Morgunblaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.04.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRIL 1976 7 í DAG er fyrsti sunnudagur eftir páska og upprisan er enn á dagskrá. Páskaboð- skapurinn er enn að breiðast út og menn að átta sig á honum, meðtaka i sálir sínar kjarnaatriði hans. En hver eru þau? Hver er páskaboð- skapurinn í hnotskurn? Staðreyndin, sem læri- sveinarnir urðu vitni að, er þeir sannfærðust um upprisu Jesú, að hún var raunveru- leiki, hún fullvissaði þá i fyrsta lagi um það, að Jesús frá Nasaret var Drottinn. Hún var þeim sönnun þess, að hann var sá, sem hann sagðist vera, þ.e. Messías eða Kristur. Péturtalarum það sinn eftir sinn, að vegna upprisunnar sé Jesús kröft- uglega auglýstur að vera bæði Drottinn og Kristur. Hann er sá Drottinn, sem á allt vald á himni og jörðu. Hann er Kristur, hann er hinn smurði, Guðssonurinn sem spáð var, að ætti að koma í heiminn. Öflin, sem börðust á móti honum og fengu hann dæmdan og krossfestan, þau voru þess eðlis, að við hljót- um að telja þau ill. Á föstu- daginn langa virtist lærisvein unum sem þau hefðu unnið sigur. Þess vegna fannst þeim allt úti, allt tapað. En á páskadag var það Ijóst, að hin illu öfl höfðu beðið ósig- ur. Kristur var sigurvegarinn í þessari baráttu. Hann var fulltrúi kærleikans og i upp- risunni hafði hann slitiðaf sér öll hin illu bönd, um leið og hann braut fjötur dauð- ans. Það er staðreynd númer tvö. Þessir hlutir samtvinnast. Kristur vinnur sigur á hinum illu öflum og sannar um leið, að hann er sonur hins hæsta. í þriðja lagi verður upprisa Krists fylgjendum hans opin- berun allssherjarlögmáls. Eins og Guð hefur upp vakið Drottin, svo mun hann oss upp vekja fyrir sinn kraft. Eins lengi og saga manns- ins er þekkt, er hann talinn hafa haft hugboð, mismun- andi sterkt að vísu, um ann- að líf að jarðvist lokinni. Vís- indamenn telja það gjarnan aðgreina manninn frá dýrun- um, þegar hann er farinn að grafa látna félaga sína. Hann leggur þá einnig í gröf með þeim ýmsa gagnlega hluti, sem eru til þess hugsaðir að nýtast honum í nýjum heimi. Þetta eru glögg merki hug- mynda um annað líf. Ciceró, hinn forni mælsku- snillingur, mælti eitt sinn: ,,Ég get ekki lýst því, en það er eins og einhver fyrirboði i hugum manna um aðra til- vist í framtíðinni. Og þetta er rótgrónast og augljósast hjá þeim, sem eiga mesta snilli og sálargöfgi til að bera." Enginn hefur haft meiri snilli eða sálargöfgi til að bera en Jesúsfrá Nasaret. Það kom Upprisu- vissan líka í hans hlut að leiða þetta í Ijós, að mannssálin lifir lík- amsdauðann Hann færði fyrir því trúarlega sönnun. Ciceró sagði um sálin: ,,Hvað sem þetta er, þetta sem hugsar, skilur, vill og framkvæmir, þá er það himn- eskt og guðlegt, og þess vegna hlýtur það óhjákvæmi- lega að vera eilíft." Cíceró dó 43 árum fyrir Krists burð Samt hugsaði hann svona. Hugsun hans sýnir sterka þrá fornaldarinnar eftir ódauð- leikavissunni. Kristur kom með hana, gerði hana að almenningseign meðal fylgj- enda sinna. Páskaboðskapurinn i hnot- skurn greinist því í þrjá þætti: Kristur er Drottinn, Guðs son- ur. Kærleikurinn er sterkari en hin illu öfl. Maðurinn á eilífa sál. Ihugum þetta örlitið nánar. Orðið drottinn táknar þann sem drottnar, ræður. Pásk- arnir eru þvi áminning til okkar um að við eigum að hlýða orðum hans. Það er ekki nóg að heyra Guðs orð, við þurfum líka að varðveita það. Við höndlum ekki ham- ingjuna nema við lútum Kristi sem Drottni okkar. Kærleiksboðskapur hans, út- færður i daglegu lífi manns- ins, er grundvöllur hamingju þess. Við upplifum oft þærað- stæður mannlegs lífs, þar sem óréttlæti og önnur ill öfl virðast hafa sigrað. En pásk- arnir mótmæla kröftuglega, að slikt geti verið endanlegt. Lífinu er ekki lokið, segja þeir. Það á sína upprisu, og á nýju lifssviði munu kærleikur og réttlæti öðlast sína fyll- ingu í þriðja lagi skapar eilífðar- eðli mannssálarinnar sterkt siðferðilegt aðhald Fram- haldslífið hlýtur að bera merki jarðlífsins á einhvern hátt. Jarðlífinu hljótum við að lifa með eilífðina i huga, gleymandi þó ekki kærleika Krists og fyrirgefningu, sem lofuð er hverjum þeim, sem mætir honum í iðrun og við- urkennir smæð sina og ófull- komleik. Vildum við vera án ein- hvers af þessu? Ég held ekki. Ég hygg, að hver einast mað- ur telji sig andlega sterkari að eiga þetta vist. Og ef þú átt það víst, ef þú átt einlæga og sterka trú, lofaðu Guð þá fyrir það. Ef þú átt ekki þessa trú, gefstu þá samt ekki upp i leit þinni að henni, þvi hún er það dýrmætasta, sem lifið geymir. Og ef ég gæti orðið þér að einhverju liði í leit þinni, þá þætti mérvænt um það. Guð blessi þig lesandi minn, og gefi þér hina gleði- ríku sigurvissu upprisunnar. ------------ HJÓLHÚSA TJÖLD ★ NOTIÐ FORTJÖLD Á HJÓLHÚSIN ★ TVÖFALDIÐ FLA TARMÁLIÐ ★ PANTIÐ TÍMANLEGA FYR/R SUMARIÐ E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGOTU 1 —3, JHAFNARFIRÐI — SÍMI 51919 Garðrósir Sa!a á rósastilkum er byrjuð. Gróðrastöðin Birkihlíð, Nýbýlaveg 7, Kópavogi. Nú bjóðum við enn nýja þjónustu Garðavinna Tökum að okkur skipu- lagningu og vinnu skrúðgarða og lóða fyrir einstaklinga og stofn- anir. Látið fagmenn vinna verkið b\ lém oycnll Gróðurhúsiö v/Sigtun simi 36770 skrúðgarðadeild. Hjólhýsi 76 Cavalier hjolhysi fyrirliggjandi Monza hjólhýsi sýnishorn á lager Jet hjólhýsi fyrirliggjandi Camptourist tjaldvagnar sýnishorn á lager Steury Amerískir tjaldvangar sýnishorn á lager A-Line sumarhús væntanleg næstu daga Hjólhýsa búnaður Eftirtalinn búnaðurer til á lager: Festingar (skrúfteinn, vir, strekkjari) Tröppur Kúlur 50 mm Innstungur og tenglar Tvöföld klósett Gaskassar úracryl framan á hjólhýsi Tjöld á hjólhýsi Gísli Jónsson & co h.f., Sundaborg — Klettagarðar 11 Simi 86644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.