Morgunblaðið - 03.12.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.12.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1977 3 Breytingar á vöruaf- greiðslu Flugleiða UM ÞESSAR mundir standa .vfir breytingar í afgreiðslu Flugleiða vegna vöruflutninga til útlanda. Vörumóttaka hefur fram að þessu verið í vöruafgreiðslu innan- landsflugs á Reykjavíkurflug- velli en fl.vzt nú um helgina að Bíldshöfða 20. þar sem vörumót- taka opnar n.k. mánudag 5. desember. I fréttatilk.vnningu frá Flugleiðum segir, að hér sé um eitt skref að ræða af hálfu Flug- leiða til hagræðingar og einföld- unar í vöruflutningum með flug- vélum Flugfélags tslands og Loft- leiða og munu auðvelda útflytj- endum sambandið við afgreiðsl- una, þar sem flest útflutnings- fyrirtæki séu nú í austurhluta borgarinnar. Þá segir, að um þessar mundir séu rúm tvö ár liðin síðan Frakt- afgreiðsla Flugleiða fluttist að Bíldshöfða 20, en hafði áður verið á fjórum stöðum í borginni. Sú breyting að sameina vöruaf- greiðsluna og hafa hana á einum stað í borginni hafi mælzt vel fyrir og einfaldað alla afgreiðslu. í sambandi við þær Jrreytingar sem nú eru gerðar á vöru- afgreiðslunni verður tekin í notk- un tölva, sem á að flýta fyrir allri afgreiðslu. Vörumóttakan á Bíldshöfða 20 verður opin fimm daga vikunnar, kl. 9—12 og 13—17. „Alexander líttu þér nær” Athugasemd frá fréttaritara Morgunblaðsins í Ólafsvík VEGNA ummæla Alexander'- Stefánssonar oddvita í viðtaL sem birtist í Morgunblaðinu 30 nóv. s.l. vil ég gera eftirfaranu. athugasemd. Framsóknarflokkurinn hefur ekki borið fram lista í sínu nafni við sveitarstjórnarkosningar i Ólafsvík, a.m.k. ekki siðustu 15—20 árin. Við síðustu sveita- stjórnarkosningar, komu fram tveir listar hér í Ólafsvík. Voru það D-listi, listi sjálfstæðismanna og H-listi, listi almennra borgara, en að honum stóðu menn úr öllum stjórnmálaflokkum, öðrum en Leiðrétting — minningargjöf í BLAÐINU í gær í frétt frá vígslu hjónagarðanna við Suður- götu voru rangar tölur birtar um þá fjárhæð sem alls var gefin til byggingar garðanna til minningar um dr. Bjarna Benediktsson og frú Sigríði Björnsdóttur konu hans og dótturson þeirra Bene- dikt Vilmundarson. Rétt tala er krónur 67,9 milljónir. Blaðió biðst velvirðingar á þessum mistökum. 1. des. fagnaður í Luxemborg ÍSLENDINGAR í Luxemborg héldu árlegan 1. des. fagnað í gærkvöldi og var gert ráð fyrir fjölmenni að vanda. islenzkt tízkusýningarfólk, sem nú er í Luxemborg, átti að sýna íslenzk föt og fleira átti að vera til skemmtunar. ‘'jálfstæóisflokknum. Hlaut D- jti. 159 atkvæði, en H-Iisti 371. _>að er því skotið yfir markið hjá Alexander, þegar hann heldur því fram, að sjálfstæðismenn hafi verið óánægðir með þátttökuna í prófkjöri sínu á dögunum, en hjá okkur kusu 156 manns. Ætti Alex- ander að líta sér nær í leit að þeim, sem hófu gagnrýni á fyrir- komulag skoðanakönnunar fram- sóknarmanna hér. Hitt er rétt hjá Alexander, að hann hefði náð sama sæti í skoðanakönnuninni, þó að þátttakan hefði ekki verið eins mikil í Ólafsvík og raun ber vitni og er það glæsilegur árangur hjá honum. Varðandi kosningu í heimahús- um, vil ég aðeins segja það, að það er rétt hjá Alexander, að hér var slæmt veður á föstudag og fram eftir laugardegi. Hins vegar var prýóisveður í Ólafsvik á sunnu- deginum og raunar á fimmtudags- kvöldið einnig. Helgi Kristjánsson. Fundur í Mynt- safnarafélaginu FUNDUR verður í Myntsafnara- félaginu í dag klukkan hálf þrjú. Á uppboðsskránni eru 56 númer. Þar á meðal eru margir kórónu- peningar t.d. 10 aurar frá 1925 sem seldust á nóvemberupp- boðinu á 5700 krónur. Þykki túkallinn frá 1966 verður einnig boðinn upp og er lágmarksboð i hann 12.000 krónur. Nokkrir seðlar verða einnig boðnir upp, norskir, finnskir, íslenzkir og að auki 6 seðlar sem gefnir voru út í Slésvik/Holstein 1919 til 1921. Er ékki að efa að vel verður mætt og hátt boðið á þessum seinasta fundi félagsins fyrir jól. sem náóst hefur i hafréttarmál- um Norðmanna? — Ég er talsvert ánægður með þann árangur, sem náðst hefur með 200 mílna útfærsl- unni án þess að veruleg vanda- mál kæmu upp. Samkomulag okkar við Sovétríkin um Bar- entshaf er bráðabirgðasam- komulag, en er hluti af stærri heild og sem slíkt tel ég að það sé í lagi. Nú er næsta verkefm að halda lengra á braut alþjóð- legrar samvinnu í hafréttarmál- um og þá einkum í sambandi við vinnslu náttúruauðæfa á hafsbotni. íslendingar og Norðmenn eiga við sameiginlegt vandamál að glíma í sambandi við skreið- Möguleikar Noregs aldrei meiri í sögu þjóðarinnar — sagði Oddvar Nordli forsætisráðherra í samtali við Mbl. Frá blaóamanni Mbl. Ingva H. Jónssyni í Ösló. — LANGSTÆRSTA og mikil- vægasta verkefni ríkisstjórnar minnar er að takast á við efna- hagsvandamálin og reyna að tryggja fólkinu í landinu at- vinnu, að halda atvinnuleysi ut- an við okkar landsteina á þess- um erfiðu tímum í efnahags- málum í heiminum, sagði Oddvar Nordli forsætisráð- herra Noregs í stuttu samtali við Morgunblaðið á skrifstofu sinni í Ósló. Forsætisráðherrann var að því spurður hvort erfitt væri að stjórna minnihlutastjórn eftir hinar tvísýnu kosningar á sl. hausti. — Ríkisstjórn okkar er hrein minnihlutastjórn og við höfum ekki boðið öðrum flokkum til samstarfs við okkur, við höfum hins vegar boðið Stórþinginu til samstarfs um lausn þeirra vandamála sem við eigum við að glíma. Það er óhætt að segja að við höfum ekki átt við mikla erfiðleika að etja í þingstörf- um. — Er við mikinn efnahags- vanda að glíma í Noregi? — Það þarf mikið átak til að halda atvinnuleysi í skefjum. Aðstaða okkar á útflutnings- mörkuðum er erfið og það hef- ur eðlilega áhrif á hið opna efnahagskerfi okkar. Einnig virðist þróunin vera sú að vand- inn í útflutningnum haldi áfram að þyngjast að það verð- ur að nýta alla hugsaniega möguleika til að forðast at- vinnuleysi. Vöruskiptajöfnuð- urinn er mjög óhagstæður og lítið útlit fyrir að úr því rætist á næsta ári. Við reynum að leggja áherzlu á aukin viðskipti við þær þjóðir, sem eru svo vel settar að búa við hagstæðan greiðslujöfnuð. — Er ríkisstjórnin lagði fram fjárlagafrumvarp sitt fyrir skömmu sagði fjármála- ráðherra í ræðu sinni að Norð- menn yrðu að herða beltið, lífs- kjör myndu ekki batna á næsta ári og ekki væri svigrúm til launahækkana fyrir meðal- og hátekjufólk. Sættir norska þjóðin sig við slíkan boðskap án þess að grípa til aðgerða á vinnumarkaðnum? — Ekki veit ég hvort sú verð- ur raunin. Það er rétt að það kom fram í ræðu fjármálaráð- herrans að ekkert svigrúm væri til iaunahækkana, nema helzt fyrir þá lægst launuðu ef takast ætti að hamla gegn atvinnu- leysi. Ég veit ekki hvort Norð- menn eru ábyrgðarfyllri en aðr- ar þjóðir, en það er staðreynd að verkalýðsfélögin í landinu hafa sýnt skilning og samstarfs- vilja í tilraunum til að bæta úr efnahgasástandinu. Staðreynd- in er sú, að hærri laun og betri lifskjör eru ekki valkostur í dag, það er aðeins hægt að velja á milli atvinnu eða atvinnuleys- is. — Nú var það helzta slagorð yðar og verkamannaflokksiris í síðustu kosningum, að með því að kjósa Nordli aftur til valda tryggði fólk sér áframhadlandi atvinnuöryggi. Er útlit fyrir að stjórn yðar takist að standa við það heit á þeim erfióleikatim- um, sem þér talið um? — Ef okkur tekst að standa af okkur þann storm efnahags- kreppu sem nú geisar í heimin- um, tel ég að Noregur eigi meiri möguleika en nokkru sinni áður í sögu þjóðarinnar. — Er forsætisráðherrann ánægður með þann árangur arsölu til Nigeríu, hefur nokk- uö miðaö hjá Norðmönnum ið því sambandi? — Nei, þvi miður. Við lítum i sjálfu sér ekki svo aivarlega á málið þótt sölutregða sé í eitt ár, því að við hugsum um fram- tíðarmöguleika, en höfum ekk- ert í höndunum, sem bendir til að betri timar séu framundan í skreiðarsölumálum. — Nú hafið þér fjallað mikið um efnahagserfiðleika Noregs. A sama tíma liggur það fyrir að innan fárra ára verður Noregur kominn í hóp stærstu olíufram- leiðsluþjóða heims. Hver er yð- ar framtíðarsýn á stöðu Noregs í hinu alþjóðlega samfélagi? — Eins og ég sagði áðan tel ég að möguleikar okkar í fram- tíðinni verói meiri en nokkru sinni í sögu þjóðarinnar, ef úr rætist i efnahagsmálum. En það má ekki aðeins lita á ntöguleik- ana heldur verðum við einnig að líta á þá ábyrgð sem er á herðar okkar lögð i sambandi við þróun samfélags okkar. Noregur er lítill hluti af stórri heildarmynd, en við búum við ein beztu lífskjör í heimi og okkur ber skylda til að reyna að miðla þeim. Ég vil í þessu sam- bandi leggja áherzlu á mikil- vægi norrænnar samvinnu og Norðmenn eru ákveðnir í að fylgja eftir áætlunum um gagn- kvæmt samstarf þjóðanna á sviði orku- og iðnaðármála. Olíu- og gasbirgðir okkar geta verið hornsteinn slíkrar sam- vinnu. Við viljum einnig auka tengsl okkar við iðnaðarríki V- Evrópu og taka upp aukið sam- starf. Þá hlýtur Noregur einnig að auka aðstoð sina við þróun- arrikin, sem eitt af auðugustu ríkjum veraldar. Þetta er i stuttu máli mín framtíðarsýn. Harðír ihomað taka! Nýju, lofttæmdu kaffipakkarnir frá Ó. Johnson & Kaaber eru sannarlega harðir í horn að taka. Öllu lofti hefur verið dælt úr þeim, en við það falla þeir svo þétt að kaffinu, að þeir verða glerharðir. Geymsluþolið er nær ótakmarkað, og kaffið er alltaf sem nýtt, þegar pakkinn er opnaður. Við bjóðum aðeins nýtt kaffi og erum harðir á því! Ríó, Mokka, Java og Santos. Ilmandi, úrvals kaffi — í nýjumjlofttæmdum umbúðum. 0. JOHNSON & KAABER H.F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.