Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1978 Earna- «í fjolskylteííai Þórir S. Gudbergsson Rúna Gisladóttir Dularfullur eldspýtustokkur! Margt er hægt að gera sér til gmans bæði heima og að heiman, ef menn hafa ímyndunar- og framkvæmdaraflið í lagi! Og stundum þarf eilitla hjálp frá hinum fullorðnu líka. Horfðu nákvæmlega á myndina, sem fylgir með textanum. Fáðu þér eld- spýtustokk stingdu tvö göt á endana á skúffunni, taktu svo korktappa, skerðu hann til eftir stærð skúffunn- ar og límdu hann í botninn, eins og myndin sýnir. Síðan tekurðu þráð og þræðir í gegn, bindur góða hnúta á enda þráðarins og setur svo skúffuna í pappa- öskjuna sjálfa. Nú geturðu haldið laust í báða enda — og viti menn — eldspýtu- stokkurinn rennur hægt niður eftir bandinu. En um leið og „töframaður- inn“ togar í endana og strekkir á þeim, stansar eldspýtustokkurinn af eðlilegum ástæðum þar sem hann þrýstir á kork- tappann. Reyndu og sjáðu hvort þetta heppn- ast ekki! Hann gat hjálpað Hann gat hjálpað Fyrir allmörgum ár- um kom ríðandi maður að herflokki, sem var að glíma við stóran trjá- stofn. En hann var svo þungur, að þeir réðu ekki við hann. Flokkstjórinn skipaði og skipaði, en allt kom fyrir ekki. Maður nokkur reið framhjá og stanzaði. „Af hverju hjálparðu þeim ekki?“ spurði aðkomu- maðurinn flokkstjórann. „Ég? Nú, ég er flokk- stjórinn!" Maðurinn fór þá af baki og gekk til hinna. Hann bað þá að snúa sér aftur að trjástofninum og vera samtaka. Allt gekk nokkuð vel og trjá- stofninn komst á sinn stað. Og ókunni maður- inn steig nú aftur á bak hesti sínum, en sagði við flokkstjórann: „Næst þegar menn þínir ráða ekki einir við verkefnið, sem þeir fást við, skaltu gera boð eftir hershöfð- ingjanum." En maðurinn á hestin- um var enginn annar en George Washington sjálfur. Sól, sumar og ferðalög! ii Við hittum einu sinni fólk á förn- um vegi og tókum tal saman. Að nokkurri stundu liðinni spurðum við hjónin, hvert þau ætluðu. „Ekkert sér- stakt,“ svöruðu þau. Við spurðum þau því næst hvað þau ætluðu að vera lengi og feng- um svipað svar: Vitum það ekki! Stundum getur verið ágætt að slaka svolítið á við slíkar tilbreyting- ar. Það getur stundum verið þreytandi ef ferða- lagið er svo þræl- skipulagt, að ekk- ert má fara úr skorðum, þá „fer allt í köku“! Tím- inn má ekki vera svo naumur, að allir séu í spennu, hvort unnt verður að halda áætlun o.s.frv. Ákveðin skipu- lagning er oftast nauðsynleg og vissar varúðarráð- atnfanir verður alltaf að hafa í huga. En aðal- atriðið er þó, að ferðalagið verði öllum til yndis og ánægju, engum sé gleymt, og að fólk læri á þessari öld hraða og tækni: Að flýta sér hægt! T /5 p«& /c o Ifgj Lj TröUabamið á Kr ákueyj u Framhaldssaga VIII Pétur og Malín sitja í hengirúmi og róla sér fram og aftur. „Komdu og rólaðu þér með okkur!" kallar hún til Palla. Palli sest í hengirúmið á milli Malínar og Péturs. Rúmið sveiflast fram og aftur af miklum krafti, svo að annað veifið liggur við að það hvolfist með þau. Þre- menningarnir hljóða af fögn- uði, en allt í einu heyrist brestur og festing hengi- rúmsins slitnar, svo að þau hendast öll ofan í grasið. „Þú hefur verið of þungur!" segir Malín við Palla. Jafn- skjótt kemur hún auga á marga indæla matarbita, sem velta út úr pappírspoka Palla. „Hvað ertu með þarna? Hvað ætlarðu að gera við allan þennan mat?“ Palli flýtir sér að tína saman matvörurnar. „Þetta er ... eh ... til að nota í góðgerðarskyni ... en það er algjört leyndarmál!" Skömmu síðar heldur Palli til skógar. Stína, Skotta og Palli sitja róleg og gefa yrðlingunum að éta úti í skóginum. Þá heyra þau allt í einu þrusk skammt undan. Síðan heyra þau hóst. Palli stekkur á fætur. „Hó, þetta er Vestermann. Hann er aö koma! Hann má ekki finna yrðlingana. Hvað eig- um við að gera?“ „Leyfðu mér að sjá um hann!“ segir Skotta, stekkur á fætur og þýtur inn í skóginn eins hratt og hún kemst. Skammt undan hittir hún Vestermann, og mikið rétt. Hann hefur byssuna með- ferðis. Skotta stöðvar hann. „Þú mátt ekki '’ara þessa leið, Vestermann!" Palli, Stína og Skotta vita af yrðlingum úti í skógi. Og nú er Vestermann á ferð með byssuna sína, svo að Skotta reynir að bægja honum frá greni yrðlinganna. „Þú mátt ekki fara þessa leið, Vestermann", segir hún. „Hvers vegna í ósköpunum ekki?“ spyr sjómaðurinn. „Það er bannaður aðgang- ur.“ „Vitleysa! Öll höfum við jafnan rétt til þess að ferðast um skóginn. Leyfðu mér nú að komast leiðar minnar." Skotta grípur í handlegg Vestermanns. „Nei, komdu heldur þessa leið,“ segir hún og dregur hann með sér í aðra átt. „Ég skal sýna þér dálítið sniðugt. Þú hefur aldrei séð það áður.“ „Hvað ætli það geti nú verið?“ „Ég ætla að sýna þér apa,“ segir Skotta hátíðlega. Vestermann verður forvit- inn. Hann hefur fundið mörg skrýtin dýr í skóginum á Krákueyju, en aldrei apa. Skyldi hann vera til á eyj- unni? Hann fylgir Skottu fast eftir, því að hann vill ekki missa af apanum Skotta fer með Vester- mann eftir mörgum stígum langt frá greninu. Loks nem- ur hún staðar. „Nú skaltu fá að sjá apann, Vestermann," segir hún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.