Morgunblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1977 Karlmenn óskast til frystihúsavinnu. Uppl. hjá verkstj. í síma 92-8144, Grindavík. Hraðfrystihús Þórkötlustaða h. f. Fiskvinna Fiskverkunarstöð Hópsnes h.f. i Grinda- vík vantar menn vana fiskvinnu. Simi 92-8305 — 8140 Sjómenn Vantar vanan háseta á netabát Góðir tekjumöguleikar sími 43272. Sendill óskast strax, hálfan eða allan daginn. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Aða/stræti 6, sími 22280. Kaupfélagsstjóri Starf kaupfélagsstjóra við Pöntunarfélag Eskfirðinga er laust til umsóknar. Skrifleg- ar umsóknir ásamt upplýsingum um fjöl- skyldustærð, menntun, fyrri störf og með- mæli, ef fyrir hendi eru, sendist Baldvini Einarssyni, starfsmannastjóra Sambands- ins, sem gefur nánari upplýsingar, fyrir 31. þ. mán. Pöntunarfélag Eskfirðinga. Orlofsbúðir umsjónarmaður Ósk um að ráða umsjónarmann við orlofs- hús verkalýðsfélaga í Svignaskarði, Borgarfirði í sumar. Starfstimabilið er frá 1 . maí og er til 1 5. sept. Umsjónarmaður- inn þarf að sjá um undirbúning og snyrt- ingu húsanna áður en orlofstímabilið hefst. Æskilegt er að umsækjendur hafi kunn- áttu í garðyrkju. Nánari upplýsingar veitt- ar á skrifstofu Iðju, sími 13082 oq í síma 16438. Skriflegar umsóknir sendist á skrifstofu Iðju, félags verksmiðjufólks Skólavörðu- stíg 1 6. fyrir 1 . apríl n.k. Orlofsbúðir, Svignaskarði. Sölumaður óskast að stóru matvörufyrirtæki í Reykjavík, vélritunarkunnátta nauðsynleg. Upplýs- ingar í síma 1 0700. Fiskvinna Verkafólk óskast í fiskvinnu. Fæði og húsnæði á staðnum. h. f. Gjögur Grindavik. Sími 92-8089. Höfn Hornafirði Vantar 1. vélstjóra nú þegar á skuttogar- ann m.s. Skinney SF 20. Upplýsingar í símum 97-8207 og 97- 8228, og hjá Vélstjórafélagi íslands í sima 1 2630, Ásgrímur Halldórsson. Götun Óskum að ráða stúlku til starfa við götun (discettuvél), helzt vana. Þarf að geta hafið störf fljótlega. Umsóknir er greini almennar upplýsingar óskast sendar skrif- stofustjóra fyrir 28. mars. lékk^iesko bifreíóaumboóió ó Isbndi AUÐ6REKKU 44-4ó - KOPAVOGI - SIMI 42600 Rafmagiísvéituí ríkisins auglýsa eftirfarandi störf laus til umsóknar 1. Staða forstöðumanns tæknideildar Umsækjendur þurfa að hafa starfsreynslu og verkfræðimenntun. Laun skv. 26. launaflokki ríkisins. 2. Staða forstöðumanns fjármáladeildar Umsækjendur þurfa að hafa starfsreynslu og hagfræði- eða viðskiptafræðimenntun eða samsvarandi. Laun skv. 26. launa- flokki ríkisins. 3. Staða forstöðumanns rekstrardeildar Mikil áherzla er lögð á, að umsækjendur hafi starfsreynslu í rekstri raforkuvirkja og raforkukerfa. Laun skv. 26. launaflokki ríkisins. Umsóknarfrestur er til 14. apríl 1977. Nánari upplýsingar um ofangreind störl veitir rafmagnsveitustjóri ríkisins. atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Garðabær Útburðarfólk vantar í Hraunsholt Uppl. í síma 52252. Framtíðarvinna Fönn óskar eftir manni til starfa í þvotta- húsi. Leitað er að reglusömum og stund- vísum manni um og yfir 30 ára. Hér er um framtíðarstarf að ræða sem gefur réttum manni góða tekjumöguleika. Uppl. eru gefnar í síma 82220 eftir kl. 2. Háseta vantar á netabát. Getum útvegað hús- næði. Uppl. í síma 98-2082, Vestmannaeyjum eftir kl. 1 9.00. Járniðnaðarmaður Viljum ráða járnsmið til starfa strax. ístak, Islenzkt verktak h. f. íþróttamiðstöðinni, Laugardal, sími 81935. Símavarsla Fyrirtæki í miðborginni óskar eftir að ráða stúlku til símavörslu og almennra skrif- stofustarfa. Þarf að geta hafið störf fljót- lega. Umsóknir sendist Mbl. merktar: „1 . apríl — 4859". & © Götun Óskum ettir að ráða starfskraft til starfa á skrifstofu okkar, götunardeild. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi ein- hverja starfsreynslu við götun og endur- götun. — Hér er um framtíðarstarf að ræða. Allar nánari upplýsingar veitir starfs- mannastjóri á skrifstofu félagsins að Skúlagötu 20. Sláturfélag Suður/ands — Minning Úrsúla Framhald af bls. 23 upp bæinn, sem hafði staðið óbyggður frá 1880. Það hlýtur að hafa þurft mikinn kjark til að flytja á svo afskekktan stað upp til fjalla með þrjár litlar dætur. En Gísli var þrekmaður og dætur hans hafa án efa verið þeim hjónum mikil stoð við búskapinn strax og þær uxu úr grasi, enda telja viðmælendur mínir þær allar hafa verið miklar dugnaðar- og hagleikskonur. Seljadalur var að heita má í þjóðbraut á þeim tíma, sem menn ferðuðust fót- gangandi og á hestum, þó hann sé nú afskekktur. Var þar oft mikill gestagangur og hjá foreldrum sínum mun Salla hafa lærst sú gestrisni, sem hún auðsýndi ávallt að því leyti sem hún var henni ekki í blóð borin. Gísli bjó á Selja- dal til 1921 er Jarþrúður kona hans dó. Þá fluttist hann með dætrum sínum til Reykjavíkur að Framnesvegi 4 (Oddgeirsbæ) og bjuggu þau þar I 6 ár. Síðan bjuggu þau ýmist f Hafnarfirði eða Reykjavík, þar til fjórar systranna byggðu árið 1933 hús að Linnetsstig 15, Hafnarfirði, nú Smyrlahraun 9, ásamt föður sínum, en Helga tvíburasystir Söllu var þá gift. Gísli bjó síðan þar til dauðadags 1944, ásamt dætrum sínum. Þarf ekki að efa að þær hafa verið honum mikill styrkur allt til hins síðasta. Þótt Salla hafi lengst af fylgst meira og minná með föður sínum á meðan hann lifði fór hún fljótt að heiman tíma og tíma meðan fjölskyldan bjó öll að Seljadal. Vann hún ýmist á bæjum í Kjós- inni eða í Reykjavík. Eftir að hún fluttist suður var hún alltaf í kaupavinnu í Kjósinni á sumrin, en í fiskvinnu í Reykjavík eða Hafnarfirði á veturna. Árið 1941 fór hún að Fossá til að annast heimili frænda sinna Björgvins og Helga. Stjórnaði hún heimilinu síðan samfellt til ársins 1965, eða í tuttugu og fjögur ár. Þá fluttist Salla á ný til Hafnarfjarðar á Smyrlahraunið til yngstu systur sinnar Ingibjargar, sem þá var orðin ein eftir í húsinu þeirra. Salla var sjötug er hún fluttist suður. Enn hélt hún þó áfram að starfa, þótt hún minnkaði heldur við sig, og vann hún við hrein- gerningar í Kaupfélagi Hafn- firðinga í nokkur ár. Einnig fór hún oft upp að Fossá til að hjálpa Björgvin eftir föngum, en Helgi dó árið 1967. Allra síðustu ár var Salla orðin heilsutæp þó hún færi enn oft að Fossá, en sjaldnar en áður. Þó hélt hún hinum andlega þrótti sinum fram á síðustu stundu. Fór hún meðal annars flest hin siðari ár ásamt Ingibjörgu i ferðalög með Slysavarnafélagi Hafnar- fjarðar og naut þeirra ferða mjög. Voru þær systurnar hver annarri áreiðanlega mikill styrkur fram á síðasta dag. Salla er Ingibjörgu því mikill missir og sendi ég henni hugheilar samúðarkveöjur. Söllu vil ég þakka góð kynni og veit ég að þar mæli ég einnig fyrir munn þeirra fjölmörgu sem henni eiga gott að unna. Kalli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.