Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.05.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAl 1976 7 Lesandi minn, Ætlar þú í kirkju á sunnudaginn kemur? Þegar ég spyr þig slíkrar spurningar, reikna ég með að þú spyrjir á móti: Hvers vegna á sunnudaginn kemur? Er hann eitthvaðfrá- brugðinn öðrum messudög- um? Já, svara ég. Það á að biðja fyrir farsælli lausn land- helgismálsins, og hvort tveggja er, að einlæg bæn sameinaðrar þjóðar mun þar áreiðanlega verða til mikils góðs, og svo er hitt, að slík sameiginleg gjörð af okkar hendi mun örugglega efla þjóðareiningu okkarog slíks er alltaf þörf. Sunnudagurinn næsti, sá fimmti eftir páska. er nefndur hinn almenni bænadagur Þjóðkirkjunnar. Undanfarna áratugi hefur það verið venja hér, að biskup landsins velji þessum degi bænarefni, eitt- hvert það málefni, sem eðli- legt er, að íslendingar sam- einist um i bæn eða þakkar- gjörð. í ár hefur biskupinn óskað eftir því að sérstaklega verði beðið fyrir „giftu og góðum lyktum f landhelgismál- inu." í bréfi um þetta bend- ir biskup á, að það er þakkarefni, sem ekki verður metið, að slys hafa ekki orðið á mönnum í átökun- um á miðunum. Það skal þakkað og um það beðið, að sama vernd verði áfram yfir þeim, sem gegna hættustörfum við löggæslu á sjónum umhverfis ísland. Biskup hvetureinnig til þess að hinum erlendu mönnum verði eigi gleymt, þeim er við eigum í höggi við, að Guð forði því að slys eða liftjón verði meðal þeirra, atburðir sem andstæðingar okkar gætu sakað okkur um að bera ábyrgð á. Og við íslendingar erum einnig hvattir til að biðja um vits- muni og hófstillingu i sókn- inni á hendur því lifi í sjón- um, sem efnahagsleg tilvera okkar byggist á. Lokaorð biskups eru: „Biðjum þess, að réttsýni sigri i þessari deilu og að vér megum sem fyrst og alla tima lifa i friði við allar þjóðir, óhultir fyrir yfirgangi annarra og i sáttum við eigin samvisku." Ég hygg, að íslendingum hafi aldrei verið fengið í hendur bænarefni, sem sterklegar hafi talað til til- finninga þeirra og þjóðernis- kenndar. Og ég fæ ekki að því gert, að mér finnst þetta mðl okkur svo brýnt, að hér geti enginn, sem alvaríega hugsar um þetta mál, skorist úr leik. — Ef Askorun vegna landhelgis- málsins okkur tekst að skapa virki- lega þjóðareiningu á sunnu- daginn kemur, þá verður það sterkara út á við og gagnvart Bretum en nokkur mótmæli eða stjórnmálaslit. Þá vita þeir, að þeir eiga í höggi við sameinaða þjóð, sem ver málstað sem er henni jafn- helgur og sá andlegi grund- völlur sem trúarlíf hennar byggist á Og þannig hugs- andi þjóð fær enginn sigrað. Ég hef oft undrast það og rætt það af prédikunarstóli, að stjórnmálamenn okkar skuli ekki nýta betur þann mátt sem í trúnni felst. Allir vita, að einlægri bæn fylgir máttur. Það er staðreynd sem ekki verður neitað. Öll trúarbrögð hafa notað bæn- ina sem raunverulegt afl til lausnar vandamálum og stuðnings i erfiðleikum. Þetta er gert, af því að þetta eru hlutir, sem staðist hafa próf reynslunnar. Það væri nú geysilega mikils virði ef forystumenn þjóðarinnar, framámenn i stjórnmálum, landhelgis- gæslu málefnum bæja og sveita, já, ef forvígismenn okkar á sem flestum sviðum tækju nú höndum saman, leiddu þjóðina á göngu hennar í Guðshúsin á bæna- degi og sameinuðust henni þar í einlægri bæn fyrir lífs- hagsmunum hennar. Ég er sannfærður um að ég mæli fyrir munn margra, er ég ber fram áskorun til þeirra um þetta. Slíkt á ekki að vera einka- mál presta og tiltölulega fárra trúfastra kirkjugesta Þeir gera það reglulega um þessar mundir, en nú skortir okkur þjóðareiningu um þessi mál, og henni náum við best með því að þeir, sem til forystu hafa verið valdir á hinu veraldlega sviði, finni að þeir eiga einnig skyldum að gegna á hinu andlega sviði og sinni nú því kalli, sem þaðan kemur. Ég á bágt með að trúa öðru en að nú reyni mjög á andlegt þrek forystumanna þjóðarinnar. Landhelgismálið erekki eina vandamálið Þau eru mörg í dag, og þjóðarfor- ystan leysir þau ekki nema með stuðningi okkar hinna. Þess vegna þurfum við að sameinast, og til þess gefst áreiðanlega enginn vett- vangur betri en hinn trúarlegi. í trú og tilbeiðslu erum við allir við uppsprettu hins andlega styrks, sem við erum alltaf i þörf fyrir en þá helst er mest á reynir. Þess vegna eigum við að taka höndum saman til bænar á sunnudaginn kemur, 23. mai, og láta þá reynslu, sem ég er viss um, að slíkur dagur getur skapað ef vel er að honum staðið, leiða okkur til áframhaldandi samstöðu á þessum sama vettvangi. SERTILBOÐ LITAVER — LITAVER GOLFTEPPI Veggfóður — Málning Lítið við í Litaveri því það hefur ávallt allt borgað sig. XT Hreyfilshúsinu við Grensásveg LITAVER — LITAVER — SERTILBOÐ Gjafavörur frá • • » KUNIGUND STEINLEIR framleiddur af Helga Björgvinssyni. KERTASTJAKAR frá Boström. KERTI í stórglæsilegu úrvali á hagstæðu verði Verið velkomin í NUNIGUND Hafnarstræti 11, Sími13469 1 Breyttur afgreiðslutími SKRIFSTOFA OKKAR OG VÖRUAFGREIÐSLA VERÐUR OPIN SEM HÉR SEGIR FRÁ OG MEÐ MÁNUDEGINUM 17. MAÍ TIL FÖSTUDAGS- INS 27. ÁGÚST: MÁNUDAGUR TIL FÖSTUDAGS KL 8 00—12.30 OG 13 00—16 00. ROLF JOHANSEN& CO • LAUGAVEGI 178. Hjólhýsi 76 Cavalier hjólhýsi fyrirliggjandi Monza hjólhýsi sýnishorn á lager Jet hjólhýsi fyrirliggjandi Camptourist tjaldvagnar sýnishorn á lager Steury Ameriskir tjaldvangar sýnishorn á lager A-Line sumarhús væntanleg næstu daga Hjólhýsa búnaður Eftirtalinn búnaður er til á lager: Festingar (skrúfteinn, vír, strekkjari) Tröppur Kúlur 50 mm Innstungur og tenglar Tvöföld klósett Gaskassar úr acryl framan á hjólhýsi Tjöld á hjólhýsi Gísli Jónsson & co h.f., Sundaborg — Klettagarðar 11 Sími 86644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.