Morgunblaðið - 14.01.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.01.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANUAR 1976 „Þú verður að halda áiram ferðinrii” □ Þóra Jónsdóttir: Leiðin heim. Q] Almenna bókafélagið. Reykjavík 1975. Þóra Jónsdóttir fylgir að því leyti tizkunni í þessari bók sinni — eins og í Leit að tjald- stæði, að hún rímar ekki ljóðin. En Ijóðmál hennar er látlaust og yfir því hugnanlegur og al- þvðlegur blær. Og þó að ljóð hennar séu yfirleitt táknræn og oftast djúptæk meining og sárnæm tilfinning undiralda þeirra, eru myndir hennar og líkingar aldrei mengaðar tor- ræðum andhælishætti eða and- kannalegu orðfæri. Mörgum mun þó við fyrstu kynningu koma það einkenni- lega fyrir sjónir, að í fimm Ijóð- unum í þessari bók er svo óljóð- rænn hlutur sem bíllinn orðinn hjálpargagn skáldkonu til myndrænnar túlkunar aðstæð- um hennar og tilfinningum, og ég hygg, að margan reki bein- línis í rogastanz, þegar hann les Stæði í miðborginni, örstutt ljóð á blaðsíðu 12: Erfitt reynist að finna stæði í miðborginni. Árrisult fólk hefur lagt þar sínum bílum Þó eitt og eitt losni er illt að leggja við ýmsar aðstæður, því bifreiðar mega ekki snertast. Er þetta skáldskapur? Ég svara því játandi, enda lætur hið vaxandi góðskáld, Þóra Jónsdóttir, ekkert frá sér fara til storkunar og því síður af fíflsku. Varla mun og nokkur sæmilega skynbær maður neita þvi, að ljóðið Ferðabæn, sem er í sömu opnu og Stæði í miðborg- inni/ sé góður, rökvís og mynd- rænii skáldskapur, þó að það sé tiltölulega langt, er að þvi slík nýjung, að ég leyfi mér að ryðja því hér til rúms: Ég, sem held um þetta stýri, bið þig að stjórna vegferð minni. Lát mig muna til þeirra sem ferðast fótgangandi og virða allra rétt. Forða mér frá gálausum akstri annarra. Lát ljós mín lýsa án þess að blinda. Megi ég velja rétta akrein á hringtorgum og rata nýjar leiðir. Bðkmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN Gef oss grænt ljós yfir gatnamót og vísan áfangastað. I fyrri bók sinni var Þóra Jónsdóttir á ferð — í „leit að tjaldstæði.“. Seinustu ljóðlín- urnar í þeirri bók voru þessar: Skuggarnfr lengjast tjaldstæðið er ófundið og sandar framundan. Enn líkir hún lifi sínu við langferð. En hún er ekki lengur i leit að tjaldstæði. Þessi bók heitir Leiðin heím, og þá leið hefur skáldkonan fundið. Sú leið liggur ekki yfir sanda. I seinasta ljóðinu í þessari bók endar vegur skáldkonunnar undir fjalli. En hún segir: Þú verður að halda áfram ferðinni. Taka með það eitt, sem ekki þyngir, og þræða einstigið. Sagt er að útsýnið sé fagurt af brúninni. En skáldkonan hefur fundið fleira en þessa leið á þeim tveimur árum, sem liðin eru, frá því að hún sendi frá sér bókina Leit að tjaldstæði. Hún hefur fundið sjálfa sig sem góð- skáld. Ferðasnið hennar er um margt svipað og áður, en hún hefur skynjað fleira í ferðinni/ og f krafti reynslu sinnar tjáir hún hug og hjarta á djúptækari og eftirminnilegri hátt. í þess- ari bók er Ijóð, sem heitir Arshátíð, og það liggur við, að mér finnist hátíðarkeimur að því að lesa slíkt ljóð á þessum timum sýndarmennsku, daðurs og kynóra: Vegna þin er kyrtill minn grænn og blómið rautt í barmi mínum. Vegna þin skrýfði ég lokka mína og dró silfurskó á fætur mér. Vegna þin er ég drottning kvöldsins með annarlegt blik í augum og blæðandi hjarta. Vegna þin, ástin min. Að Iokum þetta snilldarlega hugsaða og formaða smáljóð móðurhjartans, sem ekki er seyrt af neinni óöld æsifiknar kvenstertimennsku: Eitt sinn fylgdi móðir syni úr hlaði og fékk honum sverð. Enn fer hann snauður að heiman fylgi ekki hugur þess, er smíðaði honum vopn með hjartanu, í fararefni. Þú ert þegar byrjuð að feta þig upp eftir einstiginu. Þóra skáldkona, og þú og Iesendur þínir munu sanna, „að útsýnið sé fagurt af brúninni." Ármann Kr. Einarsson: Á hverju ári eru gefnar út hér á landi nær hundrað barna- og unglingabækur, langflestar þeirra koma út síðustu vikurnar fyrir jól, eru hluti hins svonefnda jólabókaflóðs. Það segir sig sjálft, að ekki gefst tóm til að fjalla um í fjöl- miðlum nema lítinn hluta þessara bóka og verða þá þýddu bækurnar gjarnan útundan. Foreldrum og öðrum sem kaupa bækur handa ungu kyn- slóðinni er því oft mikill vandi á höndum. Helstu Isl. barna- bókahöfundana þekkir fólk að nokkru, en þegar röðin kemur að þýddu bókunum vandast málið. Ég ætla ekki að þessu sinni að ræða um íslenskar barna- bækur, þótt það sé vissulega knýjandi nauðsyn, sökum þess tómlætis sem þessari bókmenntagrein er sýnd. Nýjar ísl. barnabækur er hægt að telja á fingrum sér, og auk þess koma út nokkrar endurútgáfur eldri bóka. Nei, þessar hug- leiðingar mínar beinast að þýddum barnabókum. Eins og að líkum lætur eru þær í miklum meirihluta. Hverjum er sú ábyrgð lögð á herðar að velja lesefni fyrir ungu kynslóðina? Fyrst og fremst eru það útgefendurnir og þá stundum í samráði við þýðendurna. Það má segja ísLenskum bókaútgefendum til hróss, að þeir virðast gera sér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð, sem á þeim hvílir. Það er ekki einungis að allur frágangur og útlit barnabóka hefur stór- batnað á síðustu árum, heldur líka að það sem mestu máli skiptir, innihaldið. Eins og að líkindum lætur eru til margar frábærar barna- og unglingabækur í heims- bókmenntunum og árlega bætist við. Aðallega hafa ísl. útgefendur leitað fanga á Norðurlöndum, og er það ekki óeðlilegt þar sem frænd- þjóðirnar eru iíkastar okkur um atvinnuhætti, siði og menningu. Norðurlandaþjóðirnar hafa líka átt því láni að fagna að eignast nokkra öndvegishöf- unda á sviði barna- bókmenntanna, auk snillingsins heimsfræga H.C. Andersen. Nægir þar að nefna m.a. Astrid Lindgren, Tove Janson, Thorbjörn Egner, Alf Pröysen, og Robert Fisker. Þegar svipast er um á bóka- markaðinum í ár kemur í ljós að þar má finna bækur eftir þrjá framangreinda höfunda. Ég fagna útkomu þessara bóka á íslensku. Það er mikill fengur fyrir ungu kynslóðina að fá að kynnast verkum þessara höfunda, og vil ég fara um þau nokkrum orðum. Fyrst skal fræga telja, sænsku skáldkonuna Astrid Lindgren, höfund bókanna um Línu langsokk, sem öll börn elska. Astrid Lindgren er afar frjór, og hugmyndaríkur höf- undur. Hún skrifar jafnt fyrir yngri og eldri börn og unglinga, og fatast aldrei tökin á efninu. Hún er mikill húmoristi en jafnframt alvarlega þenkjandi höfundur. Henni lætur jafnvel að skrifa um hrekkjabrögð, strákapör og fíngerðustu blæ- brigði tilfinningalífsins. Lýs- ingar hennar á lífi og leikjum barna eru raunsannar og ævintýrin kostuleg. Ég kann ekki að telja upp allar bækur Astrid Lindgren, en þær eru orðnar fjölmargar og fjalla um hin ólíkustu efni. Eftir þeim hafa verið samin leikrit og gerðar kvikmyndir. Þá hafa bækur skáldkonunnar að sjálf- sögðu verið þýddar -á fjöl- rnargar þjóðtungur, enda er nafn hennar þekkt um víða veröld. Astrid Lindgren geldur þess að hún skrifar fyrir börn og unglinga, annars væri hún fyrir löngu búin að fá Nóbels- verðlaunin. Margar bækur eftir Astrid Lindgren hafa verið þýddar á íslensku, en sú sem kom út núna fyrir jólin heitir „Litli bróðir og Kalli á þakinu". Bækur Kalla munu vera þrjár, og er þetta sú fyrsta, sem kemur út á íslensku. Kalli er mikil ævintýra- persóna. Hann býr einn í pínu- litlu húsi uppi á þaki í háu fjölbýlishúsi. og húsið er falið á bak við reykháfinn. Kalli er eini drengurinn í öllum heimin- um sem getur flogið hvert sem er aleinn. Hann þarf ekki annað en styðja á hnapp á maganum, og þá fer í gang lítili hreyfill, sem hann ber á bakinu. Þá getur Kalli svifið Sigurður Gunnarsson um loftið og flogið hvert sem hann vill. Sveinn Sveinsson, kallaður Litli bróðir eignast þennan undradreng að leik- félaga. Það er rétt hægt að ímynda sér, að ævintýrin sem þeir félagar rata í eru mörg og margvísleg. Önnur þýdda barnabók framangreindra höfunda heitir „Teskeiðarkerlingin" og er eftir Alf Pröysen. Alf Pröysen er norskur höf- undur. Hann lést fyrir fáum árum. Hann er ekki einungis þekktur og dáður barnabóka- höfundur um öll Norðurlönd, heldur hafa bækur hans verið þýddar á fjölmörg önnur mál, m.a. gefnar út i Japan og Ameríku. Þá hafa sjónvarps- myndaflokkar fyrir barnatíma verið gerðir eftir bókum hans. Þá má geta þess að Alf Pröysen var góður söngvari og ljóðskáld. Frægustu bækur Alf Pröysen munu vera sögurnar um „Teskeiðarkerlinguna'*. Bæk- urnar eru fjórar og er þetta önnur bókin, sem kemur út á íslensku. Eins og nafnið bendir til er þetta ævintýri. Kerlingin, sem er aðalpersónan verður alltaf öðru hverju eins lítil og teskeið. Þriðji höfundurinn er danskur, Robert Fisker, og bók hans heitir „Branda litla og villikettirnir." Robert Fisker er mikilvirkur, virtur og vinsæll höfundur I heimalandi sfnu, og hafa bækur hans komið út i stórum upplögum og mörgum útgáfum. Um árabil hefur Robert Fisker verið mest lesni höfundurinn í Danmörku. Auk Norðurlandamálanna hafa bækur hans verið gefnar út á ensku, frönsku og fleiri málum. Robert Fisker er kennari, en hefur lagt kennslustörfin á hilluna og helgar sig nú ein- göngu ritstörfum. „Branda litla og villi- kettirnir" er þriðja bókin, sem kemur út eftir Robert Fisker á íslensku. Hann er mjög afkasta- mikill höfundur og hefur skrif- að fjölda barnabóka um hin margvíslegustu efni. En einna frægastur er Robert Fisker fyr- ir dýrasögur sínar. í þeim lýsir hann af hlýju og næmum skilningi hátterni og atferli þessara mállausu vina okkar, sem þó mega svo oft þola hörku og skilningsleysi. Það þarf naumast að taka það fram að þessar framangreindu bækur eru fallega mynd- skreyttar og allur hinn ytri búnaður þeirra eins og best verður á kosið. Þá er komið að slðasta atriðinu og ekki því veigaminnsta. Hvernig hefur tekist til með þýðingu nefndra bóka? Ég ætla að bíða með að svara þeirri spurningu þar til síðar í þessari grein. Utgefendum er stundum leg- ið á hálsi fyrir að vanda ekki nóg til þýðinganna á útgáfubók- um sínum. Því miður er þessi gagnrýni oft á rökum reist. For- kastanlegt er þegar útgefendur láta ekki getið nafns þýðenda á bókum sínum, en slíkt vill enn brenna við, og ber vott um virðingarleysi við lesendur, já, og virðingarleysi við sitt eigið fyrirtæki. En kannski hafa út- gefendur nokkra afsökun. Það er nefnilega býsna erfitt að fá góða þýðendur, a.m.k. fyrir þau lágu laun, sem I boði eru. Þó hefur á síðustu árum dálítið rofað til I þessu efni. Nokkrir góðir þýðendur, úr röðum ungs menntafólks, hafa komið fram á sjónarsviðið, og skilað vanda- sömu verki með ágætum. Þegar skyggnst er nokkra áratugi aftur I tímann, kemur nafn Freysteins Gunnarssonar fyrst fram í hugann. Freysteinn er fyrir löngu þjóðkunnur fyrir frábærar þýðingar sfnar, og er hann jafnvfgur á bæði bundið mál og laust. Freysteinn er mik- ilvirkur þýðandi. Það eru ekki fá snilldarverkin, sem hann hefur fært æskulýð þessa lands, já, þjóðinni allri með þýðingum sfnum, og«r þar t.d. skemmst að minnast Nonna- bókanna. Ekki veit ég til þess, að Freysteinn hafi nokkurn tíma hlotið opinberá viður- kenningu fyrir.hið mikilvæga og merka menningarstarf sitt. Það er ekki vansalaust að það dragist lengur. Vonandi tekur menntamálaráðherra og hið háa alþingi þetta til athugunar. Ég hef um áratuga skeið fylgst nokkuð með starfi annars þýðanda, Sigurðar Gunnarsson- ar fyrrv. skólastjóra. Hann hefur einnig verið mjög mikil- virkur og er löngu þjóðkunnur fyrir þýðingar sínar. Þessu greinarkorni er m.a. ætlað að vekja athygli á og geta að nokkru helstu þýðinga hans. Fyrstu bókina þýðir Sigurður úr ensku eftir skáldkonuna En- id Blyton. Bókin heitir „Sveitin heillar“, kom út 1947 og hefur verið lesin I barnatíma útvarps- ins. Þá má nefna að Sigurður þýðir hinar frægu sögur „Robinson Krusó“ eftir Daniel Defoe, og „Börnin f Nýskógum“ eftir F. Marryat. En aðallega þýðir Sigurður úr Norðurlandamálunum, sænsku, dönsku og norsku. Meðal þýðinga hans úr sænsku má nefna bók um „Línu lang sokk“ eftir Astrid Lindgren. Ur dönsku „Börnin við ströndina" og fleiri bækur eftir hinn þekkta höfund A. Chr. Wester- gaard, „Ivik bjarndýrsbani“ eftir Pipaluk Freuehen, og „Pési pjakkur og Branda litia“ (2 bækur) eftir vinsælasta barnabókahöfund dana I dag, Robert Fisker. Langflestar þýðingar Sigurð- ar eru þó úr norsku. Alls mun hann hafa þýtt nokkuð á fimmta tug bóka eftir fjórtán norska höfunda, og skulu hér aðeins nokkrir taldir: Halvor Floden („Tataratelpan" og „Börnin í Fögruhlíð") Gunnvor Fossum: („Stellubækurnar“ o.fl.) Evi Bögenes: „Jóladans- Ieikurinn“ o.fl.) Bernhard Stokke: (,,Bjarnarkló“ o.fl.) Babbis F. Bástad: („Stína" og „Takið ekki Bangsa“) Synnöve Framhald á bls. 12 Þýddar barnabókmenntir Framlag Sigurðar Gunnarssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.