Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.06.1978, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 1978 41 Gamanmál og spurningar Þjónninn: „Læknirinn er kominn, herra prófessor. Prófessorinn: „Æ, ég má ekki vera að því að tala við hann núna. Segðu honum, að ég sé veikur!" 1) Veistu af hverju Kínverjarnir segja ekki „takk fyrir matinn" þegar þeir hafa lokið við að borða máltíðir? 2) Af hverju ganga endur alltaf yfir götuna með ungana sína á vorin? 3) Af hverju er klæðskerum svona illa við kýr? 4) Hvað sefur hestur venjulega lengi? Svör á síðunni. Snyrtilegur frágangur! Á sumrin dytta menn að húsum sínum cða sumarhústöðum og margir taka sér málningapensla í hönd. Oft vill fara svo, að penslarnir eru iátnir iiggja .of lengi, þannig að hárin þorna og skemmast. ef penslarnir eru ekki þvegnir og hreinsaðir. bað er því sjálfsagt þörf áminning, sem við fáum með þessari mynd. Munum að ganga snyrtilega frá, varðveita verð- mæti þeirra hluta, sem við notum — þá verður einnig skemmti- legra og þægilegra að grípa til þeirra næst, þegar við ætlum að nota þá. öxlinni og heldur á dauðum ref í annarri hendi. „Sjáðu, hvað mér hefur tekist," segir Vestermann kankvís. Palli virðir fyrir sér lit- fagra læðuna og reiðin sýður í honum. Hann hefur orðið var við tófuna áður og vonaði þá, að Vestermann tækist aldrei að leggja hana að velli. „Þú ættir að skammast þín, Vestermann," segir Palli. „Hugsar þú ekkert um, að refurinn gæti átt fjöl- skyldu?" „Jú, þú segir það,“ svarar Vestermann. „Eg fer. ein- hvern daginn og leita að hinum í fjölskyldunni. Til allrar hamingju á ég nóg af skotunum." En Palli hugsar með sér, að hann skuli koma í veg fyrir það, ef mögulegt er. Hann kallar á stóra Sankti-Bern- hardshundinn hennar Skottu og hefur hann með sér út í skóginn. Hann ætlar að leita að greninu. Og hann hefur heppnina með sér. Skömmu seinna skríður hann inn milli trjánna við einn skógarlund- inn og kemur þá auga á grenið við tré skammt undan. Grenið er í klettabrún, og tveir litlir, rauðir yrðlingar stinga trýninu út um munn- ann og virða forvitnislega fyrir sér umhverfið. Síðari hluta dagsins segir Palli við Stínu og Skottu: „Ég veit um refagreni með þremur eða fjórum yrðling- um. En ég held, að þeir séu foreldralausir, og þeir drep- ast úr sulti, ef við útvegum þeim ekki eitthvað að borða. Viljið þið hjálpa mér að fóðra þá?“ Telpurnar eru strax til í tuskið. Og næstu daga skjót- ast Palli, Stína og Skotta oft út að greninu með mat handa yrðlingunum. Þau fóðra þá á síld og pylsum, lifrarkæfu og yfir- leitt öllu því matarkyns, sem þau ná í. Loks verða rándýrin litlu svo gæf, að börnin geta haldið á þeim og gælt við þau. Tryggur liggur rólegur og virðir yrðlingana fyrir sér vingjarnlegur á svip. Hann gerir þeim aldrei neitt mein. Dag nokkurn er Palli á leið úr eldhúsinu með fullan poka af matvörum. Hann ætlar að skjótast gegnum garðinn út í skóginn, en þá kallar Malín í hann. Sumar- Kús í sérf lokki Vandaðir verksmiðjuframleiddir sumarbústaðir, glæsilegir að innri sem ytri gerð, tilbúnir til afgreiðslu strax. Atlar innréttingar fylgja. Mjög stuttur uppsetningartími. Hafið samband við sölumenn í síma 86365. HÚSASMIÐJAN HF Suðarvogi 3, Reykjavík. Sími 86365. Ný kynslóö til aukinna átaka! Volvo býður nú nýja gerð vöru- bíla, F-línuna; F6, F10 og F12 F- línan er bylting í hönnun og frá- gangi, hvað varðar allt öryggi og þægindi fyrir bílstjórann, hvort sem er í akstri eða annarri með- höndlun á bílunum. Leitaðu frekari upplýsinga um F-línuna í Volvosalnum hjá Þor- leifi Jónssyni. Hann talar varla um annað en vörubíla. Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.