Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.08.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGUST 1977 t 29 W\ I • Vi l í . l = VELVAKANDI . SVARAR í SÍMA J 0100 KL. 10—11 1 FRÁ MÁNUDEGI sem þeir oska eftir að ráða í vinnu hjá sér. Flest þessara skrifa bera með sér, að menn eru óánægðir með þær hömlur á málfrelsi og þá skoðanakúgun, sem í þeim felst. Og mér þykir ekki óliklegt, að hér sé um brot á mannréttindayfirlýs- ingu Sameinuðu þjóðanna að ræða. í grein um Amnesty, sem nýlega var birt í Tímanum eftir Jóhann M. wkristjánsson segir að þar standi m.a., „Hver maður skal frjáls skoðana sinna og að láta þær i ljós ... með hverjum hætti sem vera skal. Ég get sagt skoðun mína á þess- um lögum með einu orði, fárán- legt. hvaða nauðsyn var á að setja þessi lög? Hvaða gagn eða gott getur af þeim leitt? Það er fárán- legt að bera fram jafn fjarstæðu- kennt frumvarp á Alþingi, og ennþá fáránlegra að alþingis- menn skyldu samþykkja það. Hlægilega fáránlegt er það, þegar auglýsendur eru i vandræðum sinum að nota orð eins og t.d. starfskraftur. Samkv. þvi ætti samheiti karls og konu að vera starfskraftur. Ég er hissa á því, að nokkur maður skyldi taka mark á svona fáránlegum lögum. Löggjafanum hefur láðst áð geta þess hvaða orð menn skuli nota i stað karls og konu. En hroðvirknin ríður ekki við ein- teyming á löggjafarsamkomu okk- ar tslendinga. Ég hef ekki orðið þess var að konur hafi skrifað i blöðin um þetta mál, þó getur svo verið. Ég gizka á að þær sitji rólegar og Drosi breytt. útundir bæði eyru. Þær brosa að þvi hve langt þeim hefur tekizt að teyma karlmenn á asnaeyrunum. Og karlmennirnir láta teyma sig, og hafa alltaf gert, en það skyldu þeir ekki gera þvi að Meyjar orðum skyli man'gi trúa né þvi er kveður kona! Jón Eirfksson Drápuhlið 13. Velvakandi þakkar bréfritara skýrt og skorinort bréf og hvetur fleiri til að leggja orð í belg varð- andi bannið við kyngreiningu f auglýsingum, hvaða afstöðu sem menn (eða konur!) taka til þess. 0 Kaldranalegar kvedjur Þórarinn Björnsson, Laug- arnestanga 9B, hafði samband við Velvakanda og fórust honum svo orð: Ég vil gera að umtalsefni þær kaldranalegu kveðjur sem rokk- kóngurinn Elvis Preley fékk hjá hinum annars ágæta og yndislega útvarpsmanni Pétri Péturssyni í útvarpinu i gærmorgun. Mér fannst það eiginlega lítilsvirðing við þennan mikla snilling og lista- mann að aðeins skyldi spilað eitt lag með honum i morgunútvarp- inu þennan dag. Að vísu var spil- að meira af lögum með Elvis í morgun, en mér finnst það ekki afsaka beint hversu slælega Pétur kvaddi Elvis í gærmorgun. Mér finnst að þeir útvarpsmenn hefðu átt að helga Preley dagskrána daginn eftir andlát hans. Þetta var ekki neinn smá snillingur, samanber yfirlýsingu Jimmy Carters Bandaríkjaforseta. Þá verða áhrifin sem Presley hafði á fólk um allan heim aldrei mæld. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Genf í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Andersons, Sviþjóð, sem hafði hvítt og átti leik, og Dzind- zindhashvili, ísraei. Siðasti leikur svarts, 26.. .Be6 — c4??, snéri skyndilega unninni stöðu í tapaða fyrir hann. Reyndar átti sér hér stað ein- stæður atburður á skákmótum: Andersson lék auðvitað 27. Hxd4l, en bauð jafntefli um leið, þar sem hann taldi sig hafa teflt skákina svo illa að hann ætti ekki skilið að sigra. Svartur þáði auðvitað jafn- teflið, enda er staða hans gjörtöp- uð. 0 Hættum hvalveiðum 1 fregn í Morgunblaðinu þann 22. júní, er sagt frá fundi Alþjóða hvalveiði efndarinnar, sem 16 þjóðir eiga aðild að. Fram kemur að margar þjóðir berjast fyrir friðun hvala, en andstaða friðunar er mest frá Rússum og Japönum, sem samtals veiða 75% af þeim 28 þúsund hvölum, sem heimilt er að veiða árlega. Island er eitt þeirra landa, sem enn stundar hvalveiðar, og er því ekki aðili að friðunartillögum eða friðunarráðstöfunum á þessu sviði. Utrýming ýmissa hvalategunda i heimshöfunum gæti verið á næsta leyti, ef ekki yrðu skjótlega gerðar auknar verndarráðstafan- ir. Islendingar ættu að hætta eig- in hvalveiðum, en taka þess i stað upp baráttuna fyrir algjörri frið- un hvala á lddwjólóaadvettdvai, og styðja þar með þær þjóðir, sem berjast gegn útútttttddrmingu þeirra. Hvalveiðar hafa ávalt farið fram á ómannúðlegan hátt. Ekki munu hafa þekkst aðferðir til að drepa hvali á hrfeinleg nlít, og.v. ekki mikið hugsað um þann þátt veiðanná. Þjáningafull- ur dauðdagi mun ávalt hafa verið samfara drápi hvala. Það ætti því að vekja talsverða athygli, að á áðurnefndri hval- veiðiráðstefnu buðu Ástraliu- menn fram aðstoð sína til þess, „að teknar verði upp mannúð- legri aðferðir við aflffun hvaia“. Er þarna um að ræða fregn, sem allir ættu að gleðjast yfir, ef unnt yrði að taka upp þjáningalitlar aðferðir við dráp hvala, á meðan veiðar á þeim eru enn stundaðar. Ingvar Agnarsson. HÖGNI HREKKVÍSI Hún hlýtur bara að koma á hverri stundu, bréfdúfan! BSggg]E]gE]E]E]E]E]E]E]ggE]E]E)E]E1 m B1 Eöl B1 Ð1 B1 B1 Sigtún Bingó kl. 3 í dag, Aðalvinningur vöruúttekt fyrir 25.000.- kr. B1 B1 B1 B1 B1 Bl B1 BBlg|E]g]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]EUS1 Lindarbær Gömlu dansarnir í KVÖLD KL 9—2 Hljómsveit Rúts Kr. Hannessonar Miðasala kl. 5 15—6 Sími 21971. GOMLUDANSA KLÚBBURINN I I fyrsta sinn á Suðurnesjum ásamt hinum frábæru Stuðventium. Deildarbungubræður s T A Stanslaust fjör frá kl. 10—2. Munið nafnskirteinin. Sætaferðir frá B.S.Í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.