Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.09.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1977 25 Friðrik tefldi of djarft Enn hallar undan fæti hjá Friðriki Ölafssyni á Interpolis- skákmótinu f Tilsburg. 1 gær tefldi hann við bandarfska stór- meistarann Kavalek. Friðrik valdi vafasama áætlun f byrjuninni og tókst aldrei að jafna taflið. Önnur úrslit f fimmtu umferð urðu þau að Miles vann Smyslov, en jafn- tefli gerðu þeir Karpov og Gligorie, Balashov og Hort, Sosonko og Timman. Skák þeirra Hiibners og Anderssons fór í bið. Staðan á mótinu er þvi þannig: 1—4. Hort, Kavalek, Timman og Miles 3 v. 5. Karpov 2'A v. og biðskák 6—7. Gligoric og Balashov 2'A v. 8—9. Hiibner og Andersson 2 v. og biðskák sfn á milli. 10. Smyslov, VA v. og biðskák 11—12. Friðrik og Sosonko 1 'A v. Hvitt: Lubomir Kavalek Svart: Friðrik Ölafsson Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — e6, 5. Rc3 — a6 (í skák sinni við Balashov í þriðju umferð lék Friðrik hér 5 . d6) 6. g3 — Dc7, 7. Bg2 — b5, 8. 0-0 — Bb7, 9. Hel — Re5, 10. Bf4 — f6? (Upphafið á mjög vafasamri áætlun. Mun betra og einfaldara var 10 . . d6) 11. a4 — b4, 12. Ra2 — h5 (Það er greinilegt að Friðrik ætlaði sér ekki af i þessari skák. Áætlun hans er allt of djörf og hvitur fær nægan tima til að yfirspila svart á drettningarvængnum) Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON 13. c3 — g5, 14. Be3 — bxc3, 15. Rxc3 — Db8 (Nauðsynlegt til að undurbúa 16 ...Re7. 15 .. .Re7 strax var mjög slæmt vegna 16. Rdb5! — axb5, 17. Rxb5 — Db8, 18. Rd6+ — Kd8, 19. Bb6 Mát) 16. a5 — Re7, 17. Ra4! — Rc8, 18. Hcl — h4, 19. Db3 (Fræðilega séð er skákinni nú lokið. Hvitu mennirnir ráða borðinu og framrás svörtu peð- anna á kóngsvæng er aðeins vindhögg) hxg3, 20. Hxg3 — Bc6, 21. Rb6 — Rxb6, 22. axb6 —Be7 (Tapar, en af skiljanleg- um ástæðum vildi Friðrik ekki leyfa andstæðingi sínum að ljúka skákinni eftir 22 .. .Db7 með 23. Rxe6! fxe6, 24. Dxe6 + — Be7, 25. Hxc6! — Dxc6, 26. Dxc6 — Rxc6, 27. e5 — Hc8, 28. b7) 23. Rxc6 — Rxc6, 24. b7 — Ha7, 25. Hxc6 — Hxb7, 26. Hb6 — Hxb6, 27. Dxb6 — Dxb6, 28. Bxb6 — Kf7, 29. Bd4 — Hxc8, 30. Bc3 — Bc5, 31. Hal og hér gafst svartur upp. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 1 12 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Karpov 1 \ \ v2 M iles 0 1 \ \ \ Sosonko \ 0 \ 0 \ Sm.vslov \ V. \ \ (íliKoric \ V2 \ \ \ Ilalasjov \ \ \ \ \ Húbner \ \ 1 0 Kavalck \ \ \ 1 \ Fridrik \ \ \ 0 0 Anderson \ \ \ \ Hort \ 1 \ V '2 \ Timman \ \ \ 1 \ Safnaðar- heimili Seyðisfjarð- arkirkju SUNNUDAGINN 18. september s.l. var hátíðlegt haldið 55 ára afmæli Seyðisfjarðarkirkju. I þvi tilefni var formlega tekið i notk- un nýtt safnaðarheimili, sem byggt hefur verið í tengslum við kirkjuna. Hátíðarhaldið hófst með guðs- þjónustu kl. 2. Prófastur Múla- prófastsdæmis, sr. Sigmar I. Torfason, þjónaði fyrir altari, en sóknarpresturinn, sr. Jakob Hjálmarsson, predikaði. Eftir guðsþjónustuna buðu sóknar- nefndin og safnaðarkonur til kaffidrykkju i nýja safnaðar- heimilinu. Þar lýsti sóknarnefnd- arformaðurinn, Astvaldur Kristó- fersson, byggingarsögu safnaðar- hússins og gerði grein fyrir gerð þess og kostnaði. Heildarkostnað- ur við bygginguna er u.þ.b. 5 millj. kr. Húsið er hið vandaðasta að allri gerð, stærð u.þ.b. 70 fm„ með 45 fm. samkomusal, eldhúsi, snyrtingu og skrifstofuherbergi. Ástvaldur gat þess sérstaklega, að mestu munaði i fjármögnun fyrirtækisins um framlag bæjar- yfirvalda og norska sjómannatrú- boðsins, Den indri sjömanns- misjon i Noregi, sem gaf söfnuð- inum húseign sina á Seyðisfirði, en þar ráku þeir um árabil sjó- mannaheimili. Það hús var óhent- ugt sem safnaðarheimili og var því selt með leyfi gefenda og sölu- andvirðið látið vera fyrsta fram- lag til byggingar þessa nýja safn- aðarhúss. Gestur dagsins var Jóhannes Sigurðsson, prentari, sem er vin- ur norska sjómannatrúboðsins og fulltrúi þess við þetta tilefni. Framhald á bls. 24. Seyðisfjörður: Prestsembættið laust til umsóknar BISKUP Islands hefur auglýst Seyðisfjarðarprestakall, Múlapró- fastdæmi, laust til umsóknar með umsóknarfresti til 31. október n.k. — Sveitarfélögin og iðnþróun Framhald af bls. 15 um Par má nefna þær ákvarðanir. sem teknar eru innan sveitarstjórna, um skipulag og notkun lands. orkumál, þjónustugjöld og skattlagningu. svo nokkuð sé nefnt Ákvarðanir á þessu sviði virðast víða teknar í auknum mæli með hliðsjón af samkeppni sveitarfé- laganna um eftirsóknarverðan atvinnu- rekstur. auk þess sem bein afskipti sveitarfélaganna hafa færzt í vöxt svo sem fyrr var nefnt Margt bendir til að óheft samkeppni af þessu tagi sé skaðleg eins og nú er háttað i islenzku atvinnullfi. Útflutn- ingsframleiðslunni er í raun þröngur stakkur skorinn og markaður fyrir rnn- lenda framleiðslu litill á flestum svið- um Við þær aðstæðurmá gera ráð fyrir því að samkeppni sveitarfélaganna um atvinnureksturinn leiði til flutnings framleiðslunnar milli staða án þess að þvi fylgi aukning heildarframleiðslu, en slik aukning hlýtur að vera forsenda bættra lífskjara í landinu Þegar þessa er gætt virðist ekki úr vegi að varpa fram þeirri spurningu til umræðu á þessari ráðstefnu. hvort ekki sé orðið tímabært að sveitarfélögin komi sér saman um leikreglur i samkeppninni um atvinnureksturinn til þess að beina henni i farveg nýrra tækifæra til auk- innar framleiðslu þar, sem iðnaður gegnir lykilhlutverki Eggert sagði i lokin: Tillögurnar i skýrslu okkar bera með sér, að ekki er verið að leggja á ráðin um það, hvernig skuli brugðist við neyðarástandi i atvinnumálum Þær miðast við gott atvinnuástand á þeim tima, sem þær eru gerðar, og eru byggðar á þeirri skoðun. að enn sé nægur timi til þess að tryggja slíkt ástand áfram, — svo fremi að lands- menn beri gæfu til þess að koma sér saman um réttar leikreglur og ráðstaf- anir til þess að styrkja atvinnulifið i heild Almennar umræður urðu ekki miklar á ráðstefnu Sambands islenzkra sveit- arfélaga. enda dagskráin þéttskipuð er- indum svo og var góðum tíma varið i starfsemi umræðuhópa Alls störfuðu fimm umræðuhópar. Fyrsti fjallaði um iðnþróun í strjálbýli og á minni þéttbýl- isstöðum, annar hópur fjallaði um hvernig sveitarfélög búa að iðnaði og hver fjármálaleg samskipti sveitarfé- laga og iðnfyrirtækja skuli vera. þriðji hópur fjallaði um hvort sveitarfélögin ættu að hafa frumkvæði að iðnaði. fjórði hópurinn fjallaði um aðild sveit- arfélaga að atvinnurekstri, þ.e hvað snertir eignaraðild og ábyrgðir. og fimmti hópurinn fjallaði um staðarval iðnfyrirtækja og byggðaþróun. Álit umræðuhópa Fyrsti umræðuhópurinn sendi frá sér eftirfarandi álitsgerð: Hópurinn telur, að nauðsyn beri til að stefna að auknum smáiðnaði í strjál- býlishreppum, m.a til að koma i veg fyrir fólksflótta úr sveitum Til þess að svo megi verða, þarf sá iðnaður að vera tengdur á einhvern hátt sveitarstjórn, tryggja fjármagn, þekkingu og markað Æskilegast er. að áætlun um slíkan iðnað sé gerð fyrir t.d hvern lands- hluta fyrir sig Hópurinn telur nauðsyn á hugmynd- um um möguleika á iðnaði fyrir dreif- býlissveitarfélög. t d. frá Iðnþróunar- stofnun Einnig telur hópurinn eðlilegt, að Rannsóknarstofnun iðnaðarins framkvæmi athugun eða úttekt á möguleikum byggðarlaga til iðnaðar- uppbyggingar og hvaða þjónustugrein- ar séu nauðsynlegar fyrir mismunandi framleiðslugreinar Telur hópurinn, að nauðsynlegt sé, að ný fyrirtæki séu miðuð við mögu- leika og þarfir byggðarlagsins og varar við því, að of stór fyrirtæki eða mann- frekar framkvæmdir geti valdið veru- legri röskun á viðkomandi svæði Benda má í þessu sambandi t.d. á núverandi virkjanaframkvæmdir við Sigöldu og þann vanda. sem við verð- ur að etja, er þeim lýkur. fyrir viðkom- andi byggðarlag Ákvæði um forgang til vinnu skv vinnulöggjöf getur því verið hættulegt Hópurinn telur, að æskilegt sé að stefna að aukinni samvinnu milli fyrir- tækja t landshlutum um sérhæfingu milli framleiðslugreina Skapaðist með því lausn á einu erfiðasta vandamáli iðnaðar úti á landi. þ.e tækniþekkingu og markaðsleit, sem hvorutveggja er forsenda eðiilegrar iðnaðaruppbygg- ingar. Hópurinn telur nauðsyn á virkjun hugarflugs almennings við stofnun framleiðslugreina og til endurbóta nú- verandi framleiðslu Hópurinn telur að stórefla mætti iðn- að úti á landsbyggðinni með samsetn- ingarframleiðslu fyrir innanlandsmark- að og til útflutnings Hópurinn telur. að nauðsynlegt sé. að einstök sveitarfélög eða landshluta- samtök geri stefnumarkandi áætlanir um iðnþróun á viðkomandi svæði Benda má i þvi sambandi á nauðsyn þess, að ekki skapist óeðlileg sam- keppni á litlum stöðum um samskonar iðnað, sem veldur öllum aðilum stór- tjóni og eyðileggur e.t.v. meira en uppbyggingu nemur. Rætt var um verkmenntun og kynningu unglinga úti á landi á mis- munandi iðngreinum og möguleikum þeirra Athuga beri vel, hvort ekki beri að auka verkmenntun strax í grunn- skóla Umræðuhópur númer tvö skilaði eft- irfarandi niðurstöðum. en hópurinn fjallaði um hvernig sveitarfélögin búa að iðnaði svo og um hver fjármálaleg samskipti sveitarfélaga og iðnfyrir- tækja skuli vera Framboð á hentugu umhverfi til iðn- rekstrar er misjafnt eftir því hvaða sveitarfélög eiga í hlut og er mótun landsins misjafnlega langt komin Fæstar sveitarstjórnir telja sig geta veitt atvinnurekstri aukinn stuðning að óbreyttum tekjustofnum. ef frá eru tal- in atriði sem ekki hafa mikinn kostnað í för með sér. svo sem undirtektir við kröfugerð á hendur ríki, lánastofnun- um. o.s.frv Gatnagerðargjöld og aðstöðugjöld eru þeir tekjustofnar sveitarfélaganna sem sætt hafa mestri gagnrýni. Mjög þykir koma til álita að breyta innheimtu gatnagerðargjalda og/eða draga úr vægi þeirra með eflingu annarra tekju- stofna svo sem fasteignagjalda og lóðaleigu Aðstöðugjöld telja sveitar- stjórnir sig ekki geta misst að óbreytt- um tekjustofnum Liklegt þykir að gangi sveitarfélögin til samstarfs við aðra opinbera aðila við að byggja iðngarða. eða reisi þá ein sér, hvili einnig á þeim sú skylda að sjá til þess að rekstur þar komist i eðlileg- an gang Þar þykja ? höfuðatriðum koma til greina þrjár leiðir til úvegunar fjármagns til húsnæðis og rekstrar i viðbót við eigið fjármagn Þessar leiðir eru rikisábyrgð, breyttar kröfur um veð og ábyrgðir sveitarfélaga Nauðsyn er á auknu samstarfi sveit- arstjórna. fulltrúa atvinnurekstrar og rikisvalds til þess að leggja á ráðin um það hvernig skuli staðið að auknum stuðningi og örvun við iðnrekstur, án þess að stofna til skaðlegrar sam- keppni þar sem innlend framleiðsla fullnægir þegar þörfum landsmanna Þriðji umræðuhópur ráðstefnu Sam- bands islenzkra sveitarfélaga fjallaði um hvort sveitarfélögin ættu að eiga frumkvæði að iðnaði Hópurinn komst að eftirfarandi niðurstöðum: Sveitarfélögin skulu hafa áfram það frumkvæði sem verið hefur i undir- stöðuatriðum atvinnurekstrar. þ e hvað varðar skipulag og nauðsynlega lágmarksþjónustu Auk þessa skulu sveitarfélög leita tækifæra og nýrra leiða i iðnaðaruppbyggingu. en þetta felur i sér að sveitarfélögin eiga að vera vakandi varðandi ný tækifæri á iðnað- arsviðinu og einnig eiga þau að beita sér fyrir förrannsóknum og hag- kvæmisathugunum. og ennfremur eiga þau að beita sér fyrir stofnun undir- búningsfélaga að stofnun atvinnu- rekstrar. ef aðstæður í sveitarfélaginu kalla sérstaklega á slikt Hópurinn er sammála um það að hlutdeild sveítarfélaga i uppbyggingu fyrirtækja eða endurskipulagningu þeirra eigi að vera timabundin, þ e meðan verið er að koma viðkomandi rekstri á rekspöl Hópurinn telur ennfremur nauðsyn- legt að nágrannasveitarfélög efni til samvinnu sin á milli á sviði iðnþróun- ar, en bitist ekki um verkefnin þvi nauðsynleg lágmarksfjölbreytni verður að vera til staðar, t d í kauptúnum, svo ákveðinn rekstur hafi grundvöll þar Fjórði umræðuhópur fjallaði um hver ætti að vera aðild sveitarfélaga að atvinnurekstri hvað snertir eignaraðild og ábyrgðir Komst hópurinn að eftir- farandi niðurstöðum i stuttu máli: Hópurinn er sammála um að ekki sé æskilegt né í verkahring þeirra. að sveitarfélögin standi í atvinnurekstri þegar um er að ræða framleiðslu á einkavörum og þjónustu. þ e vörum sem hægt er að útiloka menn frá að njóta og vörur sem eyðast upp við notkun Hins vegar geta staðbundnar aðstæður kallað á slikt i formi fyrir- greiðslna og ýmissar aðstoðar Hins vegar telur hópurinn hugsanlegt að sveitarfélögin taki þátt i. bæði með beinni aðild og óbeinni. atvinnurekstri þegar um er að ræða framleiðslu á opinberum vörum og þjónustu. þ e vörum sem ekki eyðast upp við notkun og ekki er hægt að útiloka fólk frá að n jóta Fimmti umræðuhópur fjallaði um staðarval iðnfyrirtækja og byggðaþró- un Komst hópurinn að eftirfarandi niðurstöðum: Iðnaðurinn verður að þróast með hag þjóðarinnar fyrir augum. þar sem við eigum í samkeppni við erlenda aðila. Verðum við því að snúa bökum saman og láta staðarval ráðast af þjóð- arhag Iðnaðurinn er lika mikilvægt tæki til að efla byggðastefnu og telur hópurinn nauðsynlegt að sérhver staður á landinu fái haldið þeim mannfjölda sem hann nú hefur og honum einnig sköpuð tækifæri til að taka við eðlilegri fjölgun. en i þessu tilliti er iðnaður mikilvægur Hópurinn telur nauðsynlegt á að hagað verði svo til að iðnaðarþróun á einum stað verði ekki á kostnað ann- arra staða Hópurinn telur nauðsynlegt að arð- semissjónarmiðið verði látið ráða i sem flestu tilliti þegar iðnþróun er höfð i huga Hópurinn bendir á að íslendingar eru og verða að vera áfram ein heild, eitt riki, ein þjóð SALA verðtryggöra spariskírteina ríkissjóðs hefst á morgun fjii'ír?-, (8) SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.