Morgunblaðið - 22.08.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.08.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGlJST 1976 7 FAÐIRVOR, bænin sem Jesús Kristur kenndi læri- sveinum slnum, á sér tvær frumheimildir. í Mattheusar- guðspjalli er hún felld inn í Fjallræðuna, (Matth. 6, 9— 1 5) en í Lúkasarguð- spjalli er þessi aðd[agandi að bæninni: „En svo bar við, er hann var á stað nokkrum að biðjast fyrir, að einn af læri- sveinum hans sagði við hann: Herra kenn þú oss að biðja, eins og Jóhannes (skir- ari) kenndi lærisveinum sin- um. En hann sagði við þá: Er þér biðjist fyrir, þá segið: Faðir. . . (Lúk. 11, 1 — 4). Bænin er styttri hjá Lúkasi en Mattheusi og er talin upp- runalegri þannig, enda sennilegra, að bætt hafi verið við hana, en að úr henni hafi veriðfellt. Bænirnar: „Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni" og „heldur frelsa oss frá illu" eru ekki í útgáfu Lúkasar, enda má telja þær að mestu endurtekningar á bænunum næstu á undan. Gera má ráð fyrir, að slíkar endurtekningar hafi slæðst inn, vegna þess að þetta hafi þótt hátiðlegra. A.m.k. er niðurlaginu (því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu) bætt við fþeim tilgangi um 100 árum eftir Krists burð. Gyðingar tiðkuðu mikið bænagerðir og áttu ýmsar samkundubænir og helgi- bænir. Þar voru trúaratriði vafin i fyrirferðarmiklar um- búðir Ef við berum Faðirvor saman við þessar bænir, þá finnum við þar margt skylt. Gildi Faðirvors er þvi ekki fólgið í nýjum orðum eða hugsunum, heldur þvi, að þar er dregið saman i eitt allt það, sem kristinn maður á að þrá og biðja föðursinn um. í örfáum bænarorðum er borið fram allt, sem mennirnír þarfnast til þess að geta lifað. Kjarni allrar kenningar Jesú er sá, að Guð sé faðir. Og þegar hann segir: Faðir vor, þá er boðað að frammi fyrir Guði séu allir menn jafn- ir, allir börn hans, og með þeim eigi að ríkja kærleikur og fyrirbæn. Faðirvor I núverandi mynd skiptist í sjö bænir, en síðast kemur lofgjörð, sem er um öld yngri. Flest er þarna auð- skilið, þótt þýðing okkarsé ekki fullkomin. Mest ber á þvi, að börn skilji ekki bæn- ina um skuldirnar og skuldu- nautana, en slikt lagast yfir- leitt meðauknum þroska. Hins vegar verð ég alloft var við, að fullorðnir misskilja eða skilja ekki bænina: „Eigi leið þú oss i freistni." Menn spyrja: Hvernig getur þetta verið? Leiðir Guð menn i freistni? Hví er bænin svona orðuð? Þessa bæn mætti eins vel þýða: „Eigi leið þú oss i þunga raun", þarna er sem sagt átt við ytri aðstæður eða ásigkomulag, sem gæti orðið til þess að maðurinn syndg- aði. Þarna er beðið um, að þeir erfíðleikar, sem við mæt- um á lífsins vegi, leiði okkur ekki til syndar eða fráfalls frá Guði, heldur hjálpi hann okk- ur og styrki, svo að við stönd- um stöðug, trú allt til dauða. Guð leyfir oft, að mennirn- ir séu reyndir, en ekki til að freista þeirra, heldurtil að auka þroska þeirra. En það er eðlileg bæn af munni kristins manns, að erfiðleikar verði honiyn ekki til hrösunar. Þess vegna biður hann Guð að skýra svo göngu sinni, að hann megi reynast trúr. Við endum allar okkar bænir á einu og sama orðinu, segjum við þeim amen. Þetta misskilja margir, bæði börn og fullorðnir. Amen þýðir: Já, svo sannarlega. Það er þv! áhersluorð, þar sem við undirstrikum beiðni okkar, en jafnframt von okk- ar og vissu um bænheyrslu í einhverri mynd. E.t.v. þó ekki þeirri, sem viðóskum, en örugglega þeirri sem er okkur fyrir bestu. Að endingu langar mig að minna á skarplega og íhug- unarverða athugasemd, sem maður nokkur gerði við Fað- irvorið Hann sagði: „Tvö eru þau orð sem alls ekki er að finna f Faðirvori, og eru þó e.t.v. engin tvö orð jafnoft notuð. Annað er örðið „ég", hitt orðið „mitt '. » Ég var beðinn um hug- vekju um þetta efni og hef nú orðið við þeirri bón. Ég vona, að hún verði einhverj- um til góðs. REVLON snyrtivörur nýkomnar Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Kaupgengi pr kr. 100.- 1965 2 flokkur 1513 84 1966 1 flokkur 1366.21 1966 2 flokkur 1290.22 1970 1 flokkur 685 41 Kaupendur ofangreindra spariskfrteina óska eftir miklu magni. Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Solugengi pr. kr 100 - 1967 1 flokkur 1229 63 1970 2 flokkur 516 56 1973 2 flokkur 268 90 1 975 1 flokkur 1 52 0& 1976 1 flokkur 108 86 HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS: Sölugengi pr. kr. 100 - 1973 B 333 30 1974 D 244 14 . 1974 E 1 72 76 1975 G 120 33 1976 H 11653 VEÐSKULDABRÉF: 3ja ára fasteignatryggt veðskuldabréf með 1 8% vöxtum 6 ára fasteignatryggt veðskuldabréf með 10% vöxtum NÁRPtlTIMflRPflM ÍnRRDf HP. Verðbréfamarkaður Lækjargötu 12, R (Iðnaðarbankahúsinu) Sími20580 Opið frá kl. 13.00—1 6.00 alla virka daga. Sími 17201 LOKSINS Á ÍSLANDI Vörur frá hinu þekkta fyrirtæki copco KOMCUND Hafnarstræti 11 s. 13469.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.