Tíminn - 05.06.1965, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.06.1965, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 5. jóní 1965 TIMINN Gísli Kristjánsson: Kornhlöður Heill ættliður íslendinga hef- ur nú í fyrsta sinni séð þann, sem Hann«f Slafstein kvað um er hann orti: „Hvort hefur þú vin okkar hafísinn séð, er ‘ann hraðar að landinu fðr?“ Það er sannast mála, að þessi nafngjafi landsins — ís- lands — hefur um áratugi hald ið sig svo fjarri, að ýmsir voru farnir að álykta að hann gerði engum usla framar. En sú þjóð, sem byggir þetta land, verður að vita og muna á hvaða breiddarstigi hún býr og þá jafnframt að hafíss getur verið von hvenær sem er og hyggilegast er að vera aldrei varbúinn komu hans. Birgðar- stöðvar verða að rísa. Hvað er það þótt hafís hindri samgöngur við vissa hluta landsins fáeinar vikur, hjá hinu, að hann hefti siglingar mánuðum saman? Þannig má spyrja og er ólíku saman að jafna um atburði þá, sem hafís gengins vetrar skóp samanborið við það, er gerzt hefur fyrr á árum, þegar haf- þök lágu við land hálf ár í senn og ár eftir ár. Hvað sem liðinni tíð líður þá er vert að gefa nútímanum og framtíð- inni gaum. Við búum á allt annan hátt nú en fyrr, og þótt hafís ylli harðindum fyrr, en við lifum á timum tækninnar og getum þess vegna betur bjargazt en gengnar kynslóðir, þá er hitt víst, að með nú- tíma lífnaðarháttum og bú- stangsfyrirkomulagi, vegnar okkur ekki vel á íshættusvæð- um nema við séum viðbúnir komu hans og dvöl við landið norðan- og austanvert. Það stóð tæpt að þessu sinni með birgðir kraftfóðurs, já, meira að segja með birgðir ann arra lífsnauðsynja einnig, á vissum stöðum, og hætt er við að þröngt hefði orðið fyrir dyr- um sumstaðar þar sem hafís lok aði höfnum, ef flutningar á landi hefðu einnig verið teppt- ir, en að þessu sinni var það óvíða og það var vel. En við verðum að vinna að því að vera viðbúnir næst þeg- ar hafís leggst að landi, eða að minnsta kosti næst-næst, ef tryggja skal tilveru búenda — og einnig annarra — sem hafa búsetu og atvinnu á þeim slóð- um, sem hafís og vetrarríki getur lokað leiðum til lands og sjévar. Og hvað skal þar til ráða? Birgðastöðvar. Um langa tíð hafa bændur rætt um hey og harðindi, ásetn ing og öryggi í fóðurmálum, og er það að vonum, því að hætta á heyleysi og harðindum er jafngömui byggð landsins, en við skulum segja að horfellir sé úr sögunni. Tillögur um fóðurtryggingar, um birgðastöðvar og aðrar ráð stafanir, hafa verið uppi á ýms- um tímum, einkum þegar harðn að hefur á dalnum i snjóavetr- um og vorkuldum, en verst er þó þegar ísar loka leiðum, ekki sízt nú, þegar notkun kjarn- fóðurs er svo mikil sem raun er á, og kjarnfóður verður allt- af notað í verulegum mæli, þess er þörf til þess að hver skepna í búi bóndans gefi þær afurð- ir, sem hún hefur arfgenga hæfni til. Þegar samgöngur teppast eru það alltaf vissir mánuðir, sem um ræðir, og þá gildir að safna birgðum og eiga þær þegar hættumánuðirnir ganga í garð, einkum á Norð- urlandi og Austurlandi. Við höfum að þessu sinni séð hvað það þýddi, að áburður var ekki á höfnum þar sem hafís lokaði um margar vikur, og er koma tilbúins áburðar þó ekki eins tímabundin eins og útvegun kjarnfóðurs getur verið þegar í hart fer. Til þess að steyta ekki á skeri fóðurskorts er ekki til annað úrræði en að eiga birgð- ir sem hrökkva, hversu sem viðrar og hverjar sem sam- göngutruf lanirnar kunna að vera. Fyrrum var talað um forða- búr — heyforðabúr — og þau geta verið góð og blessuð, en bezt eru þau heima á hverju heimili, sem góðir stubbar af grænni töðu í hlöðum og vot- hey i turnum eðá gryfjum. En það er ekki nóg. Nútíminn krefst einnig kjarnfóðurs og verulegt magn þess verður að sækja i.til , apnan;a ianda, eðli- l,ega hlj'fttuiftBÍfið .gerpidþað,| þó rækta korn sjálfar í veru- legum mæli. Og eins og allar þjóðir geyma kornbirgðir sín- ar — bæði til manneldis og fóðurs — í til þess gerðum hlöðum, svo er okkur bæði þörf og nauðsyn, að reisa korn- hlöður á vissum stöðum. Það er tímabært atriði, sem ekki má dragast. Það er nauðsyn, sem vinna þarf að hið bráð- asta. Kornhiöðurnar. Hvar sem við ferðumst með- al annarra þjóða blasa við — bæði á hafnarstöðvum og um sveitir — samvaxnir sívalning- Svona hlöður þurfum við að fá sem fyrst. ar, sem gnæfa yfir umhverfið, einkum í sveitunum. Þetta eru kornhlöðurnar og við vissar þeirra eru mylnur starfandi til þess að mala kornið til mann- eldis eða fóðurs, eða hvort tveggja. Þetta er eitt af fyrir- bærum nútímans, sem telst til hinna sjálfsögðu hluta. Með vél rænum búnaði er unnið og mannshöndin þarf hvergi að snerta á öðru en stillingum, styðja á takka o. s. frv., sjálf- virkni er í þessum efnum eins og annars staðar' og engum kemur til hugar að láta önnur viðhorf ráða. Skipin sigla milli landa með laust korn í lest- um. Það er sogað úr lestun- um og því blásið í kornhlöð- umar. Milli turnanna er það fært með vélbúnaði og á vélrænan hátt er það fært til mylnunn- ar, vélaorka knýr þær og flyt- ur mjölið á viðeigandi staði, til manneldis eða til fóðurs að- greint í fóðurblöndunarstöð það, sem hafa skal til fóðurs, og þá gjarnan sem fóðurblanda • 1 / # Myndin er „aS vesfan" en slíkar kornhlöður rísa nú um öll lönd og við þær eru einatt myllur. flutt í sérstökum tankbílum heim til bændanna og þar blás- ið upp í trektmyndaða síló heimilisins, sem smátt og smátt er tæmd frá trektarbotni, þar sem renniloka er hreyfð þegar fóðrið á að falla í fóðurvagn- inn. Nútíminn krefst nýrra athafna. Aldarfjórðungur er nú lið- inn síðan ég stóð í hlutverki við athafnir þar sem meðferð kornvöru fór fram á nefndan hátt. Það var þá brot af náms- efni mínu. Síðan hef ég horft til þessara athafna sem nauð- synlegs framtaks hér á íslandi. og þegar ég fyrir 17 árum keypti, úti í Svíþjóð, skriðmót þau, sem notuð hafa verið til þess að steypa í votheysturna og vatnstuma að undanförnu, var það markmiðið að þau mætti einnig nota til að steypa í utanförum mínum hef ég hvað eftir annað kynnt mér framfarir, er orðið hafa á svið- um kornflutninga og kornverzl unar í grannlöndunum. í kring um 1950 vann ég þessu ræki- legast og komst þá að raun um nokkrar staðreyndir, fjár- hagslegs eðlis, sem ættu að geta verið okkur jafn raunhæf- ar og öðrum. Þá kostaði t. d. 12 sinnum meira að skipa hverri lest af korni í sekkjum en lausu korni úr sílóskipi. Nið urstöður af mótun nútímafyrir- komulags á þessu sviði, við hæfi íslendinga, virtist þá vera að þegar inn yrðu fluttar yfir 20 þúsund lestir fóðurkorns. auk brauðskorns mundi viðeigandi að flytja í sílóskipum og eiga kornhlöður Þá var neyzlan aðeins 12.000 lestir af fóðurkorni. Nú er tími Framhald á bls 11 J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.