Morgunblaðið - 21.08.1977, Page 21

Morgunblaðið - 21.08.1977, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGUST 1977 21 með mannlegu yfirbragði." Hann hreif með sér menntamenn, verkamenn, bændur og síðan hefur þetta tímabil verið kallað „tékkneska vorið.“ Ritkoð- un var numin úr gildi, allar hömlur sem lagðar höfðu verið á tjáningarfrelsi sömuleiðis. Augu heimsins beindust að Tékkóslóvakíu og því sem þar var að ger- ast og margir ólu þá von í brjósti að Tékkóslóvökum myndi takst að halda sínu striki án þess að Sovét- menn skærust í leikinn. Samt fór fljótlega að bóla á því að þeir hefðu á prjón- unum áform um að stöðva þessa þróun, sem vitanlega gekk þvert á hagsmuni þeirra. Þrátt fyrir allt froðnusnakk Sovétríkj- anna og uppgerðar umburðarlyndi á þessum tíma var augljóst að hverju stefndi. Það styrkti að vísu stöðu Dubceks um sinn að bæði Tito, forseti Júgó- slavíu, og Ceauscesu, for- seti Rúmeníu, vottuðu hon- um hollustu. En það dugði ekki til. Og þann 21. ágúst 1968 fór að hausta að í Tékkóslóvakíu; þegar bryndrekar Varsjárbanda- lagsríkjanna — ruddust yf- ir landamærin og tróðu niður allar hugsjónir þeirra manna sem þá höfðu skamma hríð leyft tékknesku þjóðinni að finna bragð frelsisins. Raust vormannanna frá 1968 er að vísu hljóðnuð. En áhrif þeirra urðu ekki afmáð. Og enn eygja sjálf- sagt margir í Tékkó- slóvakíu von um að ein- hvern tíma komi betri tíð og að baráttan hafi þá ekki verið háð til einskis. þingforseti, Svoboda forseti, Dayan dap- ur vegna afstöðu USA til PLO Tel Aviv, 19. ág. AP. MOSHE Dayan, utanrikisráð- herra, Israels, sagði i dag, að hann hefði „þungar áhyggjur" af þvi að Bandaríkin kynnu að taka upp viðræður við PLO- Frelsisfylk- ingu Palestínu en ekki kvaðst Dayan þó eiga von á því að Banda- rikin neyddu ísraelsmenn til að eiga viðræður við Palestínu- Araba. I viðtali við dagblaðið Ma- ariv sagði Dayan einnig, að það væri sennilega óhjákvæmilegt að Bandaríkin tækju upp stefnu á Genfarfundunum um Miðaustur- lönd sem yrði til þess að Israels- menn yrðu þar einangraðir. Hann sagði að allt benti til vaxandi vin- fengis og hlýhugar Bandaríkja- manna til PLO og væri til þessa ilit að vita og málið alvarlegt. Hann sagði að ekki tjóaði að hugsa um sérstakan varnarsamn- ing Bandaríkjanna og Israels til að tryggja öryggi Israels. „Við getum ekki treyst á erlend öfl og við viljum ekki að Bandarikja- menn telji sig skuldbundna til blóðfórna á israelsku landi.“ sagði Dayan. Frakkar lýstu i dag áhyggjum sinum vegna ákvarðana Israels- manna um að bæta félagslega stöðu herteknu svæðanna og tóku undir þá gagnrýni sem fram hef- ur komið meðal Araba að með þessu væru ísraelsmenn hægt og rólega að innlima svæðin i riki sitt._______________ — Fiskvinnslu- nefndin Framhald af bls.44 fyrir og fiskkaupin hefur hún fengið I gegn um Fiskifélagið. Þá hefur hun og fengið gögn um sam- setningu afurðanna. Ur þessu er verið að vinna núna og svo koma reikningarnir eftir helgína". Glært og tært frá fyrsfu tíð Thermopane, einangrunargler frá J3elgíu 31 árs framúrskarandi reynsla á Islandi FRÓN HF UMBOÐS-OG HEILDSALA SKÚLAGÖTU 28 REYKJAVlK SlMI 11400 TELEX 2216 PÓSTBOX 727 SlMNEFNI KEX

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.