Morgunblaðið - 28.01.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.01.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1977 19 Ferð Mondales: Úr Páfagarði til London og Parísar London, 27. janúar. AP. VARAFORSETI Bandarfkjanna, Walter F. Mondale, átti í dag klukkustundar langan fund með Páli páfa 6., sem skýrði honum frá því að Bandarfkin væru tákn trúarinnar á framtíðina. Síðan flaug Mondale til London til fundar við James Callaghan forsætisráðherra, sem samkvæmt frásögn aðstoðarmanns Mondales munu aðal- lega fjalla um Rðdesíu, Suður-Afríku og Kýpur. Hann mun einnig ræða við Mario Soares, forsætisráðherra Portúgals, í síma. Þá mun Mondale halda til Frakklands eftir fundi sína með Callaghan, þar sem hann mun ræða við Valery Giscard d’Estaing forseta og er búist við þvi að sá fundur muni aðallega snúast um toppfund leiðtoga Vesturlanda, sem stefnt er að, að verði i sumar. Sá fundur verður væntanlega einnig helzta umræðuefnið á fundi varaforsetans með Emile van Lennep, yfirmanni Efnahags- Lögreglumorð á N-írlandi Belfast, 27. janúar. AP. ÍRSKI lýðveldisherinn, IRA, réð í dag af dögum rannsóknarlög- reglumann í miðborg London- derry, nséststærstu borg Norður- trlands, að sögn lögreglunnar. Ekki var getið um hver lögreglu- maðurinn var, en sagt að hann hefði verið giftur og átt tvo unga syni. Talsmaður lögreglunnar sagði að maðurinn hefði verið skotinn af dauðafæri við viðgerðarverk- stæði við Strand Road, en hann hafði komið þangað með bíl sinn til viðgerðar. Morðingjarnir biðu hans á bílastæði i grenndinni og flýðu síðan í bíl i átt til landa- mæra Irska lýðveldisins. og framfarastofnunarinnar OECD. Mondale hlaut mikið hól emb- ættismanna Efnahagsbandalags- ins og Atlantshafsbandalagsins í Briissel fyrir kalda og verklega framkomu sina á fyrstu diplóma- tiuferð sinni til útlanda. Einn embættismaður Nato sagði að hann hefði vakið hrifningu margra og á fundum sínum hefði honum aldrei orðið hált undir fæti og ekki gert nema réttu hlut- ina. Sömu sögu höfðu embættis- menn í Bonn að segja. Örugg og ákveðin framkoma hans vakti at- hygli leiðtoga Vestur-Þýzkalands og varð án efa til þess að draga úr hugsanlegum ágreiningi á milli ríkjanna. Sögðu embættismenn- irnir að þó að Mondale væri ný- græðingur í stjórnmálum hefði hann áunnið sér virðingu Helmut Schmidt kanslara. ERLENT Hagstæð matarkaup Dilkakjöt í heilum skrokkum II verófíokkur á gamla verdinu Verdpr.kg.M2 606 Svidadeins 290kr. pr. kg. Opið föstudag ti/ 10 Lokað iaugardag JÓSEPH LUNS, framkvæmdastjóri Nato, vísar Walter Mondale, varaforseta Bandaríkjanna, til sætis í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brtlssel á mánudag. Hægra megin við þá er Alexander Haig, hershöfðingi og yfirmaður bandarísku herjanna í Evrópu og herja Atlantshafsbandalagsins. Færeyin^ur gekk Bretum úr greipum Kaupmannahöfn, 27. janúar. Frá Lars Olsen, fréttaritara Mbls. í DAG fimmtudag landaði færeyski skipstjórinn Grímur Rasmussen 5.000 kössum af síld í jóska hafnarbænum Hanstholm Fyrir þessa löndun fékk hann um 16 milljónir islenzkra króna — og jafnframt sigur yfir brezkum fiskveiðiyfirvoldum Grimur Rasmussen hafði nefni- lega á miðvikudag náð skipi sírru „Durið' úr höndum Breta, sem höfðu tekið það í sína vörslu á þeirri forsendu að Grimur hefði stundað ólöglegar veiðar innan 1 2 mílnanna við Hjaltlandseyjar. Skipið var fært til hafnar í Leirvík i Skotlandi og Bretar vildu ekki skila þvi fyrr en fyrir það og aflann hefðu verið greiddar 1 6 milljónir króna Grímur Rasmussen lét ekki slá sig út af laginu og kallaði lögfræðing sinn til Skotlands Hann fann það út að Bretar höfðu gleymt að lýsa skip- stjórann handtekinn. Færeyski skip- stjórinn og áhöfn hans gátu þvi siglt út úr höfninni í Leirvík, án þess að yfirvöld gætu nokkuð aðhafst gegn hinum djarfa Færeyingi Bak við þetta mál er lika grundvallaratriði. sem getur leitt til spennu í sambúð Dana og Breta Bretar hafa nefnilega lýst klettasker- ið Rockall í Norður-Atlantshafi brezkt land, þó að jarðfræðingar séu þeirrar skoðunar að skerið sé á fær- eyska landgrunninu Þeir hafa feng- ið þingmann Framfaraflokksins danska. Finn Erlandson til að lýsa því yfir að sé þetta rétt. þá sé hluti af hinum norsku olíuauðugu Ekofisk- svæðum einnig danskur. Svo þegar allt kemur til alls þá bendir margt til þess að Danir mundi á komandi tímum eiga erfitt með að gæta allra hagsmuna sinna á Norður- Atlantshafi Gerið góð kaup Libby s tómatsósa (stærri flaska) kr. 5í>e Hrísgrjón 907 gr. kr. Cheerios pr. pk.. kr. Strásykur 1. kg.. kr. >05 Bananar 1. kg.... kr. >74 Hangiframpartar 1. kg. kr. Nautakjöt á Vörumarkaðsverði Nautasneiðar 1 kg. kr. 1000. Nautagullasch 1. kg. kr. 900. Nautahakk 1. kg. kr. 740. Opið til kl. 10 í kvöld Lokað laugardaga Vörumarkaðurinn hf. V Ármúla 1A Sími86111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.