Morgunblaðið - 24.10.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.10.1976, Blaðsíða 1
48SÍÐUR 247. tbl. 63. árg. SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hillery næsti forseti Ira? Dublin, 23. oktðber. AP. TALSMAÐUR (rsku stjórnarinn- ar útilokaði þann möguleika ( dag að þing yrði rofið og efnt yrði til nýrra kosninga þar sem Cerab- hall O’Dalaigh forseti hefur sagt af sér vegna óánægju með ný lög um baráttu gegn hryðjuverka- mönnum. Forsetakosningar verða hins vegar að fara fram innan 60 daga og umræður eru þegar hafnar um eftirmann O’Dalaighs. Meða þeirra sem þykja koma heizt til greina eru dr. Patrick Hillery, fulltrúi tra ( stjórnarnefnd Efna- hagsbandalagsins. Auk hans þykja koma til greina þeir Vivion de Valera, sonur Eamon de Valera fyrrverandi for- seta og þingmaður, Brendan Corish aðstoðarforsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins og Maurice Dockrell þingmaður Fine Gaei. Kjörtfmabili núverandi stjórn- ar lýkur eftir 16 mánuði og sér- fræðingar telja að nýjar þing- kosningar fari í fyrsta lagi fram f júní. Stjórnarflokkarnir Fine Gael og Verkamannaflokkurinn hafa 75 þingsæti af 144 en stjórn- arandstöðuflokkurinn Fianna Fail 66 þingsæti. Palestínumenn hóta að rjúfa vopnahléið Beirút, 23. okt. AP. KRISTNIR menn kváðust hafa náð setuliðsbæ f Suður-Lfbanon á sitt vald ( dag og palestfnskir skæruliðar og vinstrisinnar hót- uðu að rjúfa sfðasta vopnahléið f borgarastrfðinu. Vinstri leiðtoginn Kamal Jumblatt sagði f yfirlýsingu að Paiestfnumenn og vinstrisinnar hefðu til athugunar að endur- skoða þá ákvörðun að virða vopnahléið ef arafskir þjóðarieið- togar skærust ekki f leikinn til að koma f veg fyrir að hægrisinnar sölsuðu undir sig Suður-Lfbanon með stuðningi tsraelsmanna. Hann kvað hægrimenn nota vopnahléið til að senda liðsauka sjóleiðis tii Suður-Lfbanon. Skæruliðar Yasser Arafats sögðu að ísraelsmenn hefðu sent 30 skriðdreka og brynvarða vagna yfir landamærin í nótt til stuðn- ings hægri mönnum. Kristnir menn vfsuðu ásökuninni á bug og kváðust hafa unnið sigra sína af eigin rammleik. Útvarpsstöðvar hægrimanna segja að liðsafli þeirra hafi tekið Khiam, mikilvægan bæ, sem stendur á krossgötum við rætur Hermonfjalls gegn fsraelsku landamærunum og var eitt sinn ein helzta bækistöð palestínskra skæruliða. Þar með hefur verið lokað öllum leiðum til héraðsins Arkoub, 40 ferkilómetra svæðis, sem hefur verið aðalbækistöð Arafats til árása á ísrael frá Suð- austur-Lfbanon. Kristnir menn segjast enn fremur hafa setzt um Bint Jbeil, bæ í Suður-Líbanon sem áður var miðstöð árása á lsrael á öðrum vfgstöðvum. Vinstri sinnar segja hægrimenn standa fyrir blóðbaði f Bint Jbeil og saka þá um að myrða tugi saklausra borgara. Hægri menn segjast vera að hefna meintra fjöldamorða f kristna þorpinu Aichiyeh. Ródesía: Mikil vandamál óleyst Genf 23. október Reuter IAN Smith forsætisráð- herra Ródesíu sagði í Genf i morgun að loknum öðrum viðræðufundi sínum með Ivor Richards sendiherra Breta hjá S.Þ. og formanni ráðstefnunnar um framtíð Ródesíu, sem hefst n.k. fimmtudag, að mikil vanda- mál væru óleyst. Hann sagði að viðræðum hefði miðað nokkuó um smærri atriði, en stóru vandamálin væru enn óleyst. Smith endurtók fyrri yfir- lýsingar sfnar um að ef breytt yrði frá tillögum Kissingers utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna myndi allt leysast upp. Smith lét að því liggja f gær, að þetta þýddi að hann myndi ekki telja sig skuldbundinn til að afhenda meirihluta blökkumanna völdin innan tveggja ára, en sagði í dag, að þrátt fyrir að vandamál væru uppi nú mætti það ekki draga kjarkinn úr mönnum. Ef til vill gengju málin sæmilega vel og meðan væri lff, væri von. Ivor Richards sagði aðspurður, að hann teldi ekki að ráðstefnan væri í hættu, en greinilegur ágreiningur væri fyrir hendi sem þyrfti að leysa. Eftir alla þá veðuröáran, sem Sunnlendingar hafa búið við á þessu ári, heilsar Vetur konungur okkur mildilega, eins og þessi mynd Friðþjófs ber með sér. Hátíðáhöldunum í Kina lýkur í dag Peking og Tókfó 23. okt. Reuter. FRÉTTASTOFAN Nýja Kfna boðaði f morgun meiriháttar stjórnmálalegar fréttir f kvöld og á morgun. Þetta kom fram f sfm- skeyti til sjónvarpsstöðvar f Tókfó þar sem sagt var að hálf- tfma sjónvarpsending yrði send til Japans frá Peking. Ekki var gefið til kynna hvað um væri að ræða. Pekingbúar héldu áfram hátfðahöldum f borginni f dag, þriðja daginn f röð, og fóru milljónir manna f skrúðgöngum Fátt nýtt í litlausu ein- vígi Fords og Carters Williamsburg, Virginfu 23. október Reuter—AP. Gerald Ford Bandarfkjaforseti og Jimmy Carter frambjóðandi demókrata sögðu fátt nýtt f þriðja sjónvarpseinvfgi þeirra, sem háð var f Williamsburg f gærkvöldi. Báðir voru varkárir og forðuðust af fremsta megni að vera með persónulegar athugasemdir f garð hvors annars. Tvær skoðanakann- anir, sem gerðar voru strax eftir að útsendingn lauk gáfu mismun- andi niðurstöður, önnur sýndi Carter sigurvegara pieð 41% á móti 29% fyrir Fhrd en 30% sögðu jafnt en hin könnunin sagði Ford sigurvegarann með 35,5%, Carter 33,1%, 31,4% treystu sér ekki til að gera upp á milli þeirra. Stjórnmálafréttaritarar höfðu fyrir einvígið talið lfklegt að það gæti skorið úr um hvor myndi sigra og báðir höfðu frambjóðend- urnir sagt að þetta yrði mikilvæg- Framhald á bls. 47. Ford Carter um götur borgarinnar, börðu trommur og sprengdu púðurkerl- ingar. Heyrðist trumbuslátturinn f 3ja km. fjarlægð frá miðborg- inni. Fólkið hyllti sem fyrr Hua Kuo- feng formann og fordæmdi Chiang Ching ekkju Maos og fé- laga hennar þrjá úr róttækara armi flokksins, ^em rekin hafa verið úr flokkunum og svipt öll- um titlum, sökuð um að hafa undirbúið byltingu. Hátfðahöldunum á að ljúka á morgun með miklum útifundi á Torgi hins himneska friðar í Pek- ing og er talið hugsanlegt að Hua formaður ávarpi mannfjöldann. Fréttastofufregnir frá Shanghai herma að þar haldi fjöldagöngur áfram af miklum þrótti og að alls hafi um 4 milljón- ir manna tekið þátt í að fordæma „klfku fjórmenninganna" sem hafði ætlað að gera gagnbyltingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.