Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.03.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1977 (Ljósm. ÓI.K.M.) J6n Sigurðsson hagrannsóknarstjðri flytur erindi sitt á ársfundi iðnrekenda f g«r. / Jón Sigurðsson á ársfundi F.I.I.: Iðnaðurinn er vaxtar- broddur þjóðarbúsins ÁRSFUNDI Félags íslenzkra iðn- rekeenda lauk f Reykjavík í gær. Jón Sigurðsson hagrannsókna- sljóri flutli erindi um skýrslu þjóðhagsstofnunar, „Hagur iðnaðar", og að því loknu urðu umræður. Síðan var fundarstörf- um haldið áfram og nefndir skil- uðu álitum og samþykktar voru ályktanir. I erindi sínu rifjaði Jón Sig- urðsson nokkuð upp aðdraganda þess að ísland gerðist aðili að Efta og hvaða aðgerða hefði verið grip- ið til af hálfu stjórnvalda til að auðvelda iðnaðinum aðlögun að þessari fríverzlunar aðild. Nefndi hann i því sambandi einkum þrjú atriði sem stjórnvöld mörkuðu stefnu sína með, að tollar innfluttra iðnaðarvara lækkuðu ekki fyrstu 4 ár aðildarinnar en fóru siöan stiglækkandi, skatta- kjör skyldu ekki vera lakari en tíðkuðust í samkeppnislöndunum og að efla skyldi lánastofnanir þær sem veittu iðnaðinum fyrir- greiðslu. Síðan rakti Jón Sigurðsson nokkur atriði skýrslu þjóðhags- stofnunar og taldi ekki óeðlilegt að staldrað værí við og staða iönaöarins athuguð nú þegar rif- lega helmingur aðlögunartimans væri liöinn. Jón sagði að beinir og óbeinir skattar árin 1969 og 1975, ef bornir væru saman hérlendis og erlendis, væru ekki lakari hér en viða erlendis, en það væri e.t.v. ekki vegna skattalækkunar hér, heldur fremur vegna þess að skattar víða erlendis hefðu hækkað á þessu timabili. Jón sagði það vera mjög greinilegt að iðnaðurinn hefði borið nokkuð skarðan hlut frá borði í lána- málum, sérstaklega hvað varðaði afuröalán og að þess væri ekki gætt að veita fjármagni til nýrra verkefna á sviði iðnaðar, fremur væri þvi veitt til iðnaðar sem verið hefði lengi við lýði, og að lánakjör hinna mismunandi fjár- festingalánasjóða atvinnuveg- anna væru mjög misjöfn og þyrfti að leiðrétta þennan mismun, og að hinar ýmsu stofnanir hefðu verið um of bundnar af því að lána vissum atvinnugreinum. Jón Sigurðsson sagði að iðnaðurinn, sem væri vaxtar- broddur þjóðfélagsins og þyrfti að vera það, hefði að vissu marki hlotið þann vöxt og viðgang s.l. 7 ár, sem vænst hefði verið og hann hefði allvel staðist erlenda sam- keppni. Þá lagði hann áberzlu á míkilvægi þess að jafna þann mun sem væri á lánum til iðnaðar miðað við aðra atvinnuvegi og að fríverzlunin ætti að gefa tilefni til lifvænlegs iðnaðar i landinu. Að loknu erindi Jóns urðu nokkrar umræður og var m.a. rætt um að tilkoma nýs skatta- lagafrumvarps gæti haft vissar neikvæðar afleiðingar fyrir iðnaðinn. Þá var talað um að að- lögunartimabilið hefði ekki komið að eins góðu gagni og ætlast hefði verið til og því varp- að fram hvort ekki væri hugsan- legt að framlengja hann. Jón svaraði nokkrum fyrirspurnum en síðan var haldið áfram störfum ársfundarins, m.a. lagðar fram niðurstöður vinnuhópa og álykt- anir samþykktar. Fjalla þær um fjármál og lánamál, um aðgerðir stjórnvalda á sviði tækni- og þjónuslumiðstöðva, um skattamál og um áhrif tolla og óbeinna skatta á reksturs- og samkeppnis- aðstöðu iönfyrirtækja. wm , M M1 8%) 0 Á morgun, sunnudag, sýnir Leiklistarsvið Mennta- skólans við Tjörnina Sand- kassann eftir Kent Anderson. Um fimmtán manns fara með hlutverk í leikritinu, en alls munu um 30 manns hafa tekið þátt I að gera uppfærsl- una mögulega. Æfingar hafa staðið yfir síðan I janúar og leikstjóri er Glsli Rúnar Jóns- son. Fyrri hluta vetrar naut hópurinn leiðsagnar Gfsla f framsögn og almennum spuna. Leikhópurinn hefur f sam- einingu bætt stuttum þáttum framan og aftan við leikritið. Fyrst eru persónur kynntar samkvæmt hugmyndum hópsins um þær og sfðan skyggnst 30 ár fram f tfmann og athugað hvernig tfmans tönn hefur orkað á þær. Sögusviðið er sandkassi, þar sem nokkur börn eru að leik undir handleiðslu fullorð- inna. Sýningar verða f Breið- holtsskóla við Arnarbakka, 27. 28. og 29. marz. „Osköp er að vita þetta” í Hlégarði HIÐ nýstofnaða Leikfélag Mos- fellssveitar frumsýnir á morgun sitt fyrsta verkefni, ævintýraleik- inn „Ósköp er að vita þetta" eftir Hilmi Jóhannesson. Leikstjóri er Bjarni Steingrímsson, en sviðs- mynd og búninga gerði Guöbjörn Gunnarsson. Sýningin á sunnu- daginn er í Helgarði og hefst klukkan 20.30, en ráðgert er að efna til 8—10 sýninga ef aðsókn veröur góð. Elli- heimilið MENNTASKÓLINN I KÓPAVOGI: ELLIHEIMILIÐ EFTIR KENT ANDERSON OG BENGT BRATT. LeikritiB þýddi: Steinunn Jóhannesdóttir. Vlsunum sneri: Þórarinn Eldjám. Leikstjóri: Ása Ragnarsdóttir Elliheimilið eftir Ken* Anderson og Bengt Bratt er eitt af þessum félagslegu sænsku leikritum. í Ijós kemur að velferðarþjóðfélag- ið býður ekki upp á jafn mikla velferð og af er látið. Gamla fólkinu leiðist á elli- heimilunum. Þótt það láti sem ekkert sé býr beiskja undir niðri Þjóðfélagið þykist hafa leyst öll vandamál þess með því að setja það á bása. Börnin hafa snúið við því baki, heimsóknir þeirra eru aðeins til málamynda. Gamla fólkið rifjar upp ævi sína og sú hugsun er ágeng að allt hafi verið unnið til einskis. Einna best kynnumst við Matthildi sem alið hefur upp mörg börn í litilli íbúð i verka- mannahverfi. Maður hennar deyr af slysförum. Hún brýn- ir fyrir börnum sinum að standa saman og vinna að umbótum. Þegar bömin vaxa úr grasi hallast þau að fánýt- um hlutum sem þjóðfélag samkeppninnar heldur að þeim. Þau skilja ekki móður sína og hún áttar sig ekkert á þeim. í leikritinu fáum við að sjá mörg dæmi þess hvernig gamla fólkið verður utan- gátta í þjóðfélagi sem er í eðli sínu ómennskt. Elliheimilið hefur þá kosti auk þess að vekja til um- hugsunar það er leikrænt, býður upp á ýmsar leiðir til túlkunar. Mér virðist að Ása Rangarsdóttir leikstjóri hafi tekið rétta stefnu við upp- setningu verksins. Hún hefur í senn einfaldað það og stytt i samræmi við getu leikend- anna, en þetta er í fyrsta sinn sem Menntaskólinn i Kópa- vogi setur upp „stórt leikhús- verk". Árangurinn er að minu viti góður þegar þess er gætt að um skólasýningu er að ræða. Leikendur voru prýði- lega samæfðir og léku af áhuga og ánægju Þeir voru Þórunn Guðmundsdóttir, Kristin H. Siggeirsdóttir, Sjöfn Heiða Steinsson, Anna D. Tryggvadóttir, Þórður Ara- son, Daði Harðarson, Þor- steinn Hallgrfmsson, Ingólfur Skúlason, Björn R. Björns- son, Þórdís Kristleifsdóttir, Ásthildur Bernharðsdóttir og Rikharður H. Friðriksson Sviðsmynd úr leiknum. Lelklist eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Anna Dóra Tryggvadóttir sem ísafold. Leikmynd er verk margra nemenda, um leikmuni sáu Guðlaug Hreinsdóttir og María Elíasdóttir, lýsing var i höndum Sigurðar Elíasar Hjaltasonar. Það færist nú i vöxt að skólanemendur setji á svið kunn leikrit sem einkum eru samin fyrir stór leikhús og þjálfaða leikara. Þetta getur blessast þótt ýmislegt hljóti að skorta. Ég held að Menntaskólinn i Kópavogi hafi fundið heppilega leið með þvi að flytja Elliheimilið i breyttri mynd, þ.e.a.s stytt. Þetta ættu fleiri skólaleik- félög að athuga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.