Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.10.1977, Blaðsíða 29
félk f fréttum MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÖBER 1977 37 + Hásætið getur verið fall- valt sæti, og þeir eru ófáir þjóðhöfðingjarnir sem hafa fengið að reyna það. Einn af þeim er Simeon II Búlgariukonungur. Hann hefur búið í útlegð á Spáni síðan 1946 en aldrei gefið upp vonina um að komast aftur til valda. Simeon II hefur þó ekki setið og haldið að sér höndum í út- legðinni. Hann stjórnar ábatasömu fyrirtæki og einnig sér hann um ráðgjafar- og hjálparskrif- stofu fyrir landflótta Búlgara. Hann heldur ennþá konungstitlinum og dreymir um að snúa aftur heim. Faðir hans, hinn vinsæli Boris III, dó dular- fullum dauðdaga og var álitið að Hitler hefði látið byrla honum eitur. Simone II sem varð konungur 28. ágúst 1943 fékk aldrei tækifæri til að sýna hæfi- leika sina. Hann flúði til Madrid þar sem hann reynir eftir bestu getu að hjálpa búlgörskum flóttamönnum. Simeon II gekk að eiga Margareti konu sína árið 1962. Hún er af spænskum aðalsættum. Þau eiga fimm börn sem öll hafa erft búlg- arska titla. Elstur er Kardam, prins af Tirnova og krónprins Búlgariu. Þá er Kiril 12 ára, prins af Preslav, Kuvrat er 11 ára hann er prins af Panagiur- ishte, Konstantin er 9 ára og prins af Vidin og yngst er svo Kalina 5 ára prins- essa af Búlgaríu. Myndin er tekin af fjölskyldunni á heimili þeirra í Madrid. lÆrIð VÉLRITUN Ný námskeið hefjast fimmtudaginn 6. október. Engin heimavinna. Kennsla eingöngu á raf- magnsritvélar. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 1 3 daglega Vélritunarskólinn Suðurlandsbraut 20. 4- Harold MacMillan tyrrverandi for- sætisráðherra Breta var eitt sinn spurSur álits á frétt sem birtist i einu dagblaSinu i London. „Ég held aS fréttin sé mjög ýkt," svaraSi hinn 83 ára gamli stjómmálamaSur. „Þeir halda þvi fram aS ég sé dauSur." + Amy Carter forsetadóttir fékk ný- lega gjöf frá Ceylon. ÞaS var stór og myndarlegur filsungi. En þaS er ekki þægilegt aS hafa fll i Hvita húsinu svo Amy hefur gefiS hann dýragarSi borgarinnar. + Það er ekki tekið út með sældinni að vera sýningar- stúlka. En svona geta aðstæður orðið þegar stígvélin eru þröng. Tíminn naumur og óþolinmóðir áhorfendur bíða. + Madame Lupescu sem í 22 ár var ástmær Carol fyrrverandi konungs i Rúmeníu, andaðist í júlí- mánuði siðastliðnum að heimili sínu í Estoril í Portúgal. Hún var 81 árs. Madame Magda Lupescu hafði verið ástmær kon- ungsins í 22 ár er þau gengu í hjónaband árið 1947. Þau hafa síðan búið í Portúgal þar sem kon- ungurinn fyrrverandi er í útlegð. Bækur á gjafverði -------TÍU ÞÚSUND---------- Já, það er ótrúlegt en satt, að hjá Ægisút- gáfunni, Sólvallagötu 74 fást 20 inn- bundnar, ógallaðar bækur fyrir aðeins tíu þúsund krónur. Þessar bækur má velja úr 40 bókum. ——-----TÍU ÞÚSUND---------- MENNIRNIR í BRÚNNI 5 fróðleg og falleg bindi á tíu þúsund krónur. AFBURÐARMENN OG ÖRLAGAVALDAR 4 stórfróðleg bindi á átta þúsund krónur. Ennfremur margar fleiri bækur girnilegar og ódýrar. Súgfirðingabók er afgreidd til áskrifenda hjá okkur og hjá Sigrúnu Sturludóttur, Hlíðargerði 4. Skiptjóralærðum mönnum er bent á að hér er einnig tekið við myndum og skýrslum í Skipstjóra- og stýrimannatalið. Það er því ærið tilefni til að líta inn ÆGISÚTGÁFAN, Sólvallagötu 74

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.