Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.06.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1978 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI — EFNAHAGSMAU— ATHAFNALIF. Umsjón! Sighvatur Blöndal. Uppsafnaður sölu- skattur ársins 1977 endurgreiddur ÁKVEÐIÐ hcfur verið í fjármálaráðuncytinu að í þessum mánuði verði iðnfyrirtækjum greiddur uppsafnaður söluskattur á innfluttum iðnaðarvörum fyrir árið 1977 og mun sú upphæð nema í kringum 270 milljónum króna, að sögn Péturs Sveinbjarnarsonar framkvæmdastjóra Félags fslenzkra iðnrekenda, sem kvaðst vera mjög ánægður með þessa ákvörðun fjármálaráðherra og að félagið hefði nú þegar sent öllum félagsmönnum bréf þar sem greint væri frá þessari ákvörðun. CASE 580F traktorsgrafan var mest selda grafan af þeirri gerð á íslandi í fyrra. CASE kaupir Poclain; „Vélar & þjónusta fá verðlaun fyrir söluár- íOmiiijarðahagn- angur á síðasta ári aður hjá Lufthansa AFKOMA vestur-þýzka flugfélagsins LUFTHANSA árið 1977 varð sú bezta í sögu félagsins. Nettóhagnaður af rekstrinum varð á árinu um 10 milljarðar króna sem er um 10% aukning frá árinu áður. Á síðasta ári jukust farþegaflutningar félagsins um 75.6%, en fragtflug um 21.6% og póstflutningar um „aðeins“ 2.8%. Schmidt varar við óhófe- eyðslu stjórnvalda IIELMUT Schmidt kanzlari Vestur-Þýzkalands varaði í vikunni á þinginu við of mikilli evðslu og þenslu stjórnvalda í Bonn. Schmidt sagði að það væri þegar farið að segja til sín í hagvexti og ef ekkert lát yrði á þessari þenslu hefði það ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Þá kom það fram í viðtali við Schmidt nýverið að gífurlegar lántökur almennings á síðustu árum kæmu í veg fyrir að hægt væri að lækka skatta í Vestur-Þýzkalandi eins og margir stjórnmálamenn vildu, þar á meðal samstarfsmenn Schmidts úr flokki frjálsra demókrata. Á s.l. ári námu lántökur almennings um 4.5% af heildarþjóðarframleiðslu Þjóðverja. VIÐBURÐUR arsins í heimi þungavinnuvéla átti sér staö fyrir skömmu þegar bandaríska fyrirtækið J I CASE tilkynnti kaup sín á 40% hlutabréfa í franska fyrirtækinu Poclain. CASE er þar með orðinn næst stærsti vinnuvéla- framleiðandi í heiminum, en Poclain var stærsti skurð- gröfuframleiðandi í Evrópu. Kaup CASE á hlutabréfum í Poclain er Iiður í mikilli markaðssókn fyrirtækisins í Evrópu. Sú markaðssókn endurspeglast sterklega hér á íslandi þar sem umboðsaðili fyrirtækisins Vélar & þjónusta h.f. hefur á aðeins tæpu ári náð um 65% af árssölunni fyrir traktorsgröfur. Vöxtur CASE hefur verið mjög hraður á undanförnum árum og er f.vrirtækið nú orðið leiðandi á flestum mörkuðum í sölu og framleiðslu vinnuvéla, næst á eftir bandaríska fyrirtækinu CATER- PILLAR. Fyrirtækið hefur hins vegar haft frekar slaka markaðs- stöðu í Evrópu en þar er um 30% markaðarins fyrir slíkar vélar. Bætt markaðsstaða í Flvrópu hefur því verið ofarlega á baugi hjá fyrirtækinu og hefur það þegar náð verulegum árangri. I fyrra jókst salan í Evrópu um 30% Hlutfallsleg skipting útlána Landsbankans í árslok 1977 Sjávarútvegur 37,0% Landbúnaður 15,6% Verslun 10,2% (Olíufél. meðtalin) Iðnaður 12,0% Elnstaklingar 11,3% Opinberir aðilar 9,7% Annað 4,2% miðað við árið á undan. Það var í því skyni að bæta markaðsstöðuna sem CASE keypti Poclain, en reiknað er með að þau kaup færi CASE 20% söluaukningu á þessu ári. Thomas J. Guendal stjórnarfor- maður CASE og aðalforstjóri skýrði frá sameiningu fyrirtækj- anna nýlega á blaðamannafundi í París. Hann sagði að þrátt fyrir góðan árangur CASE á síðast liðnu ári þá hamlaði það frekari markaðssókn að dreifingarkerfi fyrirtækisins í Evrópu væri ófull- komið auk þess sem það gæti ekki boðið upp á evrópska skurðgröfu, sem hann taldi verða að vera þungamiðjan í góðu dreifingar- kerfi. CASE framleiðir hins vegar nú þegar smærri vinnuvélar í sex verksmiðjum í Evrópu. Þar sem Poclain er leiðandi skurðgröfuframleiðandi í heimin- um og hefur þéttriðið sölunet í Evrópu, voru kaupin mjög hentug lausn fyrir CASE. Þessi ráðstöfun leysti jafnframt þann fjárhags- vanda, sem Poclain hafði átt við að stríða. Guendel benti á að CASE og Poclain bættu hvort annað upp á mörgum sviðum,: „CASE er stærsti gröfuframleiðandi í Bandaríkjunum en Poclain sá stærsti utan Bandaríkjanna. CASE framleiðir mjög fjölbreytt úrval af viníiuvélum, Poclain ekki. Poclain framleiðir stórar gröfur, CASE ekki, CASE hefur mjög gott dreifikerfi í Bandaríkjum, sem Poclain skortir. En Poclain var sterkt utan Bandaríkjanna og sérstaklega í Evrópu, þar sem CASE vantaði styrk. I Brasilíu sem er stærsti markaðurinn í Suður-Ameríku er CASE stærsti framleiðandi traktorsgrafa og hjólaskófla og Poclain bætir þá stöðu verulega sem stærsti seljandi skurðgrafa þar í landi. VERÐLAUN FYRIR MIKLA SÖLUi Á fundi stjórnenda með um- boðs- og sölumönnum fyrirtækis- ins í Evrópu, sem haldinn var í tengslum við blaðamannafundinn í París, var meðal annars fjallað um sölustefnu í Evrópu. Á fundinum voru veitt þrenn verðlaun fyrir bezta söluárangur á síðasta ári. Ein þeirra komu í hlut Véla & þjónustu h.f. og tók Pétur Oli Pétursson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, við þeim. Eitt ár er síðan Vélar & þjónusta tóku við umboði fyrir CASE. Til að byrja með seldi fyrirtækið eingöngu 580F traktorsgröfur en þær hafa reynst mjög vel um allan heim. Á síðast liðnu ári voru seldar hérlendis 18 slíkar gröfur, en það eru 65% af heildarsölu grafa af þessari gerð. Nú hafa Vélar & þjónusta einnig hafið innflutning á jarðýtum frá CASE og virðist sém markaður sé fyrir þær hér á landi. Þá eru uppi áform um innfiutning á CASE 760B hjólaskóflum, en þær hafa verið vinsælar í öðrum Evrópu- löndum. Arnarflug heldur áfram hlutafjár- söfnun í NÝÚTKOMNUM FRÉTTA- PISTLI Arnarflugs kemur m.a. fram að hlutafjársöfnun félagsins hafi staðið frá stofn- un félagsins í apríl 1976. Hlutafé félagsins nemur nú um 70 milljónum króna og eru hluthafar um 800, þa á meðal margir starfsmenn félagsins. Þá kemur einnig fram að ákveðið hefur verið að halda þessari hlutafjársöfnun áfram um sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.