Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1976 37 SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM — Er þetta hægt Matthías? Framhald af bls. 18 millj. En Alþingi hefur ekki látið við það sitja að ganga svona hressilega á bak fyrri yfirlýsinga sinna. Félagsstofnun er undan- þegin sumum opinberum gjöldum — en ekki öllum. Fróðlegt er að bera saman opinber gjöld Fs. og ríkisframleg til hennar: 1974 opinber gjöld 8254 ríkis- framlag 6850 „hagnaður rfkisins" 1404 Allar tölur eru þúsundir króna. Framtíð Félagsstofnunar Framtfð þessa félagslega þjón- ustufyrirtækis stúdenta er nú i höndum fjárveitingarvaldsins — Alþingis. Það er algerlega ljóst, að verði ekki gjörbreyting á af- stöðu Alþingis til þessarar stofn- unar, sem það sjálft kom á fót, deyr hún hægum en öruggum hrörnunar dauða. Nú þegar er svo komið að fáir stúdentar hafa efni á þvf að borða i mötuneyti stofn- unarinnar, en það er eina mötu- neytið i fslenzkum skóla þar sem ríkið leggur ekkert til, hvorki laun né annan fastakostnað. Stúdentagarðarnir sem byggðir voru af brýnni þörf og eru jafnvel enn nauðsynlegri nú eru að grotna niður og hljóðar viðhalds- Ólafur B. Ólafs- son formaður Félags síldar- saltenda á Suður- og Vesturlandi AÐALFUNDUR Félags síldar- saltenda á Suður- og Vesturlandi var haldinn f Reykjavík 3. des. s.l. Formaður félagsins, Jón Árnason alþm., Akranesa, flutti yfirlits- skýrslu um starfsemi félagsins á s.l. ári og Gunnar Flóvenz, fram- kvæmdastjóri Síldarútvegsnefnd- ar, ræddi um sölumál saltsfldar og framtfðahorfur. Við stjórnarkjör gáfu þeir Jón Arnason, Akranesi, og Margeir Jónsson, framkvstj. Keflavík, ekki kost á sér til endurkjörs. Þeim var einróma þökkuð frábær störf f þágu félagsins, en Jón hefir verið formaður þess frá stofnun á árinu 1954 eða um 22ja ára skeið. Margeir hefir átt sæti f stjórn félagsins litlu skemur. Auk Ólafs B. Ólafssonar voru þessir menn kosnir f stjórn félags- ins: Haraldur Sturlaugsson, framkvstj. Akranesi, varafor- maður, og meðstjórnendur þeir Tómas Þorvaldsson, Grindavík, Hörður Vilhjálmsson, Garðabæ, og Guðmundur Karlsson, Vestmannaeyjum. Ný bók „Eldskúfurinn" heitir ný bók eftir Victor Canning, sem bókaút- gáfan Stafafell hefur sent á mark- aðinn. Forlagið gaf út aðra bók eftir sama höfund á síðastliðnu ári: Mannránin. Alfreð Hitchcock, „konungur hrollvekjunnar", hefur nú gert mynd eftir þeirri bók, og mun hún verða jólamynd- in í Laugarásbiói í ár. — Virkjun Framhald af bls. 28 ræða Einsog ég hefi áður vikið að þá eru eigendur Andakílsárvirkjunar Akra- neskaupstaður, Mýra- og Borgar- fjarðarsýsla En ég vil taka það sérstak- lega fram, að meðal eigenda Andakíls- árvirkjunar er algjör samstaða um það að eignaraðild að væntanlegri Kljáfoss- árvirkjun verði aukin þannig, að Snæfells- og Hnappadalssýsla auk Dalasýslu verði meðeigendur orku- versins og þannig að þvi stefnt að öll grunnorkuvinnsla á Vesturlandi verði sameign ibúanna sem sjálfstæð Vesturlandsveita VIÐ hvað átti Jesús, þegar hann sagði: „Miskunnsemi þrái ég, en ekki fðrn?“ Ég er þeirrar skoðunar, að við eigum að sýna kristna trú okkar bæði í kærleika og fórnfúsri breytni. Kristin trú okkar ætti að koma fram í lífi okkar bæði í kærleika gagnvart öðrum og i fúsleika til að afneita sjálfum sér i þjónustu við aðra. En um þetta er ekki að ræða í tilvitnuninni, sem þér vísið til. Hún er tekin úr miðri frásögn. Frá því er sagt i Matt. 9,10—13, að Jesú hafi verið boðið til máltíðar með fremur fráhrindandi fólki. Farísear sögðu fyrir um rétta trúariðkun á þeim tímum. Þeir sáu Jesúm neyta matar með syndurum og hneyksluðust mjög á framferði hans. Spurðu þeir lærisveina hans, hverS vegna hann sæti að borði með þessum lýð. Jesús heyrði aðfinnslur þeirra, og hann sagði: „Ekki þurfa heilbirgðir læknis við, heldur þeir, sem sjúkir eru.“ Hann átti við með þessum orðum, að Farísear hefðu mikið álit á sjálfum sér, þó að þeir þörfnuðust hjálpræðis hans eins og aðrir. Síðan hélt hann áfram: „En farið þér og lærið, hvað þetta þýðir: Miskunnsemi þrái ég, en ekki fórn. Því að ég er ekki kominn til þess að kalla réttláta, heldur syndara.“ Sá, sem telur sjálfan sig vera réttlátan, getur ekki iðrazt og oróið hólpinn, nema hann auðmýki sig og játi syndir sínar. Drottinn var líka að vitna til spádómsbókar Hósea, en þar segir: „Því að á miskunnsemi hefi ég þóknun, en ekki á sláturfórn, og á guðsþekking fremur en á brennifórnum." (Hósea 6,6). Með öðrum orðum: Guð vill, að við séum auðmjúkir og fullir iðrunar gagnvart honum og kærleiksríkir gagnvart meðbræðrunum, en ekki trénaðir yfirborðstrúmenn, sem eiga hvorki auð- mjúkt hjarta né elsku til náungans. Gamli stúdentagarðurinn var að mestu leyti byggður fyrir söfnunarfé árið 1934. Húsið er nú að grotna niður og þarfnast gagngerra endur- bóta við sem kosta 10—12 millj. króna. áætlun þeirra nú upp á 20 millj. Verði því viðhaldi ekki sinnt er sennilegast að eldvarnaeftirlitið og heilbrigðiseftirlitið láti loka þeim, þar sem þeir séu ekki leng- ur ibúðarhæfir. Þannig mætti telja upp hvern liðinn á fætur öðrum þar sem brýnna úrbóta er þörf. Félagsstofnun hefur ekki í önn- ur hús að venda um tekjuöflun en til stúdenta og til Alþingis. Stúd- entar hafa staðið við sinn hlut og munu gera það. Stofnunin sjálf 1975 1976 13726 16700 6750 7600 6976 9100 reynir auk þess eftir beztu getu að gæta hagkvæmni og hagsýni í öllum sinum rekstri. En allt ber að sama brunni aðeins myndar- legt framlag Alþingis forðar þess eigin óskabarni frá glötuninni. Ég vil því skora á háttvirta alþingis- menn að hækka ríflega framlög til stofnunarinnar nú við af- greiðslu fjárlaga. I fjárlagafrum- varpinu er gert ráð fyrir 7.6 millj. og er það þá f jórða árið ( röð sem framlag til Félagsstofnunar er nánast óbreytt að krónutölu. Þreföldun þessarar upphæðar væri stórt spor i rétta átt og væri þá nærri þvi staðið við þau fyrir- heit sem gefin voru 1968 og marg- sinnis hefur verið minnt á hér að framan. „... Greiði hver stúdent 500 kr. þá greiði rikissjóður 1.500 kr. á móti honurn." Kjartan Gunnarsson. Hver Lego-kubbur lætur ekki mikið yfir sér, svona einn og sér, en þegar þeir eru komnir fleiri saman þá er fátt það til sem ekki er hægt að búa til úr þeim. Þetta er það sem gefur Lego-kubbunum mest gildi, og gerir hann að leikfélaga sem krakkar kunna að meta. Gömlu góðu Lego-kubbarnir, sem margir foreldrar þekkja frá þvi að þeir voru börn eru enn í dag undirstaðan í Lego leikföng- unum. Þeir fást i hinum svonefndu ”grunnöskjum” ásamt fjölda fylgihluta, en þeir eru til dæmis, gluggar, hurðir og hjól. Lífió er leikur meóLEGO „»»6t9f2 iídhS .iifföbabi6no9J nóibMiöbllsh iM,»ivpíoja «6Í9t3 íigna ,iittöbebi6no9j núi6uO wóbablsvngöH enU ^noaabisnoaJ tiodlA mödfimsd go

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.