Morgunblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVÍKUDAGUR 1. JUNl 1977 21 Það var oft hart barizt í leik Keflvfkinga og Fram í Keflavík á iaugardaginn. (------------------\ ÍBK-FRAM 2:2 TEXTI: Ágúst I. Jónsson MYNDIR: Ragnar Axelsson v__________________/ skrapp á milli varnarmanna IBK og undir hendur Þorsteins markvarðar, sem greinilega misreiknaði knöttinn. 1:1: GIsli Torfason jafnaði fyrir heimamenn úr vítaspyrnu á 18. mínútu og átti Þorbergur Atlason, sem nú lék að nýju í marki Fram með ágætum árangri, ekki möguleika á að verja. Vitaspyrnan var dæmd á Ásgeir Ellasson, sem handlék knöttinn á vltapunkti, óvart að þvl er virtist, eftir að Ólafur Júlíusson, hafði átt sendingu inn I vítateiginn. Orkaði vltaspyrnudómurinn ekki tvimælis. 2:1: Hilmar H jálmarsson var nýkominn inn á er hann tók forystu fyrir ÍBK með góðu skallamarki á 56. mínútu. Var skallamarkið eitt það fyrsta sem Hilmar gerði I leiknum. Það var Ólafur Júlíusson, sem sendi knöttinn hárfint á höfuð Hilmars úr aukaspyrnu. 2:2: Rúnar Glslason var ekki atkvæðamikill I þessum leik, en mark hans á 72. minútu tryggði Fram annað stigið I þessum viðburðarlka leik. Ásgeir Elíasson gaf vel fyrir mark ÍBK I góðri sókn Framara. Sigurbergur skallaði fast að marki ÍBK og framhjá Þorsteini markverði. Hefði knötturinn trúlega farið innfvrir llnuna frá Sigurbergi er Rúnar kom að á fullri ferð og hamraði knöttinn I þaknetið af hálfs meters færi. istuttumáli: íslandsmótið 1. deild, malarvöllurinn I Keflavík 28. mai. ÍBK — Fram 2:2 (1:1) Mörk ÍBK: GIsli Torfason úr vltaspyrnu á 18. mínútu og Hilmar Hjálmars- son á 56. mínútu. Mörk Fram: Eggert Steingrímsson á 11. mínútu og Rúnar Gíslason á 72. minútu. Gul spjöld: Ómar Ingvarsson, IBK, fyrir óprúðmannlega framkomu. Pétur Ormslev, Fram, fyrir grófan leik, Eggert Steingrímsson, Fram, fyrir óprúð- mannlega framkomu, Þorbergur Atlason, Fram fyrir óprúðmannl. fram- komu, Hólmbert Friðjónsson, þjálfara ÍBK, fyrir óprúðmannlega framkomu. Þeir tveir síðastnefndu að leik loknum. Rautt spjald: Ólafur Júlíusson, ÍBK, fyrir ruddaskap gegn mótherja. Áhorfendur: 671 Blikamir neillum norfn- ir og Þór vann verðskuldað NÝLIÐAR Þórs frá Akureyri I 1. deild, hafa heldur betur komið á óvart I undanförnum leikjum. Þeim var ekki spáð mikilli vel- gengni I deildinni eftir tapið fyrir ÍBK I fyrsta leik. Slðan kom jafntefli við Vfking, tap fvrir Fram og þá óvæntur sigur fyrir Skagamönnum. S.l. laugardag mættu þeir Blik- unum á hinum glæsilega velli þeirra I Kópavogi. Þrátt fyrir sig- ur yfir Skagamönnum I umferð- inni á undam voru flestir á því, að hér yrði um léttan sigur að ræða hjá Blikunum. En margt fer öðru- vlsi en ætlað er og á þar einkum og sér i lagi við um knattspyrnu. Þór vann leikinn með 1—0 var það verðskuldaður sigur eftir gangi leiksins. Skagamaðurinn I liði ÞÓR, Sigurþór Ómarsson var besti mað- ur vallarins i þessum leik. Hvað eftir annað skapaði hann hættu við mark Blikanna, en sókn Þórs var þung I vöfum og paut hann því ekki þeirrar aðstoðar, sem þurfti til að reka endahnútinn. í heild er liðið skipað jöfnum leik- mönnum. Þeir eru velflestir sterkir, nokkuð hægfara og reyna að leika saman. Auk Sigurþórs, áttu þeir Jón Lárusson, Árni Gunnarsson, Sigurður Lárusson, að ógleymdum Gunnari Austfjörð ágætan leik. Á markvörðinn reyndi lítið, en mér sýndist hann ekki traustvekjandi. Blikarnir voru svo gjörsamlega heiilum horfnir I þessum leik, að þeir áttu ekki minnsta möguleika á sigri. Þetta er annar leikurinn, sem ég hef séð liðið leika I vor og I þessum báðum hefur það verið sóknarleikurinn, sem hefur brugðizt. Boltameðferð og sam- leikur er góður, allt þar til að vítateig andstæðinganna kemur, en þá rennur allt út I sandinn. Það vantar sem sé allan brodd I sóknina. Erfitt er að gera uppá milli einstakra leikmanna I þess- um leik, þar sem þeir léku flestir undir getu. Það var helst að Þór Hreiðarsson stæði uppúr meðal- mennskunni, svo og þeir Valdimar Valdimarsson og Einar r -\ UBK- ÞOR 0:1 Texti: Helgi Danfelsson Mynd: Kristinn Ólafsson. V_______________________________ Þórhallsson, auk Heiðars Breið- fjörð, sem kom inná sem vara- maður. Leikurinn Það gerist fátt markvert I þess- um leik, því eins og áður var fátt um marktækifæri eða spennandi augnablik. Árni Gunnarsson hjá Þór fékk gult spjald á 12. mín. og var heppinn að sleppa með þann skrekk. Hann sparkaði i leikmann Blikanna, sem hafði tekið I hann og Sævar Sigurðsson dómari lét nægja að sýna gula spjaldið. Ein- hver hefði sýnt það rauða og Blik- anum það gula. A 19. min. prjónaði Sigurþór sig i gegnum vörn Blikanna, sem naumlega björguðu I horn. Eftir hornspyrnuna átti Helgi Örlygs- son gott skot, sem Ólafur varði. Á 24. mln. kom svo markið, sem nægði Þór til sigurs I þessum leik. Dæmd var aukaspyrna á Blikana rétt fyrir utan vitateig þeirra. Sig- þór skallaði knöttinn til Jóns Lárussonar, sem skaut föstu skoti að markinu, sem Ólafur réð ekki við. Nokkru síðar sótti Sigþór að marki Blikanna og gaf hann knöttinn til Einars Sveinbjörns- sonar, sem skaut yfir I góðu færi, en á 35. mín. var Einar aftur I færi, en var of seinn á sér því Ólafi tókst að hirða knöttinn af tánum á honum. Síðari hálfleikur var sýnu bragðdaufari en sá fyrri. Þórsarar léku af varfærni, enda með mark yfir og höfðu sýnilega ekki áhuga fyrir að tefla i neina tvisýnu. Það var sami drunginn yfir Blikunum, líkt og þeir hefðu sætt sig við tapið og um marktækifæri var ekki um að ræða. Það fór því svo, að ekkert mark var skorað og sigur Þórs var stað- reynd. Óvæntur sigur I meira lagi, en sanngjarn. Dómari leiksins var Sævar Sigurðsson og var leikurinn auð- dæmdur. I STUTTU MÁLI 28. maí 1977 — 1. deild — Kópavogsvöllur U.B.K. — ÞÓR 0—1 (0—1) Markið: Jón Lárusson á 24. min. Gult spjald: Árni Gunnarsson, Þór Áhorfendur: 483 Þeim lenti saman Gunnlaugi bakverði Breiðabliks og Árna útherja Þórs og á endanum gaf Árni andstæðingi slnum vel útilátið spark I slðuna eins og sjá má. Var vel sloppið hjá Árna að fá aðeins gula spjaldið. Baldur Jónsson og félagar hans á vellinu þó skýringu á að svo var ekki gert. Valsmenn voru mun betri aðil- inn I leiknum gegn KR á föstudag- inn og hið létta og líflega Valsspil blómstraði annað slagið. Sköpuðu Valsmennirnir sér hvað eftir ann- að góð færi I leiknum, en þessum miklu markamaskínum I Vals- liðinu virtist fyrirmunað að skora þar til KR-ingarnir voru orðnir einum færri. Valsmenn hafa sótt I sig veðrið að undanförnu og það sama má segja um KR-liðið. Þó svo að það hafi verið minni máttar á föstu- daginn, þá voru KR-ingar allan tímann með I leiknum og maður hafði það á tilfinningunni, að þó þeir væru minna með knöttinn, þá gætu þeir skorað þegar minnst varði. Sú varð líka raunin, þvl þó svo að Valsmenn hefðu vaðið I tæki- VALUR - KR 2:1 Texti: Ágúst I. Jónsson v_________________________- færum; Ingi Björn tvívegis verið broti of seinn I opnu færi og Hörðu Hilmarsson átt skot I sam- skeytin af stuttu færi, þá voru það KR-ingar sem fyrstir fundu réttu leiðina. Á 33. mínútu fyrri hálf- leiks gaf Örn Óskarsson vel fyrir mark Vals frá hægri og Guðmundur Ingvason var illa valdaður við markteiginn og skallaði laglega I netið. 1:0 fyrir KR, en þarna var svo sannarlega árvekni varnarmanna Vals við fros.tmark. EINUM FLEIRI OG TVÖ MÖRK Eins og áður var sagt meiddist Magnús Guðmundsson illa strax I upphafi seinni hálfleiksins, og I rauninni gat þessari viðureign ekki lokið nema á einn veg eftir það. 11 Valsmenn hlutu að sigra 10 KR-inga. KR-ingar börðust þó áfram sem ljón unz úthald þeirra fór að dvína. Fyrra mark Valsmanna gerði Ingi Björn á 60. mínútu. Ottó Guðmundsson fór þá illa út úr stöðu sinni, Ingi hljóp inn I eyðuna, sem skapaðist við víta- teigslinuna og fékk þangað knött- inn. Lék Ingi aðeins áfram, en sendi síðan knöttinn með góðu skoti I stöngina fjær og inn, 2:1 fyrir Val og Guðmundur átti ekki möguleika á að verja. Siðara mark Vals gerði Magnús Bergs 76. mínútu eftir góða sendingu Inga á hann við mark- teigshorn hægra megin. Skaut Magnús I markhornið nær, ekki fast en utarlega. Var Guðmundur illa staðsettur og náði ekki að verja. Fleiri mörk voru ekki skoruð I þessum leik, sem var ágætlega skemmtilegur fyrir áhorfendur. Reyndar er allt annað að sjá knattspyrnuleik á grasi og það skemmdi ekki á föstudaginn að blíðuveður var. Það setti þó ljótan svip á leikinn hversu stíft Vals- menn sóttu að markvörðum KR og lét Hinrik Lárusson, annars góður dómari leiksins, það að mestu ótalið. Þá létu KR-ingar mótlætið fara I skapið á sér i lok leiksins og brutu þá oft óþarflega gróft af sér. Voru „svekktir" eins og það heitir. Örn Óskarsson er drjúgur leik- maður með KR, sterkari en nokkur annar og berst ávallt af krafti. Hins vegar er Örn stór- hættulegur leikmaður og ættu dómarar að taka harðar á brotum Framhald á bls. 2S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.