Morgunblaðið - 08.07.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.07.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1978 31 Þjátfar Viðar Stjörnuna? Mbl. telur sig hafa góöar heimildir fyrir Því aö landsliðs- maðurinn kunni úr FH, Viðar Símonarson, sem lék síöastlið- inn vetur í Svípjóð, muni pjálfa Stjörnuna í Garðabæ é komandi keppnístímabilí. Þó er einnig uppi orðrómur um pað að hann kunni einnig að leika með liðinu. Stjörnumenn hafa rætt við Viðar að undanförnu og eru vongóðir um að málið komist á lokastig alveg á næstunni, en Stjarnan er pegar farin að æfa fyrir næsta vetur. Höröur Hilmarsson Þjálfaði og lék með liðinu í fyrra og er nokkur möguleiki á Því aö hann leíki áfram meö liöinu, Þó að hann láti Þjálfarastörfin af hendi. Þá hefur heyrst að Brynjar Kvaran sé að íhuga félagaskipti yfir í Stjörnuna, en hann ólst upp hjá félaginu, en hefur leikið um skeið sem aöalmarkvörður Vals. Cx(6e> uie> FVEST <Z>C* BeiofiCA heo ^ PTTS.ÍI2 Ll5>AkJUM B06C.&ÍO, F*et-££).. Unglingameistaramótið í goKi: Hörkukeppni fram á síðustu holu UNGLINGAMEISTARAMOTINU í golfi lauk á Akranesi í gær. Keppend- ur voru aijs 49 í fjórum aldurshópum, þar af voru aðeins 4 stúlkur í tveimur hópum. Keppnin fór fram í slíku blíðskaparveðri, að þegar mótinu var slitið, var borðum stillt upp úti á velli, og engin brögö voru aö því aö blöö og annaö lauslegt væri á þeytingi fyrir vindi. í yngri flokki drengja og báðum stúlknaflokkunum var keppt lítt tvísýn, en öðru máli gegndi um eldri drengjaflokkinn, þar sem þrír keppendur áttu möguleika allt fram á síöustu holuna. Svo fór, að Magnús Birgisson var hlutskarpastur, en Hannes Eyvindsson varð í ööru sæti. Þeir Siguröur Pétursson og Ragnar Ólafsson urðu jafnir í 3.-4. sæti og léku þeir þvf aukaholu og fór þá Sigurður á „pari“, en Ragnar á fleiri höggum. Hafnaði því Siguröur í þriðja sætinu. Árangur Gylfa Kristins- sonar. GS er sérlega glæsilegur og athyglisverður. En úrslitin uröu þessi: ELDRI DRENGIR. 1. Magnús Itirgisson GK 299 —77—78—70—74 2. Hannes Eyvinds- son GR 302 -73-74 - 78-77 3. Sigurður Péturs- son GK 309 —78—72—79— 80 4. Ragnar Ólafsson GR 309 5. Hálfdán Karlsson GK 317 6. Eiríkur Þ. Jónsson GR 318 7. -8. Sigurður Thorarensen GK 320 7.-8. Geir Svanson GR 320 9. Páll Pétursson GS 321 10. Bjiirn H. Björnsson GL 325 YNGRI DRENGIR. 1. Gylfl Kristinsson GS 283 íí . - .©o, asm. teu euw c=de>;<=. IS5H, FLocciAKl AlAS^t l 6hÍ>M.I_U PUSKA.S, CJCV HlCÆLTOJTj —72—72—69— 70 2. Tryggvi Trausta- son GK 297 -75 -72-70-72 3. Jón Þ. Gunnars- son GA 299 4. Bcrgþór Karlsson GA 305 5. Sigurður Sigurðsson GS 516 6. Magnús I. Stefánsson NK 318 ELDRI STÚLKUR. 1. Alda Sigurðardóttir GK 281 2. Sólveig Birgisdóttir 365 YNGRI STÚLKUR. 1. Þórdís Geirsdóttir GK 334 2. Laufey Birgisdóttir GK 356 keppir í Reykjavlk EITT stærsta frjálsíþróttamót sem fram fer hér í sumar eru Reykjavíkurleikarnir sem haldn- ir verða 9. og 10. ágúst n.k. Margir frægir frjálsíþróttamenn hafa boðað komu sína á leikana. þeirra á meðal er heimsmethaf- inn í kringlukasti Max Wilkins frá Bandaríkjunum. Hefur Wilkins kastað kringlunni tvisv- ar vel yfir 70 metra í ár og er ósigraður það sem af er árinu. Verður gaman að sjá hann hér á landi í keppni við þá Óskar Jakobsson og Erlend Valdimars- son. Þá mun spretthlauparinn Steve Riddick, sem hlaupið hefur 100 m á 10.00 sek, koma og stangarstökkvarinn Larry Jesse sem stokkið hefur 5.61. þr. Verður Arnór næsti atvinnu- maður okkar? MIKLAR líkur eru á því að hinn ungi og stórefnilegi Víkingur, Arnór Guðjohnsen, verði næsti atvinnu- knattsgyrnumaður okkar Islendinga. Mörg erlend félög hafa sýnt Arnóri áhuga og a.m.k. tvö belgísk f élög hafa boð- ið honum til sín. Ann- að þeirra er Standard Liege, lið Ásgeirs Sigurvinssonar, en hitt liðið er Lokeren, það sama og Skotinn James Bett, leikmað- ur Vals, dvelur nú hjá. Standard hefur boðið Arnóri að koma og dvelja í Belgíu um tíma en sendimenn Lokeren, sem voru hér um síðustu helgi, buðu Arnóri atvinnu- samning. Arnór, sem aðeins er 16 ára gamall, mun ekki ætla að flana að neinu í þessu máli en líklegt er að hann fari utan til Belgíu á næst- unni til viðræðna við fyrrnefnd félög. - SS. í Pþrautum í Laugardal NORÐURLANDAMÓT unglinga í tugþraut og fimmtarþraut fer fram á Laugardalsvellinum um helgina. Hefst mótið í dag og á morgun kl. 10 f.h. Mtttakendur verða 28 frá öllum Norðurlöndun- um. Fimm íslendingar eru meðal þátttakenda. Pétur Pétursson sem keppir í flokki 19—20 ára, Þorsteinn Þórsson og Vésteinn Hafsteinsson sem keppa í flokki 17 — 18 ára og fris Grönfeldt og Rut Ólafsdóttir sem keppa í yngri flokki, 15 — 16 ára, hjá stúlkum. Má búast við harðri keppni hjá unglingunum um helgina. GR mótið í gotfi OPNA GR mótið í golfi fer fram að Grafarholti um helgina. Fjölmargir kylfingar taka þátt í mótinu og keppa um fjölda glæsi- legra verðlauna. Keppnin hefst kl. 10.00. Dregiö í 8-lida úrslit bikarkeppni KSÍ: íslandsmeistararnir tilVopnafjarðar— Bik- armeistararnir til Eyja í GÆR vai;dregið á skrifstofu KSÍ um hvaða lið eiga að leika saman í átta liða úrslitum í bikarkeppn- inni og leika eftirtalin lið saman: Einherji — ÍA UBK - FH eða Fram KR — Þróttur ÍBV - Valur Allir leikirnir fara fram 19. júlí. Einherji frá Vopnafirði fær sjálfa íslandsmeistarana í heim- sókn. Einherji, sem leikur í þriðju deild, hefur sigrað í 10 leikjum í röð og verður fróðlegt að sjá hvernig þeim vegnar í baráttunni á móti meisturunum. Þá fá Eyjamenn Valsmenn, núverandi bikarmeistara, í heimsókn og þar má búast viðhörkuviðureign. • Frá bikardrættinum í gær. Árni Njálsson fulltrúi Vals dregur miða Akurnesinga hjá Gylfa Þórðarsyni formanni mótanefndar KSÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.