Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1976 15 London: Allt logaði 1 óeirð- um í fyrrakvöld London 31. ág. Reuter. RÖSKLEGA fjögur hundruð manns, þar af eitt hundrað og tuttugu lögreglumenn, slösuðust f geysilegum ðeirðum i London f gærkvöldi, þegar út brutust slags- mál milli innflytjenda frá Vest- ur-Indfum og lögreglu. Hafa inn- flytjendurnir verið með þriggja daga hátfðahöld og hófust óeirð- irnar þegar iögreglan ætlaði að Nixon bað grátandi um vægð Houston.Texas, 31. ágúst AP. LEON Jaworsky, fyrrum sér- legur saksóknari Watergate- málsins, segir I bðk, sem gefin verður út eftir hann um miðj- an næsta mánuð, að Nixon fyrrum Bandarfkjaforseti hafi beðið grátandi um að verða ekki sóttur tii saka eftir að hann sagði af sér. I bókinni The Right and the Power, sem Readers Digest gefur út, segir Jawrosky, að skömmu eftir að Nixon hafi sagt af sér hafi hann fengið simhringingu frá James Eastland, öldungadeildarþing- manni demókrata frá Mississippi, þar sem Eastland hafi beðið hann um fund með sér. Segist Jaworski hafa fall- izt á að hitta Eastland og átt fund með honum og Roman Hruska, öldungadeildarþing- manni repúblíkana frá Nebraska. Þar hafi Eastland sagzt hafa fengið upphring- ingu frá Nixon í San Clemente og að forsetinn hafi verið grát- andi. Á Nixon að hafa sagt við Eastland: „Jim, ekki láta þá sækja mig til saka eins og Haldeman og Ehrlichman, ég þoli ekki meira.“ Jaworski seg- ir að Eastland hafi sagt: „Leon, forsetinn er illa far- inn.“ Segir Jaworski að þetta hafi verið það eina, sem East- land hafi sagt, hann hafi á engan hátt reynt að fá sig til að falla frá málssókn. Nokkrum dögum síðar, áður en nokkur ákvörðun var tekin, náðaði Ford Nixon. handtaka ungling, sem var grun- aður um að hafa stundað vasa- þjófnað. Trylltust þá allir nærstaddir sem flestir voru svertingjar og réðust á lögregluþjónana með grjótkasti og barst leikurinn fram og aftur um hverfið Notting Hill í vesturhluta Lundúnaborgar, en í þeim borgarhluta eru fjölmennir innflytjendur frá Vestur-Indíum. Tókst lögreglu ekki að bæla nið- ur óeirðir fyrr en áflog höfðu staðið í fimm klukkustundir og lágu þá margir sárir eftir eins og i upphafi fréttar kemur fram. Lögreglan hefur skýrt frá því, að 68 manns hafi verið handtekn- ir og muni þeir þurfa að svara til saka. Dans hófst á götum Notting Hill í morgun, eins og ekkert hefði í skorizt, en á sjúkrahúsum i grenndinni var hjúkrunarfólk þá enn að hlúa að hinum mörgu, sem slösuðust f látunum. Ingmar Bergman fær Goethe- verðlaun Frankfurt 30. ág. Reuter SÆNSKI leikstjórinn Ingmar Bergman fékk um helgina Goethe-verðlaunin árið 1976, sem eru að upphæð 50 þúsund mörk. Verðlaun þessi hafa aldrei áður verið veitt kvikmyndaleikstjóra. Þau voru stofnuð árið 1927 og hafa skáld og rithöfundar lang- oftast fengið þessi verðlaun. Þau eru veitt á þriggja ára fresti. Bergman kom til Frankfurt að veita verðlaununum viðtöku við athöfn í St. Pálskirkjunni þar í borg, og hann sagði að þessi verð- laun væru einnig verðlaun til Svi- þjóðar, sem væri land friðar, frelsis og félagslegra umbóta. Fyrr á þessu ári flutti Bergman í fússi frá Svíþjóð eins og þá var frá sagt, vegna ágreinings við skattayfirvöld þar í landi. I siðasta mánuði bárust fregnir af því að hann hefði dvalið i sumarleyfi sínu i Svíþjóð þrátt fyrir yfirlýsingar um að hann myndi ekki hverfa þangað aftur. Næsta kvikmynd hans mun verða gerð í Múnchen i V-Þýzkalandi undir lok þessa árs. Rannsókn fyrirskipuð á árekstri kafbáts- ins og freigátunnar Washington 31. ágúst AP—Reuter BANDARÍSKA varnar- málaráðuneytið hefur fyrirskipað rannsókn á Tillögur EBE væntanlegar um 15. sept. Fiskveiðinefnd Efnahagsbanda- lags Evrópu mun væntanlega kynna tillögur sínar i landhelgis- málum um 15. september nk. að þvi er talsmaður EBE sagði i sim- tali við Mbl. f gær. Sagði tals- maðurinn að ekkert væri hægt að segja um málið á þessu stigi, en unnið hefði verið að þvf af fullum krafti sí. vikur. árekstrinum, sem varð milli bandarískrar frei- gátu úr 6. flota Banda- rfkjahers og sovézks kjarn- orkukafbáts á Miðjarðar- hafi sl. laugardag. 1 til- kynningu Bandaríkja- manna um atburöinn, sem ekki var gefin út fyrr en í gær, er ekkert sagt hvorum sé um að kenna. Freigátan, sem er 3400 lestir, og kafbáturinn 5600 lestir skemmd- ust mikið við áreksturinn, en komust áfram fyrir eigin vélaafli. Aðeins er vitað um einn sjóliða um borð i bandariska skipinu hafi slasazt, en ekki er vitað um áhöfn kafbátsins, en bátar sem þessir hafa 100 manna áhöfrj. Kafbátur- inn kom upp á yfifborðið eftir áreksturinn, en stjórnturn hans rakst í hægri síðu freigátunnar. Þingkosningar í Svíþjóð 19. septembe Thorbjörn Fælldin formaður Miðflokksins og forsætisráð- herraefni borgaraflokkanna. Olof Palme nærri sér og þingið hefur nýlega afgreitt nýja kosninga- löggjöf sem kveður á um að í kosningunum nú skuli valið um 349 þingmenn, eða einum færri en verið hefur. VINSTRIFLOKKUR KOMMUNISTA Jafnaðarmenn hafa sl. 3 ár verið háðir Vinstriflokki kommúnista í stjónarsamstarf- inu og ef úrslit kosninganna verða jöfn verður Palme áfram að reiða sig á stuðning kommúnista. Þess vegna er það mjög mikilvægt fyrir jafnaðar- menn að kommúnistar eigi áfram fulltrúa á þingi. Skoðanakannanir, sem gerðar Tvísýnustu kosningar í þingsögu landsins Stokkhólmi 31. ágúst NTB. Þingkosningarnar, sem fram fara f Svfþjóð 19. september n.k. verða hreint uppgjör um hvort jafnaðarmenn eða borgaraflokkarnir fara með völd f landinu næstu 4 ár að þvf er haft er eftir feiðtogum allra stærstu stjórnmálaflokka landsins. Kosningabaráttan einkennist mjög af þvf þessa dagana, að lokaspretturinn er hafinn. Eftir þróuninni að dæma telja stjórnmálafréttarit- arar einsýnt að þessar kosningar verði einhverjar þær tvfsýnustu og mest spennandi f þingsögu landsins. þar sem möguleikar eru nú taldir á þvf að jafnaðarmenn, sem sfðustu árin hafa stjórnað með suðningi kommúnista, tapi kosningunum og að stjórn Palmes verði að fara frá. Leiðtogar þriggja stærstu borgaraflokkanna í landinu, Miðflokksins, Frjálslynda þjóðarflokksins og Hægfara sameiningarflokksins, sem er fhaldsflokkur, hafa gert 5.9 milljón kjósendum landsins það Ijóst að þeir hafi f hyggju að mynda samsteypustjórn með Thorbjörn Fælldin, formann Miðflokksins, sem forsætis- ráðherra. EKKI EINING MEÐAL BORGARA- FLOKKANNA Borgaraflokkarnir þrír ganga hins vegar ekki til kosninganna með neinar sameiginlegar áætl- anir. I kosningunum 1973 tókst þeim að koma sér saman um sameiginlega yfirlýsingu, sem þeir lögðu fyrir kjósendur en i dag eru þeirsundraðir í ýmsum málum. Einkum á það við um afstöðu til byggingar kjarn- orkuvera og samstaða er heldur ekki fyrir hendi í skattamálum og fjölskyldumálum. Það er einkum Miðflokkurinn, sem leggur mikla áherzlu á kjarn- orkuveramálið. Flokkurinn hefur ætíð verið andvfgur bygg- ingu kjarnorkuvera, en vikið sér undan þvi að svara spurningum um málið á undan- förnum vikum þar til i siðustu viku, að Fælldin flokksfor- maður lýsti þvf yfir, að flokkur- inn setti það skilyrði að hætt yrði við byggingu kjarnorku- vera i Svíþjóð eftir 1975 og að þegar yrði hafizt handa við að fullkomna aðrar leiðir til orku- vinnslu. Þrátt fyrir þetta er samsteypustjórn þessara þriggja flokka liklegasta lausn- in ef jafnaðarmenn missa meirihluta sinn. Ekki er talin möguleiki á stjórnarsamstarfi milli jafnaðarmanna og Frjáls- lynda þjóðarflokksins eins og áður hafi verið rætt um þar sem síðarnefndi flokkurinn hefur undir forystu hins unga formanns síns, Per Ahlmark, tekið of ákveðna afstöðu gagn- vart sósíalíseringunni i Svíþjóð og gengur til kosninga undir kjörorðinu „Þjóðfélagsum- bætur án sósíalisma." HLUTKESTI Við kosningarnar 1973 fengu borgaraflokkarnir 175 þingsæti í þinginu og jafnaðarmenn og kommúnistar sama fjölda. Þessi úrslit ollu eðlilega erfið- leikum i þinginu. Kannanir sýna að sl. 3 ár hafa atkvæði fallið jöfn i ýmsum mikilvæg- um málum og hlutkesti hrein- lega ráðið úrslitum. Hafa úrslit orðið stjórninni og stjórnarand- stöðunni álfka oft i hag. Svíar virðast þó ekki hafa tekið þetta voru í júní, sýndu að flokkur- inn naut stuðnings um 4% kjós- enda og það nægir til að ná mönnum á þing. Sömu niðurstöður er að finna I skoðanakönnun, sem kunn- gerð var í morgun, en skv. henni njóta jafnaðarmenn og kommúnistar stuðnings 47 % kjósenda, en borgaraflokkarnir 51%. Jafnaðarmenn hafa 42.5% en kommúnistar 4.5%. FORSKOT BORGARA- FLOKKANNA Þessar nýjustu niðurstöður gefa til kynna meira fylgi jafn- aðarmanna og kommúnista, því i júni höfðu borgaraflokkarnir 10% fram yfir þá. Hins vegar hefur reynsla undanfarinna kosninga verið sú, að jafnaðar- menn hafa bætt mjög vel við sig á lokasprettinum og því er ekki hægt að útiloka, að þeim takist að ná borgaraflokkunum með harðri kosningabaráttu siðustu dagana fram að kosningum. Kosningavél jafnaðarmanna er jafnan mjög öflug og velsmurð, en einstaka flokksstarfsmenn jafnaðarmanna hafa haft orð á þvi undanfarið að vélin hafi verið nokkuð þung í vöfum. Ýmsir stjórnmálafréttaritarar benda á, að I siðustu tveimur kosningum, sem báðar voru ósigur fyrir Palme, hafi borg- araflokkarnir hreinlega ekki haft neina trú á því að þeim tækist að sigra. 1 dag horfir þetta öðru vfsi við, leiðtogar flokkanna eru fullir af sjálfs- trausti og þeir hafa rekið kosn- ingabaráttu sina af hörku. Þetta hefur orðið til þess að setja jafnaðarmenn i varnarað- stöðu og hugsanlega getur það loks orðið til að fella Palme. V ar Kosy gin að dmkknun kominn? Moskva 31. ág. Reuter Ntb. SOVÉZKIR embættis- menn neituðu í dag að staðfesta né heldur vildu þeir segja neitt um fréttir um að Alexei Kosygin, forsætisráð- herra hefði verið að drukknun kominn, er hann var að synda í Moskvufljóti skammt frá sveitasetri sínu fyrr í þessum mánuði. Fréttir herma að Kos- ygin hafi fengið snert af hjartaslagi meðan hann var að synda sér til hressingar og engu hafi mátt muna að tækist að bjarga honum. Engar upplýsingar fengust að öðru leyti um almennt heilsufar Kosygins og er þetta ekki ný bóla, þar sem farið er með heilsu- far sovézkra ráðamanna sem hálfgildings hernaðarleyndarmál. Það var Lundúnablaðið Kosygin Evening News sem birti fyrst fréttina og þar var sagt að einn lífvarða Kosygins hefði bjargað lífi hans með blástursað- ferð eftir að tókst að ná ráðherranum upp á þurrt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.