Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978 31 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Munið sérverzlunina meö ódýran fatnaö. Veröiistinn, Laugarnesvegi 82, S. 31330. Hlutabréf Til sölu hlutabréf í sendibíla- stööinni h.f. Borgartúni. Bréfinu fylgir akstursleyfi. Upplýsingar í síma 73088. Brotamálmur er fluttur aö Ármúla 28, sími 37033. Kaupi allan brotamálm langhæsta veröi. Staögreiösla. Vill taka jörð á leigu Óska eftir aö taka jörö á leigu, áhöfn fylgi þó ekki skilyröi. Tilboö sendist fyrir 10. júlí merkt: „Jörö — 3666“. Skrifstofustarf Starf viö vélritun, verölags- og tollamál er laust tll umsóknar hjá velþekktu innflutningsfyrir- tæki. Umsóknir sendist blaöinu merkt: „Traust — 3665“ fyrir 30. júní. Fiskvinna Okkur vantar konur og karla í fiskvinnu nú þegar. Mikil vinna. Unniö eftir bónuskerfi. Upplýsingar hjá verkstjóra i síma 98-1101. ísfélag Vestmannaeyja h.f. Vestmannaeyjum. Körfuhúsgögn Teborö, stólar og borö. Kaupiö íslenskan iönaö. Körfugeröin, Ingólfsstr. 16. I9VCI til sölu og sýnis í biöskýlinu á Hvaleyrarholti í Hafnarf. Uppl. í síma 52429 kl. 19—20. Ég hef hugsaö mér að heim- sækja ísland í sumar, og vildi gjarna hitta íslenska stúlku sem ■gæti veriö leiösögumaöur minn viö aö skoöa landiö og kynnast íbúum þess. Skrifiö til: Mr. L.A. Grier, box 5139, Spartanburg, S.C. 29304, U.S.A. 30. júni til 2. júlí ferö á Heklu. Allar nánari upplýsingar á skrif- stofunni Laufásvegi 41, sími 24950. Sumarferð Nessóknar veröur farin n.k. sunnudag 2. júlí. Lagt af staö frá Neskirkju kl. 9 árdegis. Ekið um söguslóö- ir Njálu. Bræðrafélag Neskirkju býöur eldra safnaöarfólki til feröarinnar eins og undanfarin ár. Nánari uppl. og tilkynning um þátttöku hjá kirkjuveröi í síma 16783 til fimmtudagskvölds. KRBAííUIE ÍSIANBS 0L0UG0TU3 SI-MAR. 11798 00 195.U1 Föstudagur 30. júní kl. 20.00 1. Þórsmörk. Gönguferðir viö allra hæfi. Gist í húsi. 2. Landmannalaugar. Gist í húsi. 3. Hagavatn — Jarlhettur — Leynifossgljúfur. Gist í húsi. Fararstjóri: Árni Björnsson. Ath: Miðvikudagsferöir í Þórs- mörk, hefjast frá og meö 6. júlí. Síöustu gönguferöirnar á Vífils- fell um helgina. Ferö á sögu- staöi í Borgarfiröi á sunnudag. Nánar auglýst síöar. Sumarleyfisferöir: 3.-8. júlí. Esjufjöll — Breiöamerkurjök- ull. Gengiö eftir jöklinum til Esjufjalla og dvaliö þar í tvo daga. Óvenjuieg og áhugaverö ferö. Fararstjóri: Guöjón Halldórs- son. 8 —16. júlí. Hornstrandir. Gönguferöir viö allra hæfi. Gist í tjöldum. A) Dvöl í Aöalvík. Fararstjóri: Bjarni Veturliöason. B) Dvöl í Hornvík. Fararstjóri: Tryggvi Halldórsson. C) Gönguferö frá Furuflröi til Hornvíkur meö allan útbúnaö. Fararstjóri: Páll Stelnþórsson. Siglt veröur fyrir Horn til Furu- faröar í fyrri feröinni. 15,—23. júlí. Kverkfjöll — Hvannalindir. Gisting í húsum. 19,—25. júlí. Sprengisandur — Arnarfell — Vonarskarö — Kjölur. Gisting í húsum. Allar frekari upplýsingar á skrif- stofunni. Feröafélag íslands. Fíladelfía Vegna sumarmótsins á Akur- eyri, falla allar almennar sam- komur niöur, þessa viku. En bænasamkomur veröa þriöju- dag, fimmtudag og laugardag kl. 20.30. SÍMAR. 11798 og 19533. Miðvíkudagur 28. júní kl. 20.00. Skoöunarferö í Bláfjallahella, en þeir eru ein sérkennilegasta náttúrusmíöi í nágrenni Reykja- víkur. Fararstjóri: Siguröur Kristins- son. Verö kr. 1500 gr. v/bílinn. Fariö frá Umferöamiöstööinni aö austanveröu. Hafiö góö Ijós meö ykkur. Feröafélag islands. Kjörseðlar í Vest- fjarðakjör- dæmi endur- prentaðir vegna prentvillu PRENTA varð alla kjörseðla í Vestfjarðakjördæmi upp á nýtt og dreifa um kjördæmið, þar sem sú villa var á kjörseðlinum að röð F-lista SFV og G-lista Alþýðu- bandalagsins víxlaðist þannig að G-listinn varð á undan. Var kjörseðlum þessum dreift um kjördæmið, en síðan nýir prentaðir er Alþýðubandalags- menn gátu ekki fellt sig við öfuga röð flokks þeirra og Samtakanna. Að sögn Jóns Ólafs Þórðarsonar fulltrúa hjá bæjarfógetanum á Isafirði var nýju kjörseðlunum dreift á föstudag og laugardag þannig að prentvillan kom ekki að sök við fraipkvæmd kosninganna. Alþýðuflokkur aldrei stærri ALÞÝÐUFLOKKURINN fékk í kosningunum á sunnudag meira hlutfallsfylgi en hann hefur nokk- urn tíma fengið áður. Þó er fylgi flokksins ekki miklu meira en það var við alþingiskosningarnar 1934. Þá fékk flokkurinn 21.7% greiddra atkvæða eða aðeins 0.3% lakari útkomu en nú. Fylgi flokksins fyrir þessar kosningar hafa verið 19.3% við kosningarnar 1933, en við kosningarnar 1937 missti hann aftur niður þetta fylgi og fékk þá 19.0% greiddra atkvæða. I kosningunum 1934 jók Alþýðu- flokkurinn þingmannatölu sína á Alþingi úr 5 í 10, en 1937 missti hann 2 þingmenn. Aukningin 1934 stafar m.a. af breytingu á kosn- ingalögunum, sem þá fóru fram, en þá var þingmönnum fjölgað úr 32 í 49. Alþjóðleg arkitekta- verðlaun London — 23. júní — AP. Talsmaður Hyatt Int. — sem er þekkt alþjóðleg hótelkeðja, til- kynnti í dag að ákveðið hefði verið að veita árlega verðlaun til arkitekts eða arkitekta og verður þetta á alþjóðlegum grundvelli. Carleton Smith talsmaður Hyatt og aðalframkvæmdamaðurinn að þessum verðlaunum sagði að dómnefndin yrði skipuð fimm mönnum af mismunandi þjóðern- um og myndu þessi verðlaun verða veitt á svipuðum forsendum og Nóbelsverðlaunin. Þau verða af- hent í fyrsta skipti á næsta ári og verða þá um 75 þús. dollarar að minnsta kosti eða sem svarar nítján milljónum ísl. króna. Skútustaðahreppur: H-listinn missti mann Vogum, Mývatnssveit, 26. júní Hreppsnefndarkosningar í Skútu- staðahreppi fóru fram í gær og fékk H-listinn 2 menn kjörna, I-listinn 1 mann og S-listinn einn mann.. I fyrri hreppsnefnd hafði H-listinn 3 menn og I-listinn tvo. Af H-lista eru í hreppsnefnd Jón Illugason og Hallgrímur Pálsson, af I-lista Kristján Yngvason og af S-lista Hermann Kristjánsson. Sjálfkjörnir til sýslunefndar voru Helgi Jónasson og til vara Jón Arni Sigfússon. Fréttaritari. Belgakóng- ur til Kína Brússel — 24. júni — AP. BALDVIN Belgíukonungur og Fabíóla kona nans munu fara í opinbera heimsókn til Kína í lok októbermánaðar. Talsmaður belgísku hirðarinnar kunngerði þetta í dag og sagði að dagskrá heimsóknarinnar yrði birt síðar. r — Arangurinn Framhald af bls. 15 kosningar að þetta kynni að koma upp. Hið aukna fylgi Alþýðubanda- lagsins á Austurlandi held ég að skili sér nokkuð jafnt á svæðinu öllu, en þó gæti ég trúað að fylgisaukningin í sveitum hér á Austurlandi væri tiltölulega mest,“ sagði Hjörleifur. — Minning Framhaid af bls. 29. að dansa í. Oðrum þótti þó þörfin meiri á danshúsinu og það hafði vinninginn að lokum. Þegar menn voru orðnir á eitt sáttir um það hvort byggingin gengi fyrir stóð ekki á Haraldi á Völlum að hrinda málinu í framkvæmd. Bygging félagsheimilisins var hafin og ekkert til sparað að húsið yrði sem bezt úr garði gert. Og áður en starfstíjna Haraldar var lokið hjá Seyluhreppi, var hið myndarleg- asta félagsheimili risið hér í Varmahlíð öllum til ánægju. Menn sáu, hve þörfin var brýn á félagsheimilinu, þar sem vel mátti hafa skólahald í því um sinn og miklu fremur heldur en að dansa í skólanum. Það kom svo í hlut arftaka Haraldar Jónassonar að reisa skólahúsið í Varmahlíð. Nú er það einnig risið af grunni, sem félagsheimilið, stór og mikil stofnun, sem nýtur vaxandi vin- sælda og virðingar, og hefur átt því láni að fagna að fá til sín hina hæfustu starfskrafta sem munu lyfta því til vegs og aukins frama um ókomin ár. Það er vel og von að takist, því hvað er í rauninni æsku dreifbýlisins nauðsynlegra heldur en góðar menntastofnanir? Haraldur Jónasson átti sæti í sýslunefnd Skagafjarðarsýslu frá 1936—1970. í Yfirskattanefnd Skagafjarðarsýslu sat hann frá '38—43, að hann varð hreppstjóri og endurskoðandi sveitar- og sýslureikninga var hann um langt árabil. Hann var í stjórn Héraðs- samlags Skagafjarðar og umboðs- maður Brunabótafélags Islands lengi. Við kosningar til Alþingis árið 1942 skipaði hann annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði. Sæti í skólanefnd Seyluhrepps átti Haraldur um tugi ára, og var lengst af formaður. Þá átti hann sæti í Sóknarnefnd Víðimýrar- kirkju og í stjórn Búnaðarfélags Seyluhrepps sat hann nær tvo áratugi. Einnig var hann fjall- skilastjóri fyrir framhluta Seylu- hrepps um langt árabil og gangna- foringi á Eyvindarstaðaheiði um áratugaskeið. Þetta er mikil upptalning og sýnir gerla hvert traust hefur verið borið til Haraldar á Völlum og hver afkastamaður hann hefur verið í störfum sínum. Þó er máske eitthvert mesta starfið ótalið enn, bóndastarfið sem Haraldur rækti af mikilli alúð og kostgæfni sem og allt það sem hann vann að á lifsleið sinni. En þá má heldur ekki gleyma hlut húsfreyjunnar — hennar Ingibjargar á Völlum. Hennar hlutur var vissulega ekki smár og dagurinn stundum langur því margt var að gera á stóru heimili. Þau Ingibjörg og Haraldur voru mjög samhent í öllum störfum sínum. Hjónaband þeirra var mjög gott — traust og hamingjusamt og öðrum til eftirbreytni. Oft þurfti Haraldur að vera að heiman við margvísleg störf og þá kom það í hlut Ingibjargar að stýra og stjórna búrekstrinuih og hinum daglegu störfum heima fyrir, eins og fyrr segir. Haraldur á Völlum var einlægur sjálfstæðismaður alla tið. Trúr sinni köllun og hugsjón og gerði aldrei annað en það sem hann áleit sannast og réttast og bezt fyrir fólkið sem hann hafði umboð fyrir. Hann var bæði samvizkusamur og hollráður og fljótur að glöggva sig á málum og komast að réttri niðurstöðu. Slíkum manni hlutu að verða falin hin mestu trúnaðar- störf, enda var sú raunin á. Haraldur á Völlum mun hafa gegnt einhvern tíma ævinnar flestum — ef ekki öllum — þeim trúnaðarstörfum sem ein sveit þarf til síns fulltingis. Allt frá því að vera baðstjóri á bæjunum við sauðfjárbaðanir í gömlu fjárhús- unum á árunum fyrir stríð og til þess að vera fulltrúi okkar á hinu háa Alþingi sem þá var. Hann sat um skeið á Alþingi 1945 sem varamaður Jóns Sigurðssonar alþingismanns, á Reynistað ef ég man rétt. Haraldur á Völlum var sannur maður og mjög trúr í öllum sínum störfum, réttsýnn og ráðvandur. Mál hans allt og framsetning var með þeim hætti, sem bezt varð á kosið. Hann var hár og karlmann- legur, glæsilegur að vallarsýn. Það sópaði að honum hvar sem hann fór — sem höfðingi væri. Hann var skapmaður mikill með ákveðnar skoðanir og hélt fram sínum málstað með einurð og festu. Hann var snjall og rökfimur ræðumaður og mál hans var skírt og skorinort. Haraldur á Völlum var frábær söngmaður. Hann söng með hinum ágæta gamla skagfirzka bændakór meðan hann var og hét og hann var meðal stofnenda karlakórsins Heimis sem nú í vor hélt upp á fimmtíu ára afmæli sitt með samsæti, söng og dansi í Miðgarði. Það er gæfa hverrar sveitar sem á svo góða syni að svo giftusam- lega tekst til að hægt er að minnast hálfrar aldar samfellds söngstarfs karlakórs í strjálbýli hinna íslenzku sveita. Það er þáttur út af fyrir sig — afrek — sem vissulega er þess vert að eftir sé tekið en etki grafið í þagnarró og gleymsku. Félagslíf sveitanna er einn veigamikill þáttur til að halda reisn þeirra gegn ofurveldi þéttbýlisins og þar eiga karlakór- arnir, með hinu heilbrigða starfi sínu, ekki veigaminnsta þáttinn í að efla manndáð sveitalífsins. Haraldur á Völlum söng sig inn í hjörtu allra sem á hann hlýddu þegar hann ungur að árum túlkaði hljóma hinna ýmsu tónsmiða með slíkum glæsibrag að áheyrendur hans hrifust fultkomlega. Hin fagra og hreina tenorrödd Harald- ar á Völlum hreif hugi fólksins og hann var kallaður fram aftur og aftur. Karlakórinn Heimir gerði hann að heiðursfélaga sínum, í þakklætisskyni fyrir unnin afrek á sviði söngsins. Einnig tók Haraldur á Völlum virkan þátt í starfi Ungmenna- félagshreyfingarinnar á yngri árum. Hann starfaði í umf. Fram í Seyluhreppi, og var form. UMSS um skeið. Hann hlaut heiðurs- félaganafnbót þessara félaga fyrir unnin störf í þágu þessara æsku- lýðssamtaka. Haraldur á Völlum var mikill hæfileikamaður og hann nýtti hæfileika sína vel enda var hann stór vel gefinn til orðs og athafna. Þegar við um leiðarlok lítum yfir farinn veg blasir við mynd af glæstum foringja, heilsteyptum manni sem hlýddi kalli síns tíma og vann alla ævi að heill og hamingju samborgara sinna. Slík- um manni fellur mikil hamingja í skaut og er ekki mesta hamingjan líka fólgin í því að skila landi sínu og þjóð nýtum afkomendum til að hefja merkið á ný, takast á við vandamál líðandi stundár og auka hagsæld þjóðarinnar um alla framtíð? Þessum fátæklegu orðum mín- um er hér að ljúka. Ég hefi færzt mikið í fang að minnast Haraldar á Völlum og ég finn að mig skortir hæfni til að minnast hans svo sem vert væri. Því bið ég menn að taka viljann fyrir verkið og virða á betri veg. Við kveðjum Harald Jónasson á Völlum með virðingu og þökk fyrir öll hans störf. Við vottum sonum hans og fjölskyldum þeirra, ættingjum og ástvinum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur við andlát og jarðarför hans. Blessuð sé minning hans. Gunnar Gunnarsson. Syðra-Vallholti. EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.