Morgunblaðið - 09.03.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.03.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1977 13 I óeirðum bar múgurinn meðal annars eld að sporvögnum og strstis- vögnum. Myndin var tekin I miðri Karfó á fyrsta degi óeirðanna. gegn almenningi. Siðan flaug hann til Kairó til viðræðna við ráðherrana í ríkisstjórn sinni. Áætlað tjón af völdum þessara uppreisna var 79 manns fallnir i átökunum, 566 slasaðir og fjár- hagslegt tjón nemur milljónum Bandaríkjadollara. Eigendur næturklúbbanna, sem nefndir voru í upphafi greinar- innar, sögðu að lögreglan hefði ekki látið sjá sig meðan verið var að ræna og eyðileggja eignir þeirra, og að slökkvliðið hefði ekki heldur komið á vettvang fyrr en 12 stundum siðar. Allir glæsi- legustu skemmtistaðirnir í Kaíró voru lagðir í rúst. Spurningin er, hvers vegna? Þrenns konar getgátur eru á lofti um ástæðurnar, ein er sú, að þar hafi verið að verki öfgasam- tök múhameðstrúarmanna sem líta slika staði sem undirrót spill- ingar og aðsetur hins illa. Önnur ástæða er talin sú, að þarna hafi þjófar einfaldlega verið á ferð, sem sáu gullið tækifæri til að krækja sér i ókeypis vín og mat- föng. Þriðja skýringin, og sú lík- legasta, er, að bæld andúð hinna kúguðu fátæklinga hafi brotizt út á þennan hátt gegn auðugum Aröbum, sem eyða oft hærri fjár- hæðum á slfkum skemmtistöðum en venjulegur Egypti vinnur sér inn á mörgum mánuðum. Klúbb- eigendurnir halda þvi fram, að þetta hafi verið verk kommúnista. Ríkisstjórnin lét i ljós það álit, að skemmdarvargarnir hefðu verið undir „stjórn" kommúnista og eins og vænta mátti lýstu yfirvöld því yfir 2 dögum seinna, að tekizt hefði að fletta ofan af leynilegum samtökum, sem bæru alla sök á vandræðunum. Hundruð manna, sem vitað var að aðhylltust komm- únisma, voru handtekin. Kommúnistaflokkurinn er bann- aður í Egyptalandi og meðlimir hans eru taldir vera aðeins nokk- ur þúsund. Vestrænir stjórnmálamenn draga í efa skynsemi egypzku stjórnarinnar með þessum við- brögðum. Þeir telja ekki, að kommúnjstar hafi átt upptökin en „hinsvegar er líklegt að þeir hafi nýtt tækifærið til að snúa mót- mælaaðgerðunum upp i ofbeldi," er haft eftir einum þeirra. Sovézkur diplómat sagði, bros- andi á svip: „Ætli þeir að við höfum slik völd i landinu, er það allt i lagi frá okkar hálfu.“ Félagar í Kommúnistaflokki Egyptalands eru flestir úr röðum menntamanna og hinna róttækari háskólastúdenta. Þeir standa saman um gagnrýni sína á Sadat. Hann hefur svikið þjóðina um að hrinda í fram- kvæmd hinum sósíalisku áform- um er Nasser setti fram, hann heur einnig boðið erlendum aðil- um að fjárfesta í landinu. Sadat rak á brott sovézka ráðgjafa en gaf auðugum fasteignaeigendum leyfi til að snúa til landsins aftur, en þá hafði Nasser hrakið brott. Margir efast líka um raunveruleg- an vilja hans til að komast að friðsamlegu samkomulagi við ísraelsstjórn. Aðstæðurnar vonlausar. Óliklegt er talið, að allur sá fjöldi, sem tók þátt i óeirðunum, hafi gert það vegna stjórnmála- skoðana sinna. Ástæðan sé hin erfiðu lífskjör almennings. Hér skuiu nefnd aðeins tvö dæmi, sem varpa nokkru ijósi á ástandið: Hagfræðingur, sem útskrifaðist með full réttindi úr háskóla, hóf störf hjá opinberu ráðuneyti. Launin voru 17.50 bandariskir dalir á viku. Siðar gekk hann í herinn, þar voru launin 35 dalir vikulega. Að lokinni herþjónustu hvarf hann til sins fyrra starfs, nú sem deildarstjóri, og aflaði það honum 26 dala vikulauna. Hann hafði nú konu og tvö börn á fram- færi og launin nægðu ekki til að láta enda mætast. Nú starfar þessi manntamaður við bifreiða- akstur, hjá vestrænau sendiráði i Kaíró, fyrir töluvert hærri laun. Anis Sami lauk námi við háskól- ann í Kaíró árið 1969 með gráðu í heimspeki og sálarfræði. Honum bauðst tæknistarf að loknu námi og skyldu byrjunarlaunin vera 15 dalir á viku. Hann afþakkaði boð- ið, hóf leigubílaakstur, og kveðst afla u.þ.b. 45 dala vikulega. Þúsundir Egypta standa and- spænis þessum sömu vandamál- um, vel menntað fólk neyðist til að taka að sér þjónustustörf, sem eru hvorki samboðin menntun þeirra eða getu, vegna þess að ríkið hefur ekki efni á að greiða þeim laun, sem lifandi eru á. Allir er hvattir til náms, ríkið tryggir öllum, sem útskrifast, atvinnu. Háskólarnir útskrifa nú 30 — 40 þús. manns árlega. Flestir lenda í fáránlegum stöðum hjá þvi opin- bera — sum ráðuneyti hafa 4 menn í hverri stöðu — þar sem þeir sitja aðgerðalausir alla daga, hafandi ekki annað fyrir stafni en að kvarta hver við aðra um erfið kjör sin. Byrjunarlaun hjá opinberum vinnuveitendum eru 15 dalir á viku fyrir háskólamenntaða menn. Haldi þeir starfinu fram á ellilaunaaldur geta þeir verið komnir upp i 57.50. Verðlag er aftur á móti gífur- lega hátt. T.d. eru ibúðir búnar húsgögnum leigðar á allt að 500 dali á mán. Venjuleg leiguíbúð er á 25 — 50 dali mánaðarlega, en húseigendur krefjast allir svo- kallaðrar „Lykil-greiðslu" undir borðið, allt frá 5000 — 12.500 dala. Þá er eftir að afla húsbún- aðar, en það eru að auki aðrir litlir 2.500 — 5000 dalir. Þegar allr þessar tölur hafa verið lagðar saman er hægt að gera sér í hugarlund hvilikir erfiðleikar mæta þeim er hafa huga á að stofna heimili, enda eru úrræðin hjá flestum að búa áfram á heimili foreldra sinna og þeim sem giftast verða að flytja maka sinn inn á heimilið eða einfald- lega að láta sér nægja að hittast einstöku sinnum. Framhald á bls. 25 Gunnar Jökull Hákonarson: Hinn þögli meirihluti ÞAÐ er greinilegt að andstæðing- ar bjórsins eru farnir að örvænta nokkuð um hag þjóðarinnar ef marka má skrif fjórmenninganna í Morgunblaðinu hinn 3. mars s.l. Ekki skal ég efast um að þessum mönnum gengur eflaust gott eitt til, en merkilegt er það þó að það eru ávallt þeir sem sjá allt svart þegar minnst er á bjór eða jafnvel annað áfengi sem geysast fram á ritvöllinn og hafa hvað hæst í fjölmiðlum landsins. Hvað með hinn þögla meiri- hluta? Það er jú fólkið sem er laust við alla fanatik i þessum málum og brosir út i annað þegar það les greinar þessara mektar manna. Þó get ég ekki orða bund- ist lengur og finn mér skylt að fara nokkrum orðum um þessi mál. Sveinbjörn Jónsson talar um Björn einhvern sem honum tókst ekki að bjarga frá ofdrykkjunni, en hefur þó skrifað grein um bjórmálið i starfsmannablað hans. Þar er fjallað um sóðalegar sjómannakrár í Bretlandi. Svein- björn, við sem höfum verið er- lendis vitum fullvel að hafnar- krár i Bretlandi sem annars stað- ar eru sóðalegar og ljótar, en veist þú að í þær krár sækist einmitt rónalýður og aðrir misjafnir borg- arar til þess að snapa sér glas hjá örlátum sjómönnum, sem eru ný- búnir að fá kaupið sitt og vilja gera sér glaðan dag. Þeir fjölmörgu íslendingar, sem komið hafa til Englends vita mæta vel að bjórkrár i íbúðar- hverfum og I sjálfri miðborginni eru yfirleitt glæsilegar, hafa manneskjulegt yfirbragð og eru oft á tiðum virðulegar. Þegar ég var búsettur i London kynntist ég áfengisneyslu Bret- anna mjög náið þó ég hafi verið reglumaður á vín. Þar var ekki rætt um að kaupa sér eina eða fleiri flöskur af brenndum vinum og fara á fyllerí um helgina. Nei menn hittust gjarnan heima hjáeinum kunningjanum á laugardagskvöldi og fengu sér nokkra bjóra og siðan var farið á krána og spjallað saman í góðum og léttum anda fram undir miðnætti og síðan farið heim. Auðvitað eru til menn þar eins og annars staðar sem vildu fara á dansleik eða jafnvel á nætur- klúbb á eftir, en menn eru mis- jafnir og ekkert við þvi að gera. Stundum hittust menn um sex- leytið eftir vinnu í miðri viku, settust að nokkrum bjórum og ræddu heimsmálin i mesta bróð- erni. En sjaldan sá ég menn ofur- ölvaða og verða sér til skammar á kránum. Sigfinnur Sigurðsson er einn af þeim dæmigerðu íslendingum sem treysta sjálfum sér til að drekka bjór en ekki öórum. Lík- lega er hann í það góðum sam- böndum að hann fær sinn bjór án þess að bjór sé lögleyfður i land- inu. Eða kannski bruggar hann sitt eigið öl, þvi það virðast marg- ir gera í trássi við lögin. Þaó er satt að segja furðulegt aö stuðlaó skuli vera að lögbrotum á þeim sviðum þvi engum dettur i hug að virða lög og reglur þegar menn fara að brugga sinn eigin bjór. Einhver H.Kr. visar á Góð- templararegluna. Mér þykir hjá- kátlegt að þessi góði maður hver svo sem hann er, skuli ekki vera stoltari af reglunni en það að hann þorir ekki að láta nafns síns getið. Jón Veturliðason álítur að allt landið verði á floti í bjór ef bjór- inn yrði leyfður. Hann telur hóf- lega drykkju 1—2 flöskur á hverja vinnustund eða hálfur til heill kassi á vinnutímann. Nú er það þannig að atvinnurekandi getur bannað mönnum drykkju á Framhald á bls. 16 Nýjasta gerðin af Apeco ljósritunarvélum heitir M 420. Þessi vél hefur ýmsa kosti, sem gera hana aðgengilegri en aðrar ljósritunarvélar. APECO M420 er: Lítil og nett rúlluvél. Tekur varla meira pláss en ritvél. Lengd ljósritsins má stilla frá 20—-36 cm. « Ódýrari en flestar sambærilegar vélar. Auðveld í notkun. Með pappírsstilli. ^ ^ Hafið samband við sölumenn okkar strax í dag. Sýningarvél í söludeild, Hverfisgötu 33. SKRIFSTOFUVELAR H.F. ■ x Hverfisgötu 33 "J'ÍLLNV* Sími 20560 - Pósthólf 377 Litla Ijósritunarvélin meðstóru kostina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.