Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JUNl 1977 fMtogsntÞIfútófe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorhjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sfmi 10100. Aðalstræti 6, sfmi 22480. Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakið Verdtrygging greiðslu- skuldbindinga Ein af afleiðingum óða- verðbólgunnar hefur verið sú, að verðmæti gjaldmiðils okkar hefur rýrnað stöðugt og því hraðar sem óðaverðbólgan hefur verið meiri. Þetta þýðir, að þeir sem hafa lagt fyrir ein- hverja fjármuni, hafa horft upp á þá brenna á báli verðbólg- unnar í bókstaflegri merkingu. En um leið hefur verið mjög mikil eftirspurn eftir lánsfjár- magni til þess að festa ! marg- víslegum verðmætum, sem al- menningur telur traustari en sjálfan gjaldmiðilinn og þá fyrst og fremst í fasteignum. Þessi eftirsókn eftir lánum á tímum óðaverðbólgu er skiljanleg, þegar haft er! huga, að sá sem fær lánað fé greiðir það í minni verðmætum til baka. Þess vegna hafa sparifjáreigendur orðið illa úti í verðbólgunni, en skuldunautar hafa blómstrað. Nú þegar sýnt er að loknum kjarasamningum, að verðbólg- an mun ekki minnka heldur aukast á ný er auðvitað alveg Ijóst, að þessi þróun heldur áfram, ef ekkert verður að gert. Þegar þetta er haft ! huga er þeim mun undarlegra, að um- ræður hér hafa fremur beinzt að því, hvort eigi að lækka vexti fremur en að hækka þá. Þrátt fyrir 18—22% vexti, sem mörgum þykja býsna háir en halda þó engan veginn I við verðbólguna, tapa menn enn á því að eiga fjármuni en græða á því að skulda þá. Er þá sýnt, að ekki er allt se.m skyldi. Á undanförnum árum hafa verð- tryggingar á lánaskuldbinding- um til lengri tíma smátt og smátt rutt sér til rúms og er nú svo komið, að lánveitingar sumra fjárfestingarlánasjóða eru verðtryggðar að hluta til. Þetta er vissulega spor i rétta átt Ef við viljum koma á eðli- legu jafnvægi ! fjármálalifi okk- ar og reyna að ráðast að rótum verðbólguvandans, sem er verðbólguhugsunarháttur okkar sjálfra, hljótum við að halda lengra áfram á þessari braut að verðtryggja greiðslu- skuldbindingar þannig að smátt og smátt verði því marki náð að peningar, sem teknir eru að láni, verði endurgreiddir í sömu verðmætum Það er auðvitað Ijóst, að ef 100% verðtryggmg yrði sett á allar greiðsluskuldbindmgar með einu pennastriki yrði þar um að ræða svo róttækar að- gerðir, að verulegri röskun mundi valda i atvinnumálum og efnahagslífi okkar. En ekki er stefnt að slíkri röskun, held- ur einmitt þvert á móti eðlilegu jafnvægi og þess vegna er nauðsynlegt að verðtrygging greiðsluskuldbindinga gerist á alllöngum tima, smátt og smátt, þannig að efnahagslifið fái tækifæri til að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Slík verð- trygging greiðsluskuldbindinga hlýtur að mati Morgunblaðsins að verða þáttur i langtímaáætl- unum stjórnvalda til þess að ráða niðurlögum verðbólgu- vandans. Með þvi smátt og smátt að draga úr þeim hagnaði, sem stór hópur þjóðfélagsþegna tel- ur sig hafa af verðbólgunni er unnt að skapa aðstæður, sem eru almennt hvetjandi til þess að verðbólgan verði stöðvuð í dag búum við við aðstæður, sem eru verðbólguaukandi. Um leið og meginþorri þjóðar- innar hefur sannfærzt um það, og hver einstaklingur út af fyrir sig, að verðbólgan sé honum ekki hagsmunamál heldur þvert á móti skaði hún hann sjálfan fjárhagslega er sigurinn í raun og veru unninn og eftir- leikurinn auðveldari. Við höfum svo lengi vanizt því, að verðbólgan hjálpi til við að greiða margvíslegar fram- kvæmdir, að vel má vera, að það taki þjóðina nokkuð langan tíma að venjast breyttum við- horfum í þessum efnum. Ekki sizt hefur það verið sannfæring þess mikla fjölda æskufólks, sem af dugnaði og framtaks- semi hefur komið þaki yftr höf- uðið, að verðbólgan væri nauð- synlegur þáttur i þvi að gera mönnum þetta kleift. Það þarf að breyta þessum hugsunar- hætti ekki aðeins með iþyngj- andi aðgerðum ef svo má að orði komast, i formi verðtrygg- mgar greiðsluskuldbindinga, heldur með öðrum aðferðum einnig t.d með húsnæðislána- kerfi, sem er þannig upp byggt, að þess gerist ekki þörf að leita aðstoðar hjá verðbólg- unm. Um leið og ungt fólk á aðgang að sliku húsnæðislána- kerfi missir það áhugann á að- stoð verðbólgunnar í þessum efnum Að þessu öllu þarf að hyggja á næstu mánuðum og misserum. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson: Hefðbundnum átökum aðila vinnumarkaðsins er nú lokið í þetta sinn, þvi þótt allfjölmennir starfshópar eigi eftir að ljúka sín- um málum, þá hafa meginlínur verið lagðar með nýgerðum kjara- samningum. Að afloknu stríói er eðlilegt að menn velti fyrir sér stríðskostn- aði og þá ekki síður afleiðingum stríðsins. Vissulega er stríðs- kostnaður alltaf tilfinnanlegur, en eftir þvi sem við eigum að venjast hefur hann ekki orðið úr hófi nú, og síst ef borió er saman við afleiðingarnar. Ekki er ágreiningur um að verðbólga verði mikil, en margar tölur á lofti um hraða og hæðarmörk, enda ýmsir óvissuþættir. Fjarri er mér að bjóða upp á veðmál þótt ég telji að nú muni ekki lengur látið sitja við að halda Evrópumeti, heldur sé visvitandi stefnt að heimsmeti, á sama tíma og öllum viðskiptaþjóðum okkar hefur tek- ist að draga verulega úr verð- bólgu. Að vísu er það dýru verði keypt en samt hafa þær allar orð- ið sammála um, án tilltis til hvaða pólitiskan litarhátt þær búa við, að þetta markmið yrði að sitja i fyrirrúmi. Almennt mun talið að ekkert lýðræðisþjóðfélag geti staðið af sér það verðbólgustig sem við höf- um búið við undanfarið, en von- andi kemur nokkur sérstaða þessa þjóðféiags til bjargar, þann- ig að okkur auðnist að verða undantekning frá reglunni. Hitt er augljóst að margt af þvi sem miður hefur farið af þessum sök- um er af mikilli lagni fært á ranga reikninga, og rík tilhneig- ing er til að stinga höfðinu í sapd- inn með þvi að rugla orsök og afleiðingu. Svo margt hefur verið rætt og ritað um verðbólgu að vandfund- in verða ný sannindi i þeim efn- um, en þó virðist ljóst að sterk pólitisk og fjármálaleg öfl telji slíkt ástand æskilegt, og meðan þau ráða ferðinni er allt tal um að draga úr eða sigrast á þessum vágesti orðagjálfur eitt. Vandinn sem fyrst blasir við eftir nýgerða samninga snýr beint að sjávarútveginum og stjórn- völdum, en það er ákvörðun nýs fiskverðs frá fyrsta næsta mánað- ar. Þessi ákvörðun ræður afkomu og tekjum útgerðar- og sjómanna annars vegar, en rekstrar- grundvelli fiskvinnslunnar hins vegar. Margir virðast álíta að kaup- hækkanir hafi svipuð áhrif á allan atvinnurekstur og góð af- koma i einni grein gefi tilefni eða tækifæri til kostnaðarhækkana í öðrum greinum. í þessum efnum hefur vinnsla sjávarafurða algera sérstöðu miðað við aðrar atvinnu- greinar hér á landi. Þetta verður augljóst ef nokkur dæmi eru tek- in. Allur þjónustuiðnaður i land- inu hækkar sina reikninga sjálf- krafa sem kauphækkun nemur. Undantekning í þessu efni er þó t.d. meiriháttar skipaviðgerðir eða endurbyggingar, þar sem auð- velt er að sigla skipum á erlendan viðgerðarmarkað. Ritstjóri dagblaðs, hvort sem hann ber nokkra ábyrgð á fjár- málastjórn blaðsins eða ekki, get- ur líka látið sér kauphækkanir í léttu rúmi liggja, því ekki þarf annað en reikna hækkunina í áskriftarverðið og muna að senda reikninginn um næstu mánaða- mót. Áhrif á framleiðsluiðnað fyr- ir innlendan markað eru mjög misjöfn en eitt er þó sameiginlegt að ekki hækkar innflutt efni til framleiðslunnar á meðan gengi er óbreytt. Sama gildir um stóriðju eins og álverksmiðjuna, því þeirra aðal hráefni hækkar ekki um krónu, þrátt f.yrir kaupbreyt- ingu hér. Allt öðru máli gengir um fisk- vinnsluna vegna þess að sjómenn telja sig eiga rétt á svipaðri hækk- un á sínum tekjum eins og aðrir. Þegar ekki er til að dreifa aukn- um aflabrögðum þá þýðir þetta í raun svipaða prósentuhækkun á fiskverð eins og launþegar hafa fengið á sína taxta. í raun eru vinnulaun við vinnsl- una að jafnaði 25% eða einn fjórði hluti tekna vinnslustöðv- anna, en hráefnió eða fiskurinn rúm 50% eða rúmlega helmingur söluandvirðis. Þetta þýðir að ef samið er um kauphækkanir sem nema eitt þúsund milljónum fyrir vinnsluna, þá kostar það aukin útgjöld þremur þúsundum millj- óna, vegna þess að fiskverðið þarf að hækka um tvö þúsund millj- ónir. En hafa þá ekki orðið svo mikl- ar hækkanir á fiskafurðum á er- lendum mörkuðum, að fiskvinnsl- an geti staðið undir þessu? Því miður þá fer því vfðsfjarri, þrátt fyrir óvenju miklar verðha>kkan- ir á s.l. ári og það sem af er þessu ári. í fyrsta lagi þá voru ailar hækkanir fram að áramótum þeg- ar uppétnar í kostnaðar- og fisk- verðshækkun hér innanlands, þannig að teflt var á tæpasta vað um afkomu á þessu ári í von um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.