Morgunblaðið - 11.06.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.06.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JUNÍ 1977 Hyggst skrifa bók um notkun bárujárns við íslenzka húsagerð R. BUCKMINSTER Fuller, sem er heimsþekkt- ur bandarískur arkitekt, hyggst safna hérlendis efni í bók, sem hann ætlar að skrifa um íslenzk báru- járnshús. Á blaðamanna- fundi í gær sagði hann að R. Buekminster Fuller hér á landi væri mjög mik- ið notað af bárujárni, og væri það hvergi meira í heiminum en hér, að því er hann bezt vissi og sagðist hann ætla að skrifa um ís- lenzkan arkitektúr og þá einna helzt notkun báru- járns. í þessu skyni mun hann m.a. láta taka ljós- myndir af ýmsum húsum, þar sem að hans mati hefur vel tekizt til með notkun bárujárns og hefur hann sérstakan áhuga á Frí- kirkjunni. Fuller hefur set- ið alþjöðlegu umhverfis- málaráðstefnuna á Hótel Loftleiðum og m.a. flutt þar fyrirlestur og stjórnað umræðum. í>rír kjörnir heiðursfélagar Skógræktarfélags íslands A AÐALFUNDI Skógræktarfé- lags íslands, sem hófst á Laugar- vatni í gærmorgun, voru Hákon Bjarnason skógræktarst jóri og Guðrún kona hans kjörin heiðurs-. félagar Skógræktarfélagsins og ennfremur Ilans Berg, héraðs- skógræktarstjóri í Orstad á Mæri, en hjá honum hefur fjöldi Islend- inga unnið og numið skógrækt. Jónas Jónsson formaður félags- ins setti fundinn og minntist í I>orfinnur karls- efnifluttur BORGARRÁÐ samþykkti nýlega að láta flytja myndastyttuna af Þorfinni karlsefni frá Tjarnar- svæðinu á opið svæði milli Hrafn- istu og fbúða aldraðra við Norður- brún. upphafi Klemenzar Kristjánsson- ar tilraunastjóra, sem er nýlátinn. Þá þakkaði hann og Hákoni Bjarnasyni ómetanleg störf í þágu skógræktar á íslandi og bauð Sig- urð Blöndal nýskipaðan skóg- ræktarstjóra velkominn til starfa. Halldór E. Sigurðsson landbún- aðarráðherra flutti ræðu og ræddi meðal annars um hugsanlegan flutning á miðstöð Skógræktar rikisins út á land. Kvað hann ekk- ert um það ákveðið ennþá, en það yrði gert fljótlega. Hákon Bjarnason flytti yfirlits- ræðu um skógrækt hér á landi á s.l. ári. Þá ræddi hann og um hve nauðsynlegt væri að bjarga nú þegar heppilegum löndum undir skógrækt. Snorri Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags- ins flutti skýrslu félagsins og Haukur Ragnarsson talaði um mat á gróðursetningu á s.l. ári. Síðdegis í gær fórú fram um- ræður á fundinum, og þá m.a. rætt um tillögur að breytingum á reglum um úthlutun á skógrækt- arfé úr landgræðslusjóði. Fundinum verður framhaldið í dag og lýkur á sunnudag. Ragnar Páll sýnir í Bogasal RAGNAR Páll Einarsson listmálari heldur sýningu á nýjustu verkum sfnum f Bogasal Þjóðminjasafnsins núna næstu viku og opnar sýningin f dag, laugardag kl. 14. Á þessari sýningu eru 18 olíumálverk og 16 vatnslitamyndir og er 31 verk til sölu. Verð myndanna er frá 50 til 300 þúsund krónur. Myndirnar eru málaðar víða um land á sfðustu þremur árum, en margar myndanna eru frá Borgarfirði eystra og öðrum stöðum á Austurlandi en þar dvaldi listamaðurinn um skeið síðastliðið sumar. Þetta er áttunda einkasýning Ragnars Páls en hann hefur einnig tekið þátt í tíu samsýningum. I Bogasalnum sýndi hann fyrir fjórum árum en að Kjarvalsstöðum fyrir tveimur árum. Ragnar Páll stundaði nám við Myndlistar- og handfðaskóla ís- lands, árið 1956—57. Síðan var hann í eitt ár við myndlistarnám hjá Stanley & Laing i Lundúnum. Sýning hans verður opin daglega kl. 14—22 og stendur til sunnudagskvölds 19. júní. Málverkið, sem Ragnar er með á meðfylgjandi mynd, heitir Úr Berserkjahrauni og er málað 1975. Bændaferðir: 127 ta Noregs 126 frá Noregi Á MORGUN, sunnudag, leggja upp frá Reykjavík 127 bændur og eiginkonur þeirra og er ferðinni heitið til Noregs. Þennan sama dag leggja einnig upp 126 bænd- ur, eiginkonur þeirra og nokkrir námsmenn f Klaiva landbúnaðar- skólanum f Sortland, upp frá Norður-Noregi til tslands og lend- ir flugvél með hópinn á Akureyr- arflugvelli kl. 23 um kvöldið. Ferðir þessar eru farnar fyrir til- stuðlan Búnaðarfélags tslands og samtök bænda f Norður-Noregi. íslendingarnir lenda í Bodö og þar skiptist hópurinn og heldur hluti hans norður til Tromsö en hinn hlutinn heldur suður til Brönnöysund. Heimsækja íslend- ingarnir bændur og ýmis fyrir- tæki og stofnanir tengd landbún- aði og fara í skoðunarferðir. Heim kemur hópurinn aftur 20. júní en þann dag sameinast hóparnir aft- ur í Bodö. Flugvélin, sem Norðmennirnir koma með, lendir eins og áður sagði á Akureyri og þar taka á móti þeim bændur í Eyjafirði en í ferðinni sem stendur í 7 daga, verður ýmist gist hjá bændum eða á hótelum. Fyrst fara Norðmenn- irnir um Suður-Þingeyjarsýslu og þaðan vestur um og koma við hjá bændum í Eyjafirði, Skagafirði, Húnavatnssýslum og í Borgarfirði verður Hvanneyrarskóli skoðað- ur. Þá verður farið um Þingvöll, Laugarvatn og uppsveitir Árnes- sýslu. Eftir að hafa gist hjá bænd- um í Hrunamanna-, Gnúpverja- og Skeiðahreppi verður haldið tii Reykjavíkur um Selfoss. Aðalfundur S.Í.F.: Saltfiskf ramleiösla ver- tíðarinnar 27.000 lestir STJÓRN Sölusambands fsl. fisk- framleiðenda var endurkjörin á fertugasta og fjórða aðalfundi sambandsins sem var haldinn á Hótel Sögu í gær að viðstöddum yfir 100 fulltrúum vfðsvegar að af Höröur Einarsson stjórnar- formaður Reykjaprents h.f. HÖRÐUR Einarsson hrl. hefur tekið við formennsku f stjórn Reykjaprents h.f. af Ingimundi Sigfússyni framkvæmdastjóra. Tók Iiörður við formennsku f stjórninni f gær, þegar hún kom saman til fundar og skipti með sér verkum, og verður Hörður for- maður stjórnarinnar f fullu starfi. Ingimundur Sigfússon, fráfar- andi stjórnarformaður Reykja^ prents, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að hann hefði ákveðið að hætta sem formaður stjórnar Reykjaprents nú, þar sem hann væri búinn að eyða mjög miklum tíma í starfið, sér- staklega síðustu tvö árin. Stjórn Reykjaprents skipa nú auk Harðar Einarssonar: Þórir Ekki kraf izt aðgerða gegn tollverðinum SVO SEM fram kom i fréttum fyrir nokkrum vikum, var toll- verði í Reykjavík vikið frá störf- um um stundarsakír, þar sem hann hafði verið tekinn með tösku fulla af áfengi er hann var að koma af skipsfjöl. Var tollvörð- urinn þá í fríi og var taskan eign Framhald á bls. 20. Jónsson, Sigfús Sigfússon, Guð- mundur Guðmundsson og Ingi- mundur Sigfússon. I varastjórn voru kosnir þeir Baldvin Tryggva- son og Kristján Kjartansson. Reykjaprent hf gefur út dagblað- ið Vísi. landinu. Það kom fram hjá Tómasi Þorvaldssyni, stjórnarfor- manni S.Í.F., að það sem. af er þessu ári, er þegar búið að selja alla vertfðarframleiðsluna og reyndar alla framleiðslu til og með 1. júnf, en talið er að fyrstu fimm mánuði ársins hafi verið framleiddar 26.000 lestir af blaut- verkuðum fiski, sem er heldur minna en á s.l. ári. Þá kom það fram hjá Tómasi, að markaðs- horfur eru víða tvfsýnar um þess- ar mundir, sérstaklega vegna undirboðs Norðmanna á flestum mörkuðum. í skýrslu stjórnarinnar er þess Eru þeir að fá 'ann -? Aldrei meiri lax í Laxá í Aðaldal Mokveiði var í gærmorgun í Laxá I Aðaldal og settu menn fyrir hádegi í 40 laxa á fjórar stangir, og náðu 28. Sögðu þeir veiðimenn, sem lengst hafa veitt við Laxá, að þeir hefðu aldrei séð jafnmikinn lax í ánni á þessum árstíma. Bullandi ganga var fyrir neðan fossa og fiskur í hverri holu. Mest veiddist í Kistukvísl, en lax fékkst einnig í ^Breiðunni, Stóra-Fossi og Mið-Fossi. Einnig veiddist lax á Kiðeyjar- broti í uppánni og annar elti á Eskeyjarbroti. Laxarnir voru allir grálúsugir, 8 — 14 pund að þyngd. Á svæði Laxárfélagsins er veitt nreð 4 stöngum fram til 20. júni en eftir það með 12. 16 laxar fyrstu tfmana í Laxá í Kjós Veiði var góð i Laxá í Kjós í gærmorgun, en veiði hófst þá í ánni og fyrir hádegi voru komnir 16 laxar á land, 10 — 15 pund hver. Að sögn veiðivarðar var veitt með 9 stöngum í gærmorgun, en 10 stangir verða leyfðar I ánni í sumar. Kvað hann fremur lítið vatn vera I ánni og því ekki gott að segja hve mikill lax væri I ánni, hins vegar væri Ijóst að lax hefði gengið í ána fyrir löngu þar sem hann væri þegar kominn upp um alla á. getið, að I fyrra hafi menn átt við mikið undirvigtarmál að stríða i Portúgal, og þar að leiðandi hafi orðið að greiða allmiklar upphæð- ir á síðasta ári í skaðabætur, sem greitt er að öllu leyti með fiski. Segir, að menn telji að hér sé eftirlitsþætti fiskmatsins mjög ábótavant, en nú hafi verið reynt að ráða bót á þessu. Þá kemur fram í skýrslunni, að s.l. ár hafi útborgunarverð á stór- fiski nr. 1. verið 330 kr., á milli- fiski nr. 1 kr. 310 á kg., á smáfiski 40/60 258 krT, og á smáfiski 60—80 kr. 240. Fyrsti sölusamningur ársins á vegum S.I.F. var gerður við Grikki um miðjan janúar, er þeim voru seldar liðlega 600 lestir, síð- ast í þeim mánuói var samið við aðila á Spáni um kaup á 1300 lestum, og nokkru síðar var geng- ið frá sölu á 3500 lestum af fiski til Spánar, en ekki tókst að semja við Portúgal fyrr en í lok marz og var þá samið um sölu á 120.000 lestum og 4.000 lestum til við- Framhald á bls. 20. Dregið í lands- happdrætti S jálf- stæðisflokksins í k völd I KVÖLD verður dregið I lands- happdrætti Sjálfstæðisflokksins, en vinningar eru 14 talsins, allt ferðalög, svo sem til New York, Stokkhólms, Parísar, Kaup- mannahafnar, London, Luxem- borg og sólarstranda Mallorka og Ibiza. Afgreiðsla happdrættisins er í Sjálfstæðishúsinu við Bolholt, sími 82900, og verður hún opin til klukkan 23 í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.