Morgunblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977 Myritsláttuvél- ar á miðöldum t meira en 2200 ár var mynt slegin með hamri. Hér er gömul mynd er sýnir slfka myntsláttu. Ennfremur er mynd af mðtunum. Ég hefi áður sagt frá því hér I þessum þátt- um mínum, hvernig Forn-Grikkir fundu upp aðferð til að slá mynt. Aðferð þeirra var einfaldlega fólgin í því að leggja málm- plötu milli tveggja móta og slá svo á efra mótið með hamri. Þannig voru peningar slegnir í um 2200 ár. Er notkun peninga jókst, á miðöldum, hugðu menn að tækj- um, er létta mættu starf myntsláttu- manna, og auka afköst þeirra um leið. Ekki var það þó fyrr en á seinustu öld, að vél- væðingin tókst, svona nokkurn veginn eins og hún er í dag. Það var eins og sú gamla list, að slá mynt, sem þeir Grikkir og Rómverjar kunnu svo vel, gleymdist, við fall Rómaveldis. Vissulega eru á þessu 1000 ára gleymskutímabili til margar undantekning- ar um gæði peninga, en yfirleitt var mynt- sláttan með endemum. Myntmeistararnir fornaldar og miðalda höfðu oft og einatt sína afsökun. Félaus þjóð- höfðingi útvegaði þeim t.d. kíló af silfri og heimtaði í staðinn silfurpeninga sem voru samt. 2—3 kíló. Hvernig myntsláttu- meistararnir færu að því, að klóra sig út úr þessu litla vandamáli, var þeirra mál, en ekki húsbændanna. Auk þess urðu þeir helzt að slá peningana í hvelli og máttu ekkert vera að dedúa við smáatriði í gerð myntmótanna. En nú skulum við líta á myndirnar af myntsláttuvélum mið- alda og lesa skýring- arnar með myndunum. Myndirnar stytta annars langt mál. Silungur settur f miölunarlón vatnsaflsvirkjunar 1 Wales Norskur sjóliðsforingi kannar möskvastærð í þýskum togara -Norskur togari búinn til strandgæslu Rafveitur ástunda fiskeldi Hér verður drepið á fiskeldi, sem bresku ríkisrafveiturnar stunda við orkuver sín i Wales. Það er þó ekki neitt einsdæmi, því rafveitur margra landa hafa slíka starfsemi við orkuver sín, og er það þá oft til að bæta það tjón, sem verður á veiði vegna virkjana fallvatna. Sú þarf þó ástæðan ekki ein að vera, heldur einnig, og engu siður hrein viðleitni til að taka þátt að bæta landgæði, enda er það í nokkrum Iöndum Iögboð- in skylda þar sem um meiri háttar virkjanir er að ræða. Þannig er það í Bretlandi og i írlandi, að lög og reglugerðir mæla svo fyrir að ríkisrafveitur þar skuli taka virk- an þátt í því að stuðla að viðhaldi og auknu fiskeldi í ám og vötnum. Timabært mætti telja að hér á landi yrði fetað í fótspor þessara nágranna okkar. Rétt er að geta þess að sumar rafveitur hér hafa unnið að þess- um málum i tengslum við virkjan- ir sínar, þó ekki samkvæmt fyrir- mælum i lögum, heldur vegna ákvarðana forsvarsmanna þeirra. 1 þvi sambandi má minnast Raf- magnsveitu Reykjavíkur varð- andi laxaeldi í Elliðaám og flutn- ing göngulax upp fyrir stöðvar- hús, svo og Rafmagnsveitna ríkis- ns vegna bygginga laxastiga o.fl., i báðum tilvikum á kostnað raf- veitnanna einna. Sá sem þetta ritar, hefur átt þess kost að sjá sérstæðan laxa- stiga, sem byggður var innanhúss í stórri vatnsaflvirkjun rikisraf- veitnanna i Norður-Skotlandi. Til hliðar við stigann, inni í stöðvar- húsinu, var byggt fyrir með gleri og mátti fylgjast með stökki lax- anna frá hólfi til hólfs. Sum þrep- in voru ofviða þessum hástökkv- urum, en i stiganum var lyftibún- aður sem lyfti einstökum þrepum og hólfum, eftir athugun og gæslu stöðvarvarðar. Því má skjóta hér inn að stöðvarvörðurinn, sem á vakt var í þetta skipti, reyndist vera íslendingur. Á myndinni, sem hér fylgir, má sjá starfsmenn rafveitnanna i Wales við dreifingu á silungi í uppistöðulón orkuvers svæðis'ins. Á rafveitusvæði Wales eru bæði vatnsaflvirkjanir og elds- neytiskynt orkuver. Við tvær kyndistöðvarnar er afgangshiti þeirra notaður til hitunar eldis- tjarna fyrir silung, þar með talin regnbogasilung. Þegar fiskurinn hefur náð ákveðinni stærð, er hann fluttur í lón vatnsaflsvirkj- anna, en veiðileyfi eru þar veitt gegn lágu gjaldi. Tilgangur rafveitnanna er hér að stuðla að hollri útivist upp til fjalla. Þeir sem veiðarnar stunda búa yfirleitt í tjöldum við vötnin, eða á gististöðum i nágrenni þeirra. Þarna getur komið fólk alls óvant stangveiði, því rafveit- urnar leggja til kennara í köstum og öðru sem tilheyrir þessari vin- sælu sportgrein, enda er mikil ásókn i veiðileyfi, jafnvel frá öðr- um löndum. Mjög vinsælt er að halda þarna keppnismót í stang- veiði, og er nú þegar ákveðinn langur listi keppnismóta n.k. sum- ar, þar á meðal keppnismót skáta- samtakanna í Wales. Rafveitan í Wales hefur tvisvar fengið viðurkenningu félagssam- taka umhverfisverndar í landinu, nú síðast vegna starfsemi sinnar við vatnið, sem myndin sýnir. Gæsla fiskveiði- lögsögu Noregs Þegar ákveðið var að færa út fiskveiðilögsögu Noregs i 200 sjó- milur, voru strax gerðar ráðstaf- anir til að bæta við gæsluskipum. Norsk stjórnvöld samþykktu að smiða 7 ný gæsluskip af fullkomn- ari gerð en þau sem fyrir voru, en strax í upphafi var talið að það tæki alllangan tíma að ákveða gerð þeirra og hanna þau. Þessi nýju skip áttu ekki eingöngu að gæta fiskveiðilögsögunnar, held- ur einnig að halda uppi gæslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.