Morgunblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.06.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JUNl 1977 13 0 Frumherjar aö mörgum þjóð- þrifamálum Bandalagið tók þegar til óspilltra málanna. Á stjórnar- fundi 15. október 1917 var bæjarstjórninni send áskorun um að bærinn tæki að sér sorp- hreinsun, eins og hann hefði áður haft á hendi hreinsun sal- erna fyrir bæjarbúa. Fékk það góðar undirtektir og hefur bærinn síðan haft á hendi slíka hreinsun. Á sama fundi var ákveðið að skrifa bæjarsjóra og skora á hann að sjá um að vinnuhjú komist in á kjörskrá við bæjarstjórnarkosningar, sem fram áttu að fara í janúar 1918, þar eð stjórnarskráin heimilaði þeim þennan rétt, en við kosningu í niðurjöfnunar- nefnd þetta sama haust töldu konurnar að vinnuhjú hefðu Stjórn og varastjórn Bandalags kvenna f Reykjavfk á 60 ára afmælinu. Fremri röð frá vinstri: Margrét Þórðardóttir, féhirðir, Unnur Ágústsdóttir, formaður, Hafldóra Eggertsdóttir, varaform. og ritari. Aftari röð: Guðrún S. Jónsdóttir f varastjórn, Sigrfður Ingimarsd. f varast jórn, Sigþrúður Guðjónsdóttir f varastjórn. Bandalag kvenna í Reykjavik 60 ára ekki verið á kjörskrá. En fyrsta málið á fundinum var umræða um leigu á sameiginlegu funda- húsi, og kemur þá þegar fram hugmyndin sem seinna varð að Hallveigarstöðum. í kosningunum 1918 til bæjarstjórnar átti Bandalagið annað sætið á lista kosninga- félagsins Sjálfstjórnar og kom að Ingu Láru Lárusdóttur rit- stjóra, en það var í eina skiptið sem Bandalagið hefur staðið að opinberum kosningum, enda sýndi það sig að konur voru þá orðnar flokksbundnar og þýðingarlaust að ætla þeim að kjósa lista af þeirri ástæðu að kona væri á honum. En á aðal- fundi 1933 var því samþykkt tillaga til stjórnmálaflokkanna um að setja konur í örugg sæti á listum sínum. Kuldaveturinn 1918 fór fram hjálparstarfsemi á vegum Bandalagsins frá 2. febr. til 15. marz og leitað hjálpar fyrir 60 fjölskyldur. Var bætt úr brýn- ustu þörfum i mat og fatnaði. Þetta var mikið erfiðleikaár með Kötlugosi og Spænsku veikinni. Hugkvæmdist Banda- laginu þá að halda hjúkrunar- námskeið í ársbyrjun 1919 fyrir 34 konur. Á fyrsta ársfundinum sumarið 1918 var fjallað um ýmis mál, svo sem takmörkun tóbaksreykinga, launamál og menntamál kvenna og barna- hæli í Reykjavík. Steinunn Bjartmarsdóttir flutti erindi um það og var kosin nefnd og upp úr störfum hennar varð Barnadagurinn til sem varð Sumardagurinn fyrsti, og sem afleiðing af þeirri fjársöfnun Barnavinafélagið Sumargjöf. En um það mál var mjög fjallað aftur á aðalfundinum 1920, þar sem Gunnlaugur Claessen flutti merkilegt erindi um vandamál uppeldisins. Var skorað á bæjarstjórn að fjölga og bæta leikvelli bæjarins og hafa um- sjónarmenn, sem til þess væru menntaðir. Og á stjórnar- og fulltrúaráðsfundi Bandalagsins 1924 er samþykkt að stofna Barnavinafélagið Sumargjöf og nefnd kosin til framkvæmda. Byrjaði það með dagheimili í Kennaraskólanum og afnotum af Grænuborgartúni. 0 Upphaf Húsmæðra- skóla Reykjavíkur Ekki er hægt að rekja ölí þau mál, sem Bandalag kvenna í Reykjavik hefur verið upphafs- aðili að og fylgt fram á 60 ára ferli sínum, en þessi byrjun sýnir hvert stefndi. Ef litið er á verkefnaskrána næstu áratugi má nefna aðstoð við nauðstödd börn í ófriðarlöndunum í og eftir fyrri heimstyrjöldina, vel- ferðarmál heimilanna af ýmsu tagi, þar er bandalagið hefur skipað í opinberar nefndir sem um þau hafa fjallað, og 1921 lók það upp aðgerðir til verndar ungum stúlkum í Reykjavík og stofnun kvenlögreglu og skóla- heimilis fyrir afvegaleiddar unglingsstúlkur. Bandalagið stóð oft fyrir sýningum, handa- vinnusýningum og blöma- sýningum, og hafði afskipti af handavinnu- og matreiðslu- kennslu í skólum. 1925 var, eftir Halaslysið, myndaður sjóður af merkjasölu, sem nefndist „Merkjasjóður íslenzkra sjómanna" og gekk hann siðar i sjóð Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. 1932 var ráðin garðyrkjukona til Banda- lagsins og haldin námskeið. Og sama ár fer Bandalagið að berjast fyrir verknámi í barna og unglingaskólum bæjarins sem haldið var áfram næstu áratugi. Á aðalfundi 1933 var sam- þykkt áskorun til alþingis og Reykjavikurborgar að koma sem fyrst upp húsmæðraskóla i Reykjavík. Var það formaður Bandalagsins, Ragnhildur Pétursdóttir, sem flutti tillög- una og barðist fyrir því að skól- inn kæmist upp. Á 10 ára afmæli skólans 1951 minntist hún í ræðu á frumkvæði og forustu bandalagsins í þessu máli. en það fékk kvenfélögin utan bandalagsins til að taka höndum saman um að koma upp húsmæðraskóla í Reykja- vík, sagði hún. Þessi félög kusu framkvæmdanefnd í málið, sem leitaði eftir fjárstuðningi hjá borgarbúum og einnig stuðningi Alþingis, rikisstjórn- ar og borgaryfirvalda. Arið 1941 samþykkti Alþingi lög um húsmæðraskóla i kaupstöðum, 'sem endaniega gerði stofnun skólans mögulega. Sagði Ragn- hildur, að fullvist væri að skólin'- hefði ekki verið stofn- aður, ekki hefði komið til alger samstaða og þrotlaus bar- átta reykvískra kvenna fyrir málinu. Þá hefur bandalagið haft mikil afskipti af heilbrigðismál- um. Á aðalfundi 1943 talaði Guðrún Jónasson t.d. um nauðsyn þcss að koma upp fæðingarstofnun i Reykjavík þar eð deildin við Land- spítalann var löngu orðin allt of lítil. Var það eftir þetta i mörg ár eitt aðaláhugamál Banda- lagsins og þvi fylgt eftir við Alþingi og bæjarstjörn og haldnir fundir með þing- mönnum Reykjavíkur, sem lóku málið upp. Þötti þeim oft sækjast seint róðurinn, en deildin komst þó um síðir upp. Á vegum Bandalags kvenna í Reykjavik hefur ávallt verið efnt til námskeiða og um það sem þurfa þótti og haldnir opin- berir fundir um ýmsa mála- flokka. í verkefnavali hefur verið komið víða við. En frá upphafi hefur bandalagið Framhald á bls. 25 Skagfirðingabók ÚT ER komið 7. hefti Skagfirð- ingabókar, rits Sögufélags Skagfirðinga. Meðal efnis að þessu sinni er grein um Nauta- búshjónin, þau Jón Pétursson og Sólveigu Eggertsdóttur, eft- ir Guðmund Jósafatsson frá Brandsstöðum; syrpa úr vísum Jóns, sem Hannes Pétursson valdi; ræða Brodda Jóhannes- sonar, sem flutt var á Hólum, er hér var minnst ellefu alda mannvistar í landi; Einar Bjarnason prófessor gerir grein fyrir Þorsteini prestlausa, sem var einn í andstæðingahópi Jóns biskups Arasonar; hinn þekkti danski vísindamaður S. L. Tuxen rekur minningar frá dvöl sinni i Skagafirði á árunum 1932 og 1937; sr. Jón Skagan segir frá strandi i Kelduvík á Skaga árið 1908, Hannes Pétursson dregur sam- an hnyttnar frásagnir eða fróð- leiksmola, er hann kallar Úr skúffuhorni; þá er mikil grein um Fljót á 19. öld eftir Sverri Pál Erlendsson, menntaskóla- kennara á Akureyri; Gunn- hildur Björnsdóttir í Grænumýri minnist fjögurra merkiskvenna úr Blönduhlíð; þá er þáttur um Sigurð Jónsson stromp, eftir Hjalta Pálsson frá Hofi, og Ögmundur Helgason ritar um Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. Bókin er til sölu á Sauðár- króki hjá Gunnari Helgasyni, en í Reykjavík hjá Ögmundi Helgasyni, Tómasarhaga 12, og hjá Sögufélaginu í Fischer- sundi. Bókin er prentuð í Odda. 1 fréttum sem borizt hafa af Einar Gr. Sveinbjörnssyni tónlistar- manni, sem starfar f Svfþjóð, segir að hann hafi nýlega hlotið fistamannalaun frá sænska rfkinu. að upphæð um hálfa milljón fslenzkra króna. Einar starfar sem konsertmeistari f Málmey. Hann hefur auk þess verið ötull einleikari og starfað mikið að kammer- músfkflutningí og leiðir strengjakvartett í eigin nafni í Málmey. BANKASTRÆTI ®-14275 LAUGAVEGUR \ V ■Sf-21599 !■. \ skálmum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.