Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.05.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1978 21 295.6 millj. kr. Skuldir Bæjarút- gerðarinnar voru í árslok 1961 135.8 millj. kr., sem svara til 5432 millj. kr. 1976 en þær voru 925.3 millj. og eru þá teknar saman skuldir Bæjarútgerðarinnar og Júní S.T.Á. Skuldir þessara aðila umfram eignir voru 1976 164.8 millj. kr. en 23 millj. kr. 1961, sem svara til 920 millj. kr. 1976. M.ö.o. allar skuldir B.H. 1976 eru ekki nema eins og skuldir umfram eignir 1961. Tap Bæjarútgerðarinnar 1961 var 10.9 millj. kr. eða sem svarar 436 millj. 1976 en þá var tap B.H. og Júní S.T.Á. 125.4 millj. kr. og þótti gífurlegt. Einna mest varð tap Bæjarútgerðarinnar árið 1960 18.6 millj. kr. eða 744 millj. kr. miðað við gjaldgetu bæjarsjóðs árið 1976. Má geta þess að árið 1960 tapaði Bæjarútgerðin rúm- lega öllum útsvörum bæjarbúa og er a'thyglisvert að bera saman þrjár tölur er voru mjög svipaðar, þ.e. öll greidd laun hjá Bæjarút- gerðinni 19.8 millj. kr., tap hennar 18.6 millj. kr. og útsvör bæjarins 18.4 millj. kr. Af þessum framangreindum tölum má sjá við hvaða vanda var að etja, þegar Sjálfstæðismenn komust í meirihlutaaðstöðu vorið 1962, en til viðbótar hafði staðan versnað mjög fyrri hluta þess árs. Kjörtímabilið 1962-1966 var því fjárhagslegt endurreisnar kjör- tímabil. Geisilegt átak þurfti til þess að forða bænum frá algeru greiðsluþroti og þar með þeirri hneisu að vera settur undir opinbert eftirlit. Fjölmörgum nauðsynjamálum var því ekki hægt að sinna eins og skyldi en þrátt fyrir það var um að ræða mikið framfarakjörtímabil á ýms- um sviðum miðað við það sem áður þekktist í stjórn bæjarmálefna. Með góðu samstarfi Sjálfstæðis- manna og bæjarfulltrúa Fram- sóknarflokksins fyrsta árið og síðan bæjarfulltrúum Alþýðu- flokksins og undir forystu dugmik- ils bæjarstjóra, Hafsteins Bald- vinssonar, tókst að greiða úr fjárhagsvandanum, endurheimta traust bæjarins út á við og hefja sókn til framfara og uppbyggingar í bænum. Þetta kjörtímabil mark- aði því alger tímamót í sögu bæjarmálefna Hafnarfjarðar og sýndi svo að ekki verður um villst að farsælast er í bráð og lengd að tryggja örugga forystu Sjálfstæð- ismanna í stjórn bæjarmála Hafn- arfjarðar. Páll V. Daniclsson Húseigendafélagið læt- ur kanna ráðstöfun tekna af brunatrygg- ingum í Reykjavík Moð lögum nr. 25/1954 um brunatryggingar í Reykjavík var bæjarstjórn Reykjavíkur heimilað að taka í eigin hendur brunatryggingar allra húseigna í lögsagnariimdæminii eða semja um slíkar tryggingar við trygg- ingarfélög eða félög. Tekjur af starfsemi þessari skal sam- kvæmt lögunum leggja í sjóð til eílingar brunavörnum og trygg- ingarstarfsemi og lækkunar á iðgjöldum húseigenda. Samkvæmt 3. gr. nefndra laya skal borgarstjórn, áður en hún yerir samniny um þessar trygy- inyar, leita dlits Húseiyendafélays Reykjavíkur um málið. Ennfrem- ur skalfulltrúa, er stjórn félagsins tilnefnir, heimilt að fylyjast með ráðstöfun sjóðs þessa, er að ofan yetur. Hefur stjórn Húseigendafélays Reykjavíkur í samrœmi viö þetta ákveðið að láta kanna hverniy reikninyar fyrrgreinds sjóðs standa oy hverniy fjármunum hans hafi verið varið eða verði varið til lœkkunar brunatryyying- ariðyjöldum húseiyenda í bory- inni. Til að sinna þessu verki hefur stjórnin tilnefnt Guðmund R. Karlsson fulltrúa, Safamýri 36, Reykjavík oy hefur hann að því er fram kemur í fréttatilkynninyu frá félayinu þeyar hafið viðræður við hlutaðeigandi aðila hjá Reykjavíkurbory. Páll V. Damulsson skrifar: Dæmi um óstjóm vinstri manna Stundum er gott að rifja upp sögu liðins tíma því af henni má læra bæði til þess að nýta þá þekkingu til góðs svo og varast það, sem leitt hefur til ófarnaðar. í kosningunum 1962 lauk valda- ferli Alþýðuflokksins og Alþýðu- bandalagsins sem meirihluta- flokka í bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar og skyldu þeir við bæjarfélagið fjárhagslega í kaldakoji eftir þó framkvæmdalitla stjórn sína á málum bæjarins um áratuga skeið. Verður sú saga ekki rakin en aðeins bent á örfáar tölur, sem tala skýru máli. I þessu sambandi verður gerður samanburður á árunum 1961 og 1976. * Tekjur bæjarsjóðs árið 1961 voru 27.3 millj. kr. en 1117.1 millj. 1976, eða 40 sinnum hærri en 1961 og verður sú tala notuð sem mælikvarði á gjaldgetu bæjarsjóðs og tölur ársins 1961 því margfald- aðar með 40 til þess að gera þær samanburðarhæfar við tölurnar 1976. I árslok 1961 voru skuldir bæjarsjóðs 20.6 millj. kr., sem svara til 824 millj. kr. 1976 en skuldir í árslok það ár voru aðeins Valgarð Briem (t.v.) á skrifstofu sinni á Sóleyjargötu YÍ. Er Morgunblaðið bar að garði var Einar Thoroddsen fyrrv. skipstjóri í heimsókn. en hann var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í tvö kjörtímabil. frá 1954 — 1962. „Konum ekki gjarnt til að kjósa kyn- systur sínar...” — segir Valgarð Briem varaborgarfulltrúi „Ástæðan fyrir afskiptum mínum af stjórnmálum er ekki persónulegar framavonir. Ég tel það skylda þeirra er búa í lýðræðisríki að taka afstöðu til stjórnmála og hæfilegan þátt í þeim. Ef borgarar gera það ekki cndar pólitikin öll í höndum atvinnupólitíkusa og er það miður,“ sagði Valgarð Briem í stuttu spjalli við Morgunblaðið, en hann skipar 18. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins til borgarstjórnar- kosninga. Valgarð Briem hæstaréttar- lögmaður hefur skrifstofu á Sóleyjargötu 17, þar sem hann bjó frá eins árs aldri en hann er fæddur á Laufásveginum árið 1926 og var í hópi fyrstu stúdentanna sem Verzlunarskóli Islands útskrifaði. Síðasta kjör- tímabil hefur hann verið for- maður Umferðarnefndar Reykjavíkur og stjórnarformað- ur Innkaupastofnunar borgar- innar. „Það skýrir kannski minn áhuga á borgarmálum að ég vann í fimmtán ár hjá Reykja- víkurborg, í sjö ár hjá Bæjarút- gerð Reykjavíkur, átta ár for- stjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkur og hluta af þeim tima framkvæmdastjóri Um- ferðarnefndar. Því er eðlilegt þegar ég tek sæti í borgarstjórn- arflokki Sjálfstæðisflokksins að mér séu falin þau störf, þar sem ég þekki vél til.“ Valgarð segist snemma hafa fengið áhuga á stjórnmálaaf- skiptum. „Strax í Verzlunar- skólanum byrjaði ég að vasast í félagsmálum. Var varaformaður Heimdallar, síðar formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskólann. Ég var ennfremur í stjórn Heimdallar eftir að ég lauk námi, formaður Varðar í fjögur ár og er nú varaformaður fulltrúaráðs Sj álfstæðisflokksins. Það vill svo til að flest af mínum lögfræðistörfum eru í sambandi við sjórétt og auk þess að vera hæstaréttarlögmaður hef ég löggildingu sem niður- jöfnunarmaður sjótjóna, sem fer ekki illa saman við stjórn- málaafskipti. Við niðurjöfnun sjótjóna get ég unnið utan venjulegs skrifstofutíma, á kvöldum og um helgar, en flestir fundir í nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar eru á virk- um dögum. Borgarstjórnarmál eru tíma- frek en menn geta samt sinnt þeim í fullri atvinnu. Þau eru af allt öðrum toga en þing- mennska." Valgarð sagðist ennfremur hafa tíma aflögu til að sinna ýmsum áhugamálum. Hann og kona hans eiga þrjá syni og stundar fjölskyldan bæði hesta- mennsku og skiði á vetrum. „Annars eru áhugamál mín í sambandi við þau fræði, sem ég hef löggildingu í og sjóréttar- málefni. Um margra ára skeið hef ég einnig haft mikinn áhuga á vexti og viðgangi Oddfell- ow-hreyfingarinnar og er yfir- maður minnar stúku, sem heitir Þórsteinn. En Oddfellow erleynifélagsskapur og beitir sér fyrst og fremst fyrir mannúðar- málum. Jú, samtökin eru trúar- legs eðlis. Sjálfur er ég í góðu meðallagi trúaður, þótt ekki sé ég kirkjurækinn, þá held ég samt að trúræknin hafi mikla þýðingu í okkar þjóðfélagi. Ég finn til samúðar með trúlausu fólki og held það muni skorta margt." Valgarð var beðinn um fjöl- skylduljósmynd en þvertók fyrir það og sagði eiginkonu sína ekki vilja slíkt. „Konunni minni finnst ég eigi ekki að vera að vasast í stjórnmálum. Henni finnst ég eiga að eyða frítíma mínum heima eða einhversstað- ar með henni“, sagði Valgarð og brosti en bætti við: „það er svo einkennilegt með konur, þótt þær séu alveg eins vel hæfar til stjórnmálaafskipta og karl- menn, þá er konum ekki gjarnt að kjósa kynsystur sínar og finnst mér þær stundum gjalda þess.“ Starfsmannafélög—einkaaöilar Þetta sumarhús er til sölu 3 svefnherbergi, salerni, eldhús og stofa. Húsgögn, dínur, eldavél, vatnshitari o.fl. fylgir. 220 v. raflögn er í húsinu. Nánari upplýsingar í síma 52257 eftir kl. 7 á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.