Morgunblaðið - 23.07.1976, Page 18

Morgunblaðið - 23.07.1976, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JULI 1976 sína ÞEIR á Ölympíuleikunum höfðu sjaldan séð þvllíka fUUkomnun. Þótt ung væri að árum virtist hún alls öfeimin og var nánast eins og drottning á alþjóðiegum blaða- mannafundi, þar sem hún sat, fyrir svörum. En þegar kom að verðlaunaafhendingunni var hún samt aftur orðin ósköp lftill telpuhnokki og ósköp mennsk. Hin ótrúlegu afrek hennar voru þegar komin f verðlaunaskrárnar og við hlið hennar stóðu Sovét- stúlkurnar, sem hún hafði sigrað og um háls hennar hékk gullpen- ingurinn, sem hún hafði unnið til á svo glæsilegan hátt. Þá sneri hún sér þangað sem verið var að draga rúmenska fánann að húni. Og f augsýn 1000 milljón sjón- varpsáhorfenda og á þvf augna- bliki, sem þúsundir fréttamanna voru þegar byrjaðir að hylla hana sem drottningu Ólympfuleikanna — þá brauzt litla telpan upp á yfirborðið hjá Nadiu litlu þrátt fyrir alla þjálfunina. Hún stein- gleymdi sér og gerði það sem tán- ingar um allan heim gera þegar þá klæjar í nebbagreyðið. Hún gretti sig ferlega þarna uppi á verðlaunapallinum. Og telpan brauzt lfka fram þegar Nadia mætti í sjónvarpsviðtali um kvöldið, með brúðuna sfna með- ferðis. Þannig er hinni nýju alheims- stjörnu Nadiu Comaneci lýst eftir að hún hafði unnið gullið í fim- leikakeppni Ólympíuleikanna í fyrrakvöld með miklum yfirburð- um. Fimleikahöllin var troðfull, hundruð milljóna jarðarbúa fylgdust með keppninni í beinni útsendingu og allir voru orðlausir sinn. Aðspurð sagði Nadia, að það hefði glatt hanan mjög þegar Turischeva kyssti hana á meðan verðlaunaafhendingin stóð. „Þetta var fallega gert hjá henni,“ sagði Nadia. Þegar Nadia var 12 ára gömul sögðu þjálfarar hennar að hún yrði sú bezta í heiminum eftir 4—5 ár. En framfarirnar voru skjótari en þjálfararnir höfðu ætl- að. í fyrra, þegar Nadia var 13 ára, sigraði hún öllum á óvart á Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Noregi. Það var búist við henni góðri á Ólympiuleikunum, það góðri að hún ætti möguleika á verðlaunum. En enginn bjóst við því að hún yrði svona góð, nánast fullkomin. Fyrsta keppnisdaginn fékk húri 10 fyrir eina grein og hafði það aldrei fyrr gerst á Ólympíuleikum að kona næði hæstu einkunn. Og sigurgangan hefur haldið áfram og fjórum sinnum hefur einkunnin 10 staðið á ljósatöflunni þegar Nadia hefur lokið við æfinguna. Á ferli sínum hefur Nadia alls fengið 23. sinn- um einkunnina 10 í fimleika- keppni. í keppninni í fjölþrautunum í fyrrakvöld náði Nadia tvívegis einkunninni 10, fyrir æfingar á tvíslá og jafnvægisslá. Fyrir stökk fékk hún einkunnina 9.85 og 9.90 fyrir gólfæfingar eða samtals 79,275 stig. Sovézka stúlkan Nelli Kim hlaut 78.675 stig og þriðja varð Ludmila Turischeva með 78.625 stig. Fékk Kim einkunnina 10 fyrir stökk. Olga Korbut varð að láta sér nægja 5. sætið og gat hún ekki leynt vonbrigðum sínum með útkomuna. Yfirgaf hún keppnissalinn grátandi. Frá Agústi I. Jónssym f Montreal: LlFIÐ f Ólympfuþorpinu geng- ur sinn vanagang. Keppendur kynnast hver öðrum betur og betur með hverjum deginum, eignast virii úr fjarlægum lönd- . um, komast f kynni við heims- stjörnur, sem þeir hafa ef til vill lært mikið af með lestri bóka og blaða, en aldrei séð áður. Og hvað þá að þeir hafi átt möguleika á þvf að ræða við þær eða æfa með þeim. Þannig hefur Hreinn okkar Halldórs- son t.d. verið á æfingum með Bandarfkjamanninum George Woods, sem er einn albezti kúluyarpari heimsins. Þessi vinátta, sem þannig skapast með keppendum, er að mfnu mati einn af stóru plúsunum við Ólympfuleikana. Okkar fólk æfir með þeim beztu íbúum í Olympiuþorpinu hef- ur fækkað talsvert frá því fyrir helgi og eru stjórnmálin undir- rótin að því. Afríkuríkin drógu sig út úr keppninni og kepp- endur þeirra eru farnir heim. Meðal keppenda á leikunum eru nokkrir, sem eru frá lönd- um, sem fæstir vita hvar eru á hnettinum. En I Islenzka hópn- um er þó einn, sem allt veit I þessum efnum, Ágdst Ásgeirs- son, sem lauk prófi í landafræði frá Durham-háskólanum i Englandi s.l. vor. Ágúst hafði mjög gaman af þvi þegar hann var f vikunni spurður að því hvaðan hann kæmi eiginlega, hvar hún væri þessi Henson- eyja. Ágúst var fljótur að svara þvi, — Henson-merkið fram- an á búningnum er vörumerki sportfatagerðar Halldórs Einarssonar, sem saumaði bún- ingana, — en aftan á búningn- um stæði ísland, og þaðan væri hann. Gjafir hafa keppendur fengið í stórum stil frá framleiðendum á alls konar íþróttavöru, sem nota tækifærið til að auglýsa vörur sínar meðal kepp- endanna. Koka-kola geta kepp- endur fengið eins og þeir geta i sig látið og þannig mætti' áfram telja. Þær gjafir, sem flestir vilja fá, eru merki ólympiuþátt- takenda frá hverri þjóð, en merkin fást helzt ekki í skipt- um nema fyrir sams konar merki. Af þeim eru íslenzku keppendurnir fátækir, því vegna peningaleysis lét Is- lenzka Ólimpíunefndin aðeins búa til 250 merki og fékk hver keppandi þrjú til að eiga eða skipta, en að sjálfsögðu hefðu þau viljað fá fleiri merki til vöruskiptanna. yfir fimi þessarar ungu stúlku, fimi sem nálgast fullkomleika. Nadia er án nokkurs vafa stjarna þessara Ólympíuleika, al- veg eins og Olga Korbut var í Miinchen 1972 og Wilma Rudolph í Róm 1960, svo að aðeins séu nefndar tvær stjörnur. Nadia Comaneci er aðeins 14 ára gömul en þrátt fyrir þennan lága aldur hefur hún náð meiri leikni en nokkur fimleikamaður fyrr og siðar og þrátt fyrir lágan aldur heldur hújj ró sinni og jafn- vægi, sama á hverju gengur. Margir hafa haft orð á því að þeir hafi það frekast á tilfinningunni að vélbrúða sé að framkvæma æf- ingarnar en ekki 14 ára rúmensk stúlka af holdi og blóði eins og aðrar mannverur. Nadia er frá bænum Varna í Rúmeníu. Þegar hún var i fyrstu bekkjum barnaskóla var ljóst að hún var búin einstaklega miklum fimleikahæfileikum. Henni var komið á framfæri við fimleikafor- ystuna og 8 ára gömul fluttist Nadia litla að heiman til þjálfar- ans Bela Karoly og þar hefur hún búið siðan. Þar gengur Nadia í skóla og lærir öll venjuleg fög, en munurinn á þessum skóla og þeim venjulega er sá, að fimleikar eru númer eitt, tvö og þrjú. Allt mið- aðist við það að gera Nadiu að heimsstjörnu og einmitt þetta hefur verið mjög gagnrýnt af mörgum sem fylgst hafa meó ferli Nadiu. Þykir þeim þetta heldur kuldaleg meðferð á litlu barni, að rifa það svona að heiman frá for- eldrum og systkinum og miða lífið við það eitt að verða fimleika- stjarna. I fimleikakeppninni sýndi Nadia Comaneci fádæma tauga- styfk og á blaðamannafundi eftir keppnina í fyrrakvöld var hún einnig sallaróleg, þótt hún væri óvön slíkum fundum og tilheyr- andi spurningaflóði. Hún var ekki margmál, sagði að henni hefði lið- ið alveg eðlilega I keppninni og henni liði einnig eðlilega núna (á fundinum). Hún lét ekki í ljós neina sérstaka ánægju með sigur- inn, kannski ekki viljað flíka til- finningum sínum um of, og rúss- nesku stúlkurnar tvær, Kim og Turischeva, virtust miklu ánægð- ari með silfrið og bronsið en Nadia með gullið. Nadiu virtist helst leiðast allt unstangið eftir sigurinn. Þegar hún var spurð að því hvort frammistaða Olgu Kor- but á leikunum 1972 hefðu hleypt í hana kappi, svaraði hún neit- andi. Hélt hún að hún gæti tapað? Nei, ekki hélt hún það, sagðist vita ef hún legði nógu hart að sér myndi hún vinna. Er hún var að því spurð hvort hún væri ein- hvern tíma taugaóstyrk svaraði hún því til, að það gerðisf helst þegar hún væri i slag við bróður Fékk gullið í afmælisgjöf PÓLVERJINN Zibigniew Kacmarek hélt upp á þrítugsaf- mæli sitt í Montreal með því að vinna gullið í léttvigt lyftinga- keppninnar, sem fram fór í fyrra- kvöld. Pólverjinn lyfti 2.5 kg meira en næsti maður. Úrslit urðu þessi: 1. Kaczmarek, Póllandi, 135 kg snörun og 172, kg í jafnhöttun, eða samtals 307,5 kg. 2. Korol, Sovétríkjunum, 135 og 170 kg, samtals 305 kg. 3. Senet, Frakklandi, 135 og 165 kg, samtals 300 kg. DÝFINGAR HEIMSMEISTARINN i dýfing- um, Phil Boggs frá Bandaríkjun- um, virtist öruggur sigurvegari í dýfingum karla, en úrslit í þeirri grein áttu að fara fram í nótt. Boggs, sem er 26 ára gamall og hefur tvívegis orðið heimsmeist- ari í greininni hafði mikla yfir- burði í undanrásum dýfinga- keppninnar. Nýja alheims- stjarnan kom í viðtalið með brúðuna „Hvar er þessi Henson-eyja" var spurt með undrunarhreim

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.