum árum brást ég alv- eg, er komið var með undirskrifta- lista að dyrunum hjá mér. Þar stóð að undirritaðir mótmæltu ákveð- inni byggingu, sem ætti að risa einhvers staðar í nágrenninu. Lik- lega hefi ég verið of syfjuð svo snemma á sunnudagsmorgni, því ég spurði eins og álfur: Hvaða byggingu? Hvar á hún að vera? Og hve há? Það vissi maðurinn við dyrnar mínar ekki, spurði bara hvort ég vissi það ekki sjálf. Ekki nógu vel, var svarið. Við komum okkur þá saman um að líklega mundu hinir íbúarnir í húsinu ekki vita það heldur. En sá sem sett hafði listann af stað, hafði bara sagt manninum að allir i húsum frá ákveðnu númeri við götuna og að tilteknu númeri ættu að skrifa undir og yrðu að gera það um heigina, því hann ætlaði að koma mótmælunum á framfæri á fundi næstkomandi þriðjudag. Ég stakk upp á þvi að fá á fund með okkur, mótmælendum, einhvern sem kynni skil á málinu og svo gætum við mótmælt á eftir, ef þurfa þætti. Sú h'ugmynd var skjótt samþykkt, eins og hin, af mannin- um við dyrnar, sem kvaðst koma henni á framfæri við höfund list- ans, áður en hann færi lengra. Ég leitaði upplýsinga og bjó mig undir að vita hvaða afstöðu ég ætti að taka, en heyrði aldrei neitt meira um fund eða lista. Aðrir hafa þó sjálfsagt fræðst um málið, þvi ég frétti síðar af mótmælalista. Mitt hús og þau næstu voru þó ekki með. Þarna sjáið þið hvað hik getur haft í för með sér. Fólk, sem þarf að leita sér upplýsinga, er ekki púkkandi upp á. Það fær bara ekki að vera með. Það er ekki gaman að vera svona forvitin og haldin þeim vana að vera alltaf að spyrja. Annað virðist geta flýtt fyrir vinnubrögðum og vera til hægðar- auka. Á fjölmennum fundum eru tillögur iðulegast ekki bornar upp og gerðar, fyrr en flestir eru farnir af fundi og þunnskipað I salnum. Allir sjá að það er mun fyrirhafnar- minna. Og hver er að taka það fram í fréttinni af fundinum hve mörg atkvæðin voru, bara ef það er þorri atkvæða. Einkum er hag- ræði af þessu ef fundurinn stendur fram á nótt eða fram á kvöldmat. þegar þeir hungruðu eru horfnir og hinir að flýta sér. Þá er ekki hægt að standa I neinu þrasi eða spurningum. Og ekki getur maður setið með hendur í kjöltunni, eins og maður sé ekki með á nótunum, þegar hinir rétta upp höndina. Þá má llka hafa leiðbeiningar af þeim hópi manna. sem maður hef- ur samsamað sig að. Bara klkja á hvað þeir eru að gera, sem eru I sama trúarbragðahópi, I svipuðum aldursflokki, til vinstri eða hægri, eftir þvl sem við á, eða I þeim hópnum sem maður fellur bezt I. Alltaf má flokka þetta undir sam- stöðu eða til stuðnings einhverju máli og álitsauka fyrir það. Ósjálfrátt eða sjálfrátt samsama sig býsna margir einhverjum mála- flokki, stefnu. hópi eða félagi og vilja veg þess sem mestan, svo að miklu skiptir að halda uppi áliti þess. Stundum er skyldi hópurinn landið manns eða þjóðin, sem byggir það. Álit hennar gengur fyrir öllu og skal stutt fram í rauð- an dauðann. hvar sem er og hven- ær sem er. Viðbrögð hugarins mið- ast ósjálfrátt við það í hverju máli. Tillit til álits eða heiðurs ein- hverju er orðið svo inngróið i heilabúið, að raunsætt viðhorf til mála er gersamlega útilokað. Þetta var t.d. mjög áberandi á 30 ára afmæli heimsstríðsins okkar blessaðs. Þá vaknaði spurningin: Hver þjóðanna þriggja, Sovétrikj- anna. Bretlands eða Bandarikj- anna, lagði nú mest fram til að sigra Þjóðverja? Með raunsæjum athugunum hefði átt að vera auð- velt að svara þvi. i raun reyndist það þó ekki. Ljóminn af þessari dáð hlaut að vera einhverjum til vegsauka i augum hvers þess, sem áhuga hafði á málinu. Þvi vildi fyrst koma slagsíða á álit hans í átt til Rússa, Breta eða Bandarikjamanna, og siðan var farið að skoða málið og tina til rök. Helst væri kannski að fá skoðun einhvers, sem engan á- huga hefur á málinu. en hvers virði er slikt álit? Ég man að ég las einhvers staðar i þvi sambandi. að ekki nokkur maður hafði fyrirfram séð fyrir jafn liklegan atburð og vináttusamning Rússa og Þjóð- verja 1939. Og þegar hann var orðinn að veruleika, og byrjað var á útskýringum, sveigðust líkurnar skjótt eftir þvi hvort viðkomandi hafði dulda löngun til að gera Rússa góða eða vonda, sterka eða veika. Þær eru margar gryfjurnar að falla i. Þvi er vist best að vera ekkert að hugleiða málin eða leita upplýsinga. Bara rétta upp hönd- ina, samþykkja eða fella tillöguna og vera ekkert að tefja timann. Bara varpa boltanum til einhvers annars með tilheyrandi digurmæl- um. sem nam 7lA% af hlutafénu. Ég féllst á að taka þessi hlutabréf í stað peninga, þegar ég framvísaði reikningi mínum fyrir lögfræði- lega þóknun vegna félagsstofnun- arinnar. Hlut þennan átti ég um nokkurra ára skeið, seldi síðan hlutabréfin og hef frá því ég tók við embætti borgarstjóra ekki átt neinn hlut í þessu félagi né neinn á mínum vegum. Starfsemi þess er mér því alveg óviðkomandi og ég hef engra persónulegra hags- muna að gæta varðandi afkomu félagsins. . . . Ég á ekki eignarhlut i neinum fyrirtækjum, sem þurfa á fyrirgreiðslu eða aðstoð borgar- innar að halda á nokkurn hátt. Ég get því óháð öllum fjárhagslegum hagsmunum tekið afstöðu til manna og málefna i þessari borg.“ Albert Guðmundsson borgarfulltrúi: 1 viðtali við Morgunblaðið á föstudag er Albert Guðmundsson, borgarfulltrúi, sem gagnrýni út af Ármannsfellsmálinu hefur mjög verið beint að, spurður álits á sakadómsrannsókn þeirri, sem nú stendur fyrir dyrum. Um hana segir Albert Guðmundsson: „Það var ætlun mín frá því þetta mál kom fyrst fram fyrir almenning frá andstæðingum Sjálfstæðis- flokksins og þá sérstaklega í Al- þýðublaðinu, að fara þess á leit, að ásakanir þær, sem bornar hafa verið fram verði kannaðar til hlit- ar og sá rógburður, sem fram hef- ur komið i þessu svokallaða Ár- mannsfellsmáli verði kveðinn niður í eitt skipti fyrir öll. Ákvörðun um opinbera rannsókn hefur aftur á móti tafizt bæði vegna fjarveru borgarstjóra, sem er forystumaður borgarstjórnar- flokks sjálfstæðismanna og eins vegna framkominnar tillögu frá borgarfulltrúa Alþýðuflokksins í borgarráði um skipun sérstakrar nefndar innan borgarráðs til þess að rannsaka þær fullyrðingar, sem fram hafa komið i þessu máli. Nú þegar ljóst er, að ekki næst samstaða innan borgarráðs um skipan nefndarinnar er ekki eftir neinu að bíða, að rannsókn á veg- um hins opinbera hefjist enda á almenningur rétt á fullkomnustu upplýsingum um allt þetta mál.“ Þá er Albert Guðmundsson spurður um þær ásakanir, að sam- band hafi verið á milli lóðaúthlut- unarinnar og fjárframlaga Ár- mannsfells og hann svarar því á þessa leið: ,,Ég vil fyrst og fremst segja það, að ég harma, að góður stuðningsaðili Sjálfstæðisflokks- ins skuli að ósekju dreginn inn i slíkt pólitískt fjaðrafok sem hér um ræðir. Það er rétt, að Ár- mannsfell studdi byggingu Sjálf- stæðishússins myndarlega eins og fram hefur komið hjá borgar- stjóra en þvi verður fólk að trúa, að framlag Armannsfells hefur engin áhrif haft á afstöðu mína til umræddrar lóðaúthlutunar hvorki beint né óbeint .... Ég bauð mig fram til þjónustu, þegar ég fór í framboð og sú þjónusta stendur öllum til boða án skilyrða um framlag til Sjálfstæðishússins eða Sjálfstæðisflokksins, eins og það fólk, sem til mín hefur leitað, getur sjálft bezt dæmt um.“ í við- tali þessu við Albert Guðmunds- son koma einnig fram athyglis- verðar upplýsingar þegar hann er inntur eftir því, hvort fjárframlög hafi verið boðin fram með skilyrð- um til Sjálfstæðishússins. Um það segir hann: „Ég get ekki neitað því, að i 2—3 tilvikum hefur það komið fyrir og ég hef jafnharðan skýrt frá því á fundum byggingar- nefndar og einnig að þessum aðil- , um hafi ég visað á dyr. Ástæðan fyrir því, að ég taldi nauðsynlegt að skýra byggingarnefnd frá þessu var sú, að ég vildi ekki að framlög bærust frá þessum aðil- um í gegnum aðra byggingar- nefndarmenn." Davíð Oddsson borgarfulltrúi: Yngsti borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík, Davíð Oddsson stud. juris., hefur nokk- uð komið við sögu þessa máls, þar sem það hefur komið fram opin- berlega, að á lokuðum fundi borg- arstjórnarflokks sjálfstæðis- manna bar hann fram fyrirspurn um, hvort hugsanlegt væri, að ein- hver tengsl væru á milli fjárfram- lags Ármannsfells og lóðaúthlut- unar þeirrar, sem til umræðu hef- ur verið. í viðtali við Morgunblað- ið í dag (laugardag) er Davfð Oddson spurður, hvers vegna hann hafi borið þessa fyrirspurn fram og hann svarar: „Mér hafði borizt til eyrna þrálátur orðrómur um, að tengsl kynnu að vera á milli fjáröflunar til Sjálfstæðishússins og úthlut- unar lóðar til Ármannsfells. Og er ég heyrði þessar grunsemdir frá heimildum, sem ég taldi mark- tækar, þótti mér eðlilegt, að ég spyrði þann, sem gerst mátti vita og sögunum var beint gegn, Al- bert Guðmundsson, hreint út um málið. Ég gerði það á lokuðum fundi borgarfullirúa og varafull- trúa Sjálfstæðisflokksins og gat þess í upphafi, að ég mundi trúa svari Alberts Guðmundssonar fyr- irvaralaust. Albert svaraði skýrt og skorinort, að ekkert samband væri þarna á milli." 1 viðtali þessu kemur einnig fram, að Davíð Oddsson er ósam- mála þeim vinnubrögðum, sem viðhöfð hafa verið í sambandi við þessa lóðaúthlutun og hnígur gagnrýni hans mjög í sömu átt og hér í Reykjavíkurbréfi fyrir hálf- um mánuði er hann segir: „Ég tel, að slíkar lóðir eigi að auglýsa sér- staklega og atvik öll í kringum skipulagningu lóðarinnar eru ekki með þeim hætti, sem ég hefði kosið og ég tel það skipulag ekki hafa leitt til þeirrar for- sendu, að Ármannsfelli bæri að fá löðina þegar af þeirri ástæðu. Það voru aðeins 3—4 borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem tóku á- kvörðun um þessa lóðaúthlutun og ég frétti fyrst um að hún væri á döfinni, þegar ég las um úthlut- unina í dagblöðum og allt var um garð gengið." Hvað má læra? Eins og þetta yfirlit sýnir, hafa forsvarsmenn Sjálfstæðisflokks- ins í þessu máii nú lagt spilin á borðið en eftir stendur á sjálf- sögðu að bíða niðurstöðu saka- dómsrannsóknar þeirrar, sem sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavlkur hafa nú óskað eftir. En engu að sfður má mál þetta verða sjálfstæðismönnum ærið umhugsunarefni. Á sjálfstæðis- mönnum í landsmálum og sveitar- stjórnarmálum hvílir mikil á- byrgð og þeim ber í öllum störf- um sínum fyrir kjósendur að haga þeim á þann veg, að hafið sé yfir alla gagnrýni af þeirri tegund, sem að undanförnu hefur verið að þeim beint. Að sjálfsögðu verður aldrei komizt hjá þvi, að menn hafi mismunandi skoðanir á stjórnmálum og efnisatriðum þeirra viðfangsefna, sem glímt er við hverju sinni. En heiðarleika trúnaðarmanna Sjálfstæðis- flokksins í opinberum málum á aldrei að vera unnt að draga í efa. í kjölfar þeirra umræðna, sem fram hafa farið á opinberum vett- vangi um mál þetta má búast við, að það verði rætt ítarlega innan Sjálfstæðisflokksins og að trúnab- armenn flokksins leitist við að draga nokkra lærdóma af því. í því sambandi má benda á eftirfar- andi atriði: í fyrsta lagi er ljóst, að alltof langur tími leið frá því, að gagn- rýni hófst á þessa umræddu lóða- Framhald á bls. 47.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.