Morgunblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1975 17 Ó o Hvort sem litið er á pólitísku hliðina eða auðinn sem þarna er að finna, þá er . . . < Hörmulegustu styrjaldirnar, sem háöar hafa verið í Afríku, hafa verið í Kongó, sem heitir nú Zaire, og í Nígeríu. Það er augljóst mál, hvað þessi lönd eiga sammerkt með Angóla, sem nú rambar á barmi borg- arastyrjaldar að nýfengnu sjálfstæði frá Portúgal hér er um að ræða þrjú auðugustu ríkin í svörtu Afriku. Angóla hefur yfir að ráða gífurlegum olfulindum í Cabinda-héraði, bæða ofan- og neðansjávar. Bandaríska fyrir- tækið American Gulf Oil Company hóf þar olíuvinnslu árið 1966. Framleiðslan nemur nú 150.000—180.000 tunnum á dag, en átæluð hámarksafköst eru 300.000 tunnur daglega. Vestur-þýzki auðhringurinn Krupps grefur eftir járni i Cassinga í suðurhluta landsins. Þar eru einar auðugustu járn- námur heirhs, sem vitað er um. Helztu kaupendur eru Japanir. Og i norðausturhluta landsins er demanta að finna, og er það aðallega Harry Oppenheimer, auðkýfingur frá Suður-Afríku, sem þar á hagsmuna að gæta. Arið 1972 varð afraksturinn af 27 landsskikum, sem náðu yfir 50.000 ferkilómetra svæði. 2.400.000 karöt, að heildarverð- mæti um 27 milljónir sterlings- punda. Það var dr. Antonio Salazar sálugi, fyrrum einræðisherra i Portúgal, sem árið 1964 veitti erlendum fjárfestingaraðilum heimild til að hagnýta sér auð- lindir nýlendnanna og flytja verðmæti úr landi. Leiddi hann þar með yfir landið það fjár- hagslega öngþveiti, sem þar rík- ir nú, og endurspeglast í stjórn- málalegu tilliti. Á næstu 5 ár- um varð árleg aukning iðn- framleiðslu 17% að jafnaði, og árið 1970 höfðu tekjur af námu- vinnslu tvöfaldast og námu 170 milljónum sterlingspunda. Ágóðinn rann vitaskuld til risa- fyrirtækjanna og í ríkisfjár- hirzlur Portúgala. Erlend fyrirtæki, sem hags- muna eiga að gæta í Angóla, hafa fulla ástæða til að vera uggandi um sinn hag, ef Alþýðuhreyfingin fyrir frelsun Angóla (MPLA), sem hefur höfuðborgina á valdi sinu, nær tökum á landinu öllu. 12. febrúar sl. ár, 10 vikum fyrir valdaránið í Portúgal sendi stjórnarnefnd MPLA frá sér fréttatilkynningu, þar sem getið var um 8 erlend fyrirtæki, sem stunduðu olíuvinnslu í landinu, og 21 til viðbótar, sem gerði sér vonir um að fá leyfi til slikrar vinnslu. í fréttatilkynn- ingu þessari sagði blákalt: „Það er stefna MPLA, að öll félög, sem stunda olfuvinnslu, hvar sem er í landinu, verði umsvifalaust rekin frá þjóðar- auðlindum vorum, jafnskjótt og Angóla hlýtur sjálfstæði, sem óhjákvæmilega verður. Munu öll tæki þeirra og eignir verða gerð upptæk. Nýlega hafa borizt fréttir um, að hermenn frá Zaire hafi gert innrás inn á Cabinda-svæðið, sem er á valdi MPLA. Opinber- lega hefur verið frá þvi skýrt i Zaire, að hermenn hafi farið upp að landamærunum, en því hefur hins vegar verið neitað, að þeir hafi farið inn yfir þau. Á hinn bóginn er alrangt að líta á átökin í Angóla einungis í ljósi efnahagslegra hagsmuna. Enda þótt þeir séu þungir á metunum, eru það ekki þeir einir saman, sem steypt geta landinu út I borgarastyrjöld, en það er almennt álitið f heimin- um, að hún sé óumflýjanleg i þessu landi, sem telur einungis 6 milljónir manna, en er þó fimmfalt stærri að flatarmáli en Bretland. Landfræðilegar ástæður vega álíka þungt, ef ekki þyngra. I suðri á Angóla landamæri að Namibiu (Suð-Vestur-Afríku), sem stjórnað er af Suður- Afriku. Eru það 1.700 km að lengd. 1 norðri liggur landið að landamærum Zaire rúmlega 2.000 kflómetra. Mobutu Sese Seko hershöfðingi, þjóðarleið- togi i Zaire, sem nýtur mikillar fjárhagsaðstoðar frá Bandarikj- unum, hefur í. rúman áratug gert tilraunir til að koma f veg fyrir valdatöku MPLA. Meðan á nýlendustriðinu stóð, tóku hermenn Zaire til fanga og drápu nokkra meðlimi MPLA. Þeir gerðu upptæka heilu skipsfarmana af vopnum, sem hreyfingin hafði fengið senda. Margir liðsmanna MPLA voru teknir til fanga, þar á meðal forseti hreyfingarinnar, dr. Agostinho Neto, og síðan reknir úr landi. Dr. Henry Kissinger, utan- rikisráðherra Bandarikjanna, er einnig þeirrar skoðunar, að mjög brýnt sé að koma í veg fyrir, að MPLA nái völdum i Angóla. Vitað er að utanríkis- ráðuneytið hefur unnið að nýrri langtímaáætlun varðandi stefnuna gagnvart Afrikuríkj- um. Er hagsmunasvæðunum skipt í þrjá hópa eftir mikilvægi. í fyrsta hópnum eru m.a. S-Afr- ika og Nigería. 1 öðrum hópn- um eru annars vegar ríki, sem tengd eru Bandarikjunum frá fornu fari, svo sem Eþfdpía og Líbería og hins vegar lönd, þar sem þau eiga efnahagslegra hagsmuna að gæta svo sem Angóla og Zaire. Í þriðja og síðasta hópnum er um að ræða lönd, sem einungis eru mikil- væg Bandaríkjamönnum frá hernaðarlegu sjónarmiði svo sem Kenya, Tanzanía, Súdan, Sómaliaog Mósambik á strand- lengju Austur-Afríku, þar sem aðildarríki Atlantshafsbanda- lagsins óttast athafnir sovézka flotans á Indlandshafi. Fyrir nokkrum vikum gerði dr. Kissinger nokkrum öld- ungadeildarþingmönnum grein fyrir þvf i einkaviðræðum að bandaríska leyniþjónustan styddi keppinauta MPLA: Þjóðarsamtök fyrir fullu sjálf- stæði Angóla (UNITA) sem hefur mestallan suðurhluta Angóla á valdi sínu og þjóðlegu frelsisfylkinguna (FNLA) sem nýtur einkum stuðnings meðal Bakongo-ættflokksins í norð- austurhluta landsins, og Mo- butu hershöfðingi hefur stutt árum saman. Það er forseti Zaire sem hefur verið milli- liður um afhendingu þessa fjár, en Kissinger vinnur nú að því að fá Bandaríkjaþing til að veita honum 56 milljónir doll- ara fjárhagsstuðning vegna neyðarhjálpar. Einnig er til þess vitað, að UNITA og FNLA hafi fengið drjúgan fjárhagsstuðning frá Frökkum fyrir milligöngu Zaire. Giscard d’Estaing Frakk- landsforseti kom til Kinshasa i júlfmánuði sl. Heimildarmaður úr föruneyti hans hefur lýst yfir, að Mobutu hefði látið þau orð falla, að hann hygðist inn- lima Cabinda, og að d’Esting hafi þá samþykkt að láta Zaire í té vopn í skiptum fyrir olíu frá Cabinda. Loks má nefna Kínverja, sem hafa veitt FNLA vopn og séð um þjálfun á hermönnum hreyfingarinnar. Þeir tóku að láta að sér kveða árið 1973 að beiðni nokkurra Afríku- leiðtoga, eftir að MPLA hafði beðið umtalsverðan hnekki, eft- ir árásaraðgerðir Portúgala á austurvíglinuna og vegna inn- byrðis klofnings. Var þess farið á leit við Kínverja, að þeir veittu FNLA stuðning til að koma f veg fyrir, að Portúgalir flyttu hermenn til Mosambík, þar sem einnig geisaði styrjöld. En svo virðist sem samstarfið hjá Kínverjum og FNLA hafi ekki gengið sem skyldi, og engar vopnasendingar hafa komið frá Kína frá þvi f nóvem- ber á síðasta ári. ' Það skiptir miklu máli fyrir stjórnvöld í Pretóríu, hver aðil- inn verður ofan á i valdabar- áttunni i Angóla, þvi að þau eru uggandi um framtiðaryfirráð sín yfir Suð-Vestur Afriku eða Namibíu. Margt bendir til þess að samband sé á milli Þjóð- frelsishreyfingar Namibiu hreyfinga í Angóla. Áreiðan- legar heimildir í Angóla herma, að ástandið á yfirráðarsvæði UNITA hafi verið hörmulegt sl. sumar. Hafi matur verið af mjög skornum skammti og hver benzínlitri kostaði um 80 sterlingspund. En samkvæmt upplýsingum frá portúgalska hernum var eldsneyti sent frá Namibiu. Portúgalskur flug- maður kvaðst hafa séð ómerkta flugvél af gerðinni Herkúles C 130 á flugvelli í Carmona, aðal- bækistöðvum FNLA f sl. mánuði. Kvaðst hann hafa getað lesið einkennisstafi Suður-Afriku i gegnum nýja málningu. Og þá hafa portúgalskir hermenn séð her- gagnabfla á þessum slóðum, augljóslega frá Suður-Afríku. Stuðningur Rússa við MPLA hefur ekki verið neitt laun- ungarmál! Meðan á nýlendu- stríðinu stóð, lögðu Rússar hreyfingunni til mikið af vopn- um og öðrum gögnum, enda þótt flutningar væru ýmsum annmörkum háðir og heilu skipsfarmarnir kæmust aldrei til skila. Á þessu varð ekki ráðin bót fyrr en í mai sl., þegar FNLA sendi allt að 10 þúsund hermanna sinna inn í landið frá bækistöðvum sínum í Zaire. Þar af voru um 4.000 sendir til höfuðborgarinnar Luanda. Sovézk vopn, þar á meðal bryn- varðir bílar og 112 millimetra sprengjur, hafa verið sendar flugleiðis um Kongó- Brazzaville og vélunum lent á yfirráðasvæðum MPLA við strendur Angóla. Sænskur blaðamaður, sem nýlega átti leið um þjálfunar- búðir MPLA, hefur skýrt frá þvi, að þar hafi verið fjöldi sovézkra leiðbeinenda. Og enn- fremur er vitað að minnsta kosti 200 Kúbumenn, sumir segja 500, hafa leiðbeint MPLA. Ekki eru menn á einu máli um, hvort þeir hafi tekið þátt í bardögum, Af hálfu UNITA og FNLA hefur þvi verið lýst yfir, að þeir hafi barizt, en heimildir frá portu- galska hernum herma hins vegar, að um það séu engar beinar sannanir. Nokkur Afríkuríki hafa sent MPLA vopnabúnað, þar á meðal Mozambik og Tansania. Julius Nyerere forseti Zambiu studdi UNITA á timabili, en ákvað síðan að veita aðeins MPLA stuðning. Hins vegar hefur hann reynt að koma á samkomulagi með MPLA og UNITA. MPLA hefur borizt stuðningur frá Svíþjóð og Dan- mörku, en hingað til hefur hann aðeins Verið í mannúðar- skyni. Þeir hafa sent bækur, lyf og annað þess háttar, en ekki sprengjur eða önnur hergögn. Einingarsamtök Afríkuríkja reyndu allt, sem i þeirra valdi stóð, til að koma á samkomulagi milli frelsishreyfinganna þriggja, áður en Portúgalar veittu Angóla sjálfstæði, en allt kom fyrir ekki. Mjög litlar likur Framhald á bls. 23 Portúgalskur hermaður kveður vinkonur sfnar tvær fvrir framan landst jórahöllina f Luanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.