Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.09.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTíJMBER 1977 3 — Iðnmynjasýning opnuð við hátíð- lega athöfn í Árbæjarsafni í gær Hverri þjóð er hollt að varðveita tengsl sín vi fortíð sína. Megi hinn fyrsti góði gripur þessa safns. vakt- araklukkan gamla, minna menn á að vaka á verði um þjóðlegar minjar og menningu. Þannig lauk dr. Gunnar Thoroddeen iðnaðarráðherra ávarpi sinu við opnunarathöfn iðnminjasýn- ingar í Árbæjarsafni í gær. Við athöfnina flutti m.a. forseti Íslands, dr. Kristján Eldjárn, ávarp, en iðnminjasýningin er einn þáttur Iðnkynningar í Reykjavlk og um leið er minnst 20 ára afmælis Árbæjar- safns. Safnið I Árbæ var á sinum tíma opnað af þáverandi borgarstjóra Reykjavikur, Gunnari Thoroddsen núverandi ráðherra. í ávarpi sinu i gær fjallaði Gunnar Thoroddsen nokkuð um aðdragandann að stofn- un safnsins i Árbæ. Sagði hann með- al annars: Nýtt og betra leitt Frjálsir listamenn, frjálsir iðnaðar- menn, standa utan við deiglu múgsins Sigurður Kristinsson lauk ávarpi sínu með eftirfarandi orðum: Gagnvart ríki og þjóðfélagi á hand- iðnaðurinn réttindi, af því að ekki er hægt að komast af án hans, nema með miklu tapi fyrir þjóðfélagið, en þessu hefur ekki verið gefinn nægur gaumur Hvorki stóriðjan né riki hefur ráð á því, að líta smáum augum á frjálsan handiðnað Með samstarfi huga og handar var brautin til menningar rudd Þeir sem vinna að handiðnaði, njóta þeirra góðu starfsskilyrða, að geta látið Framhald á bls. 18 Frá opnunarathöfn iðnminjasýningarinnar í Arbæ í gær. A m.vndinni má m.a. sjá (f.v.) Pétur Sveinbjarnarson frkvstj. Islenzkrar iðnkynningar, dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðarrádherra, Albert Guðmundsson formann iðnkynningarnefndar Reykjavíkur, dr. Kristján Eldjárn forseta Islands og Nönnu Hermannsson forstöðumanns Arbæjarsafns. (Ljósm. Ól.K.M.) í nútíðinni lifir fortíðin — Þennan dag fyrir réttum tuttugu árum var Árbæjarsafn opnað almenn ingi Þessi atburður átti nokkurn að draganda Fimmtán árum fyrr hafði ágætur borgari og starfsmaður Reykja víkur gert þá uppástungu að stofnað yrði minjasafn Hann gaf þá um lei? vaktaraklukku gamla sem notuð hafði verið hér i borg fyrir og um síðustL aldamót Síðan lögðu margir aðiljai hönd á plóginn m a. vann Reykvik ingafélagið mikilvægt starf að undir búningi þessa máls Ráðinn var til borgarinnar sérstakur minjavörður, Lárus Sigurbjörnsson, sem hafði með höndum, af miklum dugnaði, undir búning þessara mála Ákveðið var að velja Árbæ fyrir væntanlegt safn, end- urreisa bæjarhúsin þar, skipuleggja Ár bæjartún og friðlýsa svæðið í þvi skyni að þar yrði almenningsgarður Þangað skyldu fluttar og endurreistar menning- arsögulega merkar byggingar Síðan safnið var opnað fyrir tuttugu árum hefur það dafnað vel og vaxið Þegar haft er i huga hversu mikil- vægur þáttur Reykjavik hefur verið i þróun og vexti iðnaðar á íslandi fer vel á því að hér skuli efnt til iðnminjasýn- ingar Sigurður Kristinsson forseti Lands- sambands iðnaðarmanna flutti einnig ávarp við athöfnina i Árbæ. Fjallaði Sigurður nokkuð um það starf sem unnið var í sambandi við iðnminjasöfn- un innan samtaka iðnaðarmanna, en fyrst var vakin athylgi á þeim málum á 5 iðnþingi íslendinga Sagði Sigurður m a : Af hugsjón var verkið hafið, og af elju og hugsjón var að þvi starfað, að safha og varðveita minjar þess liðna, merkilega sögu Sögu handiðnaðar fyrri tima, sögu baráttu, erfiðleika og fátæktar Við sem nú erum, og þeir sem siðar koma, sjá aðeins sigrana sem unnust þegar mönnum tókst best upp Við getum aftur á móti imyndað okkur vonbrigðin og erfiðleika er ekki tókst að sameina huga og hönd að settu marki. Þessu næst ræddi Sigurður Kristins- son nokkuð um hlutskipti handverks í þjóðfélagi og sagði þá: „Handiðnaður sá, sem við nú þekkj- um stendur og fellur með þeim réttind- um, sem hann hefur Ef menn vilja viðhalda handiðnaði, verður að tryggja honum frelsi Ef það er frá honum tekið, er ekki hægt að gera ráð fyrir því að iðnaðarmaðurinn geti notið per- sónuleika sins, en það er höfuðatriði, ef iðnaðarvinnan á að þola gagnrýni Iðnaðarmaðurinn er þá ekki lengur raunverulega ábyrgur, heldur valdhaf- ar þeir, sem standa utan við iðnaðinn og setja reglurnar eða fyrirmælin, og taka sér rétt til að stjórna handiðnaðar- störfum. í vel skipulögðu riki eru frjálsar at- vinnugreinar nauðsynlegri en annars staðar, sem starfsvæði frjálsrar hugs- unar einstaklinga Þeir menn, sem þekkja hættur einhæfninnar, sem er fylgifiskur stjórnmálalegrar og efna- hagslegrar skipulagningar, þrá að fá að njóta þeirra ávaxta andans, sem rækt- anlegir eru i frjálsum atvinnugreinum Þá þyrstir i frjálsa Ijóðagerð. frjálsa hugsun, frjálsa list Þeir gleðjast yfir fegurð góðs handiðnaðar, sem ein- göngu frjálsir iðnaðarmenn geta fram- Ultra Brite H irðing tannanna er ekki einungis hreinlætis- og utlisatriði, heldur lika fjarhagsspursmal. Nutimafolk gerir auknar krófur um hreinlæti og gott utlit. Þess vegna nota þeir, sem eiga dagleg samskipti við aðra U Itra Brite með hinu þægilega hressandi bragði. Ultra Brite er nu komið á markaðinn nytt og endur- bætt með fluor, sem varnar tannskemmdum. Ultra Brite með f luor gerir andardráttinn ferskan og brosið bjart og heillandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.