Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FEBRUAR 1977 15 Listaverk Gerðar á leið til íslands Þrátt fyrir leikdóm Jóhanns Hjálmarssonar hér i blaðinu langar mig til að fara hér nokkr- um orðum um leikstjórn og leik- ara. Þórunni Sigurðardóttur hefur tekizt stórvel að leikstýra hinum ungu leikendum og skapa heil- steypta sýningu, þar sem saman fer góð leiktúlkun einstakra leik- enda og heildarsamræming. Tónlistarmenn M.H. gáfu leik- myndinni hugnæman blæ með tónlist sinni, sem var vel flutt og einstaklega smekklega fram sett. Af einstökum leikurum var Jakob S. Jónsson frábær. Jakob er óvenju efnilegur leikari. Það var einstök ánægja að sjá þennan unga og gjörfilega mann fara með hlutverk hins tvíráða og huglausa valdamanns. Lýsti hann vel breyt- ingunni frá undirlaggjunni i valdsmanninn. Karl Agúst Ulfsson lék Drek- ann af myndarskap. Þetta er erfiðasta hlutverk leikritsins og krefst mikils og þess vart að vænta að óvanur leikari nái hinum mikilúðlegu og magn- þrungnu áhrifum, sem því fylgja. Þó tókst Karli vel að framkalla það margræða eðli, sem í ógn- valdinum bjó. Björn Guðbrandur Jónsson lék Lancelot, imynd hins góða og sak- lausa, sem á að sigrast á hinu illa. í ævintýrum barnanna sem trúa á sigur hins góða, er þetta óskahlut- verk, en í heimi raunveruleikans, ádeilunnar og efasemdanna, er þetta erfitt hlutverk og misskilið. Birni tókst vel að troða hinn gullna meðalveg I túlkun sinni þannig, að hlutverkið hélt stöðu sinni, en varð ekki að ómerki- legum farsa I höndum hans. Ingvar Ólafsson í hlutverki Hinriks sonar borgarstjóra var ágætur, hæfilega lævís og einfald- ur þegar það átti við. Sigríður Þorgeirsdóttir i hlut- verki Elsu, er hin gjörfilegasta stúlka og lýsti vel hinni eftirsóttu yngismey. Skilaði hún ágætlega sinu hlutverki. Þá gerði Indriði Einarsson hlutverk Karla- magnúsar minnisstætt. Ragn- heiður Tryggvadóttir sem köttur- inn, var vel útfært hlutverk. Ótal fleiri leikendur komu við sögu, sem ástæða hefði verið til að minnast, en svo verður eigi hér. Heldur skal leikendum og leikstjóra þökkuð góð og eftir- minnileg sýning. Guðmundur H. Garðarsson. Mbl. hefur borist úr- klippa með meðfylgjandi mynd úr þýzku dagblaði, sem gefið er út í bænum Júlich. f yfirskrift segir að þessi relief-mynd sé að fara frá bænum Linnich til Reykjavíkur. Undir myndinni stend- ur: Meðal hinna síðustu af fjölmörgum verkum ís- lenzku listakonunnar Gerð- ar Helgadóttur, sem mikill missir var að er hún lézt 1975, voru model af vegg- myndum úr bronsi í þrem- ur hlutum. Þau voru ætluð hátíðasal Hamrahlíðar- Aukasýning á Drekanum Leiklistarfélag Menntaskólans i Hamrahlið hefur sýnt leikritið Drekann eftir Evgeni Schwartz fimm sinnum við ágæta aðsókn og góðar viðtökur gesta á sýning- unum. Þvi hefur verið ákveðið að efna til aukasýningar á föstudags- kvöldið kl. 8.30 I skólahúsinu við Hamrahlið. Sýningin er umfangsmikil, um 30 manns á sviðinu, þegar mest er. skóla í Reykjavík og hafa þau verið unnin á verkstof- um dr. H. Oidtmans í Linn- ich. Þessi lágmynd, sem er 2.50 metrar á breidd og 1.50 m á hæð, er um það bil að verða tilbúin og mun innan skamms leggja upp í ferðina til íslands. Listasafnið býður fyrirles- ara út á land LISTASAFN lslands hefur undanfarna vetur gengist fyrir fræðslu i safninu um ýmsa þætti myndlistar og hefur hún mælst vel fyrir. Hefur Listasafnið þvl hug á að færa út þessa starfsemi mað það fyrir augum að hún megi koma ð notum ibúum utan Stór- Reykjavlkursvæðisins. Er eink- um um að ræða fyrirlestra eða stutt námskeið um erlenda og innlenda myndlist, með skugga- myndum. Listasafnið hefur nú boðið ýms- um bæjarfélögum og landshlutum þjónustu sína og er reiknað með að fyrirlesarar fari um landið í vor, þvi mörg svör hafa borizt frá landsbyggðinni. Listasafnið legg- ur til fræðsluefni og fyrirlesara, en ferðakostnaður og dvalar- kostnaður greiðist á hverjum stað. ” Ytri einf ald- leiki og d júp, innri alvara” — lofsamleg ummæli í Huvudstads- bladet um ljódasafn Jóns úr Vör NÝLEGA birtist í Huvud- stadsbladet í Helsinki mjög lofsamlegur ritdómur eftir Roger Holmströn um Ijóða- safn Jóns úr Vör, Bláa natten över havet. Bókin kom nýlega út á sænsku í þýðingu Maj-Lis Holmberg, og hefur að geyma Ijóð frá ýmsum tímum. Greinarhöfundur telur Ijóðasafnið gefa góða yfirsýn yfir skáldskap Jóns úr Vör, og vekur meðal annars athygli á því hve vel skáldinu takist að lýsa lífi sjómanna og fólks í sjávarþorpum: „Fátækt og harðneskju tilverunnar er lýst á sannfær- andi hátt á einföldu máli, sem laust er við hvers konar stílbrigðaflækjur, en um leið verður hið myndræna óað- skiljanlegt því, sem er upp- runalegt og í beinum tengsl- um við náttúruna." „Þau Ijóð Jóns úr Vör, sem eru frá árunum eftir 1950, eru jafnlaus við hvers konar prjál, og helzta einkenni þeirra er einlægnin. Meðal Ijóðaþýðinga Maj-Lis Holm- berg vekur Ijóðið Sovande barn sérstaka athygli, en þar koma fram i senn ytri einfald- leiki og djúp innri alvara Svipuð verða áhrifin af öðru Ijóði — Som havet — en þar er hið dulmagnaða ríkari þáttur: Ibland ár dina ögon som havet, som inte vet sin vilja men ár djupt og skiftande. Natten har vávt sin duk mellan mig och dig av dubbeltydiga ord, tills tiden inte lángre máts och várldens klockor har tappat sina visare i tystnadens váldiga vinterdjup. Jón úr Vör och med den duken som segel som natten har vávt seglar du bort att leta dig olycka. Síðan segir í grein Roger Holmströms: „í síðari Ijóðum sinum fer Jón úr Vör enn sparlegar með orðin, að því er virðist til að forðast að þau skyggi á þá reynslu sem hann vill koma á framfæri. Þetta kemur fram í bókinni Vinarhús frá 1972, þar sem er að finna nokkur beztu Ijóð skáldsins: Blá tystnad omsluter min tanke. Inga sanningar ságs mig. Jag ber bara om din nárhet. Jag vet att de kárleksord ár skönast som inte har vissnat pá lápparna. Álskandes gládje ár som doften af trád efter regn, deras hjártan, som álskar liksom blommor som öppnar sina kronor om morgonen Den som álskar kan inte tala om det för nágon. Hér mætast skáldið og þýðandinn á þeim snerti- punkti, sem gerir það að verkum, að lestur Ijóðasafns- ins Bláa natten över havet verður dýrmæt reynsla," segir Roger Holmström i lok greinarinnar. <Jr Kjarnaskógi — útivistarsvæói Akureyringa. — Ljósmyndir Eðvarð Sigurgeirsson. sem þar er á „hættusvæðum" verði sýnd einhver tillitssemi, þegar til framkvæmdanna kem- ur. Mætti þá einnig hafa í huga, að það tekur ekki nema stutta stund að höggva og ryðja burt trjám, sem hafa verið tugi ára að ná núverandi vexti. Og til að svo mætti verða hefur þurft til ómælda umhyggju og natni þeirra mörgu sem að unnu. Ég vona þvi, að þeir reikni- og teiknimeistarar sem nú starfa við að festa á blað væntanlega staðsetningu áður nefndra mannvirkja, gefi sér nú enn eina umhugsunarstund við teikniborðið og athugi sér- staklega hvort ef til vill megi nú bjarga, að einhverju eða öllu leyti, einum eða tveimur af þeim ólánssömu skógreitum, sem hafa orðið svo óheppnir að lenda i vegi fyrir reglustikunni. Akureyri, febrúar 1977. Ingólfur Ármannsson, Heiðarlundi 5 B, Akureyri. Póstsendum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.