Morgunblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 1
36 SIÐUR 170. tbl. 63. árg. FÖSTUDAGUR 6. ÁGtJST 1976. Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sennilega eitrun — ekki inflúensa Big Ben (lengst til hægri) oi þinghúsið í London. Málmþreyta stöðvaði Big Ben óvænt í gær I.ondon, 5. ágúst — Reuter BIG BEN, klukkan fræga f Lon- don, sem f 117 ár hefur gnæft yfir Thames ána og þinghúsið f höfuðborginni, stöðvaðist snemma f morgun, og segja talsmenn umhverfismáiaráðu- neytisins brezka að það taki tvo til þrjá mánuði að gera við hana. Big Ben hefur gengið svo til látlaust frá árinu 1859, og bæði hlustendur brezka útvarpsins og ferðamenn þekkja klukku- slátt Big Ben jafn vel og Bretar sjálfir. Jafnvei f heimsstyrjöld- inni sfðari gátu hlustendur á BBC heyrt slátt klukkunnar með undirleik sprenginga og lof t varnarmerkj a. Þegar Big Ben slð stundar- f jórðungsmerkið klukkan 3.45 f morgun, virtist slátturinn hálf kæfður, og á eftir fylgdi ókennilegt skrölt, sem glumdi um þingsali þar sem þingmenn sátu á næturfundi og ræddu erfiðleika brezks iðnaðar. Geoffrey Buggin yfirverk- fræðingur var vakinn af værum blundi, og hann hraðaði sér upp þrepin 330 til að Ifta á klukkuna. Dómur hans var að málmþreyta hefði valdið mik- illi bilun f verkinu. Talsmaður BBC sagði f dag að hlustendur útvarpssending- ar frá London fengju ekki að heyra sláttinn f Big Ben, þótt hann sé til á segulböndum, þvf „við viljum ekki blekkja fólk“. Klukkan stöðvaðist sfðast 21. janúar f ár, og þá aðeins í nokkrar stundir þegar verið var að vinna að hreingerningu. Mynd þessi er tekin f rannsóknarstofnun Pennsylvanfurfkis f Phila- delphia, þar sem tilraunir hafa verið gerðar til að grcina óþekkta sjúkdóminn, sem lagt hefur 23 manns að velli. Dr. Wallace Turner og Karen Schectman öreindafræðingur eru þarna með sýni úr sýktum hermönnum. sem tekin voru til skoðunar. Kissinger kannar lausn í Rhódesíu Sjúkdómurinn 1 Pennsylvaníu: Móðu lagði frá loftræstikerfi Ótryggt vopnahlé Beirut, 5. ágúst — Reuter. FIMMTUGASTA og fjórða vopna- hléið í borgarastyrjöldinni í Libanon hófst klukkan átta í morgun að staðartíma, en áfi'am- hald var á bardögum við Tel al- Zaatar flóttamannabúðirnar og bæinn Nabaa, sem þar er skammt frá. Hafa múhameðstrúarmenn ráðið Nabaa, en talsmaður krist- inna falangista sagði i dag að hægrimenn hefðu náð honum á sitt vald. Mohammed Hassan Ghoneim hershöfðingi, yfirmaður friðargæzlusveita Arababanda- lagsins, sem eiga að gæta þess að vopnahlé sé haldið, sagði að varla væri við því að búazt að allt væri með kyrrum kjörum strax á fyrsta degi. Skoðaði „Kiev” í Nimrod London, 5. ágúst. Reuter. BREZKI varnarmálaráðherr- ann Roy Mason flaug f Nimrod-þotu í dag yfir sovézka flugvélamóðurskipið Kiev þar sem það var á siglingu 160 km vestur af Suðureyjum og stefndi f norðurátt. Ráðherrann vildi kynnast af eigin raun þessu fyrsta flug- vélamóðurskipi Rússa sem er 35.000 lestir og búið nýtízku eldflaugum, þyrlum sem beitt er gegn kafbátum og flugvél- um sem hefja sig lóðrétt til flugs. Mason sagði að efling sov- ézka flotans hefði færzt á nýtt stig með tilkomu Kiev en taldi Framhald á bis. 22 London, 5. ágúst. Reuter. IIENRY Kissinger utanrfkisráð- herra og James Callaghan forsæt- isráðherra fjölluðu ftarlega um stefnu Bandaríkjanna gagnvart Suður-Afrfku og Rhódesfu á tveggja tfma fundi f London f dag. Þeir ræddu skilyrðín sem Bret- ar setja fyrir lausn Rhódesfudeil- unnar og leiðir til að framfylgja Philadelphia, 5. ágúst. Reuter. Heilbrigðisyfirvöld f Phila- delphia telja nú svo til útilokað að óþekkti sjúkdómurinn, sem orðið hefur 23 mönnum að bana þar, geti verið inflúensa, en gefa hins vegar f skyn að um eitrun geti verið að ræða. Alls er vitað um 161 tilfelli af þessum sjúkdómi, sem hefur flest einkenni inflúensu, og 23. sjúkl- ingurinn lézt í dag. Hefur sjúk- dómurinn verið nefndur fyrrum- hermanna veikin, vegria þess að allir þeir sem veikzt hafa, sátu áður þing fyrrum hermanna, sem haldið var I Philadelphia i fyrra mánuði. Nokkrir þeirra 10 þús- und fyrrum hermanna sem sátu þingið segja að þeir hafi séð eitt- hvað sem lfktist móðu leggja út úr stefnu rfkisstjórna sinna að sögn brezkra embættismanna. Dr. Kissinger fór síðan til Teheran í opinbera heimsókn og fer þaðan til Afghanistan, Pakistans, Frakklands og HoIIands i vikuferð. Brezkir embættismenn segja að meiri umræður séu nauðsynlegar um Rhódesiudeiluna og ekki séu horfur á skjótri lausn. loftkælitækjum, og dr. Leonard Bachman heilbrigðisráðherra Pennsylvaniaríkis sagði á fundi með fréttamönnum í dag: „Það er hugsanlegt að eitthvað gaskennt efni hafi komizt inn í likama þeirra og valdið vefjaskemmdum, aðallega í hjarta og lungum." En, bætti hann við: „Þetta er ekki likt neinum þeim eiturverkunum, sem ég þekki.“ Dr. Bachman sagði að engin skýring hefði fengizt á sjúkdómn- um eftir þriggja daga tilraunir með stropuð hænuegg, sem sprautuð hafa vérið með sýktum vefjum. En vonazt er til að betri árangur náist á næstu tveimur dögum. Hann sagði að sérfræðing- ar yrðu fengnir til að rannsaka gólfteppi, veggfóður og loftræst- ingarkerfi allra þeirra sex gisti- Dr. Kissinger styður skilyrði og tillögur Callaghans frá 22. marz þegar hann hvatti til myndunar meirihlutastjórnar blökkumanna að loknum kosningum innan tveggja ára. Aðalvandinn er sá að fá stjórn hvíta minnihlutans til að ganga að skilyrði Breta. Brezkir embættismenn vildu Framhald á bls. 22 húsa i Philadelphia, sem hýstu fyrrum-hermennina meðan þing þeirra stóð fyrir. Og dr. Bachman bætti við: „Þessar rannsóknir geta staðið í ár eða tvö ár — en við verðum að komast til botns i mál- inu.“ Milton Shapp ríkisstjóri Pennsylvaníu sagði í dag: „Okkur hafa borizt bráðabirgðaniðurstöð- Framhald á bls. 22 r Aframhald- andi aftök- ur í Súdan Khartoum, Súdan, 5. ágúst. Reuter. OMDURMAN-útvarpið i Súdan skýrði frá þvf f dag að 17 menn, sem fundnir voru sekir um aðild að byltingartilrauninni þar f landi 2. júli sfðastliðinn, hefðu verið teknir af lffi f morgun. Með- al þeirra var Mohammed Nour Saeed fyrrum hershöfðingi, sem sagður er hafa stjórnað byltingar- hernum. í gær, miðvikudag, var 81 tek- inn af lífi fyrir sömu sakir, og 210 til viðbótar bfða dóms. Opinberar heimildir herma að nærri 800 manns hafi beðið bana i uppreisn- artilrauninni. Auk þeirra 17, sem teknir voru af lífi, hlutu fjórir lífstíðarfang- elsisdóma, en einn var sýknaður af öllum ákærum. Þeir seku voru Framhald á bls. 22 Eiturskýið á Ítalíu Getur valdið barnadauða. fósturláti og ófrjósemi Seveso, ítalíu, 5. ágúst. Reuter. Ton That Tung prófessor við háskólann f Hanoi f Vietnam er nú kominn til Seveso á Norður-ttalfu, þar sem eitur- ský frá nærliggjandi efnaverk- smiðju hefur valdið miklum spjöllum. Tung prófessor er sérfræðingur í meðferð eiturs- ins, sem svipar til þess eiturs, sem Bandarfkjamenn notuðu til að eyða gróðri f Vietnam- styrjöldinni. Hefur prófessor- inn tekið undir varnaðarorð ftalskra yfirvalda til fbúa eit- ursvæðisins um að forðast að geta börn að minnsta kosti næsta hálfa árið. Auk þess hafa yfirvöld ráðlagt fbúum og ferðamönnum að aka ekki á meiri hraða en 30 kflómetrum á klukkustund, þvf ella geti bifreiðar þeirra þyrlað upp eiturryki af vegunum. Eiturefni það, sem hér um ræðir, nefnist dioxin eða TCDD. Það var 10. júlí að um tvö kiló af þessu eiturefni guf- uðu upp úr geymslum eftir Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.