Morgunblaðið - 30.03.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.03.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1976. 3 Mörg göt komu á bakborðshlið Diomede frá stefni aftur fyrir brú. Stærst er þó gatið rótt aftan við einkennisstarfina F- 16, en það er 8 metra langt og yfir 1 metri á hæð. Út um það sáu skipsmenn á Baldri hvar skápur dátt f sjóinn, og fleira drasl fyigdi á eftir. Ljósm: Jón P. Asgeirsson. dán, „aó okkur. skipverjum á Baldri stóð ekki á sama meðan á þessum látum stóð. Maður gat átt von á öllu, og aldrei fyrr i þessu þorskastriði höfum við orðið svona skelkaðir. Þetta var í sjötta sinn, sem Diomede siglir á Baldur, og í þetta sinn gerðum við hana óvígfæra eins og Yarmouth fyrir skömmu. Ur þessu getum við skrifað nöfn þeirra freigátna framan á brúna hjá okkur, sem við höfum sent heim, en þær eru Yarmouth og núnaDiomede." Að sögn Hálfdáns eru skemmdirnar á Baldri nokkuð miklar, m.a. lagðist kinnungur skipsins inn á nokkurra metra kafla við skipskranann og við það gengu bandastyttur niður og mynduðust smágöt meðfram þeim. Þá komu smágöt á ibúð skipstjóra er styttur sem halda uppi brúarvæng gengu þar niður. Eiginkonur og unnustur 9 skipverja á Baldri héldu til Seyðisfjarðar á sunnudag. Flugu þær með flugvél Flug- félags Islands til Egilsstaða. Þeir Hálfdán Henrysson og Höskuldur Skarphéðinsson skipherra héldu til móts við konurnar á laugardag. Fengu þeir tvo jeppa til fararinnar. Sjálfir voru þeir i öðrum jepp- anum, sem var af Land Rover gerð og þegar þeir voru á leið yfir Fjarðarheiði valt jeppinn, sem þeir voru í, en engin slys urðu á mönnum. „Það má segja að okkur hafi brugðið hvað mest þegar jeppinn valt,“ sagði Hálfdán. Norski sendiherrann i London, sem nú annast mál ís- lands í Bretlandi mótmælti í gær harkalegum aðförum frei- gátnanna að Baldri. Kom hann tilkynningu þess efnis til brezka utanríkisráðuneytisins. Þá sendi franski sendiherr- ann í Reykjavík mótmæli Breta til utanríkisráðuneytisins í gærmorgun, en sem kunnugt er Framhald á bls. 39 Freigátan Diomede laskaðist mikið er hún sigldi á varðskip- ið Baldur á Vopnafirði eftir hádegi á laugardag. Freigátan gerði 27 ásiglingartilraunir á varðskipið og heppnuðust þrjár þeirra. I síðustu ásiglingunni laskaðist freigátan það mikið, að hún varð að halda heim á leið. Eftir áreksturinn kom freigátan Galatea á vettvang og beindi hún byssum og eldflaug- um að Baldri og hótaði skip- herra freigátunnar, að nota vopnin ef Baidursmenn „hættu ekki áreitni við freigáturnar". Þegar atburðinn átti sér stað var Baldur á leið að brezkum togurum á Vopnaf jarðar- grunni, um 52 sjómilur austur af Langanesi. Eftir áreksturinn hélt Baldur til Sevðisfjarðar, þar sem gert var við skemmdir skipsins. Fór varðskipið til gæzlustarfa f gærkvöldi. „Við vorum að nálgast togara- hóp á Vopnafjarðargrunni eftir hádegi á laugardag, þegar frei- gátan Diomede kom að okkur,“ sagði Hálfdán Henrysson 1. stýrimaður á Baldri í samtali við Morgunblaðið i gær.“ Þegar við nálguðumst hópinn fór frei- gátan að reyna að ýta okkur í burtu og reyndi hvað eftir annað að sigla á varðskipið. í átjándu tilraun tókst freigát- unni að sigla á bakborðsbrúar- væng Baldurs og við það lagðist brúarvængurinn inn og gat kom á skipstjóraíbúð. I þessum árekstri dældaðist freigátan lítillega." Freigátan reyndi nú aftur að sigla á Baldur og tókst það tvisvar sinnum, auk þess sem dráttarbáturinn Lloydsman reyndi að hjálpa til, en án árangurs. „I tuttugustu og sjöundu til- rauninni, virtist yfirmaður frei- gátunnar algjörlega missa stjórn á sér og lét skip sitt bók- staflega fará á fullri ferð á Baldur. Hann lenti þá mjög aftarlega á Baldri á stjórn- borðshornið að aftan. Við það rifnaði freigátan á bakborðs- hlið á mótum milliþilfara. Þar rifnuðu stálplöturnar og ein átta bönd hrukku í sundur, en þetta er á u.þ.b. 8 metra kafla. Við sáum þegar rifan kom á herskipið og það var stórfeng- leg sjón að sjá eldglæringarnar standa í allar áttir. Þegar gatið kom á freigátuna sáum við m.a. skáp og alls konar drasl detta út um gatið. Þá fór mikill sjó inn um gatið er freigátan valt.“ Eftir þetta hætti freigátan ásiglingartilraunum, en fylgdi Baldri nær togurunum, sem þá voru búnir að hífa. Hafði hún þá kallað á Galateu sér til hjálpar og kom hún nú öslandi og kallaði til Höskuldar Skarp- héðinssonar, skipherra Baldurs „að svona ásiglingartilraunir yrði svarað á viðeigandi hátt og á þann hátt sem þeir teldu áhrifarikastan.“ Kvað Hálfdán nú freigátuna hafa komið öslandi og menn verið við loftvarnavélbyssur, sem eru með 40 mm hlaup og við eldflaugapalla, en eldflaug- arnar eru af svonefndri IKARA-gerð. Allir er voru á dekki voru í stökkum, klæddum asbesti. „Þegar hér var komið og byssunum var beint að okkur, var snúið við til lands. Lloyds- man nálgaðist okkur nú á ný og átti hann að sigla á okkur á meðan freigátan tefði fyrir för okkar. Þá kom freigátan Junó á vettvang og reyndi einnig að hefta för Baldurs. Þurftum við að fara í sifelldum krákustig- um, en eftir tæplega tveggja tíma siglingu komum við inn- fyrir 12 mílna mörkin og þar stönzuðu brezku skipin," sagði Hálfdán. „En Seyðfirðingar eru orðnir snillingar að gera við varðskip- in og komumst við því væntan- lega út í kvöld.“ „Ég verð að játa,“ sagði Hálf- Þessi mynd sýnir vel hvar kinn- ungur Baldurs hefur lagst inn á kafla á móts við skipskranann. Baldur hefur sent 2 freigátur 1 slipp Hélt á miðin 1 gærkvöldi i ÓDÝRU SPÁNARFERÐIRNAR Costa Blanca. Benidorm, hlýjasta Spánarströndin Fjölskylduafslættir, islenzk hjúkrunarkona og barnfóstra. Páskaferðin 9. apríl. 1 7 daga ferð, aðeins 6 virkir dagar, nokkur sæti laus. Næsta ferð 25. apríl. 18 daga ferð Ein vinsælasta íslenska hljómsveitin, Haukar, leikur á ýmsum hótelum Costa Blanca i þessari ferð. Aðalstræti 9 Reykjavík simar: 28133— 11255

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.