Morgunblaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JULl 1976 21 Kenndí sjálfri sér íslenzku Sigrtður Einarsdóttir Laxdal HÉR á landi er nú stödd Sigríður Einarsdóttir Laxdal og er það í fyrsta skipti sem hún kemur til íslands þótt hún sé alíslenzk. Sigríður hefur alið allan aldur sinn í Bandaríkjunum en hún er fædd 1903. Foreldrar hennar voru Einar Magnússon f. í Reykjavík og Margrét Sigurðardóttir frá Garðbæ. Maður Sigríðar Laxdal var Daníel Jónasson og voru foreldrar hans búsett í Bandaríkjunum, en Daníel var frá Laxardal á Skógarströnd. Þau hétu Jónas Jóhannesson og Guðríður Daníelsdóttir og tóku sér eftirnafnið Laxdal þegar þau fjuttust til Bandaríkjanna. Sigríður er hér á ferð ásamt syni sínum og tengdadóttur og tveim börnum þeirra og litu Morgunblaðsmenn við hjá þeim nú í vikunni og ræddu við Sigríði: „Við hjónin erum bæði fædd i Blaine i Washingtonfylki og búsett i Bellingham. Við höfum aldrei komjð til íslands og var ég farin að hlakka mjög til þessarar ferðar, en maðurinn minn hefur verið sjúklingur og lézt hann fyrir ári. Ég talaði alltaf islenzku við foreldra mína en smám saman gleymdi ég henni þegar ég talaði hana minna, en nú hef ég lært hana aftur. Ég lærði hana mest sjálf en ég get ekki skrifað hana neitt að ráði. Við erum eiginlega komin hingað til að hitta eitthvað af ættingjum okkar en við vitum ekki hvar við getum náð til þeirra. Sonur minn og fjölskylda hans ætla að ferðast svolítið um landið og við ætlum saman austur fyrir fjall. Annars er ég ekki dulglega að ferðast nú orðið. Síðan er ráðgert að við höldum áfram og förum til Danmerkur og Svíþjóðar og víðar um Evrópu." Ekki var hægt að finna það á máli Sigríðar að hún hefði aldrei til íslands komið, að vísu vantaði hana orð og orð og ekki var laust við hreim í framburðinum, en það er engin furða þegar það er haft í huga að hún er nú i fyrsta skipti á íslandi. ,,Já, ég vonast til að geta náð tali af ættingjum minum og mannsins míns og ef einhver þeirra skyldi frétta af okkur þá er hægt að fá upplýsingar um okkur hér á Hótel Holt. En sonur minn og fjölskylda hans fara eins og ég sagði áðan i smáferðalag út á land og ætla þau meðal annars að reyna að komast vestur á Snæfellsnes, á Skógarströndina þar sem foreldrar mannsins mins ojuggu. Tengdadóttir mín og ég höfum mikinn áhuga á blómum og við ætlum að skoða nokkuð plöntulif í íslenzkri náttúru og maðurinn minn hafði einnig mikinn áhuga á blómum. Hann.var i 45 ár hjá Great Northern Railroad. Við fórum i mörg ár reglulega i heimsókn á elliheimili i Blaine, sem heitir Stafholt og þar spilaði hann við mennina og hugaði að blómunum meðan ég sinnti ýmsum erindum fyrir gamla fólkið." Vann Mazda í happdrætti VINNINGUR i happdrætti Blindrafélagsins, sem er bifreið af tegundinni Mazda Coupé 818 árgerð 1976 hefur verið sóttur. Kom hann á miða nr. 28883 og er eigandi miðans Heiðar M. Vil- hjálmsson, Seljabraut 40, Reykja- vík. Sjálfstæðis- knall í Stykkishólmi Stykkishólmi. 20. júlf. HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna á Snæfellsnesi var haldið s.l. laugardag í hinu glæsilega félags- heimíli f Stykkishólmi. Ræðu- menn voru Matthfas Á. Mathiesen f jármálaráðherra og Jón Árnason alþingismaður, sem ræddu við- horf f stjórnmálum f dag. Skemmtiatriði voru fjölbreytt og mjög vönduð. Hæst bar þar söngvarana Kristin Hallsson og Magnús Jónsson, sem sungu þarna af sinni alkunnu snilld bæði einsöng og tvísöng. Þá var Jörundur með gamanþætti, sem tókust mjög vei og mér sýnist Jörundur vera i sókn. Hljómsveit- in Næturgalar lék undir söng þeirra félaga og tók einnig nokk- ur lög, en sfðan léku þeir fyrir dansi um kvöldið. — Fréttaritari. Afhenti trúnaðarbréf í Póllandi HINN 17. júlf sl. afhenti Arni Tryggvason Henryk Jablonski, forseta rfkisráðs alþýðulýðveldis- ins Póllands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands f Pól- landi. Þorvaldur Guðmundsson for- seti Norrænna veitingahúsa A SÍÐASTA ársþingi Nordisk Hotel- og Restaurantforbund var Þorvaldur Guðmundsson forstjóri kjörinn forseti norræna sam- bandsins fyrir starfstfmabilið 1976/1977. Á ársþinginu, sem að þessu sinni var haldið dagana 14.—16. júnf í Helsingfors, mættu sem fulltrúar Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda, auk Þorvalds, þau Erling Aspelund hótelstjóri og Hólmfrlður Árnadóttir, frkvstj. S.V.G. A ársþinginu voru rædd og af- greidd margháttuð málefni, sem snerta hagsmuni veitinga- og gistihúsa á Norðurlöndunum, svo og þjónusta við ferðamenn. Meðal mála sem þannig voru afgreidd var áskorun til norður- landaráðs um að það beitti sér fyrir þvi að reglur um leiguflug á milli Norðurlanda yrðu gerðar frjálsari og þannig stuðlað að auknum f.élagslegum tengslum á milli norðurlandabúa. Ennfremur var mælt gegn flokkun gistihúsa á norðurlönd- um, skv. þeim reglum, sem nú eru til umræðu f nefnd þeirri, sem starfar á milli þinga norðurlanda- ráðs. Þá var rædd nauðsyn þess að samræma menntunarkröfur fag- fólks f stéttum matreiðslu- og framreiðslumanna á Norðurlönd- um, afstaða vinnuveitenda til starfskjara og samræming á því sviði o.fl. I fundarlok fór fram kjör for- seta norræna sambandsins næsta starfstímabil, og var Þorvaldur Guðmundsson kjörinn forseti. Aðalskrifstofa sambandsins hefur nú aðsetur í Oslo og er aðalritari N.H.R.F. Kjell B. Einar- sen, sem jafnframt er fram- kvæmdarstjóri fyrir samband norskra veitinga- og gistihúsaeig- enda. Næsta ársþing Nordisk Hotel- og Restaurantforbund er ráógert að halda á islandi 13.—15. júní 1977. R. Goodwin aðalframkvæmdarstjóri Johns-Manville Corp. I U.S.A. afhendir Vésteini Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Kísiliðjunnar h.f. viðurkenningu fyrir góðan árangur I starfi, hvað varðar lága slysatíðni meðal starfsmanna. Ljósm. Mbl. Spb. U Já, það er staðreynd að nú er rauða rósin ekki lengur grá — hún er eðlilega rauð í PHILIPS litsjónvarpstækjum. Pau sýna þér eðlilegustu litina. Heimilistæki sf. býður þér fullkomna þjónustu og sérþjálfaða viðgerðarmenn. PHILIPS kann tökin á tækninni- heimilistæki sf Sætúni 8 — Hafnarstræti 3 tÆmnfýrið um rauðu rósina PHILIPS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.