Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.07.1977, Blaðsíða 13
Iflökuninni Höfuðsynd að fara illa með hráefnið. „Það er að okkar mati höfuð- synd að fara illa með hráefnið," hélt Björn áfrarn," og því leggjum við áherzlu á betri nýtingu og betri vinnuskilyrði, þvf það hlýt- ur að fara saman. Við höfum reynt að hafa frumkvæði í ýmsu á þeim vettvangi, t.d. með vönduð- um verbúðum og góðri matstofu og allt i þeim efnum hefur gert samfélagið innan fyrirtækisins eðlilegra og betra. Fólki hefur liðið betur og þess vegna höfum við haft ýmsa starfsmenn um ára- bil. Það á að vera úrelt sjónarmið MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JULt 1977 13 að tjasla upp á hlutina, það á að gera myndarlega og varanlega það sem gert er. Og við erum að sjálfsögðu ekki að þessu fyrir Guð og föðurlandið eingöngu, við viljum skila góðri afkomu. Það má þó ekki staðna við neitt pokasjónarmið f þeim efnum og miða allt við innstæður f bönkum. Fiskvinnslufyrirtækin eru snar þáttur í lífi og uppbygg- ingu þessa byggðarlags og þjóðar- innar í heild og það hefur reynzt hyggilegast að endurnýja sffellt eftir breyttum aðstæðum. Þannig veltur fjármagnið i raun innan fyrirtækisins, þvf það er alltaf verið að lagfæra og endurnýja eins og þarf að gera við allt sem er mikið notað. Við erum að fram- Ieiða matvæli og viljum að fólk geti treyst þvf að þetta sé góð og örugg matvara." Kapituli út af fyrir sig Þegar Isfélagið varð að leggja niður rekstur um skeið á gostíma- bilinu i Eyjum eins og flest önnur fyrirtæki þar, þá keypti félagið frystihús Tryggva Ófeigssonar á Kirkjusandi. „Það var kapítuli út af fyrir sig,“ sagði Björn, „við vissum ekki hvernig gosið færi og vildum ekki fara út úr fiskvinnslunni. Við höfðum skyldur við okkar báta. Þeir gátu landað í Þorláks- höfn og við unnið aflann á Kirkju- sandi f húsi sem var tilbúið til þjónustu. Við goslok komu upp ýmis sjónarmið, en nr. I var að byggja upp í Eyjum og ári eftir gos frystum við hér. Þó sáum við óskaplega eftir þvf að missa af Kirkjusandi, þvi það gaf mikla möguleika með þeirri reynslu sem við höfðum fengið af rekstri slíkra húsa, en okkur var þrýst út af kerfinu. Við rákum Kirkjusand f tæp tvö ár, en þá sendi kerfið okkur heim.“ Á undan í hagræðingu Það vakti strax athygli Eyja- fólks sem hóf vinnu í frystihúsum á fastalandinu á gostfmabilinu, að Þrjár af blómarósum Isfélagsins. fluttu með sér hina nýju tækni þjóðinni til góða. Það var þá ekki til einskis farið. Jóhannes varð síðar forstjóri Isfélagsins við Faxaflóa í um það bil 40 ára skeið. Á Austfjörðum leiðbeindi annar Vesturfari, Isak Jónsson, við byggingu ishúsa og þannig opn- uðust augu manna fyrir auknum möguleikum með nýrri tækni. Eyjabúar fylgdust vel með og 1. desember 1901 stofnuðu þeir Is- félag Vestmannaeyja til þess að „safna ís, geyma hann til varð- V veizlu matvælum og beitu, verzla með hann og það sem hann verð- veitir og styðja að viðgangi betri veiðiaðferðar við þær fisktegund- ir og beytutegundir, sem ábata- samt er að geyma f ís,“ eins og segir f 1. gr. Iaga Isfélags Vest- mannaeyja. Árið 1907 keypti Is- félagið síðan fyrstu aflvélar í frystihús á tslandi og markaði þar með stórt spor i atvinnusögu þjóðarinnar. Ef rýnt er ofan í kjölinn kemur í ljós að um er að Framhald á bls. 23 Það er búið að vera mikið frost i lsfélaginu siðan 1901. I pökkunarsalnum Dans stiginn i matsal Isfélagsins á afmœli félagsins. Grein: Arni Johnsen Myndir: Sigurgeir Jónasson Gert að á hafi úti, blandaður afli. rekstur húsanna í Eyjum var mun þróaðri en tíðkaðist á fastaland- inu, bæði hvað snerti tækni og nýtingu og launafyrirkomulag. Þeir félagar kváðu hráefnis-’ skort meginvandamálið í sam- bandi við rekyturinn. Byggt hefur verið á bátaflotanum í gegnum árin, sögðu þeir, en hann einn sér dugir ekki lengur. Við verðum að komast út úr þessum vitahring, það vantar skip til Eyja og staður- inn hefur orðið útundan og á eftir í uppbyggingu flotans. Það hefur lengi verið staðreynd að engir útvegsmenn í landinu standa eins vel i skilum við banka landsins eins og útvegsbændur f Eyjum, en það er ef til vill i sambandi við betri nýtingu á bát- um en gengur og gerist. Upphaf fshúsa á tslandi I stuttri blaðagrein er aðeins unnt að stikla á.stóru í sögu Is- félags Vestmannaeyja, en til gamans má rifja aðeins upp að- dragandann að þvi, að ishúsrekst- ur hófst á landinu. Það má með sanni tengja það landflóttanum árið 1887 er um 2000 tslendingar flúðu land, fluttust vestur um haf til þess að leita sér gæfu og gengis eftir strfðið við harðindin og sultarhörmungarnar hér heima. Einn þessara vesturfara var Jóhannes G. Nordal úr Húna- vatnssýslu. I Kanada kynntist hann nýrri tækni, frosthúsa- byggingum þarlendra, sem fram- leiddu kulda i þau með fs og salti. Margir framsæknir og dugmiklir tslendingar, sem fóru vestur, vildu heldur heim á ný og þeir Gamla frystihús Isfélagsins. / suðurstafni við innakstursbrúna var siðar innréttuð matvörubúð félagsins. Upp með þessari löngu húshlið og austan við hana voru hróf uppsátur opinna báta, sumar- og skjöktbáta eftir að vélbátarnir komu til sögunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.