Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978 —ÁLHAMÍX „Brýnasta verkefni Íslendinga á næstu árum er að umbótanna eru rækilegar umræður." Eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Vandi sjávarútvegsins Að taka ákvörðun i stjórnmálum er oftast að velja um óþægilegan kost og annan óþolandi, sagði Edmund Burke Það er satt, að þessi heimur er ófullkominn, kostir hans sjaldan góðir Nýlegar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar i efnahagsmálum eru dæmigerðar Þær eru óþægilegar, en að öðrum kosti blasti við 40% verðbólga og 5000 millj. kr halli á rekstri þjóðarbúsins Ég ætla að fara örfáum orðum um ráðstafanirnar og tillögur stjórnarandstöð- unnar i þessari grein, þvi að brýnasta verkefni íslendinga á næstu árum er að bæta hagskipu- lagið, og undanfari umbótanna eru rækilegar umræður Ráðstafanirnar eru til skammtíma- lausnar hins venjulega vanda sjávarútvegsins Hvers vegna er vandi sjávarútvegsins venjuleg- ur? Vegna þess að þessi atvinnugrein er mjólkurkýr íslendinga, og þeir blóðmjólka hann, ef svo má taka til orða Framleiðni er miklu meiri í sjávarútvegi en öðrum atvinnu- greinum, því að fiskimiðin eru einu umtals- verðu auðlindir íslendinga (að orkulindunum undanteknum) íslendingar nota í vissum skiln- ingi verðbólgu til að færa fjármagn frá honum til annarra atvinnugreina: Fiskverðshækkun á útlendum markaði eða aflaaukning (eða hvorar tveggja) valda launahækkun sjómanna og fisk- verkunarmanna Launahækkun þeirra veldur eftirspurnaraukningu þeirra, launahækkunar- kröfum í öðrum atvinnugreinum og launa- hækkunum bænda (en laun bænda eru tengd með lögum við laun sjómanna) Launa- hækkunarkröfum i öðrum atvinnugreinum en sjávarútvegi er flestum eða öllum sinnt vegna einokunarvalds verkalýðsrekendanna, þó að framleiðni í þessum atvinnugreinum gefi ekki tilefni til þeirra, og þær valda vöruverðs- hækkunum En vöruverðshækkanirnar valda launahækkunarkröfum. sem enn er sinnt vegna einokunarvaldsins Komið er í víta- hring verðbólgunnar Aðstaða sjávarútvegsins á útlendum markaði versnar við allar kostnaðarhækkanirnar. en aðstaða útlendra fyrirtækja á innlendum markaði batnar Rekstrarhalli verður i sjávarútvegi og á þjóðar- búinu, því að fiskverðshækkun á útlendum markaði og aflaaukning halda að lokum ekki í við hækkanirnar innan lands Fiskverðshækk- un og aflaminnkurt valda einnig verðhækkun- um, þvi að verkalýðsrekendurnir þola fyrir- tækjunum ekki lækkun launa i peningum svo að nauðsynlegt er að fella peningana i verði Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar i efnahagsmálum eru til þess að jafna halla þjóðarbúsins, tryggja afkomu útflutningsfyrirtækjanna og fulla atvinnu launþega, halda almennum lifskjör- um óbreyttum, en bæta lífskjör láglaunamanna. Þær eru óþægilegar, en að öðrum kosti blasti við 40% verðbólga og 5000 millj. kr. halli á rekstri þjóðarbúsins. Halda lýðskrumararnir, að hægt sé að hækka rauntekjur almennings um 40—50%, þegar þjóðartekjur hækka um 7%? Halda þeir, að rétta ráðið til að hægja á verðbólgu vegna umframeftirspumar sé að auka þessa eftirspurn með niðurgreiðslum? Halda þeir, að vandi atvinnuveganna verði leystur með aukinni skattlagningu á þá? bæta hagskipulagið, og undanfari skatts" og annars sliks Þessar tillögur eru fráleitar Til þess eru margar ástæður I fyrsta lagi eru útflutningsfyrirtækin rekin með halla vegna innlendra kostnaðarhækkana.en þó ætla stjórnarandstæðingar að leggja á þau og önnur fyrirtæki) 10% aukaskatt og veltuskatt! Veltu- skattur er langranglátasti skattur, sem til er á fyrirtæki, þvi að ekki er lagt á hreinar tekjur fyrirtækisins, heldur á stærðina eina. skattur- inn hvetur þess vegna til óhagkvæmra rekstrarstærða. kemur illa niður á stórum fyrir- tækjum með slæma afkomu. í öðru lagi eru kostnaðarhækkanirnar einkum launahækkanir (bæði launahækkanir i sjávarútveginum sjálf- um og verðhækkanir á vörum frá öðrum at- vinnugreinum vegna launahækkana i þeim atvinnugreinum), en litið sem ekkert á að gera við þeim! í þriðja lagi ætla þessir menn að greiða vörur niður um 3200 millj. kr. og auka þannig eftirspurn. þegar verðbólgan er vegna umframeftirspurnar! í fjórða lagi eru allar aðrar fjáröflunartillögur þeirra óra unhæfar, bæði 1 500 millj. kr lækkun rikisútgjalda og 1000 millj. kr. hækkun rikistekna Nægilega vandasamt verður að nota heimild rikisins til 1000 millj. kr útgjaldalækkunar Aðferð sina kalla stjórnarandstæðingar „niðurfærsluaðferð" en hún er réttnefnd „undanfærsluaðferð" Að þessum tillögum standa að minnsta kosti tveir hagfræðingar, dr. Gylfi Þ. Gíslason, formaður þingflokks Alþýðu- flokksins. og Ásmundur Stefánsson, hagfræð- ingur Alþýðusambands íslands Báðir kenna þeir i viðskiptadeild Háskóla íslands Geta þeir horft framan i nemendur sina sem fræðimenn eftir að hafa gert þessar fráleitu tillögur sem stjórnmálamenn? Sannleikurinn er sá. að þetta lýðskrum nær ekki nokkurri átt Halda lýð- skrumarnir, að hægt sé að hækka rauntekjur almennings um 40—50%, þegar þjóðartekjur hækka um 7% Halda þeir, að rétta ráðið til að hægja á verðbólgu vegna umframeftirspurnar sé að auka þessa eftirspurn með niðurgreiðsl- um? Halda þeir, að vandi atvinnuveganna verði leystur með aukinni skattlagningu á þá? í óskalandi stjórnarandstæðinga gerast krafta- verkin, kostnaðarhugtakið er ekki notað, lifs- gæðin eru ótakmörkuð En það er ekki á þessari jörð Eina aðferðin til að gefa þessum lýðskrumurum jarðsamband er líklega sú að leyfa þeim að vinna fyrir sér með öðru en Ráóstafanir ríkisstjómarinnar Verðbólgan er notuð vegna þeirrar leikreglu hagsmunahópanna. að launin lækki alls ekki (þótt kaupmáttur þeirra lækki) Allt kemur í sama stað niður í íslenzka hagkerfinu. og vandi sjávarútvegsins er verðbólgan, þegar hún færir of mikið fjármagn frá honum til annarra greina Óumflýjanleg gengisfelling Hvernig er hægt að jafna rekstrarhalla sjávarútvegsins? Hvernig er með öðrum orðum hægt að færa fjármagn frá öðrum atvinnu- greinum til sjávarútvegsins? Þrjár aðferðir eru til aðferð niðurfærslu, millifærslu og upp- færslu. Niðurfærsluaðferðin er almenn, inn- lend verðlækkun, bæði lækkun og verðs vinnuafls (launa), verð á innlendum vörum er fært niður. Millifærsluaðferðin er stofnun styrkjakerfis. fjármagn er fært á milli atvinnu- greina Uppfærsluaðferðin er gengisfellmg auk annarra ráðstafana. verð á útlendum vörum er fært upp. Flestir eru sammála um, að niður- færsluaðferðin sé æskileg frá fræðilegu sjónar- miði og að millifærsluaðferðin hafi reynzt ís- lendingum mjög illa En niðurfærsluaðferðin er allt að því óframkvæmanleg vegna aðstæðna á íslandi. og því hefur uppfærsluaðferðin oftast verið notuð síðustu tvo áratugina Ríkisstjórnin núverandi kaus enn þá aðferð til að jafna fyrirsjáanlegan rekstrarhalla sjávarútvegsins. hún notaði gömlu úrræðin vegna gömlu vand- ræðanna. felldi gengið um 13% Enginn mað- ur með fullu viti efast um það. að gengisfell- ingin var óumflýjanleg Að henni gengu allir menn í verðbólgunefnd rikisstjórnarinnar visri Gengið var i rauninni fallið, en ekki fellt. Það fellur, ef og þegar þjóðarbúið er rekið með halla, ef og þegar eftirspurn eftir útlendum gjaldeyri er meiri en framboð hans Réttara er þvi að ræða um gengisfall en gengisfellingu Aðgerðir ríkisstjórnarinnar Skrásetning gengisfalls („gengisfelling") er ekki nægileg, ráðstafanir í efnahagsmálum eru nauðsynlegar i framhaldi hennar Rikisstjórnin fór i flestum efnum að ráðum sérfræðinganna i verðbógunefnd, Jóhannesar Nordals, Jónasar Haralz og Jóns Sigurðssonar, reyndi að gera málamiðlun efnahagslegra takmarka Hverjar eru aðhaldsaðgerðir rikisstjórnarinnar. og til hvers eru þær gerðar? (1) Þær eru helmingun samningsbundinna verðbóta á laun á þessu ári til þess að brjóta vitahring verðhækkana og (2) sala spariskirteina fyrir 1 500 millj. kr. til þess að draga úr umframeftirspurn Þessar aðgerðir tryggja hallalausan rekstur fyrirtækjanna á þessu ári og halda verðbólgunni óbreyttri Auk þeirra var ætlunin að taka óbeina skatta úr visitölureikningi á næsta ári til þess að auka ráðrúm rikisstjórnarinnar til hagstjórnar með fjárlögum, en fallið var frá því til þess að friða verkalýðsrekendurna, sem létu öllum illum látum vegna helmingunar verðbótanna Hverj- ar eru aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að tryggja hag almennings? Þær eru (1) 5% hækkun barnabóta. (2) 2% lækkun vörugjalds, (3) lækkun vöruverðs með 1300 millj kr niðurgreiðslum, (4) hækkun tryggmgabóta um sama hlutfall og hækkun launa. (5) viðbótar- hækkun við almennar bótahækkanir láglauna- fólks, (6) lágmarkshækkun verðbóta láglauna- fólks Þessar aðgerðir tryggja einkum hag láglaunafólks. en almennur kaupmáttur ráð- stöfunartekna helzt óbreyttur Fjár til þessara aðgerða hyggst rikisstjórnin afla með 1000 millj. kr. lækkun rikisútgjalda og bmdingu 10% tekna félaga og stofnana i rikissjóði Flestar eru þessar ráðstafanir óumflýjanlegar. og rikisstjórnin þorði að leysa vandann til skamms tima þrátt fyrir væntanlegar þingkosn- ingar, en hún verður að minu mati að fylgja þeim eftir með ströngum aðgerðum til verð- jöfnunar i peningamálum. einkum hækkun vaxta og jöfnun allra lánskjara opinberra sjóða Óþægilegur kostur samningsrofs var að þessu sinni tekinn fram yfir óþolandi kost verðbólgu og rekstrarhalla þjóðarbúsins. niðurfærsluað- ferðin var tekin fram yfir undanfærsluaðferð lýðskrumaranna Hitt er annað mál. að finna má að þessum ráðstöfunum Allt er verðbóta- kerfið meingallað, það er engin vörn gegn verðbólgu, eins og reynslan hefur sýnt Var helmingunin nægileg? Verðbætur eða visitölu- tryggingar launa eru alls ekki leyfðar með þeim vestrænu þjóðum, sem búa við mesta vel- megunina Liklega eru aðgerðir ríkisstjórnar- innar til þess að tryggja óbreyttan hag almenrv ings allt of rausnarlegar. ef verðbólgan á að hjaðna, rikisstjórnin hefur tekið vonina um vinnufrið fram yfir verðhjoðnun Sjálfsagt var reyndar að hækka lágmarkstekjur láglauna- fólks En önnur launajöfnun er varasöm. Niðurgreiðslur rikisins voru og eru mjög óhyggilegar að mínu mati, þvi að þær auka eftirspurn, en verðbólgan er vegna umfram- eftirspurnar Á öllum þessum ráðstöfunum er einnig sá annmarki frá sjónarmiði frjálshyggju- manna, að þær færa rikinu aukin völd, samrv ingar á vinnumarkaðnum eru rofnir og ráð- stöfunarfé rikisins aukið En auðveldara er i orði en verki að virða frelsi atvinnurekenda og verkalýðsrekenda til þess að semja verðbólgu- sammnga Að gefnum aðstæðum varð að hafa vit fyrir þeim Með þvi að frjálshyggja er ekki algeng skoðun með íslendingum og lýðræði er aðferð samkomulags, ber frjálshyggjumönnum að sætta sig við þessar ráðstafanir þrátt fyrir allar fræðilegar aðfmnslur og reyna að vinna skoðun sinni fylgi Stjórnmálin eru í vissum skilnmgi list hins framkvæmanlega. eins og stundum er sagt Tillögur lýðskrumaranna Lýðskrumararnir hafa gjammað fram i þær umræður um efnahagsmál. sem timabærar voru á íslandi, þeir flaðra upp um lýðinn að venju Hverjar eru tillögur stjórnarandstæð inga til lausnar efnahagsvandanum? Þeir gerðu þær i verðbólgunefnd og tóku upp i fjölmiðlum við fögnuð allra ábyrgðarleysingj anna Þeir ætla að lækka verðlag vara (annarra en vinnuafls) með niðurfellingu 6800 millj. kr vörugjalds og 3200 millj.kr aukningu niður- greiðslna Fjár til þessara aðgerða hyggjast stjórnarandstæðingar afla með 10% hækkun skattsfyrirtækja,10%bindingu tekna fyrirtækja, 4300 millj. kr hækkun veltuskatts. 1500 millj kr lækkun rikisútgjalda, 2000 millj kr sölu spariskirteina og 1000 millj. kr tekju- hækkun rikisins „vegna betri innheimtu sölu- þrætubókarlestri og fjölmiðlafleipri — að fella þá með öðrum orðum i kosningum Viðbrögð verkalýðsrekendanna Árangur ríkisstjórnarinnar (að visu við góðar aðstæður) i efnahagsmálum fyrstu ár hennar er umtalsverður, verðbólgan hjaðnaði úr 53% í 26% Verðbólgusamningarnir á síðasta ári gera þennan árangur að engu, ef þeir halda gildi sínu Verðbólgan er verðfall peninga. peningarnir falla i verði, ef og þegar fleiri kröfum hagsmunahópanna er sinnt en hægt er innan takmarka þjóðartekna Tekjuskiptingin er með öðrum orðum framkvæmd með verð- bólgu. ríkið kaupir frið á vinnumarkaðnum með aukningu peningamagns En verðbólgan er óhagkvæmt tæki til tekjuskiptmgar og veld- ur ranglæti, kemur niður á láglaunamönnum. lifeyrisþegum og sparifjáreigendum Hún hef- ur stórlega hægt á hagvexti siðasta aldarfjórð- unginn. dregið úr raunverulegum lífskjarabót- um alls almennings Kjósa verkalýðsrekendur — þeir, sem selja vinnuafl og kalla einokunar- hring sinn „verkalýðshreyfingu" — og stjórnarandstæðingar að halda í þetta verð- bólgukerfi? Dólgsleg viðbrögð þeirra við ráðstöfunum rikisstjórnarinnar og tilraunum hennar til mála- miðlunar stafa annað hvort af vanþekkingu þeirra á efnahagsmálum eða af ótta um valda- stöðu þeirra Valdastaða verkalýðsrekendanna er bundin þeirri blekkingu, sem almenningur trúir, að kjarasamningar ráði öllu um raunveru- leg lifskjör launamanna. en þjóðartekjur engu (Almenningur á vegna trúgirni sinnar eins sök á verðbólgunni og foringjar hagsmunahóp- anna) Rikisstjórnin gerir það auðvitað sér til gaman að rjúfa kjarasamninga skömmu fyrir kosningar að sögn lýðskrumaranna! Lýð- skrumararnirstefna að verðbólgu, og verðbólg- an breytist i óðaverðbólgu, hún veldur atvinnu- leysi, þegar til lengdar lætur. og að lokum þjóðargjaldþroti, ef ekki verður að gert Skolla- leikur hagsmunahópanna er harmleikur allrar þjóðarinnar Mál er að linni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.