Morgunblaðið - 18.10.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.10.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1975 Kóngsdóttirin sem gat ekki hlegið Svo lét konungur tilkynnaþaö um gjörv- allt landið, og kannske víðar, að sá, sen' gæti komið dóttur hans til að hlægja, hann skyldi fá hana fyrir konu og hálft ríkið með henni. En vildi einhver reyna þetta og það bæri ekki árangur, þá skyldi hann hýðast og víst var um að, að margir voru hýddir óþyrmilega. Þeir komu úr öllum áttum, aumingjarnir og héldu að það væri enginn vandi, að koma konungs- dóttur til að hlægja. Og skrítnir voru þeir líka margir hverjir, en ekki dugði það mikið, því konungsdóttur stökk ekki bros, hvernig sem þeir létu og þó voru margir allskringilegir, létu allskonar apakattalátum, svo allir veltust um af hlátri, nema hún ein, sem átti að hlægja. Rétt hjá konungshöllinni bjó maður einn, sem átti þrjá syni. Hann frétti líka um það, að sá sem komið gæti konungs- dóttur til að hlægja, skyldi fá hana fyrir konu og helming ríkisins með henni. Þegar synir hans heyrðu þetta, vildu þeir ólmir reyna, og sá elsti lagði fyrst af stað og þegar hann kom heim til kon- ungshallarinnar, gerði hann boð fyrir ’COSPER Það er útilokað að við höfum stefnumót á þennan hátt. — Manninn minn er farið að gruna margt. V_____________________________________/ konung og kvaðst vera kominn til þess að koma dóttur hans til að hlægja. „Gott er það, lagsi“, sagði konungur, „en hræddur er ég um að það gangi ekki sem best, því hér hafa verið margir fyndnir og skemmtilegir menn, sem hafa reynt við þetta, en hún dóttir mín bless- unin er eitthvað svo þunglynd, að henni stekkur ekki einu sinni bros, — og hum hum, þú veist hvernig fer fyrir þeim, sem reyna árangurslaust“. En piltur hélt að það væri ekki mikill vandi fyrir sig að leysa þessa þrekraun af hendi, því ekki væru þeir svo fáir, sem hann hefði komið til að hlægja, bæði háir og lágir, þegar hann var í herþjónust- unni undir stjórn Fantifars hershöfð- ingja. Síðan steig hann upp á svalirnar undir glugga konungsdóttur og tók að herma eftir Fantifar hershöfðingja, er hann skipaði fyrir á heræfingunum. Og þóit það væri skringilegt, þá stökk kon- ungsdóttur ekki bros. Þá komu böðlarnir, sem að vísu voru orðnir nokkuð þreyttir, en drógu þó ekki af þeim kröftum, sem þeir enn höfðu, við hýðinguna. Svo var piltur sendur heim og var ekki alveg eins gleiður, er þangað kom, eins og þegar hann lagði af stað. En þótt hann færi nú ekki meiri frægð- arför, en þetta, þá vildi næstelsti bróðir- inn endilega reyna hvað hann gæti, sagði sem svo, að bróðir sinn hefði aldrei fynd- inn maður verið, og að sér yrði ekki skötaskuld úr því að koma konungsdótt- ur til þess að skríkja svolítið. Hann var kennari og ákaflega skrítinn og undar- legur f framgöngu. Fætur hans voru mis- langir og þegar hann stóð í þann styttri, var hann eins og smákrakki, en er hann rétti sig upp á lengri fótinn, varð hann eins og risi að hæð, en heldur ólánlegur. Og margt skemmtilegt gat hann sagt. Þegar hann kom til konungshallar og vildi reyna að koma konungsdóttur til að hlægja, fannst konungi að það væri alls ekki víst, nema það gæti heppnast fyrir honum að koma hinni þunglyndu mey, dóttur hans, til að hlægja, „en fast skaltu verða hýddur, ef þú getur það ekki, við erum alltaf að verða harðhentari hérna, eftir því sem fleirum mistekst.“ Kennarinn tók sér nú stöðu fyrir utan glugga konungsdóttur og byrjaði á því ^ð herma eftir sjö prestum og sjö hringjur- um og konungur hló svo mikið að honum, að hann varð að halda sér í svalastólp- — Árni sagu * gær að þú vær- ir falleg. — Nei, sagði han>. -ið! — Ekki berum o» ’m, en hann sagði að þú va. - lik mér. X Við náum tímaniega f leikhús- ið ef þú skellir þessu niður f tösku og klárar það f bflnum á leiðinni! horft á sköpun heimsins af svölum hallar sinnar. Frúin: — Farðu með þetta bréf f póstkassann fyrir mig. Maðurinn: — Já, en góða mfn, veðrið er svo vont að það er ekki hundi út sigandi. Frúin: — Hver segir að þú eigir að hafa hundinn með þér? X Hún: — Ungu hjónin, sem eiga heima í næsta húsi eru svo elskuleg. Hann kyssir hana f hvert sinn, sem hann sér hana. Þvf getur þú ekki gert þetta iíka? Hann: — Þvf miður þekki ég hana ekkert ennþá. X — Ætt mfn er .gömul. Sagan segir, að ættfaðir minn hafi X — Hefurðu nokkurn tíma ver- ið á Seyðisfirði. — Nei, þvf miður. — Þá þekkirðu kannski mág minn. Hann hefur aldrei verið þar heldur. X — Ég hélt að þú hefðir verið veikur f gær og þess vegna ekki mætt f vinnu, sagði forstjórinn við Jón skrifstofu- mann. — Ég var það líka, svaraði Jón. — Einmitt það, þú varst ekkert veikindalegur, þegar ég sá þig á kappreiðum Fáks. — Ekki það? Þá hefurðu séð mig áður en ég datt af baki. V J Moröíkirkjugaröinum Eftir IVIariu Lang Jóhanna Kristjóns- dóttir þýddi 11 prestssetri kiukkan hálf átta á jóladagsmorgni. — MELLA! 4. kafli Barbara snerist á hæli og þaut út úr stofunni. Það brá fyrir ein- hvers konar vandræðaglampa f skærum augum Tords og hann sagði með ðherzluþunga eins og hann væri að mæla úr prédikunarstólnum. — Ég held að hyggilegast væri að við reyndum að missa ekki stjórn á okkur, enda þótt við séum öll meira og minna undir áhrifum þessa voðalega atburðar. Og Hjördis kom honum sam- stundis ti’ hjálpar — þegar hún á sinn ópersónulega en þó vinsam- lega hátt leiddi okkur til borðs og fékk beint talinu að jólaveðrinu, umferðinni á helgidögunum og beztu uppskriftinni á brúnu tert- unni, sem á borðum var. En þó leið ekki á löngu unz við flest gerðum okkur áþreifanlega grein fyrir þvf að þessar samræður voru á allan hátt fráleitari og þving- aðri en sá atburður, sem við höfð- um orðið vitni að og ég held að við höfum öll dregið andann léttar, þegar hringt var dyrabjöllunni. Ég vissi ekki þá hversu gleði mfn yrði mikil innan nokkurra sekúndna. Lotta skauzt fram og kom von bráðar aftur og sagði að einhver mjög stór maður biði úti á tröppunum. — Hann er með svarta pfpu og f rúðóttum buxum og hann segist sjá að það sé Thotmes IV sem ég hafi verfð með f fanginu. Og hann spyr eftir Puck og Einari.... Einar og ég hrópuðum samtfmis fagnandi. — Christer! Það er Christer Wijk! Við vissum að sjálfsögðu bæði að þessi ástsæli vinur okkar var yfírmaður sakamáladeildar alrfkislögreglunnar, en við höfðum ekki þorað að vona að hann myndi koma til Vastíinge f eigin persónu til að rannsaka málið. Við þustum fram f for- stofuna og ég sá að hárið var jafnhrafnsvart og augun eins frá og kvik og leiftrandi og fyrr. Við leiddum hann sigri hrósandi að glæstu kaffiborðinu og það leið drjúg stund áður en það rann upp fyrir mér að ekkí aiðrir glöddust yfir komu hans en Tið Einar og faðir minn og ef til vill Lotta, sem starði frá sér numin á hann og hellti glaðlega kaffi f bollann hans. Bæði hin góðlega Friedeborg frænka og hinn hvatskeytlega frú Tekla Motander horfðu tortryggnar á hann. Susann Motander virtist f þann veginn að falla f öngvit og Hjördis Holm skalf svo á höndun- um þegar hún rétti honum köku- fatið að mig rak f rogastans. Meira að segja Tord Ekstadt var sýnilega órótt, enda þótt hann hlyti að vera þvf vanur að fá ýmsa gesti á heimili sitt. En Wijk rannsóknarlögreglu- maður drakk kaffið sitt og kveikti f pfpunni sinni... og einhvern veginn æxlaðist svo til að ekkert varð sjálfsagðara en ræða morðið á Arne Sandell og ekkert annað. — Já, sagði Christer Wijk eins og svar við einni athugasemd föður míns. — Auðvitað verður maður snortinn, þegar ógeðslegt morð er framið á sjálft aðfanga- dagskvöld og ég geri ráð fyrir því að blöðin slái þvf míkið upp.... En á hinn bóginn: ef ein- hver fátækur flækingur er á slangri á aðfangadag og á hvorki f sig né á og er argur og beizkur út f samfélagið þá getur verið að hann fyllist enn meiri örvinglan þegar hann finnur að allir aðrir eru f jólaskapi og öilum öðrum en honum virðist Ifða svo Ijómandi vel. — Þér vinnið sem sagt út frá þeirri skoðun, spurði Tord og hallaði sér áfjáður fram — að það sé einhver flækingur, sem hafi framið morðið. Einhver sem hafi ætlað að brjótast inn f búðina til að stela og þegar Arne kom að honum hafi honum brugðið svo f brún að hann hafi drepið hann f skelfingu. — Já, ég mun til að byrja með hallast að þeirri kenningu. Það var athyglisvert að finna hvað þessi setning breytti öllu andrúmslofti f stofunni og sá fjandskapur sem birzt hafði í fasi og andliti fólksins gagnvart Christer eins og þurrkaðist út á svipstundu. Þegar Christcr ftrek- aði að auðvitað skipti mjög miklu máli að fá greinargóðar upplýs- ingar um ferðir allra nágranna Arne Sandells á þessu tfmabili, vegna þess að slfkt gæti skipt sköpum í að hafa upp á flækingn- um voru allir að minnsta kosti á yfirborðinu yfirmáta fúsir að hjálpa honum að leysa rækilega frá skjóðunni. — Égsagði: — Hvaða tfmabil áttu við? Frá klukkan hálf fimm, þegar söng æfingunni f kirkjunni lauk og þangað til klukkan rúmlega nfu er við fundum líkið? En Einar sem var hreinskilnari f nærveru Christers en hann hafði verið gagnvart frú Teklu Motander hristi ákafur höfuðið. — Sandell hafði verið dáinn í nokkra klukkutfma, þegar við fundum hann. Ég er ekki læknir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.