Morgunblaðið - 19.07.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.07.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1978 raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Skip til sölu 6 - - 8 - ■ 9 — 10 — 11 — 12 — 15 — 22 — 29 — 30 — 36 — 38 — 45 48 — 51 — 53 — 54 — 55 — 59 — — 64 — 65 — 66 — 85 — 86 — 88 90 — 92 — 120 tn. Einnig opnir bátar af ýmsum stæröum. aðalskipasal. copia Aðalskipasalan. Vesturgötu 1 7. Simar 26560 og 28888. Heimasimi 51119. Lagerhúsnæði 60—80 fm lagerhúsnæöi óskast á leigu. Upplýsingar í síma 28580. Útboð Hitaveita Akureyrar óskar eftir tilboðum í I lagningu 10. áfanga dreifikerfisins. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu Hitaveita Akureyrar, Hafnarstræti 88 B frá föstudegi 21. júlí gegn 30 þús. kr. skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuö á skrifstofu Akureyrarbæjar Geislagötu 9, föstudaginn 28. júlí 1978 kl. 11 f.h. Hitaveitustjóri. Útboð Hitaveita Akureyrar óskar eftir tilboöum í smíöi 2500 rúmmetra vatnsgeymis úr stáli. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu Hitaveitu Akureyrar, Hafnarstræti 88 B frá föstudegi 21. júií gegn 30 þús. kr. skilatryggingu. Tilboö veröa opnuö á skrifstofu Akureyrar- bæjar Geislagötu 9, mánudaginn 31. júlí 1978 kl. 11 f.h. Hitaveitustjóri. Skyndihappdrætti Bræðrafélags Árbæjarsóknar Dregiö var hjá borgar fógeta 17. júlí 1978 og komu upp eftirtalin númer: 1. Sólariandaferö m/Útsýn fyrir 2 3268 2. Sólarlandaferö m/Útsýn fyrir 2 9756 3. Pierpoint rafeindaúr m/skeiöklukku 11711 4. Kóróna-herraföt 8101 5. Vikudvöl í Kerlingarfjöllum 2482 6. Kommóöa 695 7. Ferðaútvarpstæki 6199 8. Kenwood Blender 10721 9. Skrifborö 12734 10. Skrifborö 1265 Handhafar ofangreindra vinningsmiöa éru beönir aö hringja í síma 72411 eftir kl. 18.00 alla daga. Bræörafélag Árbæjarsóknar þakkar öllum veittan stuöning. Frá leiðbeiningastöð Húsmæðra Er fatnaður sem lætur lit gallaður? Minning: Fædd 14. okt. 1910 Dáin 11. júlí, 1978. Það var í júlímánuði árið 1952. Ég kom upp á söngloftið í Keflavíkurkirkju til þess að heilsa upp á kirkjukórinn að aflokinni fyrstu guðþjónustunni, sem ég flutti í þeirri blessuðu kirkju. Hlýjar voru móttökur fólksins, sem þar var fyrir, þótt ég þekkti engan. En e.t.v. verður mér allra minnisstæðast bjart og einlægt bros einnar konunnar. Það bros vakti mér vellíðan og yljaði mér, feimnum og vandræðalegum, að innstu hjartarótum. Síðar komst ég að raun um, að konan, sem átti þetta elskulega bros, hét Jónína Jónsdóttir og var alltaf kölluð Nína í Litlabænum. Hún var þá nýorðin ekkja, eftir AF GEFNU tilefni skal það enn ítrekað. að minningar- greinar. sem birtast skulu í Mbl.. og greinarhöfundar óska að birtist f blaðinu útfarardag. verða að berast með nægum fyrirvara og eigi síðar en árdegis tveim dögum fyrir birtingar dag. mann sinn Ólaf Eggertsson og hélt heimiíi með þremur ungum sonum sínum og systur sinni, Þórunni. Þau bjuggu að Ásabraut 13 í Keflavík. Eftir þessi fyrstu kynni lágu leiðir okkar Nínu ssman í starfi og vináttu um meira en tveggja áratuga skeið. Ég kynntist henni sem frábærlega umhyggjusamri og ástríkri móður, nærgætinni systur og þeim holla tryggðavini, sem alltaf var öruggt að treysta. Góðvild hennar, ljúfmennsku og hjálpfýsi virtust lítil takmörk sett. Og sem góður félagi í starfinu við kirkjuna átti hún fáa sína líka. Eins og áður er að vikið, hafði Nína mætt þungri lífsreynslu skömmu áður en leiðir okkar lágu fyrst saman, jcafalasut hefir sú reynsla sett svipmót sitt á allt hennar líf upp frá því. En í gegnum þá reynslu öðlaðist hún líka þá eldskírn, sem göfgaði hana og þroskaði, af því að hún bar gæfu til að taka mótlæti sínu í trú á föðurforsjón Guðs, sem aldrei bregzt þeim, er hennar leita. Þess vegna var brosið hennar svo ógleymanlega bjart og hlýtt. Þess vegna var svo mikill ylur og einlæg hlýja í viðmóti hennar. Hún hafði þá lært þá dýru list, að „skapa gleði úr gráti og geisla úr skuggum". Það er dýrmætara en orðum verði að komið, að kynnast — og eignast vináttu slíkra einstaklinga sem Nína í Litlabæn- um var. Ég vil með þessum fátæklegu orðum þakka henni alla samleið- ina, allt hið góða, sem ég varð aðnjótandi frá hennar hendi, vináttuna alla og þá órofa tryggð, sem alltaf var söm við sig og aldrei brást. Ég bið henni blessunar á þeirri björtu leið, sem nú brosir við henni, að enduðu þungu og þján- ingafullu sjúkdómsstríði. Megi geislabros eilífrar júlísólar mæta henni, umvefja hana og lýsa henni heim í föðurskjólið, sem henni er fyrir búið. Við hjónin sendum sonunum þremur, Eggert Braga, Gylfa Þór og Sigurði og fjölskyldum þeirra, systkinum Nínu og öðrum ástvin- um hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Björn Jónsson. Viðskiptavinir Leiðbeininga- stöðvar húsmæðra hafa oft minnst á fatnað sem lætur lit t.d. 1 þvotti eða á annan hátt og hafa spurt hvort um gallaða vöru sé að ræða. í febrúar 1978 gerði Kvörtunarnefnd neytenda í Danmörku í fréttatilkynningu grein fyrir úrskurði nefndar- innar í nokkrum siikum mál- um. Verður sagt frá þessum málum hér. íslenskum neytend- um. kaupmönnum og fatafram- leiðendum til glöggvunar. Kjólaefni lætur lit Kona hafði keypt efni í verslun og látið sauma sér kjól úr því. I fyrsta sinn sem hún var í kjólnum lituðust nærföt og annað sem kom við kjólinn. Konan krafðist þess að fá að rifta kaupunum og þar að auki að fá endurgreiddan útlagðan kostnað við saumaskap o.þ.h. I versluninni var kröfunni vísað á bug, það var sagt að efnið myndi hætta að láta lit þegar kjóllinn yrði þveginn. Kvörtunarnefndin fékk aðstoð frá sérfræðingum í Dansk Textil Institut og komst að þeirri niðurstöðu að kjóllinn léti mikið lit við þurrt ríudd. Nefndin úrskurðaði að efnið væri gallað og veitti kaupandan- um heimild til að rifta kaupun- um og þar að auki að fá endurgreidd saumalaun og ann- an útlagðan kostnað. Rennilásinn lét lit, þegar buxurnar voru lagðar í bleyti Neytandi hafði keypt hvítar buxur sem samkvæmt þvotta- leiðbeiningum átti að þvo í 40° vatni. Hann lagði buxurnar í bleyti og lét þvottaefni með efnakljúfum út í vatnið. Eftir tvær til þrjár klukkustundir sá neytandinn að rennilásinn hafði látið lit í buxurnar. Seljandi vísaði kröfu kaupanda um að fá að rifta kaupunum á bug, þar sem hann taldi að þvottaefnið væri mjög sterkt og að ekki mætti leggja buxur sem gerðar voru úr 45% kambgarni og 55% Trevira í bleyti. Samkvæmt leiðbeiningum sem fylgdu þvottaefninu var ráðlagt að leggja viðkvæman þvott í bleyti í 10—15 mín. Samkvæmt reglum frá dönsku stöðlunarnefndinni varðandi meðferðarmerkingar á textil- vörum eiga vörur, sem á annað borð má þvo, að að þola að liggja í bleyti í 40° heitu vatni í Vi klst., nema ef viðvörun um að svo sé ekki er látin fylgja vörunni. Þar sem buxurnar höfðu legið í bleyti í 2—3 klst. úrskurðaði nefndin að sá skaði, sem hlaust af þessari meðferð, væri ekki vegna galla í efninu eða öðru og var því kvörtun neytandans ekki tekin til greina. Baðsloppur lét lit í sundbol Nýr baðsloppur lét lit í blautan sundbol en í versluninni var kvörtun kaupandans vísað á bug. Haldið var fram að bað- sloppurinn þyidi ekki vatn sem klór væri í og að sá litarafgang- ur sem í sloppnum væri myndi hverfa smám saman. Kvörtunarnefndin fékk sér- fræðinga í lið með sér og komst að þeirri niðurstöðu að klórvatn hefði ekki áhrif á það hvort efnið lét lit, en hinsvegar virtist liturinn í sloppnum ekki þola að blotna. Þar sem blaðsloppur hlýtur óhjákvæmilega að blotna við notkun var notagildi sloppsins talið mun lakara en til var ætlast og þar með var kaupand- anum veitt heimild til að rifta kaupunum. Liturinn í fatn- aði breyttist vegna þess að málmtölur og perboratið í þvottaefninu í sameiningu höfðu áhrif á litinn I fréttatilkynningunni var sagt frá tveimur slíkum dæm- um. Málmtölur, sem festar voru í kjól, breyttu gula litnum í kjólnum þannig að hann varð rauðleitur. I versluninni var kvörtuninni vísað á bug á þeim forsendum að kjóllinn hefði verið þveginn á rangan hátt. Kvörtunarnefndin og sérfræð- ingar hennar komust hinsvegar að þeirri niðurstöðu að'áhrif frá málmtölunum og perboratinu í þvottaefninu hefðu að öllum líkindum valdið litabreyting- unni. Nefndin áleit að miklar líkur væru fyrir því að kjóllinn þyldi ekki eðlilegt viðhald vegna talnanna sem festar voru í kjólinn og veitti nefndin kaupandanum heimild til þess að rifta kaupunum. Annar neytandi hafði keypt vinnugalla sem hann lagði í bleyti í ylvolgt vatn. Þegar um það bil 15 mín. voru liðnar varð neytandinn var við að vinnugalli hans var flekkóttur. Rauði liturinn í gallanum varð bláleit- ur hér og þar. Einnig j þessu tilviki var það Framhald á bls. 19 Jónína Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.