Morgunblaðið - 22.03.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.03.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1978 31 Ólafsfirðingar tóku bæði gullin fyrsta dag Skíðamóts Islands: HAUKUR VANN HALL- DÓR MEÐ 6 SEKÚNDUM Guðmundur Garðarsson byrjaði þar sem hann hætti á síðasta landsmóti ÓLAFSFIRÐINGAR gerðu sér lítið fyrir og hirtu bæði gullin, sem keppt var um í gær á fyrsta degi Skíðamóts íslands. Guðmundur Garðarsson hélt áfram þar sem hann hætti á landsmótinu á Siglufirði í fyrra. er hann vann 5 gullverðlaun, og sigraði í 10 kflómetra göngu 17—19 ára. Haukur Sigurðsson sigraði síðan í 15 km göngu fullorðinna, en hann kom í mark á sex sekúndum betri tíma en Ilalldór Matthíasson og segir það allt um hve baráttan var hörð hjá þcim tveimur. Reyndar leit lengi vel út fyrir sigur Halldórs, sem hafði eftir fyrsta 5 km hringinn náð mínútu af Hauki og jók þann mun á öðrum hringnum. En Ilaukur hafði greinilega sparað sig framan af. í síðasta hringnum gekk hann mjög vel og tryggði sér nokkuð óvæntan sigur með því að hlaupa hreinlega síðustu metrana. Veðurguðirnir léku ekki við skíðamennina í gær og varð að flytja mótið úr Bláfjöllum í Hveradali vegna veðurs, en skaf- renningur var í Bláfjöllum og dimmt yfir. ís Hveradölum var veður mun skárra fram eftir degi og fjöldi fólks á skíðum. Er leið á daginn fór veður versnandi, en keppni í yngri flokknum hófst ekki fyrr en um klukkan 15.30. Skóf þá orðið mjög í sporið og er þeir eldri fóru af stað um klukkustund síðar var orðið kalt, ofankoma, aukinn skafrenningur og faérið versnaði eftir því sem á daginn leið. í flokki 17—19 ára mættu 5 keppendur til leiks og luku allir keppni, en í eldri flokknum mættu 17 keppendur til leiks og 13 þeirra luku hinni erfiðu göngu. Tveir norskir keppendur voru með í göngunni í gær og höfðu þeir talsverða yfirburði fram yfir íslenzku keppendurna. Pal Mikkel- Plass fékk 3 mínútum betri tíma en Guðmundur sigurvegari í yngri flokknum og Martin Hole kom í mark á tæpum þremur mínútum betri tíma en Haukur Sigurðsson. Er Hole kominn í röð fremstu Hauki Sigurðssyni var vel fagnað að lokinni keppninni í 15 km göngunni í gær og þrátt fyrir erfitt færi virtist Haukur ekki ýkja þreyttur. Ilaukur vann þarna sinn fyrsta meistaratitil í flokki fullorðinna og það verður spennandi að sjá viðureign hans og Halldórs í 30 km göngunni á laugardaginn. (ljósm. Friðþjófur. göngumanna í Noregi og segir það allt um snilli þessa 18 ára gamla skíðamanns. Búist hafði verið við að Jón Konráðsson sigraði í 10 kílómetra göngunni, en þeir Guðmundur Garðarsson og Jón Björnsson frá ísafirði berðust um silfur- verðlaunin. í fyrra var ekki heldur búist við sigri Guðmundar á mótinu á Siglufirði í þessum flokki, en hann lét allar spár sem vind um eyru þjóta bæði í fyrra og í ár. Guðmundur sigraði nokkuð örugglega í 10 km göngunni og fékk hálfri mínútu betri tíma en Isfirðingurinn Jón Björnsson. Jón Konráðsson fann sig ekki í göngunni að þessu sinni, erfitt ferðalag í bíl frá Ólafsfirði í fyrradag hefur e.t.v. setið í honum. Eftir að yngri mennirnir höfðu gengið 5 kílómetra var munurinn mjög lítill á þeim. Guðmundur var með 20.10 mín. Jón Konráðsson 20.16 og Jón Björnsson 20.20 mín. Mjórri gat munurinn ekki verið hjá þeim þá. Margir göngumannanna í eldri flokknum voru á því að hætta við þátttöku í 15 km göngunni og þeirra á meðal var Halldór Matthíasson, sem fannst aðstæður ekki nægilega góðar, Halldór hóf þó keppnina og gekk rösklega framan af, en á síðasta hringnum vann Haukur Sigurðsson jafnt og þétt á hann og kom í mark sem sigurvegari, en ekki munaði nema 6 sekúndum á þeim köppunum. Haukur gekk á 63,09, en Halldór á 63,15. í þriðja sæti varð síðan Ingólfur Jónsson á 66.19 og fjórði varð Björn Þór Ólafsson á 68.02. Þessir fjórir keppendur höfðu nokkra yfirburði, en í 5. sæti kom Páll Guðbjörnsson, sem orðinn er 49 ára gamall. Hermann bróðir hans var einnig meðal keppenda, en hann er orðinn fimmtugur. Gunnar Pétursson var meðal keppenda að þessu sinni eins og á 29 síðustu skíðalandsmótum og stóð fyrir sínu að vanda. Göngu- stjóri var Jónas Asgeirsson, en hann var meðal keppenda er Skíðamót Islands fór í fyrsta sinn fram fyrir 40 árum og hefur Jónas verið viðloðandi skíðalandsmótin allar götur síðan. Brautarstjóri var Haraldur Pálsson og mark- stjóri Helgi Hallgrímsson, - aij 10 km ganga 17—19 ára. Guðmundur Garðarsson, Ó 41,35 Jón Björnsson, í 42,04 Jón Konráðsson, Ó 42,31 Kristinn Hrafnsson, Ó 46,44 Valur Hilmarsson, Ó 46,48 Pal Mikkel -Plass, Noregi 38,29 15 km ganga fullorðinna. Haukur Sigurðsson, Ó 63,09 (20.11-41.42) Halldór Matthíasson, R 63.15 (19.36-40.37) Ingólfur Jónsson, R 66.18 (21.17-43.17) Björn Þór Ólafsson, Ó 68.02 (21.22-43.47) Páll Guðbjörnsson, R 70.34 (22.16-45.38) Bragi Jónsson, R 71.59 ( 22.54 - 46.32) Óskar Kárason, I 74.32 (22.53-47.53) Matthías Sveinsson, R 74.59 Valur Valdimarsson, R 75.27 Hermann Guðbjörnsson, R 75.51 Martin Hole, Noregi 60.31 Islandsmeistarar fjarri góðu gamni ÞRJÚ þeirra sem urðu íslandsmeistarar á landsmótinu í Siglufirði í fyrra eru illa fjarri góðu gamni. Þau Jórunn Viggósdóttir, sem sigraði í alpatvikeppni, Matthías Kristjánsson, sem vann stökkið, og Magnús Eiríksson sigurvegari í 30 kflómetra göngu verða ekki meðal keppcnda á mótinu í skíðalöndum Reykvíkinga um páskana. Magnús Eiríksson fótbrotnaði náð sér fyllilega þannig að hann verið að sjá hann, Hauk Sigurðs- síðastliðið haust og hefur enn ekki gat ekki verið með, en gaman hefði son og Halldór Matthíasson í Guðmundur Garðarsson varð fimmfaldur meistari á síðasta landsmóti. Ilér leggur hann af stað í 10 km gönguna í gær og tókst að verja titil sinn. Að ári verður hann í þriðja sinn meðal keppenda í flokki 17-19 ára. UMFN láfyrir ÍSí bikarnum ÞAÐ er skammt stórra högga á milli hjá stúdentum í körfu- knattlciknum. Á laugardaginn sigruðu þeir KR f íslandsmót- inu með hálfvængbrotið lið og í gærkvöldi gerðu þcir sér lítið fyrir og slógu Njarðvíkinga út úr hikarkeppninni, er þeir sigruðu þá með 90 stigum gegn 82, eftir að hafa haft 17 stiga forystu í leikhléi, 48i31. Stúdentar léku nú með full- skipað lið, bæði Jón Héðinsson og Kolbeinn Kristinsson voru með. IS var betra liðið alveg frá upphafi og náði strax forystu, sem aukin var jafnt og þétt allan fyrri hálfleikinn. Njarð- víkingar byrjuðu síðari hálfleik- inn með miklum látum og á 8. mínútu höfðu þeir minnkað muninn í 1 stig, 57:58, og var þá farið að fara um stuðningsmenn ÍS. Stúdentar létu þó ekki hugfallast og Njarðvíkingar virtust hafa eytt mesta púðrinu í fyrstu mínútur hálfleiksins. Bilið breikkaði aftur og stúdent- ar voru öruggir sigurvegarar og mæta annaðhvort Val eða KR í úrslitum en úrslitaleikurinn fer fram fimmtudaginn 30. marz í Laugardalshöll. Ohætt er að segja að stúdentar hafi allir átt góðan dag að þessu sinni. Stigahæstir voru Dunbar með 33 stig, Bjarni Gunnar, með 22 stig og Steinn Sveinsson með 10 stig. Brynjar Sigmundsson og Þor- steinn Bjarnason voru beztir Njarðvíkinga, Brynjar skoraði 24 stig og Þorsteinn 19. Þá áttu Kári Marísson og Stefán Bjarkason ágætan leik. ÁG Ólafsfirðingar stigahæstir Unglingameistaramóti íslands á skíðum lauk f Hlíðarfjalli í gærdag og var þá keppt í flokkasvigi. Veður var frekar slæmt til keppni, en ungmennin létu það ekki á sig fá. í hinni óopinberu stigakeppni sigraði ólafsfjörður. hlaut 113 stig, Akureyri var í öðru sæti og ísafjörður í þriðja. Úrslit í flokkasvigi urðu sem hér segiri FLOKKASVIG STÚLKNA m “witir urðu úr leik. 13—15 ÁRAi Bestl hrautartími. íyrri ferð, Olgeir Reykjavík 367.46 Sigurðsson II. 42.86. Sveitina skipuðu Inga H. Traustadóttir. Ásdís AHreðsdóttir. Bryndís Pétursdéttir. Ása Hrönn Sæmundsdóttir. Akureyri 369.87 ísafjörður 395,13 Besti brautartímii Ásdís Aifreðsdóttir R. fyrri ferð 42.53 og seinni ferð 42.77. FLOKKASVIG DRENGJA 15-16 ÁRA. Reykjavík 338,29 (Sveitina skipuðu Trausti Sigurðsson. Rfkharður Sigurðsson, Einar Úlfsson og Árni Árnason.) Akureyri 381.66 ísafjörður og Siglufjörður úr leik. Bestan hrautartíma. Árni Árnason R, fyrri ferð 8.95, og seinni ferð Valdimar Birgisson í. 38,06. FLOKKASVIG DRENGJA 13—14 ÁRA. Ilúsavik 366.19 Sveitina skipuðu Ólafur Sigurðsson. Olgeir Sigurðsson, Bjarni Bjarnason og Sveinn Aðalgeir,sson. Ólafsfjiirður 423,46 BOÐGANGA 15-16 ÁRA 3x5 KM. Isafjörður 57.14,3 lngvar Ágústsson, Einar Ólafsson, Hjörtur Hjartarson. A-sveit Ólafsfjarðar 58.48,5 B-sveit Ólafsfjarðar 63,07,5 Besti hrautartími Gottlieb Konráðsson Ó. 18.03,6. BOÐGANGA 13-14 ÁRA. 3x3 KM. Ólafsfjörður 34,55,1 Þorvaldur Jónsson. Haukur Hilmarsson og Finnur V. Gunnarsson. Siglufjörður 35,26.6 STIGAKEPPNI MILLI HÉRAÐA. Ólafsfjörður Akureyri ísafjörður Reykjavík Húsavík Siglufjörður Dalvík stjg 113 82 57 53 49 29 5 göngukeppninni í ár. Marteinn Kristjánsson tók sér mánaðarfrí til æfinga fyrir þetta mót, eins og hann gerði í fyrra, og ætlaði sér að verja titil sinn. Á æfingu á • Akureyri fyrir nokkrum dögum varð hann fyr.ir því óhappi að detta illa í stökki, braut rifbein og getur því ekki keppt að þessu sinni. Hins vegar var ekki reiknað með að Sigurður Jónsson frá Isafirði yrði meðal keppenda að þessu sinni á landsmótinu og hafði hann verið skráður á mót erlendis keppnisdagana. Breyting varð á því og Sigurður hefur nú bætzt við hópinn í svigi og stórsvigi. Til- kynning um þátttöku hans kom það seint að búið var að draga um rásröð í fyrsta hópi, en til að Sigurður fengi þó sæmilegt rás- númer fer hann af stað númer 11, þ.e. á eftir fyrsta ráshóp. í dag verður keppt í stökki á Skíðamóti Islands og fer það að líkindum fram við Kolviðarhól, en það gæti þó breytzt ef veður verður slæmt. Stökkkeppnin hefst klukkan 14 samkvæmt mótsskrá. - áij I>lovi\unWníiií> [ ípróllir 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.